Dagur - 01.05.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 01.05.1965, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON 1964 FISKAFLINN á árinu 1964 var í heild.972 tonn, samUvæmt upplýsing um í fiskveiðitímaritinu Ægi frá 1. apríl, og er ]>á miðað við óslægðan lisk upp úr sjó. I>etta er 24% meira aflamagn en árið áður, 1963. Fiskiskipaflotinn var í árslok um 79 þús. brúttorúmlestir, fyrir utan opna vélbáta, sem taldir voru 1400 rúmlestir, en um 460 slíkir bátar voru gerðir út að staðaldri það ár. A árinu bættust við 49 ný fiskiskip, samtals 8525 rúml. Þar er ekki um togara að ræða og sést á þessu hve mjög bátastærðin fer vaxandi. Heildaraflinn 1964 sundurliðast þannig eftir fisktegundum. Þorskur 350.122 tonn, síld 544.396 t., loðna 8.640 tonn, rækja 542 tonn og hum ar 2.631 tonn. Bátaflotinn aflaði rúmlega 906 þús. tonn, togaraflotinn rúml. 65 þús tonn. Rúmlega 213 þús. tonn fóru í frystingu, nál. 147 þús tonn í söltun, um 473 þús. tonn í bræðslu eða mjöl- vinnslu, um 84 þús tonn í herslu, um 40 þús tonn voru flutt út ísuð og um 14 þús tonn fóru til innanlands- neyzlu. Af þessu er ljóst, að nálega helming ur alls aflans hefur farið til skepnu- fóðurs og iðnaðarlýsis, og er það at- hyglisvert. Er hér aðallega um bræðslusíldina að ræða. Að verðmæti nam útflutningur sjávarafurðanna á árinu 1964 rúm- lega 4384 millj. kr. og skiptist þann- ig: Fyrir ]>orskafurðir (karfi meðtal- inn) 2564 millj. kr., fyrir síldarafurð- ir 1646 millj. kr. fyrir rækjur og humar 111 millj. kr. og fyrir hvala- afurðir 63 millj. króna. Sjávarafurðirnar námu nál. 92% af heildarútflutningnum. Birgðir sjávarafurða í árslok 1964 voru metn ar á nær 700 millj. kr., en 586 millj. kr. í lok ársins 1963. En verðlag sjáv arafurða fór hækkandi á árinu, og má ]>ví ætla, að allur ársaflinn eða því sem svarar, hafi komist á markað. Af þeim tölum, sem að framan greinir er ljóst, að árið 1964 var met- ár í aflabrögðum og það ár var einn- ig mjög gott söluár. En hve lengi höf um við ráð á því að nýta nálega helm ings alls sjávaraflans jafn hrakalega og raun ber vitni? ------------------------------------- ÁTTRÆÐUR: Jónas Jónssoii frá Hriflu JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu er áttræður í dag, 1. maí. Hann tók sér fyrir skömmu ferð á hendur til Landsins helga og dvelur þar skamma hríð. Ekki verður hér rakin hin stórbrotna starfsævi hans, enda þarf síður að kynna þann mann en flesta aðra óvenju lega menn, svo þekktur er hann svo umdeildur, dáður og hatað ur, og svo mörg eru störfin hans orðin á opinberum vettvangi og nátengd víðtækri framfarasókn hér á landi, síðustu hálfa öld. Jónas er Þingeyingur og alinn upp við fremur þröngan kost á smábýli, sem hann kennir sig við enn í dag. En í æsku hans Var mikil og almenn vakning í Þingeyjarsýslu, bæði andleg og efnaleg. Þaðan kom bóndason- urinn frá Hriflu á ýmsan hátt mótaður og þroskaður maður til skólagöngu á Akureyri, betur að sér í sögu og bókmenntum en títt er um unga menn, þá þegar vel að sér í Norðurlandamálum og enskri tungu, bindindissinn- aður ungmennafélagi, sem hann síðan hefur