Dagur - 01.05.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 01.05.1965, Blaðsíða 7
7 Garðyrkj'uskóEi á Norðurlandi (Framhald af blaðsíðu 8). vera alin upp í Gróðrarstöðinni á Akureyri og þar á hinn nýi skóli að rísa og hefja plöntu- uppeldi fyrir skrúðgarða handa almenningi eins og í gamla daga. Mundi grasagarðurinn á Akureyri geta orðið slíkum skóla ómetanlegur styrkur, t. d. um plöntuval og ræktunarað- ferðir og m. fl. Hér þarf tæplega neitt millj. skólabákn, a. m. k. til að byrja með. Sennilega eru nægilegar byggingar fyrir hendi fyrst í stað, og 1 fastur kennari eða forstöðumaður mundi vera nóg til að byrja með. Enda auðvelt að fá tímakennara á sérfögum á Akureyri. Hinsvegar ætti skólinn að mínu áliti að leggja aðaláherzlu á verklegt nám í garðyrkju, og mætti e. t. v. koma þar upp stuttum vomám- skeiðum í sambandi við skól- ann eins og í gamla daga. Til mun vera einstaka maður, sem telur garðyrkju þýðingar- lítið dútl, nema þá helzt kart- öflurækt. Skólinn á að kenna okkur að rækta grænmeti og berjarunna og alveg sérstaklega jarðarber. Hæfileg neyzla græn- metis er talin mjög heilsusam- leg og raunar ómissandi þáttur í mataræðinu. Einnig ætti skól- inn að kenna skrúðgarðagerð, ræktun garðplantna, og yfir- leitt reyna að vekja áhuga al- mennings til sveita og við sjáv- ar síðuna fyrir bættri umgengni og snyrtingu við hús og heimili, enda þótt ekki sé um neinn skrúðgarð að ræða. Ég hefi orðið þess var, að ýmsum þykir furðulegt, hvað lítið heyrist frá karlmönnum um þessi mál, en svo má heita að konur einar hafi látið þessi málefni til sín taka út um land- ið, og þá einkum í sveitunum. En er nokkur furða þótt hús- mæður hafi meiri skilning á þessum málum en t. d. bændur almennt, því nú er svo komið, að húsmæður munu yfirleitt miklu menntaðri en bændur, eins og sést m. a. t. d. á því, að til munu vera 8 eða 10 hús- mæðraskólar í landinu en ekki nema 2 bændaskólar og þeir misjafnlega sóttir, en húsmæðra skólarnir alltaf yfirfullir? Þá er sú rótgróna venja eða blátt áfram ósiður mennta- manna og kennara, að forðast að snerta á reku eða láta sjá sig með hana í höndunum. Til eru þó heiðarlegar - undantekningar frá þessari reglu í stéttum menntamanna hér á landi, en þær munu furðu fáar. Þetta við horf menntamanna, svo og áhugaleysi bænda fyrir garð- yrkju, af því, þeir telja þar ekki neina von um verulegan fjár- afla, veldur því að garðyrkjan og garðyrkjumenn yfirleitt njóta ekki þess álits og viður- kenningar, sem þeim og faginu ber. Er þessu á allt annan veg farið erlendis. Þar er algengt að kennarar, jafnvel háttsettir prófessorar og prestar, vinni við og hirði um sína eigin garða en með aukinni garðmenningu og betra uppeldi barna og ung- linga, með tilliti til gróðurs og útiumgengni, munu þessi mál vonandi færast til betri vegar hér á landi. Jón Rögnvaldsson. I DÖNSKU Töfflurnar hvítu eru komnar enn þá einu sinni. DANSKIR GÖTUSKÓR með breiðum liæl SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. GRENIVÍK-AKUREYRI Sérleyfisferðir Grenivík—Akureyri hefjast mánudag- inn 3. fnaii Farnar verða tvær ferðir í viku mánudaga og föstudaga. Farið verður frá Grenivík kl. 8.30 frá Akureyri kl. 17. Afgreiðsla á Grenivík Magnús Jóns- son símstj. Afgreiðsla á Akureyri Lönd og Leiðir, sírni 1-29-40. Farþegar eru góðfúslega beðnir að panta far með nægum fyrirvara. GUÐMUNDUR TRYGGVASON, sími 1-18-25. ÍBÚÐ TIL SÖLU 4 herbergi og eldhús. Uppl. í síma 1-22-82. HERBERGI óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 1-19-40. TIL SÖLU: 3ja herhergja einbýlishús á góðum stað í Glerár- hverfi. Getur verið laust 14. maí. Uppl. í síma 1-25-36. PLASTMODEL í úrvali. LÍM og LÖKK BAKPOKAR og FERÐASETT Tómstundaverzlunin STRANDGÖTU 17 . POSTHOLF 63 akureyri GOD AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ JÓNAS JÓNSSON frá Ilriflu dvelur í dag í Mitre Hotel High Street, Oxford. I. O. G. T. Aðalfundur