Dagur - 19.05.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 19.05.1965, Blaðsíða 4
4 f : : FRÆNDUR YESTAN UM HAF Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentv’erk Odds Bjömssonar h.f. ÞRÁTT fyrir erfiðleikana, sem jafn- an fylgja lífi og starfi á öllum tím- um og hvar sem er. verður að telja íslendinga af eldri kynslóðinni ein- hverja þá hamingjusömustu. Á þeirra ævi hafa orðið meiri framfar- ir á nokkrum áratugum en áður á öldum, svo að jafnvel er sagt, að þeir hafi lifað í þúsund ár. Svo kunn er þessi saga og sönn að ekki þarf að leiða að henni rök. Hitt er þó ekki síður ánægjulegt, að hinna ungu manna og kvenna, sem nú eru að komast til þroska, bíða fjölbreyttari verkeíni en nokkurrar kynslóðar áð- ur í þessu landi og svo mörg tæki- færi á ýmsum sviðum, að starfsvalið er talið nauðsynlegt viðfangsefni í skólum. Hver hefði trúað slíku fyrir aldarfjórðungi eða svo? Og hér mun vera skemmtilegra en í öðrum þeim löndum, sem við þekkjum bezt, að vera ungur og eiga starfsævina fram- undan, svo margar eru auðlindir landsins enn ónotaðar, mikið enn ónumið af ræktanlegu landi, svo mörg óleyst verkefni livert sem litið er. Hinn mikli sjávarafli á íslenzk- um fiskimiðum hefur örfað til veiða, fremur en til fullrar hagnýtingar afl- ans. En á því sviði munu þáttaskil skammt undan. Veiðiaukningu eru takmörk sett og eru þau eflaust nærri. Hinsvegar er fiskiðnaðurinn enn í barnsskónum og er þar unnt að margfalda verðmæti alls sjávar- afla. Sama máli gegnir í landbúnað- inum, einkum í skinna- og ullar- iðnaði. Stundum er því haldið fram, að engin þjóð, sem eingöngu framleið- ir matvæli, svo sein Islendingar gera, geti státað af sambærilegum kjörum þegnanna við háþróaðar iðnaðarþjóð ir. Vera má, að þetta sé rétt. En Is- lendingar hafa þó enn sérstöðu hvað snertir fiskveiðarnar vegna gjöfulla miða. Og svo eiga þeir enn ójiotaða iðnaðarmöguleikana í matvælafram- leiðslunni, sem þeir eiga að hafa fremur vald á en göngur og magn fiskjar í sjónum. Enn eru flestöll fallvötn landsins óvirkjuð og jarðhitinn, sem er óþekktari stærð en fIest annað, er aðeins að litlu leyti notaður, enn fremur verðmæt jarðefni, þótt land- ið sé fátækt af málmum og olíu. Með þetta allt í huga, og að hið stóra og fagra land er arfur okkar, getur æsk- an horft fram á veginn bæði djörf og stórhuga. Efnahags- og atvinnuby.lt- ing hér á landi varir enn. Aukin þekking á landinu sjálfu og sögu lands og þjóðar gefur þjóðinni trú á framtíðina, freinur en erlend hag- fræði og innlent lýðskrum. Þá trú þörfnumst við nú öllu öðru fremur. LAUGARDAGINN 22 maí næst komandi er von á flugvél, er kémur beina leið frá Winnipeg á vegum Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi með stór an hóp Vestur-íslendinga, sem kom til að heimsækja ættjörð- ina og dvelja hér um það bil mánaðartíma. Hefur þetta fólk flutt af landi á brott fyrir tug- um ára og kemur nú í heimsókn til ættingja.og vina eða til að láta þann ævilanga draum ræt ast að sjá aftur gamla landið góðra erfða.