verið alla ævi, og áhugamaður um félags- og menn ingarmál. Snemma varð mönn um ljóst, að þar fór óvenjulega gáfaður og djarfur hugsjónamað ur, enda varð þess skammt að bíða, að hann, kveddi sér hljóðs á opinberum vettvangi. Greinar hans í Skinfaxa, sem hann ritstýrði 1909—1917, voru lesnar af meiri athygli en ann- að, sem ungir menn skrifuðu í þá daga. En brátt tóku við önnur störf, sem hann var kall aður til. Hann var lengi kenn- ari við Kennaraskóla íslands, skólastjóri Samvinnuskólans um áratugi, þingmaður, ráð- herra, formaður Framsóknar- flokksins fjölda ára og jafnframt rithöfundur, samdi vinsælustu kennslubækur, sem gefnar hafa verið út á íslenzku bæði fyrr og síðar, skrifaði ótölulegan fjölda blaða og tímaritsgreina, var ritstjóri Samvinnunnar og helzti forvígismaður samvinnu- stefnunnar í landinu í ræðu og riti og þannig mætti lengi telja. Starfsorka hans var ótrúleg, en flest hans störf eru í beinu fram haldi af heimafengnum þroska og þeim menningaráhrifum, sem fyrst mótuðu hann, og má þar um segja, að lengi býr að fyrstu gerð. Jónas er víðförull maður víðlesinn og menntaður, þótt skamma stund sæti hann á skóla bekk. Naumast fer það milli mála, að Jónas Jónsson hafi um langt árabil verið áhrifamestur stjórn málamaður á íslandi. Penni hans var hvass og í snillings- höndum. Dirfsku hans og rök- fimi þekkja allir og hafa mörg nauðsynjamál notið þess, þótt hljótt sé um sinn. Óhlífinn þótti hann stundum en vinfastur. Um eigin fjárhag hugsaði hann lítt, en var þó hinn umhyggjusam asti heimilisfaðir. Óvíst er um stórveizlur á áttræðisafmæli stríðskempunnar frá Hriflu og lítt mun þar glösum lyft. En hollt er að minnast þess að enn er Jónas veitandinn og hvergi naumur. Það geta menn séð, ef þeir hugleiða þrótt hans í al- hliða sókn íslendinga á mesta framfaraskeiði þeirra, og kynna sér þær hugsjónir, er hann gaf samtíð sinni og framtíð. Jónas hefur notið efri áranna í friði frá hörðum deilum, laus við þau bönd flokkshyggjunnar, sem mörgum er fjötur um fót, e.n fylgist með framvindu mála af áhuga og grípur enn oft sinn frábæra og myndauðuga penna til sóknar eða varnar þeim mál- um, sem hann lætur sig varða. Og ekki vantar hann lesendurna fremur en fyrr. Fyrir nær háifri öld gerðist Jónas aðalkvatamaður að stofn- un Dags og hefur jafnan haldið tryggð við blaðið og haft per- sónulegt samband við ritstjór- ana alla tíð. Minnist ég í því sam bandi margra föðurlegra ráða, hvað miður sé og hvað vel í gerð blaðsins. Hefur þetta verið mér mikill styrkur. Með þakk- læti fyrir öll hollráöin og leið- beiningarnar sendi ég afmælis- barinu minar hugheilustu af- mæliskveðjur. E. D. UM DAGINN OG VEGINN — OKKAR — ÞAÐ hefur verið til umræðu undanfarið, að banna ætti allar tóbaksauglýsingar. Það er ís- lenzka ríkið sjálft, sem hér mundi eiga hagsmuna að gæta og getur vitanlega ráðið því, hvort auglýst er eða ekki þessi umdeilda vara. En í dymbilviku álita sumir, að menn og konur þurfi hressingar við, og á sjálf- um skírdegi síðasta voru í einu dagblaði okkar þrjár stóraug- lýsingar og myndir um ágæti tóbaksins, sígarettunnar, m. a. þetta: „Ekki of sterk, ekki of létt, gefur rétta bragðið" — og „Camelstund er ánægjustund. Eigið Camelstund strax í dag!