Dagur - 15.05.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 15.05.1965, Blaðsíða 2
2 - SEÐLABANKINN HEIMTAR SPARIFÉÐ KarSakór Ák. í góðri þ|á KARLAKÓR AKUREYRAR, undir stjórn Áskels Jónssonar, efndi til tveggja samsöngva í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld. Aðsókn var mjög góð og þó voru bæjarbúar búnir að hlýða á söng Karlakórs Reykja- víkur fáum dögum fyrr. Sýnir þetta enn hinn mikla áhuga fólks á karlakórssöng. Karlakór Akureyrar kom að þessu sinni með nokkra ný- breytni á skemmtun sinni, því Lúðrasveit Akureyrar kom fyrst inn á sviðið í hinum fögru einkennisklæðum sínum og blés í sönglúðra óperuforleik eftir Boieldin um kalífinn í Bagdad, ennfremur ,Lífvörð konungsins1 eftir Raymond. Það mun þykja allhressandi að hlusta á lúðra- sveit innanhúss, en þá á ég mér ' óskastund úti á víðum völlum, þar sem þak og veggir eru víðs fjarri. Næsta viðfangsefni var hið magnþrungna lag Björgvins Guðmundssonar, Á Finnafjalls- ins auðn. Það lag söng kórinn með aðstoð Lúðrasveitarinnar. Síðan rak hvert lagið annað, sum erlend en fleiri innlend og eftir marga höfunda og var söngnum ágætlega fagnað af áheyrendum. Undirleik á píanó annaðist Dýrleif Bjamadóttir, Einsöngvarar voru Eiríkur Stef- ánsson, Hreiðar Pálmason og Jóhann Konráðsson. Stjórnandi kórsins, eins og áður segir, Ás- kell Jónsson, stjórnaði einnig Lúðrasveitinni í forföllum E. Dunipace. Margir eldri kórfélagar sungu með, síðasta hluta efnisskrár- innar og efldist kórinn mjög við það. Karlakór Akureyrar er í góðri þjálfun um þessar mundir, svo sem söngur hans bar gleggst vitni um. Hann er blæfagur en e. t. v. ekki eins þróttmikill og ætla mætti af jafn stórum hópi norðlenzkra söngmanna. Um efnisval má endalaust deila, en að þessu sinni var hvorki um smekkleysur að ræða eða þau viðfangsefni, sem fjarri eru getu kórsins. Að samanlögðu var söngurinn góður og næst slíkur árangur ekki nema með mikilli þjálfun og þolgæði und- ir stjórn hæfra manna. Bæjarbúar kunna vel að meta hina góðkunnu kóra sína, Karlakór Akureyrar og Geysi. Þeir eru hluti af menningarlífi bæjarins, sem sízt er of fjöl- skrúðugt. Hafi kórinn þökk fyr- ir sönginn. E. D. Sýslufimdur S.-Þing. (Framhald af blaðsíðu 8). " Gerðar voru samþykktir um sameign sýslunnar og Húsavík- urkaupstaðar að Héraðsskjala- safni og náttúrugripasafni. Framhaldið verður útgáfu Ár bókar héfáðsins og ákveðið hef- ir verið að sýslan gefi út afmæl- isrit um Jónas Jónsson frá Hriflu í tilefni áttræðisafmælis hans. Verður það gefið út í um það bil 500 tölusettum eintökum og aðeins selt til áskrifenda. Verða áskriftarlistar hjá sýslu- nefndarmönnum í öllum hrepp- um sýslunnar, á sýsluskrifstof- unni og hjá væntanlegum um- boðsmönnúm á Akureyri og í Reykjavík. Ritstjórn annast magister Jón as Kristjánsson frá Fremstafelli, Stigahlíð 2, Reykjavík. Efni