“ Sumt er þetta fólk af annarri og jafnvel þriðju kynslóð, en kemur hingað af sömu ástæðu á vit hinnar bláu fjalla og björtu nótta, til lands ins sem feður þeirra, eða afar og ömmur fræddu það um, í leit að ættingjum og til að kynn ast landi forfeðra sinna. Oss ætti að vera gleði að því að fagna þessu fólki sem bezt og láta það finna, að það er inni- lega velkomið til íslands. Þjóðræknisfélögunum hér á landi hefur rétt nýlega borizt bráðabirgðalisti yfir nöfn 76 manna, sem koma með þessari vél, og af því að ég hefi stund- um orðið þess var að menn af íslenzkum ættum vestan hafs, sem hingað hafa komið, hafa sökum ókunnugleiks ekki kom- izt í samband við frændur sína hér, viljum vér birta nöfn þess fólks, sem ritað hefur sig til ís- landsfarar en vera má, að þeir verði fleiri áður en lýkur. Mun ég í athugasemdum við þessi nöfn lauslega geta um hvaðan fólkið er og um ættingja á ís landi þar sem mér er kunnugt, til leiðbeiningar þeim, sem kynnu að vilja hitta þetta fólk og kannast við frændsemina. Margir eru efalaust í beinu sam bandi við ættingja sína, þar sem þeir geta fengið allar upplýsing ar um fleiri frændur. Jakob F. Kristjánsson frá Akureyri er fararstjóri hópferðarinnar en hann vann um langt skeið hjá C.N.R. járnbrautarfélaginu og stjórnaði síðast vinnumiðlunar stofu Canadastjómar í Winni- peg. Hann fór af íslandi 15 ára gamall, en hefur komið hingað tvisvar áður og á fjölda ættingja og vina um allt land. Nöfn vænt anlegra gesta, sem okkur er kunnugt um eru þessi: Gordon Guðjónsson Danielsson, Árborg, Man. Faðir hans var sonur Daniels Danielssonar úr Víðidal og Maríu Benjamíns- dóttur frá Másstöðum. Ættingj- ar hans hér norðan lands m.a. Sigurður O. Björnsson prent- smiðj ustjóri og séra Friðrik A. Friðriksson. Kristín Rannveig Bjömsdóttir, Winnipeg. Dóttir Björns Björns sonar frá Valdarási í Víðidal og Margrétar Kristmannsdóttur úr Miðfirði. Kristín er ekkja Berg þórs Johnsons, kaupmanns í Winnipeg. Hún hefur áður kom ið til íslands og á hér marga vini. Jochum Ásgeirsson, kaupsýslu- maður, Winnipeg, hálfbróðir Magnúsar Jochumssonar póst- meistara, Reykjavík. Kona hans: Ingibjörg Lilja Jónsdóttir. Njáll Ófeigur Arinbjamarson Bardal, Winnipeg, og Sigríður Sesselja Helgadóttir, kona hans Hún er dóttir Helga Jónssonar frá Eskiholti í Mýrasýslu. Njáll er sonur Arinbjarnar Sigurgeirs sonar Bardal, útfararstjóra í Winnipeg, sem fæddur var í Svartárkoti. Ættingjar hans fjölda margir í Þingeyjarsýslu og á Akureyri. Guðbjörg Sigurðsson, Winnipeg, systir Jóns E. Sigurðssonar kaupmanns á Akureyri. Inga Þórarinsdóitir Skaftfeld, Vancouver, B. C. Edward Þórarinsson frá Árborg Man. nú Vancouver B. C. Hann mun vera bróðir Ingu og eru þau börn Þórarins Gíslasonar frá Hofströnd í Borgarfirði eystra og konu hans Friðriku Sofiu Guðnadóttur frá Kjólsvík Stefánssonar bónda á Finna- stöðum í Eiðaþinghá. B'ami Jónson Goodman, rakari í Winnipeg. Hann er