“ Jæja, það má víst ekki dragast öllu lengur að þetta sé reynt, dettur sjálfsagt einhverjum í hug. Hvað gerir það til þótt ein hverjir viðvaningar í listinni verði miður sín, veikist og ætli að missa upp lifur og lungu. Það eru bara byrjunarörðug- leikar, sem komast má yfir. Og jafnvel þótt einhverjum verði það á að sofna út frá sígarett- unni með eldi í, eldi, sem svo nær tökum á umhverfinu, svo að á skammri stund er glaður, ungur maður úr sögunni til fulls og glæsileg húsakynni rjúkandi rústir aðeins. Það eru víst bara smáatriði í sumra aug- um — maður kemur í manns stað og honum má líka reyna að kenna! En var þarna ekki, á skírdag, enn um Júdasarkoss að ræða? Var ekki Dungal og þeir fleiri að segja okkur og sanna, að tóbaksreykingar valdi oft krabbameini, kvölum og dauða fólks á bezta aldri? Hver er að hrópa: „Eigið Camelstund strax í dag!“ Deyið svo á morgun! Ég rölti út í bæinn á ellefta tímanum eitt kvöldið á góunni — sem oftar reyndar. í porti einu, sem ég gekk fram hjá, sá ég nokkra drengi. En þeir voru fljótir að hverfa, er ég nálgaðist. En í skugganum hafði ég þó séð lýsa af glóð sígarettunnar milli vara þessara skóladrengja. — „Hvað ungur nemur gamall temur“ — og þegar vel er af stað komið, er ekki auðvelt að hætta. Hvernig er nú þessum drengjum hjálpað til að ljúka góðum degi á réttan hátt? Hvar er mamma, hvar er pabbi? Ég veit, hvernig þessir drengir líta út í skólanum að morgni: gráir, óþvegnir, syfjulegir! Merkur skólamaður sagði nýlega á þessa leið: „Ég þekki ekkert dæmi þess, að mikill reykinga- maður í skóla ljúki góðu prófi, — og annar, ekki síður reynd- ur og þekktur, að sjaldan væri löng leið frá sígarettunni til flöskunnar. En sá, sem ungur byrjar og reykir svo til jafnað- ar úr einum pakka á dag, ætti að hugleiða það, að um fertugt verður hann búinn að svæla upp verðmæti, sem nemur einni góðri íbúðarhæð — hvað sem þá líður heilsunni!-----En ég hélt áfram kvöldgöngu minni. í fáfarinni götu hitti ég tvær telp ur níu ára, mér kunnugar úr skólanum. Þær sögðust vera að koma úr saumaklúbb — og þar var svo voða gaman! En neðar í götunni höfðu þrír strákar ver ið að kasta í götuljósin og brutu peruna, og þeir köstuðu líka í okkur, sögðu telpurnar. Þær vildu líka gjarnan segja mér fréttir úr sínum hópi — það er alltaf svo margt að frétta úr saumaklúbb — en ég sagði að ég mætti ekki vera lengur úti og þær þá varla heldur! Og ég sá til með hvorri heim til sinnar móðurdyra“ — og spurði sjálf- an mig, hvaða tök mömmurnar myndu hafa á þessum góðu stúlkum 14—16 ára gömlum. — En „nú er vor og leikur allt í lyndi“. í dag sungum við í skólanum: „Vetrarins fjötur fellur, þá fagnar geð. Skólahui'ð aftur skellur og skruddan með.“ Og börnin fengu að koma fram að kennaraborði, hvert af öðru, og segja frá — sem oftar. Og það leyndi sér ekki hvert hugurinn stefndi: „Ég fer í sveit strax þegar ég er búinn í skólanum, lömbin fara að fæð- ast, — eða „ég fæ að fara aftur að Vestmannsvatni. Þar var nú margt fallegt og skemmtilegt í fyrra!