þing- stúku Evjafjarðar verður haldinn að Bjargi sunnudag- inn 2. maí kl. 8.30 e. h. Venju- leg aðalfundarstörf. Fulltrú- ar og aðrir stigfélagar mæti. Þingtemplar. ÞAKKiR. Kvenfélagið Hlíf flyt ur bæjarbúum innilegar þakk ir fyrir ágætan stuðning við barnaheimilið Pálmholt á sumardaginn fyrsta. Sérstak- ar þakkir flytur það þó öllum þeim, sem lögðu fram vinnu eða gjafir í þessu markmiði. Með ósk um gott og gleðilegt sumar. Stjórnin. GAMANLEIKURINN Orrust- an á Ilálogalandi verður sýnd í Sólgarði laugardaginn 1. maí nk. og að Grund í Svarf- aðardal sunnudaginn 2. maí. Báðar sýningarnar hefjast kl. 9 e. h. Ungmennafélag Möðru vallasóknar. ST. GEORG GILDIÐ: Fundurinn er í Varð- borg á mánudaginn kl. 9 e. h. HJÁLPRÆÐISHERINN: — Sunnudaginn 2. maí kl. 8.30 e. h. er samkoma í sal Hjálp- ræðishersins. Þá bjóðum við Margareti Melgárd vel- komna. Sunnudagaskóli er kl. 2 e. h. — Allir velkomnir. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 11563. STRIGASKÓR UPPREIMAÐIR allar stærðir GÚMMÍSKÓR - BARNASTÍGVEL GÖTUSKÓR, kven, mikið úrval TELPUSKÓR SANDALAR og VINNUSKÓR karlmanna SKÓBÚÐ K.E.A. f . . . . ? í\c- Hugheilar pakkir til allra, ruer og fjœr, sem heiðr- ^ % uðu mig á S0 ára afmceli minu 23. april sl. með hlýj- % 'k um kveðjum, gjöfum og margháttaðri vinsemd. Guð blessi ykkur öll. — Með sumar kveðju. $ I EINAR G. JÓNASSON. I Á Vanlai* karfauenn til starfa til lengri tíma. FISKVERKUNARSTÖD ÚTGERÐARFÉLAGS AKUREYRINGA H.F. IIJÚSKAPUR. Laugardaginn 17. apríl s.l. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprest- inum í Laugalandsprestakalli, ungfrú Kristbjörg Gunnars- dóttir frá Bringu og Jón Matthíasson byggingariðnaðar maður Akureyri. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verð- ur á Akureyri. HJÚSKAPUR. Þann 16. apríl s.l. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju brúð hjónin ungfrú Gerður Árna- dóttir og Stefán Kristinn Ól- afsson húsgagnasmiður frá Ólafsfirði. Heimili þeirra er að Munkaþverárstræti 1. — Og þann 17. apríl brúðhjónin ungfrú Regína Vigfúsdóttir og Jóhannes Þorgeir Arason Fossdal bakari. — Heimili þeirra er að Glerárgötu 8, Ak ureyri. BRÚÐKAUP: Laugardaginn 17. apríl voru gefin saman í hjóna band í Akureyrarkirkju brúð hjónin Svana Aðalbjörnsdótt- ir og Páll Pálsson trésmíða- nemi. Heimili þeirra verður að Munkaþverárstræti 22 Ak- ureyri. — Páskadag voru gef in saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju brúðhjónin Ás- laug Kristinsdóttir hjúkrunar kona og Bragi Jóhannsson skrifstofumaður. Heimili þeirra verður að Grænumýri 8 Akureyri. — Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Ak ureyrarkirkju brúðhjónin Jó- fríður Þóra Traustadóttir for stöðukona leikskólans Iða- valla og Þórður Gunnarsson símvirkjanemi. Heimili þeirra verður að Helga-magrastræti 12 Akureyri. — 22. apríl voru gefin saman í hjónaband í Ak ureyrarkirkju brúðhjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Guð mundur Búason verzlunárm. Heimili þeirra verður að Byggðavegi 149. Fært kringum landið SAMKVÆMT upplýsingum Landhelgisgæzlunnar í gær, var sæmilega fært skipum bæði fyr- ir Horn og Langanes. ísinn ligg ur þó að Hraunhafnartanga og Langanesi en er gisinn. Fyrir mið-Norðurlandi eru aðeins jak ar á stangli, út af Skagafirði er töluverður ís en fært fyrir Skaga. Fyrir Horn er sæmilegt og mestur ís út af Gjögri en þó fær. ísinn er víðast á töluverðri ferð og rekur ýmist að eða frá landi. SUMAR- IÍJÓLAR í mjög fallegu úrvali. NYLONEFNI Innilegar Jjakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát NÝTT! - NÝTT’! <-• :: í kjóla og sloppa, og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KÁPUR - HATTAR - TERYLENEPILS 8 litir. JÓNÍNU ÞÓREYJAR JÓNSDÖTTÚR SPORTBUXUR (Stretch) og TÖSKUR- .. . . frá Syðra-Hóli. MARKÁÐURÍNN Börn, tengdahörn og barnahörn. VERZLUN BERNHARDS LAXDAL Sírni 11261

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.