sonur Jóns Guðmundssonar Þormóðssonar á Ásum í Árnessýslu og Sigríð- ar Bjarnadóttur Jónssonar frá Tungufelli. Föðursystir hans var Margrét seinni kona Gísla Einarsonar föður Margrétar konu Gests á Hæli. Ófeigur Guðmundsson frá Ásum var fað ir Jóns Ófeigssonar mennta- skólakennara. Bjarni á margt ættfólk í Reykjavík og á Suð- urlandi. Sigríður Rannveig Helgadóttir Gordon, Selkirk, Man. Kristín Magdalena Helgadóttir Halderson, Selkirk, Man. Oliver B. Ólafsson Olsen, Cal- gary, Alta. Frændi séra Frið- riks A. Friðrikssonar. Rose Helgadóttir Olsen Calgary. Hún er dóttir Iielga frá Eski- holti og systir Sigríðar Sesselju Helgadóttur. Hrund Skúlason, Winnipeg. Er hún dóttir séra Adams Þor- grímssonar frá Nesi. Margrét Guðmundsdóttir Sig- urðsson, Winnipeg. Regina Guðmundsdóttir Sig- urðson, Winnipeg. Þær systur eru fæddar að Brúnavallakoti á Skeiðum og eiga ættingja á Suðurlandi. Guðrún Jónsdóttir Thorkelsson, Winnipeg. Skyld Snæbirni Jóns- syni, Reykjavík. Kristín L. Jónsdóttir Skúlason, Ái’borg, Man. Hún er mágkona Hrundar Skúlason og dóttir Jóns Skúlasonar frá Stöpum á Vatnsnesi. Valdimar Davíðsson Valdimars- son, Langruth, Man. Viktoria Jónsdóttir Valdimars- son, Langruth, Man. Valdimar er sonur Davíðs Valdimarsson- ar frá Engihlíð í Bárðardal og Kristlaugar Davíðsdóttur Sig- urðssonar. Guðbjörg móðir Valdimars var dóttir Jóns Þor- grímssonar bónda á Litlu-Laug um og Elínar Halldórsdóttur. Jón Var bróðir Kristjáns í Leir höfn og Jóhanns ættfræðings. Lára Bergþóra Bergþórsdóttir Sigurðsson á Gimli. Hún er dóttir Bergþórs Þórðarsonar á Gimli og Kristjönu Sigurðar- dóttur. Hansína Sigvaldadóttir Gunn- laugsson, Baldur, Man. Hún er dóttir Sigvalda Brynjólfssonar Gunnlaugssonar úr Breiðdal og Guðrúnar ísleifsdóttur frá Neðri-Gelrá Svanlaugssonar. Móðir Guðrúnar: Rósa Ólafs- dóttir frá Hvammi Guðmunds- sonar. Ættfólk hennar er margt á Akureyri. Clara J. M. Hólmkelsdóttir Jóns son, Glenboro, Man. Hún er dóttir Hólmkels Jósefssonar Björnssonar frá Vestaralandi í Axarfirði og Margrétar ísleifs- dóttur frá Neðri-Glerá. Frænka Hansínu á undan. Iiún er gift Birni K. Jónssyni bróður-syni sera Björns B. Jónssonar í Winnipeg. Anna Gimnlaugsdóítir Freeman Skaptason, Winnipeg. Hún var dóttir Gunnlaugs Jóhannssonar og Elínar Jónsdóttur frá Bryta á Þelamörk. Föðursystkini hennar voru m. a. Baldvin Jó- hannsson bóndi, Steindyrum, faðir Guðjóns á Skáldalæk, Rósa kona Hjörleifs Jóhannes- sonar á Gullbrekku, Svarfaðar- dal og Rögnvaldur á Kvíabekk (hálfbróðir). Anna var gift Hallsteini Björnssyni af Hnausa ætt. Guðrún Björg Björnsdóttir Árnason, Gimli. Hún er kona Jóhanns Vilhjálms Árnasonar frá Villingadal í Eyjafirði. For- eldrar hennar voru Björn Jóns- son frá Teigi í Vopnafirði og Guðrún Grímsdóttir. Vigdís Johnson, Winnipeg. Málfríður Einarsson, Árborg, Man. María Ólafsdóttir Sivertsen, systir séra Ólafs heitins í Kvennabrekku. Guðríður Gíslason, Riverton. Systir Þorbjargar Bjering í Reykjavík og dóttir