“ Og ég fagna með þeim og vildi óska að sem flest borg- arbarnanna fengju að njóta.ann aðhvort sveitalífs eða sumar- búða. Borgin, skólinn og skrudd an hafa sína kosti, en verða mörgum börnum og unglingum leiðigjörn langa vetur. Þá verð- ur kvöldgöltrið og götulífið sum um þeirra mjög eftirsóknarvert. En þar er upphaf margs þess, sem hryggilegast er að sjá og kynnast í þjóðlífi okkar nú: skemmdarfýsn, lausung, hnupl og nautnasýki. Gætum þessa, feður og mæður, er aftur haust- ar og vetrar á ný. ... 'b HEST AM ANN AFÉL AGIÐ FJÖLNIR ÞAÐ varð mér innilegt gleði- efni, er ég heyrði frá því sagt nýlega, að ungir grannar mínir a Akureyri hefðu stofnað með sér hestamannafélag. Reyndar hefi ég aldrei átt hest sjálfur, það lengsta, sem ég hefi komzit í þá áttina, er það; að pabbi minn gaf mér beizlisstengur og bróðir minn höfuðleður — það SEXTUGUR ■ k voru einu fermingargjafirnar, sem ég fékk, og glöddu þær mig mjög. Tauma fékk ég síðar og úr þessu varð sæmilegasta beizli, en ég kom því aldrei í verk að eignast hest í það! En gamli bíllinn minn hét Skjóni, fór oft á kostum — fannst mér — og ég söng þá gjarnan: „Ég berst á fáki fráum, fram um veg. Og allt frá bernsku er mér hesturinn að góðu kunnur, og ég skil gleði þessara ungu drengja, hvort sem þeir strjúka um brjóst og stinnan makka, gefa ilmandi fóður á jötuna eða stíga á bak og finna, að „knap- inn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur.“ Hesturinn er á ný að vinna sér álit og gildi með íslenzku þjóð- inni, þótt ekki sé á sama hátt og fyrr. „Þarfasti þjónninn" er nú að verða „ágætur skemmtikraft ur“, tómstundagaman, senni- lega nokkuð dýrt, en getur haft ómetanlegt gildi við uppeldi — og til mannbóta. Út af getur þó brugðið. Frá mótum hestamanna höfum við of oft fengið slæmar fréttir. Af oft séð góðum, tryggum þjóni, göfugri veru, misþyrmt og of- boðið á marga vegu. Áfengið hefur þar, eins og víðar, komið miklu illu til leiðar. Og einmitt þetta hafa þessir ungu Akur- eyringar séð, og höfuðgrein laga þeirra félaga er algert á- fengisbindindi. Með leiftrandi augum sagði formaðurinn: „Við finnum að áfengi og hestar eiga ekki saman.“ Þeir eru nú þegar 25 í félaginu, sem hlaut nafnið Fjölnir, og á hver þeirra a. m. k. einn hest. Drengirnir greiða mánaðarlega 15 krónur í sjóð og ætla nú í sumar að taka á leigu sérstakt hólf — haglendi fyrir klára sína. Þesi frétt var mér sem vorboði eins og söngur blessaðrar lóunnar. — Þessir drengir hafa séð, hvað að er, og vilja ekki láta á sér standa að bæta úr. Þeir vinna að batnandi þjóðlífi og ég óska þeim allra heilla og góðra afreka. Mætti þetta verða öðrum ungmennum til fyrirmyndar. (Meira). ___________ J. J. - ÁVARP ... (Framhald af blaðsíðu 1). dagur, sem sýnir styrk hennar og vilja. Heil til funda 1. maí. Lifi verkalýðshreyfingin. Lifi Alþýðusamband íslands. í 1. maí-nefnd verkalýðsfélag- anna á Akureyri. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna Jón Ingimarss. Guðm. Snorras. Frá verkalýðsfél. Einingu: Rósberg G. Snædal. Björn Her- Stefán Halldórsson, múraram VINUR MINN, Stefán Halldórs- son múrai'ameistari, varð sex- tugur þann 21. apríl s.l. Þetta verður engin æfisaga, aðeins langar mig að þakka honum margra ára vináttu, og samstarf, bæði í okkar gamla Geysi, og ekki sízt í Leikfélagi Akureyr- ar. Þó Stefán hafi starfað þar kannski meir á bak við tjöldin, eru þau störf ekki síður þakkar- verð en það, sem gert er á sen- unni. Ekki þar fyrir, að á sen- una hefur hann oft stigið, og það með sóma. f öllum félagsskap er gott að eiga góða félaga, sem eru boðn- ir og búnir að starfa að góðu málefni, og það er alltaf gott að leita til Stefáns, honum fylgir alltaf glaðværð og gott skap, og það hefur sitt að segja. í Geysi hefur Stefán verið til margra ára, og verið þar eins og hjá Leikfélaginu, hinn ómiss- andi félagi. Ég óska þér, Stef- án minn, hjartanlega til ham- ingju með afmælið og allt sam- starfið. Lifðu heill, J. Ö, mannsson. Frá Iðju, fél. verksmiðjufólks: Guðbjörn Pétursson. Þorbjörg Brynjólfsdóttir. Sjómannafélag Akureyrar: Tryggvi Helgason. Jón Helgas. Félag verzlunar- og skrifst.fólks Sigurður Baldvinsson. Baldur Halldórsson. Sveinafélag járniðnaðarmanna: Skúli Guðmundsson Guðm. S. Finnsson. Bílstjórafélag Akureyrar: Jón B. Rögnvaldsson. Friðrik Blöndal. Vörubílstjórafélagið Valur: Sigurvin Jónsson. Bragi Stef- ánsson. Þ<83kHJí3<H>ÍH>ÍHÍÍBSÍBS<B3ÍH5ÍHÍHJ<KH5ÍHIH3<H><BSÍHS<H5<HSÍH5tt<HJ<t<H3 R0NALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR <HXHXH3<H3<H3<H3<H3<1. Skáldsaga 34 XBXhXhXHXHXbXHS Eiríki varð ósjáífrátt á að hlægja, pilturinn hafði sett upp svo skringilegan fyrirlitningarsvip. — Jæja, þér eruð það ekki. En þá sagði sonur Fylkis það, sem furðaði Eirík nrjög: — Og ég heyri að þér ætlið að ganga úr firmanu. Það er í rauninni það, sem ég vildi óska yður til hamingju með. Og svo var hann horfinn. Eiríkur stóð kyrr andartak, eins og hann hefði fengið löðrung. En liann áttaði sig óðar og fór út. Jæja, svo Fylkir hefði þá orð á því, að Eiríkur ætlaði að hætta. Ekki hefði hann þó nefnt þetta á nafn við Eirík. Fjarri fór því: Hann var afar vingjarnlegur þau fáu skiptin sem þeir hittust. Hvað var þá það, senr hann hefði í poka- horninu? Hélt hann kannski, að Eiríki fyndist hann hafa orðið undir? Eða héldi hann að Eiríki myndi smám sarnan verða ljóst, að honum yrði senn ekki vært í firmanu? Þeir væru nú tveir um það! Auðvitað, — Fylkir gæti konrið sjálf- ur og sagt, að hann æskti ekki að halda samvinnu þeirra áfranr. F.n hann skyldi líka fá að gera það! Eiríkur myndi ekki hjálpa honum. Ekki agnar ögn! Eiríkur hætti aldrei! En hann vildi samt sjálfur Ijúka þessu! Hann sem væri að velta fyrir sér að hefja starf á nýjan leik. Með nýju lífi. Jæja, Fylkir ætti þá son, sem væri í greinilegri andstöðu við föður sinn. Væri það ekki reglulega furðulegt, blátt áfram spennandi. — Gátuna Fylki skyldi hann ráða einn góðan veðúrdag, það væri alveg víst! Hann skyldi áður langt liði gegnlýsa bæði Berki og Gemla og alþjóða fjármála- möskva alla leið innst inn í nakta sál Fylkis lögmanns! Þetta yrði hann að gera, því hann var sannfærður um, að þegar því væri lokið, myndi allt verða honum svo miklu skýrara og ljósara en