ritsins verður: Fræðilégar ritgerðir um Jón- as Jónsson, úrval úr eldri rit- gerðum hans og skrá um rit hans. □ ir Eðnnemar Bifvélavirkjar: Ari J. Baldurson, Eymundur Kristjánsson, Jón Höskuldsson, Magni Hjálmarsson, Olafur A. Olgeirsson, Arnljótur Einars- son. Bílasmiður Bergur Erlingsson. Hárgreiðslumeyjar: Helga Jóhannsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir. Húsasmiðir. Birgir Aspar, Guðmundur S. Jóhannsson, Helgi Jónsson, Jón Matthíasson, Magnús Tryggva- son, Sigurjón Magnússon, Stef- án Skagfjörð Óskarsson, Valur Kristinsson, Örn Herbertsson. Húsgagnasmiðir: Hannes Arason, Jón Guðlaugs- son, Lúðvík Magnússon, Ólaf- ur H. Arnarson, Rögnvaldur B. Ólafsson, Tryggvi Hjaltason. Lj ósmyndasmiðu r Páll A. Pálsson. Múrarar: Anton Sölvason, Sétur Sigurðs- son, Júlíus Arnórsson, Viking kondrup. Prentarar: Rafn Árnason, Reynir Hjartar- son. Rafvirkjar og rafvélavirkjar: Adólf Ásgrímsson, Guðmundur Páll Jóhannesson, Stefán F. Valdimarsson, Steingrímur Björnsson. Vélvirkjar: Árni G. Tómasson, Gunnar Baldvinsson, Hákon Hákonar- son. Ketil- og plötusmiður Þórður Jónasson. Skipasmiðir: Ingi V. Jónasson, Marínó Zoph- oniasson, Þorsteinn Pótursson. Sútari Baldvin Þóroddsson. (Framhald af blaðsíðu 8). mótsögn við framkvæmd lag- anna. Fjármagnsskortur út á lands- byggðinni var fullmikill fyrir, þó að þetta bættist ekki við. Réttlæti væri það, að heima- menn fengju að ráða yfir sínu fjármagni á sama tíma og kaup héðnar og æfintýramenn leika sér að peningum þjóðarinnar og taka jafnvel lán erlendis með ábyrgð íslenzkra banka, innflytj endur byggja stórhýsi yfir starf semi sína svo nemur hundruð- um milljóna og skattsvikarar vaða uppi. Nú er búið að binda í Seðlabankanum fyrir spari- sjóðum og bönkum frá 9—25% af innstæðum þeirra. í Kaldrananeshreppi á Strönd um er sparisjóðurinn búinn að afhenda 11.5% innstæðna sinna suður. Sumum finnst, að betur hefði þeir peningar verið notaðír til kaupa á vörum til að fyrra vand ræðum heimafyrir. Á öðrum stað þurfti lítið sveitarfélag að kaupa alldýrt tæki til að tryggja flutninga á mjólk og með því afkomu bændanna í viðkomandi sveit. Leita þarf eftir láni til kaupanna er nemur svipaðri upphæð og sparisjóður sveitar- innar á í Seðlabankanum og verður ekki hreyft. Á apríllok var bundið fé í Seðlabankanum 1190 milljónir þar af frá innlánsdeildum kaup- Minningarsj. Ragn- Iieiðar Hjaltadóttur STOFNAÐUR hefur verið á veg um Sjálfsbjargar á Akureyri sjóður til minningar um frú Ragnheiði heitina Hjaltadóttur, og hefur áður verið skýrt frá honum í Akureyrarblöðunum. En tilgangur sjóðsins er að styrkja fólk til náms í föndur- vinnu og efla þá starfsemi inn- an félagsins. Á sunnudaginn kemur, 16. maí, verður kaffisala í Bjargi, húsi Sj álfsbjargar, til fjáröflun ar fyrir sjóðinn. Á sama tíma verða seldir þar á bazar ýmsir munir, er