Sæmundar Jóhannessonar frá Sviðnum á Barðaströnd og Emilíu Andrés- dóttur frá Krossi. Móðir Emelíu var Ingigerður Benediktsdóttir frá Hvammi við Eyjafjörð. Halldóra Nikulásdóttir Peter- son, Winnipeg. Líklega sú sem eitt sinn var ljósmóðir í Víði- dal. Hún, dóttir Nikulásar Brynj ólfssonar á Gerði í Akranes- hreppi og Jódísar Jónsdóttur konu hans. Maður hennar Vil- hjálmur var sonur Pétui’S Kristofersso’nar á Stóruborg. John Guðmundur Marteinsson, Langruth, Hann er víst sonur Guðmundar Marteinssonar b. að Garði í Hnausabyggð, sem ættaður var úr Breiðdal og þriðju konu hans Ingibjargar Helgadóttur frá Neðri Skúfi og Þverá Jónssonar. Laufey Kristjánsdóttir Marteins son, Langruth. Man. Torfhildur Hólm Crout, Mc Creary. Thorfinnur Egill Jónasson, Winnipeg. Sonarsonur Jónarar í Hróarsdal. Guðbjörg Gunnarsdóttir Jónas- son, Winnipeg. Kona Egils. Hún er systir Jóns Gunnarssonar, verkfræðings, Hrauni, Garða- hreppi. Stefán Ágúst Stefánsson Sig- urðsson, Árnes, Man. Hann mun vera sonur Stefáns Sigurðs sonar frá Víðivöllum í Blöndu- hlíð og seinni konu hans Guð- rúnar Magnúsdóttur frá Auðn- um á Vatnsleysuströnd Þor- kelssonar. Valdheiður Einarsdóttir Sig- urðsson, Árnes, Man. Bergþóra Rafnsdóttir Gíslason, Leslie, Sask. Kona Ásgeirs Gíslasonar, Leslie. Olive Ásgeirsdóttir Gíslason, Leslie. Dóttir Bergþóru. Kristjana Kristjánsdóttir Fjeld- sted Eastman, Winnipeg. Lára Edvaldsdóttir Ólafsson, Winnipeg (Bróðurdóttir Ragn- ars heitins Ólafssonar, fyrrum ræðismanns á Akureyri). Maude McCreary, Winnipeg. Ethel Friðriksdóttir Skardal, Glenboro, Man. Ættuð úr Dala sýslu og úr Berufirði. Maður hennar er Frank Skardal, son- ur Magnúsar Jónssonar frá Breiðsstöðum í Skag. og Bjarg- ar Bjarnadóttur, k. h. Sveinn Johnson, Kinsota. Lára Sveinson, Swan River. Guðrún Thorsteinsson, West- bourne, Man. Sína Lyngholt, Vancover, Man. Lloyd A. Mathiasson, Johnson, Vancover, B. C. Harold Einarsson Haralds, Van cover, B. C., prentari, sonur Ein ars Haralds frá Einarsstöðum í Reykjadal og Sigríðar Daniels- dóttur Sigfússonar frá Gnúpa- fe.lli. Arne Björnestad, Kamloops. Séra Kolbeinn Sæmundsson, Seattle, Wash. afkomandi Guð- mundar á Marbæli Kolbeinsson ar hreppsstjóra á Syðra-Lauga- Framhald á blaðsíðu 2. 5 - BLIKFAXA FAGNAÐ A AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 1). inn til Akureyrar. Eg vil bjóða gesti hjartanlega velkomna til höfuðstaðar Norðurlands, og mér liggur við að segja, að ég bjóði Blikfaxa velkominn til heimahafnar. Um Eimskipafélag íslands hefur verið sagt, að það væri óskabarn þjóðarinnar. Með jafn miklum rétti má segja, að Flugfélag íslands sé óskabarn Akureyrar og Akureyringa. Hér var Flugfélagið stofnað fyrir 27 árum og hér steig það sín fyrstu spor. Flugfélagið hefur um ald arfjórðung haldið uppi flugsam göngum við Akureyri með mikl um myndarbrag og við vaxandi vinsældir. Þetta kunnum við Akureyringar að meta og ég við nota tækifærið til að þakka alla þá þjónustu, sem Flugfélagið