áður. Öll hans meðfædda eðlishvöt sagði honum þetta. Eftir helgina gat Eiríkur loksins bjargað reikningsláninu, sem hann hafði barizt svo lengí fyrir. Hann gat ekki stillt sig um að fara til Fylkis og segja honum fréttina. En Fylkir var sem úti á þekju og lét sem hann áttaði sig ekkert á þessu. — Hvaða viðskiptamál er það? spurði hann. — Kannist þér ekkert við það? Við höfum reikningslán í banka yðar. Fylkir óþolinmóður: — En góði, þér haldið þó ekki, að ég viti deili á öllum þeim þúsundum viðskiptavina bankans! Og svo um slíka smávægilega upphæð! Þetta var ekki hreinskilið og satt, það var Eiríki ljóst, en um það var þá ekkert frekar að fást. En hann fékk þó nokkra uppbót, er hann var á leiðinni út, — því Fylkir spurði: — Hvar fenguð þér þá reikningslánið? Eiríkur sneri sér við, brosti og sagði: — í öðrum banka! Og fór. Inni í skrifstofu sinni skrifaði hann forstjóranum vini sínum, sagði honum að nú væri allt í lagi, og bað hann síðan að útvega fyrirtækinu annan lögfræðilegan ráðunaut framvegis, — hann sjálfur yrði því miður að segja upp þessu starfi sínu af mörgum og margvíslegum einka-ástæðum, sem hann skyldi skýra honum frá við tækifæri. Og þá var því einnig lokið. Hann sat kyrr og starði niður á borðið án þess að hafast nokkuð að. — Fylkir hefði sagt að Eiríkur myndi hætta. — Ætlaði hann það? Ætti hann blátt áfram að fara undir eins inn til Fylkis og staðfesta orð hans? Auðvitað væri það ekki hægt. En á hinn bóginn ætti Fylkir að koma og segja það. Væri það hugleysi sem aftraði Fylki að gera það? Og væri það stráksleg stífni sem aftraði Eiríki að gera það? Nei, það var vegna þess, að hann vildi fá ráðna „gátuna Fylki.“ Og nú sat hann hér. Nú var sem allt hans líf væri í kyrr- stöðu. Hann hafði orðið þess var, að hann gat ekki starfað lengur, og þá stóð allt kyrrt. Hvað myndi nú gerast? Hann hefði reynt og lifað talsvert upp á síðkastið, en allt var það á annarra vegum. Hann hefði líka reynt að hugsa sig um, en það urðti aðeins slitur, eins og athugasemdir til minn- ingar — í spássíu þess sem á dagana dreif. Ekkert skipulag. Engin niðurstaða. Þreyta, áhugaleysi. Eitthvað yrði að ger- ast. Jafnvel það að langa til að „afreka“ á ný hlaut að vera betra en þetta. En eftir fimm „meðvitundarlaus" starfsár með high speed hefði allt stöðvast og stæði kyrrt, og hann væri allur eitt tómahljóð! . Hann heyrði tifið í ritvélunum frammi í fremri skrif- stofunni. Og bílana úti á götunni. A Kauphöllinni var allt á ferð og flugi. Fólk braskaði og græddi og tapaði. Eitt var stofnað. Annað hrundi. Eiríkur sat kyrr og orkaði ekki að hugsa, en þráði alveg ósjálfrátt innilega að fá að vita, hvað úr lífi hans ætti að verða. Já, og ef til vill einnig það, hvort samt væri einhver tilgangur með því. Hér gæti það þó í hamingjubænum alls ekki numið staðar? Drepið var á dyr. Hann náði rétt aðeins að rísa upp í stólnum og lúta yfir skjalabunkann á borðinu, — og ung- frú Jensen kom inn. — Það er símskeyti, sagði hún og lagði það fyrir framan hann á borðið. Hann opnaði það: — Pabbi mjög veikur. Komið þið Elín ef mögulega get- ið. Kær kveðja. Mamma. ANNAR