Dagur - 01.05.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1965, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVIII. árg. — Akureyri, laugardagunrm 1. maí 19S5 — 31. tbl, Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 k: --------- AVARP 1. niaí-nefndar verkalýðsfélaganna á Ak. 1965 SEM AÐ undanförnu minnast verkalýðsfélögin hér í bæ hátíð isdags verkalýðsins, 1. maí, með útifundi og samkomuhaldi á vegum fulltrúaráðs verkalýðs- félaganan. Við, sem skipum undirbún- ingsnefndina, viljum, um leið og við skorum á allt verkafólk í bænum og alla borgara að fjöl sækja hátíðahöld dagsins og gera þau sem glæsilegust, minna á eftirfarandi: Félögin búa sig nú undir nýja samninga við atvinnurekendur um kaup og kjör. Af illri nauð- syn gera þau kröfur um veru- Frá lögreglunni Á MANUDAGINN ók fólksbif- reið út af þjóðveginum hjá Garðshorni í Glæsibæjarhreppi, og valt. Bifreiðin skemmdist nokkuð, en ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, slapp nær ómeiddur. Sama dag ók annar fólksbíll suður af Bjarmastíg hér í bæn- um og lenti niður í svokölluðu Skátagili. Bíllinn valt ekki, en skemmdist þó allmikið og far- þegi, sem í honum var, meidd- ist á handlegg, en bílstjórann sakaði ekki. Ennþá ber allmikið á of hröð- um bifreiðaakstri í bænum og hefur lögreglan náð í nokkra þá ökumenn, sem brotlegir hafa gerzt og kært þá. Eins og fyrr koma hinir yngri ökumenn (pilt ar) hér mest við sögu. Þá hefur lögreglan gómað nokkra pilta, sem ekið hafa um bæinn á „skellinöðrum“ án þess að hafa réttindi á þau tæki. Q legar kauphækkanir og aðrar kjarabætur. Þessum kröfum verða félögin að fylgja fast eft- ir og leiða til sigurs með einarð- legri samvinnu og sóknarhug allra félagsmanna að bakhjarli. Svo mjög hefur nú verið skert- ur hlutur launastéttanna að undanförnu með taumlausum verðhækkunum og skattabyrð- um, að ógerningur er orðinn að láta venjuleg daglaun hrökkva fyrir nauðsynlegustu útgjöld- um. 48 stunda vinnuvikan trygg ir ekki lengur nauðþurftir. Mik- ið vantar á að hin svokallaða „vísitölufjölskylda“ geti lifað af því kaupi og verður til að koma mikil eftir- eða aukavinna, ef halda á í horfinu. Þetta er mjög háskaleg þró- un, á sama tíma og allar ná- grannaþjóðir okkar og flestar menningarþjóðir heims, hafa lögbundið styttri vinnuviku, en hér er viðurkennd. Verkalýðs- félögin geta ekki unað þessu. Þau gera því kröfur til styttri vinnuviku og hærra kaups og byggja þær kröfur sínar á þeirri staðreynd, að þjóðartekj- urnar hafa stóraukizt að undan förnu og sérstakt góðæri hefur ríkt hér, bæði til lands og sjáv- ar. Af þessu tilefni er því alveg sérstök ástæða til að launafólk sýni einingu og sigurvilja sinn í íjölmennum og þróttmiklum hátíðahöldum 1 maí. 1. maí er hátíðisdagur í tvenn um skilningi fyrir öllum þeim, er skipa raðir hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar. Hann er frídagur og hátíðisdagur allrar alþýðu, en um leið er hann ein- ingartákn hennar, — baráttu- (Framhald á blaðsíðu 5). Fjórðungur filbúna áburðarins er Kjarnfóður flutt á ÞÓTT ÍSINN truflaði ekki dag- legt líf manna og ekki yrði telj- andi skortur á neyzluvörum hér norðanlands, er hætt við að ekki séu öll kurl komin til graf- ar. Fékk hvítan hval í net í GÆRMORGUN fékk Guð- mundur Halldórsson frá Kvíslar hóli á Tjömesi 6 metra langan hval, hvítan að lit í hrognkels- net sín, sem hann hefur skammt frá Kópaskeri. Er það mjaldur og var ánetjaður er vitja átti um netin. Guðmundur hraðaði sér til lands, sótti byssu og skaut hvalinn og dróg til lands. bílum frá Hvalfirði Um fjórðungur alls tilbúins á- burðar, sem koma átti til Akur- eyrar og nota á í vor, er enn ó- kominn. Allur Kjafni er þó kominn, ennfremur kalí og rúm ur helmingur fosforsýruáburð- arins. Hins vegar er ekkert kom ið af blönduðum túnáburði, sem nokkuð var pantað af og ekkert af garðaáburði. Búizt er enn við 8—10% verðhækkun tilbúna á- burðarins, samkvæmt