Dagur - 05.06.1965, Síða 4
4
9
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Gifíuríkt
áhugamannaslarf
í GÆR voru í sjóði söfnunarnefnd- J
ar Davíðshúss á Akureyri 840 þús-
und krónur en ókominn árangur 20
—30 söfnunarlista, sem væntanlega I
berst innan skamms. Samkvæmt
þessu má gera ráð fyrir, að nefndina
vanti um 100 þús krónur til að
leggja á borðið fullt kaupverð Davíðs
húss og ljúka greiðslu. Samningar
um húsakaupin verða án efa gerðir
einhverja næstu daga. Eigendurinr
höfðu gefið frest meðan söfnun fór
fram.
Hvort sem söfnunarnefnd Davíðs-
htiss á Akureyri með skólameistara í
broddi fylkingar semur sjálf við erf
ingja skáldsins frá Fagraskógi um hús
kaupin eða hún leggur upphæð, sem
nemur nálægt andvirði hússins, á
borðið hjá bæjarstjórn til húskaup-
anna, er nú ljóst orðið, að starf á-
hugamanna hér í bæ, um að varð-
veitt væri á einum stað hús Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi, bækur
hans, húsmunir og listaverk — og
allt eins og skáldið síðast skildi við
[>að — hefur borið tilætlaðan árang-
ur og málið komið í höfn. Og von-
andi verður hús Davíðs Stefánssonar,
sem margir óska að sjá, opnað
almenningi til sýnis síðar í þessum
mánuði.
MEÐ varðveizlu á húsi og eigum
þjóðskáldsins frá Fagraskógi eiga Ak
ureyringar nú einskonar musteri
þriggja stórskákla. Nonnahús, Sig-
urhæðir og Davíðshús. Pater Jón
Sveinsson, séra Matthías Jochum-
son og Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi, hafa helgað þessa staði, og af
þeim er Akureyri stærri staður og
menningarlegri en ella væri, svo og
Norðurland allt. Gestir leggja leið
sína í liús skáldanna, koma þangað
hálfgerðar pílagrímsferðir og marg-
ir verða snortnir. Það er mikilsvert að
hafa siík liús opin almenningi,
en sumir gera meira. Og það getum
við líka gert, t.d. með því að halda
hér árlega skáldahátíð eða skálda-
viku, þar sem snjöllustu menn væru
til fengnir að ausa af andlegum
hrunnum hinna [n iggja stórskálda og
bera fram fyrir hátíðagesti. Þetta yrði
einskonar Edinborgarvika, smærri í
sniðum að vísu, en gæti þó eflaust
haft margþætta þýðingu í menning-
arátt.
EINAR Ö. BJÖRNSSON, MÝNESI:
íliigleiðingar um landmálabaráttu og hlutverk
Ragnars Arnalds aljiingismanns
ÉG vil hugga Ragnar Arnalds
með því, að það er ekki bræðing
ur kommúnista eða fylgifiska
þeirra, sem koma skal, ef að ná
á landsmálabaráttunni úr hönd
um skrifstofukommanna í
Reykjavík og hefja hann til
vegs þvert og endilangt ísland.
Það verður að vera barátta,
sem helgast af þörf landsfólks-
ins, vegna þeirrar slökunar, sem
orðin er í andlegum og verald-
legum efnum, sem verður að
nærast og þróast við þá sókn,
sem þarf að heyja til að lands-
byggðin nái aftur rétti sínum,
Réttinn missti hún bæði vilj-
andi og óviljandi með hinum
miklu fólksfiutningum og sam-
þjappaða valdi í Reykjavík. Það
þarf að vinna hreint björgunar
starf í þessu máli enda er það
eitt mesta sjálfstæðismálið í nú
tíð og framtíð. Utanríkismál ís-
lendinga eru örlagarík fyrir alla
þjóðina. Það veltur því á miklu,
að þeim sé vel stjórnað. Ekki
er hægt að segja að svo sé, því
að oft fæst ekkert samstarf um
þau mál, sem miðast við það,
að íslenzki sjónarhóllinn stýri
förinni.
Það er ekki sízt vegna þess,
að kommúnistar og fylgisveinar
þeirra eru iðnir við að halda
uppi neikvæðri togstreitu, sem
auðveldar öðrum öflum að
koma áförmum sínum fram,
sem hagræða og verzla að eigin
vild með möguleika þjóðarinn-
ar í gegnum inn- og útflutnings-
verzlun hennar, sem síðar bitn-
ar á atvinnustéttunum, sem
ekki hafa við að framleiða í þá
hít og ná ekki framleiðsluaukn-
ingunni í sinn hlut nema að
litlu leyti.
Það vantar ekki peninga, þeg-
ar stóriðj uhugsj ónir Reykjavík-
urherranna koma fram á svið-
ið, sem hugsa sér að láta útlend
inga hafa rafmagn á nýlendu-
verði, en selja landsmönnum
það á margföldu verði miðað
við það. En þá vantar, þegar á
að auka ræktun landsins og efla
búnað almennt í landinu og sjá
því fólki fyrir rafmagni, sem
enn situr í myrkrinu án þeirra
lífsnauðsynlegu og sjálfsögðu
þæginda.
Fjárframlög vantar til að
gera samgöngur greiðar í lands
hlutunum og til að vinna úr
þeim hráefnum, sem við öflum
til lands og sjávar, sem væri sú
bezta fjárfesting, sem völ er á.