Sjálfsbjargarfélagar hafa unnið á föndurkvöldum félagsins. Þegar hafa allmargar fjárgjaf ir borizt sjóði þessum, og hefur stjórn hans beðið blaðið að koma á framfæri alúðarþökkum til allra, er þar eiga hlut að. En þeim, sem styrkja vilja sjóðinn nú, gefst þess kostur með því að koma og drekka síð degiskaffið í Bjargi á sunnu- daginn. Einnig verður þar tek- ið á móti frjálsum framlögum til sjóðsins. , félaganna 53,6 millj. og mun hækka verulega á næstunni þar sem sum kaupfélögin hafa ekki enn lokið uppgjöri fyrir sl. ár. Hér í kjördæminu eru 7 kaup félög. Fryst fé þeirra er: millj. Kaupfél. Eyfirðinga 7,000 Kaupfél. Ólafsfj. 0.083 Kaupfél. Svalbarðseyrar 0,340 Kaupfél. Þingeyinga 2,700 Kaupfél. N.-Þing. 2,380 Kaupfél. Raufarhafnar 0,293 Kaupfél. Langnesinga 0,734 Samtals kr. 13.190 Kaupfélögin skortir stöðugt rekstursfé. Þau eru þjónustu- fyrirtæki almennings. Þeim er nauðsynlegt "að binda háar fjár hæðir í birgðum rekstrarvara CHEVROLET 1952 VÖRUBÍLL til sölu í góðu lagi. Rafn Helgason, Stokkalilöðum. TIL SÖLU: RENAULT, árg. 1946. Ógangfær. Odýr. Uppl. í síma 1-23-66 eftir kl. 7 e. h. TIL SÖLU: Fordvörubíll, árg. 1931. Uppl. í Hafnarstræti 25, sínii 1-13-13. Sá hlýtur viðskiptin, sem athygli vekur á þeim. ATVINNAI Plötusmiði og verkamenn vantar oss nú þegar til vinnu úti á landi. VÉLSMIÐJAN ODDI H.F. - Sími 1-27-50. VÉLSMIÐJAN ATLI H.F. - Sími 1 -26-80. Málari Gunnar Jónsson. Pípulagningamaður Gissur Jónasson. landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar, auk neyzluvöru. Félagsmenn vildu gera kaup- félögunum mögulegt að veita umrædda þjónustu, með því að leggja fé í innlánsdeildir. Af þessum sjóðum er nú stöðugt klipið og ekki smálega. Konungar heimtuðu skatt af landslýðnum í gamla daga. Fyr ir hann byggðu þeir hallir og lifðu óhófslífi. Við eigum að vísu bundna féð í Seðlabankanum, en höfum ekki vald á því. Hvenær fáum við það? Til hvers er það notað? í kjördæminu eru 5 bankaúti bú 15-20 sparisjóðir og sjö kaup félög. Þessar stofnanir eiga orðið milljónatugi bundna fyrir sunn an. Mikið væri hægt að gera fólk inu til hagsbóta, fyrir þetta fé, ef laust væri og því skynsam- lega varið. Valtýr Kristjánsson 'fömiimWí GÆZLUKONUR verða ráðnar við leikvelli bæjarins frá 1. júní til 1. september. — Umsóknir sendist undirrituðum lyr- ir 20. maí n.k. Fyrir hönd Barnaverndar- nefndar. Páll Gunnarsson. ......N (Gardisetje) EINU GLUGGATJÖLDIN SEM ERU MEÐ TILBÚNUM FALDI, SEM ER MYNDAÐUR AF INNOFNUM BLÝÞRÆÐI v_______ y Þessa kosti færa Gardisette gluggatjöldin yður: innofinn blýþráð - tilbúinn fald - auð- veld að sauma — auðveld að þvo — halda laginu í þvotti — rakna ekki — krypplast ekki — þorna fljótt — óþarft að strauja þau — þola vel birtu og sól - eru sem ný árum saman. GARDISETTE þonn og þykk, nýkomin. VEFNAÐARVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.