lausleg- um fregnum. Síðustu fregnir herma, að ef ís bamlar ekki lengur eðlileg- um siglingum, komi það áburð- armagn, sem nú vantar, á tíma- bilinu frá 3. til 13. maí. Áburð-' arnotkunin eykst stöðugt, og Norðurlandsveginum haldið greiðfærum Þungatakmörk flutningabifreiða í Eyjaf jarðar- og Þingeyjarsýslu sett í gær SAMKVÆMT upplýsingum Guðmundar Benediktssonar yf- irverkstjóra Vegagerðarinnar í gær, er Norðurlandsvegi enn haldið sæmilega greiðfærum, með viðgerðarflokkum hér og hvar á allri leiðinni. Sunnan Holtavörðuheiðar eru þó vegir að þorna vegna minni klaka þar. En nú eru allir vegir tilbún ir að „detta niður“ og margir vegir þegar orðnir ófærir minni bifreiðum. Eins og nú er ástatt í flutn- ingamálum verður reynt að tak marka ekki flutningaþunga bif- reiðanna milli Akureyrar og Reykjavíkur umfram þær regl- ur, ssm þar um gilda. En eftir- enn ékominn hefur aldrei verið pantað eins mikið af tilbúnum áburði og nú, enda ræktun aukin ár frá ári. Kjarnfóður gekk fljótt til þurrðar þegar skipin hættu að sigla norður fyrir land. En ein- um farmi hafði verið skipað upp í Hvalfirði, rétt um það bil er ísinn lokaði leiðum. Þaðan hefur kjarnfóðrið verið flutt á bifreiðum norður og er það dýr flutningur. Geta og landflutn- ingar tafizt meðan vegir eru viðkvæmir, þótt reynt sé að halda Norðurlandsvegi færum. Hey hafa víða reynzt ódrýgri í vetur en reiknað var með og eru þau þrotin á stöku stað. En að venju eru margir bændur heysterkir og geta veitt aðstoð. litsmenn fylgjast með, að þeim ákvæðum sé fylgt. Enda getur einn ofhlaðinn bíll skorið sund- ur langa vegarkafla í einni ferð. Hinsvegar voru í gær settar reglur um öxulþunga flutninga- bifreiða á vegum í Eyjafjarðar- og S.-Þingeyjarsýslu og auglýst ar í útvarpi (5 tonna öxulþungi leyfður), öðrum en Norðurlands vegi. Um einstaka vegi gaf yfir- verkstjórinn þær upplýsingar, að Siglufjarðarskarð væri fært TOGARAR Útgerðarfélags Ak- ureyringa hafa átt í miklum erf- iðleikum að undanförnu vegna ísalaga á veiðisvæðinu og hafa þrír þeirra orðið að leggja upp aflann fyrir sunnan, vegna þess að siglingaleiðin til Akureyrar hefur mátt heita ófæi’. Afli hef- ur líka yfirleitt verið tregur, þó fékk Kaldbakur ágæta veiði nú í vikunni. Helztu fréttir af togurunum eru þessar: Kaldbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir flokkunar- viðgerð 26. þessa mánaðar og lagði upp 65.8 tonnum til vinnslu í Hraðfrýstihús Ú.A. Togarinn fór út s.l. þriðjudag og kom svo inn aftur á föstu- dagsmorgun með 75 tonn, aðal- lega ýsu og þorsk, sem veidd- ist úti fyrir Norðurlandi. Svalbakur landaði í Hafnar- firði rúmum 200 tonum 17. f. m. og er á veiðum, en mun vænt jeppum einum og ekki fólksbíl- um fært milli Sauðárkróks, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Þá er Vaðlaheiði ófær fólksbílum svo og Fljótsheiði, en þó sæmi- lega greiðfær leiðin milli Akur- eyrar og Húsavíkur um Dals- mynnisveg. Mývatnsheiði er hangandi; Tjörnes óíært fólks- bílum. Guðmundur Benediktsson yf- irverkstjóri bað blaðið að koma þeim óskum Vegagerðarinnar á framfæri, að hlutaðeigendur reyndu af fremsta megni að hlífa vegunum um sinn og tak- marka þunga bifreiðanna eins og framast væri unnt. □ anlega leggja upp afla sinn á Akureyri í næstu viku. Sléttbakur er einnig á veið- um og er ætlunin að hann landi hér fyrripart næstu viku. Harðbakur landaði í Reykja- vík 29. apríl ca. 120 tonnum. □ Pólverjar byggja I tvær dráttarbrautir I Gerðir hafa verið samningar í við fyrirtækið CEKOP í Pól í landi um að það byggi hér l á landi trær dráttarbrautir, Í aðra í Neskaupstað en hina 1 í Ytri-Njarðvík. Dráttarbraut I ir þessar eiga að vera tilbún- 1 ar á næsta sumri, og geta 1 tekið 400 tonna skip. Dráttar : brautin í Njarðvík verður 1 með fjórum hliðarsætum. Í Samningamir um fram- i kvæmdir þessar hljóða upp § á 34 milj. kr. samtals. Ákureyrarlcprar flúðu suður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.