hefur innt af hendi fyrir okkur. Við tilkomu þessa glæsilega far kosts verða þáttaskil í sögu Flugfélagsins og ekki síður í samgöngumálum okkar Akur- eyringa. Ég vil færa stjórn Flug félagsins hjartanlegar hamingju óskir með farkostinn og vona að þessari ílugvél megi fylgja gifta um alla framtíð. Framkvæmdastjórinn bað menn að selja ekki hlutabréf sín. Örn O. Johnson þakkaði hin- ar innilegu móttökur á Akur- eyrarflugvelli og sagði að það væri sér mikil ánægja að kynna þessa nýju flugvél á þessum stað í sinni fyrstu áætlunarferð, en hér stóð vagga Flugfélagsins og á leiðum héðan og hingað hefur Fí haft mesta flutninga utan Reykjavíkur, sagði for- stjórinn. Síðan sagði hann: Við erum þeirrar skoðunar hjá Flugfélag- inu, að flugið gegni stóru og miklu hlutverki í okkar landi. Það er þegar sýnt, að á aðalleið- um flugsins hér innanlands hafði Flugfélagið náð yfirhöndinni á þann veg, að farþegaflutningar fara að mestu fram í lofti. Það er því nauðsynlegt, að bæta að- stöðuna eins og kostur er. Okk- ur þykir það heldur miður, þeg- ar við lendum hér okkar nýja farkosti, sem kostar 45 millj. kr. að þurfa að lenda á malarvelli. Við gerum okkur ljóst, að mörg verkefni eru aðkalandi með okk ar þjóð og að ekki er unnt að gera allt, sem gera þarf, vegna peningaskorts. En það er þó von okkar að gert verði stórt átak í þessum málum á næstu árum. Ég ætla að víkja að einu sér- stöku atriði, sem ég ræddi við móttöku Blikfaxa á Reykjavík- urflugvelli og hefur vakið at- hygli. Mér þykir rétt að gera þetta mál einnig að umtalsefni hér, vegna þess sem fram hefur komið. Hér stóð vagga félags- ins. Hér var það stofnað. Hér voru fyrstu skrefin stigin og hér var stefnan mörkuð. Hér eru hluthafar margir. Það hefur verið lagt til atlögu við Flugfé- lagið, eins og þið vitið og hafið fundið. Þeir, sem nóga peninga hafa, reyna nú að komast yfir hlutabréf félags okkar. Ég ætla að biðja ykkur Akureyringar: Haldið í þessi hlutabréf. Við von um að þau vei’ði meira virði eft- ir því sem árin líða Ef ein hverjir þurfa að selja sín hluta- bréf, látið þá Flugfélagið fá þau. Við munum koma þeim á fram- færi við okkar starfsmenn, sem óska eftir því að eignast hluta- bréf í félaginu. □ Aldraður Islandsvinur f BLAÐINU „Hallandsposten“ í Svíþjóð birtist nýlega allangt viðtal við Gustaf Hyléen, vara- ræðismann íslands í Halmstad í suður Svíþjóð. Gústaf ITyléen er timburkaup- maður, sem í fjölda ára seldi kaupfélögum hér á landi og SÍS mest allt timbur, sem þessir að ilar höfðu á boðstólnum, eink- um á þeim tíma, þegar nær öll timburkaup varð að gera í Sví- þjóð. Reyndust þau viðskipti ætíð hin beztu. Kom hann oft sjálfur með skipum þeim, er fluttu timburfarma hans og not aði hann þá ætíð tækifærið til að kynnast landi og þjóð. Ferð aðist hann víða um byggðir og óbyggðir og þá oftast í samfylgd Þorsteins heitins Þorsteinssonar sjúkrasamlagsgjaldkera, sem lét sér mjög annt um þennan fróð- leiksfúsa „landnámsmann11, sem bændur og