ÞÁTTUR VIII Þau fóru bæði með síðdegislestinni. Þau yrðu komin heim um 10-leytið. Fremur fátt farþega var með lestinni, svo að þau höfðu fengið annars-flokks-klefa útaf fyrir sig. Þau töl- uðu ekkert saman um hríð. Eiríkur las blöðin. Elín sat og hallaði sér uppí horn klefans með lokuð augu. Eiríkur leit forvitnislega á hana öðru hverju. Hve konuandlit gat orðið fullorðið í skyndi! En það var síbreytilegt. Oftast var svipurinn þaninn og spenntur, — það brá þá fyrir þeim viljaskorti og spillingu sem hafði gert Eiríki svo bilt við fyrsta daginn sem hún kom heim til hans. En nú virðist hún svo þreytt sem gæti hún sofið mörg dægur í röð, — og núna er þreytusvipurinn færðist yfir andlit henn ar, var barnssvipurinn þar á ný: — smá-telpa. Allt í einu várð hann þess var, að tár streymdu niður kinnar hennar. — Græturðu, Elín? — Mér fannst bara að símskeytið frá mömmu væri svo átakanlegt, sagði hún og beit á vörina: — „Kær kveðja", í svona skeyti. Eins og hún ætlaði að hugga okkur. Eg gæti víst aldrei orðið þannig. Eg held ég myndi aðeins loka mig inni í minni sorg. — Það færi víst eftir, Elín, hverskonar sorg það væri. • — Já, sagði Elín og lokaði aftur augunum. En svo sagði hún: — Eg held að pabbi hafi vitað allt um okkur tvö. — Jæja, sagði Eiríkur, hann er nú ekki alveg Drottinn almáttugur lieldur. — Jú, á vissan hátt. Hugsaðu þér hvernig hann hefir vitað allt-um alla hérna heima í sveitinni okkar. — Já, það er satt. — Kvíðir þú líka fyrir að sjá hann? Eiríkur: — Allir hljóta að kvíða því að sjá einhvern deyja. — Það er ekki það, sem ég er að hugsa um. Eg held að hann sé sárhryggur, — að minnsta kosti yfir mér. Hún opnaði augun, þau voru full af tárum, sem runnu nú ofan kinnarnar. — Eg kvíði svo fyrir að hitta hann. — Hvað ætti hann að segja? Hann barðist sjálfur við þetta sama: hann kveið fyrir, hann var hræddur. En þetta leitaði sennilega á flesta við þvílík tækifæri. Þau Elín hefðu lifað lífi sínu, og hvort á sinn hátt hefðu þau ef til vill orðið illa úti, en að því gátu þau ekki gert. Eiríkur skildi þetta ekki til hlítar, og ef til vill væri Elínu eins farið? Þau áttu ágætan föður, dásamlegan mann, en það ættu þó sennilega ekki að gera þeim lífið erfiðara og þungbærara en þörf krefð ist? Myndi það ef til vill hafa verið betra að eiga föður með blátt áfram hversdagslega skapgerð og gáfnafar? Eiríkur and mælti gremjulega þessari hugsun. Þessir fátt menn sem bar hærra en almennt mannhafið og umhverfi þess, voru þeir einu sem öðru hverju gerðu manni fært að sjá lítið eitt af lífinu. En þeir væru ekki manna auðveldastir í umgengni. Sætu þau systkinin nú bæði með slæma samvizku hérna í lestinni á heimleið til föðúr síns á banasænginni? — Ertu hrædd, F.lín, þú sem ert fullorðin stúlka, sagði hann og reyndi að spauga. En hún sinnti ekki spaugi, heldur kinkaði kolli alvarlega, tvisvar sinnum. — Finnst þér þá að þú hafir gert eitthvað rangt? EitthvaS sem þú hefðir vel getað látið vera að gera? Hún sat og horfði út tárvotum augum. — Nei, — en mér finnst, — hér sit ég á heimleið til ein- Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.