Dagur - 05.06.1965, Síða 2
2
Sæmilegur árangur
Ferðaáœtlun
■1
FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR SUMARIÐ 1965 '
1. ferð:
2. ferð:
3. ferð:
4. ferð:
5. ferð:
6. fcrð:
7. ferð:
S. fcrð:
9. ferð:
10. ferð:
5.-7. júní (Hvítasunna): Skagafjöiður. Ekið til
Skagafjarðar. Farið út í Drangey og Málmey, ek-
ið norður í Fljót og komið að Hólum í Hjaltadal.
19.—20. júní: í Fjörðu. Ekið sem fært þykir, en
síðan gengið út í Fjörðu.
26.-27. júní: Þeystareykir. Ekið um Reykjaheiði
að Þeystareykjum og þaðan heim um Mývatns-
sveit.
3.—11. júlí: Vestfirðir. Ekið vestur í Dali, þaðan
á Barðaströnd og farið út í Eyjar. Síðan vestur
Barðaströnd, allt til Bjargtanga. Þá norður um
Vestfirði til Isafjarðar. Athugað verði að fá bát
norður í Jökulfjörðu. I bakaleið verður farið
um Strandir og komið til Hójmavíkur.
16.—18. júlí: Herðubreiðarlindir—Askja. Ekið í
Herðubreiðarlindar. Farið þaðan í Öskju, en ef
veður leyfir kemur til greina að ganga á Herðu-
breið, ef einhverjir kjósa það fremur.
23.-25. júlí: Ásbyrgi—Hólmatungur. Ekið um
Tjörnes í Ásbyrgi, þaðan um Hljóðakletta. og
Vesturdal í Hólmatungur. Heim um Mývatns-
sveit.
30. júlí-2. ágúst: Suðurárbotnar—Dyngjufjöll.
Farið í Svartárkot, þaðan í Suðurárbotna um
Dyngjufjalladal í Öskju. Þar er gert ráð fyrir að
sameinast hópnum úr næstu ferð og ekið heim
um Herðubreiðarlindar.
31. júlí-2. ágúst: Herðubreiðarlindir—Askja. í
Öskju sameinast hópurinn þátttakendum úr
næstu ferð á undan. Gist í Þorsteinsskála báðar
næturnar.
12.—15. ágúst: Arnarvatnsheiði. Ekið vestur í
Húnavatnssýlu um Kjalveg að vötnum á Arnar-
vatnsheiði. Heim sömu leið.
19.—22. ágúst: Laugafell. Ekið til skála F.F.A. í
Laugafelli. Farið í könnunarferðir suður og vest-
ur frá Laugafelli.
Ferðanefndin áskilur sér rétt til að breyta farardögum,
éf nauðsynlegt reynist. Breytingar á ferðaáætlunum, eða
aukaferðir, sem efnt kynni að verða til, verða auglýstar jafn-
óðum.
Ferðaskrifstofurnar í bænum veita upplýsingar um ferð-
ir félagsins, og taka á móti þátttökutilkynningum, en far-
seðla verður ávallt að vitja með fyrirvara á skrifstofu félags-
ins, svo sem nánar verður auglýst í sambandi við liverja
ferð.
Ferðafélagið leggur til hitunartæki, kaffi, sykur, súpur,
hafragraút og mjólk. í ferðum nr. 2, 3, 6 og 10 er þó ráð-
gert að liafa allar máltíðir á boðstólum innifalið í fargjaldi.
Þátttakendur leggi sér til tjöld og séu að öllu leyti vel
útbúnir.
Skrifstofa félagsins er í Skipagötu 12, sími 1 27 20. Þann
tíma, sem ferðir standa yfir verður skrifstofan opin þriðju-
dags-, fimmtudags- og föstudagskvöld kl. 8—10. Allar ferð-
ir og breytingar á ferðum, verða jafnóðum auglýstar í aug-
lýsingakassa félagsins Skipagötu 12, og er félögum sérstak-
lega bent á að fylgjast með því.
Nefndin beinir Jwi lil fclaga F.F.A., að J)cir taki meira
iþátt'í ferðum félagsins og hvetji aðra til þátttöku. Ábend-!
ingar nm nýjar ferðir eru vel þegnar. Munið að panta far-
seðil tímanlega.
Fyrsíu gagnfræðingarnir úlskrif-
aðir frá Miiskóla ölafsfjarðar
HVITASUNNUMOT
K. A.
HANDKNATTLEIKSFÓLK
úr Glímufélaginu Ármanni,
Reykjavík, hefur komið und-
anfarin ár um hvítasunnuna
á vegum K.A. og keppt hér.
Nú kemur meistaraflokkur
karla úr Ármanni og keppir
hér í kvöld (laugardag) og á
morgun við Í.B.A. — Sjá nán
ar í götuauglýsingum.
VORMÓT Akureyrar í frjáls-
um íþróttum fór fram 29. maí sl.
Keppendur voru margir og ár-
angur sænulegur í mörgum
greinum, miðað við það sem hér
gerist yfirleitt.
Helstu úrslit:
100 m. hl. sek.
Haukur Ingibergsson HSÞ 12.0
Reynir Hjartarson Þór 12.0
Þóroddur Jóhannss. TJMSE 12.0
Langstökk. metrar
Gestur Þorsteinsson UMSS 6,36
Friðrik Friðbjöms. UMSE 6.01
Ásgeir Sigurðsson ÍMA 5.81
400 m. hl. sek.