búalið tóku strax opnum örmum. Þótti hann betur og fljótar geta sett sig inn í og skilið íslenzkar aðstæður en títt er um útlendinga. Að sjálfsögðu ferðuðust þeir ávallt ríðandi og fóru á þann hátt einu sinni þvert yfir hálendi landsins. Nú er Gústaf Hyléen kominn á efri ár. Hefur látið timbur- verzlun sína í hendur sonar síns og tengdasonar og gefur sig ó- skiptan að hinum mörgu áhuga- málum sínum, en þar ber stjörnufræðina hæst og ýmis- legt í sambandi við hana. Þá liefir hann og mikinn áhuga á sögulegum rannsóknum og ætt fræði. Gústaf Hyléen, sem „ef til vill var þekktari á íslandi en í heimabæ sínum, Halmstad“, eins og segir í grein „Hallandspost- en“, hefur verið vararæðismað ur fslands í Halmstad síðan 1948 og ætíð greitt úr hvers manns vanda, er til hans hafa leitað. 1 RONALD FANGEN I EIRÍKUR HAMARl I Skáldsaga | 1S<HS<HS<HS<HS<HS<H3<H5 39 tt<HSl3<BS<HS<HS<HS<HSÆ fúnandi eymdarskap, myndi sennilega takast að tengja hann saman á ný og gera úr honum reglulegan mann. Það var orðið nærri albjart, er Eiríkur hélt heim aftur. Dagurinn virtist myndi verða bjartur og fagur. Þegar Eiríkur kom heim aftur, var þar fjöldi fólks víðs vegar fyrir. Hann hitti móður sína í stofunni, og hún hvíslaði að honum: Pabbi þinn vildi kveðja þá. Hann finnur að senn er öllu lokið. — Og hugsaðu þér: í dag talar hann. Dyrnar á herbergi læknisins voru opnaðar, og mennirnir gengu inn og út hver á fætur öðrum. Þeir sögðu allir hið sama: — Vertu sæll, læknir, og þakka þér fyrir. Og hann horfði á þá rólegum augurn og brosti sínu lamaða brosi. Svo var því lokið, og þau voru ein saman. Móðirin spurði: — Gladdi það þig, Ólafur, að þú fekkst að kveðja þá? — Já, sagði hann skýrri röddu. Hann leit yfirleitt miklu betur út en áður, — og Eiríkur vissi hvers vottur það væri venjulega. — Elín, sagði faðirinn allt í einu. Elín gekk til hans og laut niður að honum, hann hvíslaði einhverju að henni, og hún fékk grátekka, en með hægri hendinni frísku strauk hann um kinn hennar 02; brosti stöð- ugt. Eiríkur stóð kyrr frammi við dyrnar, beinn og brattur eins og hermaður á verði, hann vildi ekki verða yfirbugað- ur og missa vald á sér. Það var annars ekki sorg sem gagn- tók hann, hann gat ekki fundið til þeirrar tilfinningar frammi fyrir þessurn svip föður síns, en honurn fannst að á einhvern dularfullan hátt væri eitthvað samhengi milli dauða föður síns og þess, að hann sjálfur skildi nú loksins talsvert í lífi sínu — jrað var hærra sorg og gleði allt saman. Faðirinn kallaði á hann: Eiríkur! Röddin var lág, en samt var þetta eins og skipun í hljóðu herberginu. Eiríkur gekk til hans og settist á rúmstokkinn. Faðir hans virtist svo kynlega uppyngdur og hress til að sjá, og lá við að erfitt væri að mæta rnagni augna hans. Og svo fór hann allt í einu að tala: Þykir þér dálítið vænt um föður þinn? — Já, ætíð, pabbi. — Vertu sæll, drengurinn minn, sagði faðirinn hátt. — Líttu á mig. Eiríkur horfði á hann, — með eftirvæntingu, því nú var brosið horfið af andliti föðursins, og Eiríkur sá að hann stritaði við að segja eitthvað. Og lágt sagði hann að lokurn: — Það er enn ekki of seint. — Og Eiríki var ljóst, að nú yrði hann að svara því, sem faðir hans biði eftir, — það var sama tilfinningin nú eins og þá fyrir mörgurn árum, er þeir ræddu saman, og Eiríki fannst fyrst, að liann gæti það ekki, en skildist nú að hann yrði að segja föður sínum um sjálfan sig. Hann sagði: — Nú veit ég það, pabbi. Skömmu síðar fóru systkinin bæði burt, foreldrarnir urðu ein eftir. Rétt fyrir hádegið kom móðirin út úr herbergi hans. Hún stóð upprétt, andartak, svo hneig hún niður í stól með ekka sem allra snöggvast. En hún reis brátt upp aftur. — Jæja, nú er því lokið, börn, sagði hún nærri hörðum rómi. — Og nú skulum við reyna að vera eins luigrökk og hann. Systkinin voru heima fram yfir jarðarförina. Það var hljótt og rólegt og þeim leið vel. Það fylgdi því enginn ó- hugnaður, þótt lík stæði uppi í húsinu. Systkinin gengu út öðru hverju. Þau voru fremur fáorð en Eiríki skildist smám sarnan, að nú fyrst væri Elín að verða fullorðin. Þessa dagana hafði hann orðið þess var, hve barns leg hún var að mörgu leyti, — talsvert áþekkt honum sjálfum í því tilliti var ekki ýkja mikill munur á þeim. Hún hafði alls ekki fengið inn í vitund sína, að enginn annar en hún sjálf séð mestu um örlög sín. Hún var semsé vön því, að séð væri fyrir lienni og allt ákveðið af öðrum. Og henni var svo óski!janlegt, að hún sjálf hefði haft nokkurn atkvæðisrétt um að Játájað ástríðu sinni, ekki aðeins sökum þess, að ástríð an var barnalega rómantísk, en fyrst og frernst vegna þess, að allt var svo- veikt og ósjálfstætt. Henni skildist nú að það var henni hamingjusöm reynsla að beina huga sínum og matshæfileikum til eigin afnota. Og einn daginn sagði hún: — Jæja, jæja. Ef til vill lítur ekki beinlínis skemmtilega út með hjónaband mitt. En það verður þó að minnsta kosti gaman að sjá, hvernig það heppnast! Hann hló. — Þér finnst það „svo spennandi", eins og Hedda Gabler segir?# — Já, vegna þess að verðandi eiginmaður minn skrifar bréf á þann hátt, að mér er ekki full ljóst, hvort ég eigi að hlæja eða gráta, Hann er svo barmafullur af geðklökkva og hátíðleik, að helzt inætti ætla, að hann hefði að minnsta kosti misst sitt kærasta hér á jörð. — En það er nú fallegt af honum. — Já, ég er alveg hrærð og hrifin af þessu! Nú þegar ég lít ekki framar á hann sem fursta, er mér sem ég sé að kynn. ast nýjum manni. Og hann er skrítinn. Eg held að mér gæti orðið á að þykja verulega vænt um hann. Nú hefir hann fengið langt og vinsamlegt bréf frá mömmu, og hann segir, að hún sé sú fínasta frú, sem hann geti hugsað sér. Hann segist dást að sálarstyrk hennar. Og satt að segja varð mér á að skellihlæja. — Jæja, svo mamrna hefir skrifað honmn. Hvað sagði hún um það? — O, hún sagði svo margt, Eiríkur, sem aðeins konur hafa skilning á. En lofaðu mér því, Eiríkur, að þú reynir að verða góður