Jóhann Jónsson UMSE 55,9
Baldvin Þóroddsson KA 56.4
Stefán Friðg.son UMSE 63.8
1500 m hl. mín.
Baldvin Þóroddsson KA 4.29,6
Vilhj. Björnsson -UMSE 4.37,3
Friðrik Sigurðsson KA 4.57,3
Kúluvarp. metrar.
Þóroddur Jóhannss. UMSE 13.36
Ingvi Eiríksson UMSE 10.54
Ásgeir Sigurðsson ÍMA 10.31
Hástökk. metrar.
Jóhann Jónson UMSE 1.70
Haukur Ingibergsson HSÞ 1.65
Haraldur Árnason UMSE 1.50
Kringlukast. metrar.
Þóroddur Jóhannss. UMSE 36.57
Gestur Þórsteinss. UMSS 27,63
Ingvi Eiríksson UMSE 26.86
KVENNAGREINAR:
100 m hl sek.
Ragna Pálsdóttir UMSE 14.0
Þorg. Guðmundsd UMSE 14.0
Soffía Sævarsdóttir KA 14,7
Kringlukast metrar.
Emelía Baldursd. UMSE 24,42
Bergljót Jónsdóttir UMSE 23.86
Þorg. Guðmundsd. UMSE 21,55
Hástökk metrar.
Soffía Sæmundsdóttir KA 1.26
- Sauðf járklippingar
(Framhald af b’.aðsíðu 8).
beam. Á þessu tímabili hefur
hann kennt um 29,000 manns
rúning með rafklippum, bæði í
heimalandi sínu og svo víða um
heim. Einnig hefur hann fundið
upp mjög fullkomnar klippur,
eins og t.d. þær sem hann sýnir
hér, og aðrar sem nota má á
nautpening og annan búfénað.
Ed Warner hefur lýst ánægju
sinni yfir tækifærinu að koma
hingað til lands, og sýna bænd-
um hinar fullkomnu EW Shear
master klippur.
Hann vonast til að fá
góða aðsókn frá bændum og öðr
um sem áhuga hafa á þessum
klippum og meðferð þeirra.
(Úr fréttatilkynningu).
- Skipin streyma .. .
(Framhald af blaðsíðu 1.)
bræðslusíld í þrærnar á meðan
rúm endist, en þær taka um 65
þúsund mál.
Nú er byrjað og veiðast á
handfæri. í gær brann Jökull,
ganrallt frystihús kaupfélagsins
og er húsið talið ónýtt. Eldurinn
kom upp á rishæð. Slökkviliðið
er nýbúið að fá hingað slökkvi-
bíl og var hann notaður við
þetta tækifæri í fyrsta sinn. Ver
ið er að meta tjónið af eldsvoða
þessum í dag. Áfast vélaverk-
stæði skemmdist ekki. H.IL
MIÐSKÓLA Ólafsfjarðar var
var slitið laugardaginn 29. maí
s.l. 1 skólanum voru í vetur 72
nemendur eða fleiri cn nokkru
sinni fyrr. í vetur var í fyrsta
skipti starfræktur 4. bekkur við
skólann og útskrifuðust 11 gagn
fræðingar í vor. Undir lands-
próf miðskóla gengu 7 nemend-
ur og 24 tóku unglingapróf. —
Hæstu einkunn á gagnfræða-
prófi hlaut Jóhanna Stefáns-
dóttir, 8,12. Á unglingaprófi var
hæst Þóra Þorvaldsdóttir með
8,39 en hæstu einkunn í skólan-
um hlaut Ermenga Björnsdótt-
ir 1. bekk, 9,15. — í vetur voru
tveir fastráðnir kennarar við
skólann auk skólastjóra og sex
stundakennarar.
Fé’agslíf i skólanum var mik-
ið, leikþættir æfðir, myndlistar-
námskeið haldið, opið hús einu
sinni í viku til tafl- og spilaæf-
inga, íþróttamót og dansæfing-
ar.
Ein bókmenntakynning var
(Framhald á blaðsíðu 7).
Mólaskrá UMSE1 júní
LAUGARDAGUR 5. —
Vormót í frjálsum íþróttum -—Laugaland.
LAUGARDAGUR 12. —
Drengja- og kvennamót í frjálsum íþróttum — Laugal.
LAUG.ÁRDAGUR 26. —
Sundmót — Jónasarlaug Þelamörk.
Mófaskrá ÍBA í júní
LAUGARDAGUR 5. — :
Hvítasunnumót KA (Handknattleikur).
SUNNUDAGUR 6. —
Hvítasunnumót KA (Handknattleikur).
MÁNUDAGUR 7. —
íslandsmót í knattspyrnu. ÍBA—AKRANES á Akureyri.
SUNNUDAGUR 13. —
17,-júní-mót — Akureyri.
SUNNUDAGUR 13. —
íslandsmót í knattsp. ÍBA—KEFLAVÍK í Njarðvík.
FIMMTUDAGUR 17. —
17,-júní-mót. Seinni hluti — Akureyri.
SUNNUDAGUR 20. —
íslandsmót í knattspyrnu. ÍBA—VALUR á Akureyri.
SUNNUDAGUR 27. —
Minningarleikur Jakobs Jakobssonar. — Akureyri.
í FYRRAKVÖLD bar þetta við norðan við Samkomuliúsið
og mun aðsvif aldraðs ökumanns hafa leitl til þessa.
(Ljósm.: N Hansen).