vinur hans. — Já, þó það nú væri. Eg býst við að við verðum alltaf á- gætir þrætuþrjótar, og það er n úekki við versta. Síðasta daginn ræddi Eiríkur við móður sína um framtíð hennar. Og það reyndist rnjög auðvelt. Faðir lians hafði kappkostað að halda við allhárri líftryggingu, og auk þess safnað saman til þarfa Elínar, og það var allt til reiðu. — Og svo er eitt enn, sem ég hef ekki sagt þér, sagði hún en það gladdi okkur föður þinn meira en orð fá lýst. — Það er að sveitin gaf föður þínum húsið, læknissetrið, áður en hann andaðist. Og nú get ég dvalið hér, þangað til ég dey. Og þið getið komið hingað. Það var það eina se még kveið fyrir að þurfa að flytja burt. Þá fannst mér, að ég rnyndi hafa misst hann algerleoa. OO IX Þóróífur Hólrn fékk nú sarnt sem áður nánari afskipti af vini sínum Eiríki Hamar. Það hófst þannig að mánudaginn sem Eiríkur og systir hans höfðu farið heirn sökurn sjúk- leika föður þeirra, kom Edith óvænt í viðtalstíma til séra Hólm. Séra Hólm varð allskelkaður, er hin allt að því ofur- glæsilega Edith kom inn í skrifstofu hans. Þessháttar kvenna heimsóknir fóru ætíð þannig fram, að dernbt var yfir hann heilu flóði af lofsyrðum og skrumi um ræður hans, og því næst var hann beðinn að styðja hina að þessá líknar- og mannúðarstarfsemi,' og auk þess trúað fyrir einhverjum heimskulegum gervisyndum, og síðan langtímum saman eftirá rammgirtur glaðningum og gjöfum. En Edith var ekki þannig mikilfengleg í fasi og fram- komu. Hún var yfirleitt ekki í glöðu skapi. Hún var komin svo langt í heilabrotum sínum um Eirík, að hún væri fús til að sleppa honum og hætta öllu nauði, fengi hún aðeins einhverja sæmilega sennilega ástæðu til þess, að hann ekki aðeins hafnaði því að giftast henni, heldur einnig hefði rofið allt samband þeirra. Meðan henni skildist þetta ekki fyllilega, taldi hún þetta meiri móðgun við sig og niðurlægingu en svo að hún vildi sætta sig við og þola. Hún var óvön þessháttar, og það var í fyrsta sinn sem nokkur, umsvifalaust, hefði rofið samband sitt við hana. Og hún var svosem nógu eftirsótt. Að vísu var sá annar hængur á, dálítið lægjandi, að hún hafði orðið að viðurkenna, að hana skorti nægiiegar leik- listargáfur, en það var þó annað mál. Það var konu ekki nauðsynlegt að bera einhverja mikla sérgáfu. Hver hafði það? En að karlmaður að ástæðulausu rauf samband sitt við hana, og það jafn velheppnað og hér var raun á, það vildi hún ekki sætta sig við. Hún hafði þó til allrar ham- ingju getað sannfært sjálfa sig um það, að sorg til dauðans væri þetta alls ekki, því hún gæti hugsað sér, ef í nauðirnar ræki, og ókleift reyndist að sansa Eirík, að taka þá stórkaup- manni sem gengið hefði eftir henni tvö undanfarin ár, og hervni var kunnugt að auðvelt myndi að fást við. Að vísu væri hann nokkrum árum eldri en hún, — og svo væri hann alls ekki Eiríkur, — en hún losaði sig þá að minnsta 0 í leikriti eftir Ibsen. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.