Við verðum í framtíðinni að
nota framleiðslumátt lands-
byggðarinnar sem tryggingu til
að afla okkur fjár bæði utan
lands og innan til að byggja upp
atvinnuvegina til sjós og lands
og koma verzluninni í eðlilegt
samband við landsfjórðungana,
en taka ekki lengur í mál, að
slíku verði hrúgað á einn stað í
Reykjavík. SHkt er aðeins til
að leiða yfir allá þjóðina erfið-
leika og misræmí, sem smám
saman þokar fólkinu frá fram-
leiðslustarfi, en stuðlar áð borg-
ríki við Faxaflóa, sem ferst í
sjálfu sér efnalega og andlega,
ef ekki verður stungið við fót-
um.
Ef þær vinaþjóðir, sem við
höfum skifti við og alþjóðlegar
peningastofnanir vilja ekki lána
okkur fjármagn til alhliða starf-
semi fyrir fólkið, sem byggir
þetta land, þá er sú vinátta fals
vinátta.
Atvinnustéttir þjóðarinnar og
allir, sem vilja, að við búum í
þessu landi sem menn, verða að
leggjast á eitt með að gera það
skynsamlegasta, en það er að
dreifa valdinu og fjármagninu
og stuðla þannig að því að jafn-
vægi í byggð landsins. Það verð
ur ekki gert, nema fulltrúar
landsbyggðarinnar hafi um það
ströng fyrirmæli úr kjördæm-
unum og kosning þeirra sé
bundin við að slík þróun verði.
Það er ráðið til að draga úr
því rötleysi, sem við blasir og
koma þjóðmálabaráttu ís-
lendinga niður á jörðina og
gera hana að þjónustutæki lands
fólksins, sem það hrærist í og
eykur gleði þess og lífsham-
ingju, en verði ekki að ótta-
blandinni „businessmennsku11
flokksráðsmanna í Reykjavík,
sem eru langt komnir með að
gera flokkana að hlutfélögum í
Reykjavík ef áfram heldur sem
horfir. Á Alþingi er ráðið úr
mörgum örlagaríkum málum,
sem miklu skiftir að vel takist
til um og varða framvindu
þjóðarinnar.
Ríkisreikningurinn nálgast nú
4 milljarða. Það er ekki sama í
hvaða farvegi þessir fjármunir
renna, eða hvernig ríkisvaldinu
er beitt að öðru leyti.
Landsbyggðin verður að taka
þessi mál föstum tökum. Henni
tilheyra meirihluti þingmanna
það eru flokkssjónarmiðin, sem
hefta þá, þegar suður í Reykja-
vík kemur. Þessu verður að
breyta, ef vel á að fara. Verði
það ekki gert, er eðlileg þjöð-
málabarátta úr sögunni.
Á Austurlandi er sterk alda
í átt til samstöðu fólksins um
málefni sín, svo er og í öllum
landshlutum. Eftir er að sam-
hæfa kraftana og það verður
gert, en þarf sinn tíma til að
þróast eðlilega. Þetta eru stað-
reyndir, sem við blasa. Stjórn-
arskrá lýðveldisins hefur aldrei
verið samin nema nokkrar
slitrur, sem flaustrað var sam-
an í hasti. Hún á þó að vera
leiðarljós og skipa landsfólkinu
leikreglur og tryggja réttindi
og skyldur þegnanna við lýð-
veldið.
í staðinn fyrir stjórnarskrá
höfum við verzlunarpólitík
nokkurra valdamanna, sem hika
ekki við að verzla með hvað
eina, sem þjónar þeirra lund og
hagsmunum.
Einnig geta þeir verzlað með
forsetaembætti landsins og eru
þegar byrjaðir á því, með. því
að senda stjórnmálamenn, sem
ekki eru vel séðir, í pólitíska af-
vötnun í sendiherraembætti,
sem eiga svo að afplána þeirra
(Framhald á bls. 7).
RODD AÐ SUNNAN
HEILL og sæll Dagur: Nú er
orfðið langt síðan að þú hefur
fengiðfengið línu frá mér, en
loforð verð ég að valda, og ekki
láta bregðast að halda sam-
bandinu við þig. Eg þakka marg
ar góðar greinar og nú ekki síst
grein Jónasar frá Brekknakoti,
sem hefur yfirskriftina „Um
daginn og veginn“ í Fokdreifum
sem birtist í 38 tbl. 15 maí. Jón
as er óhræddur að stinga á fúa
kýlunum, þökk sé honum fyrir
það. í þessari grein gerir hann
að umtalsefni drykkjudansleiki,
sem auglýstir eru og haldnir
oft á þeim stundum, þegar krist
in þjóð ætti fremur að hvetja
æskulýðinn til þess að gefa
gaum að því sem stuðlar að
hinni sönnu varanlegu hamingju
og gleði. íslenzka þjóðin hefur
mikið að þakka fyrir, að hafa
mátt hagnýta sér menningu og
siðgæði, — sem kristnin ein get
ur leitt af sér — um mörg hundr
uð ára skeið, og ætti því ekki
að stuðla að því að ögra hinum
ungu til þátttöku í heiðnum
hugsunarhætti og siðum. Sann-
kristið fólk undrast tillitsleysið,
þótt ekki sé meira sagt, að efna
til dansleikja þau kvöld, sem
heimilisfólk ætti að koma sam
an til þess að mynnast þjáninga
Guðssonar, sem kom í þennan
heim til þess að veita öllum
mönnum varanlega hamingju
og frelsi. Það eru margir sem
segja: „Eg skil þetta ekki, eða
hvað kemur okkur það við sem
gerðist fyrir nær 20 öldum? Vin
ir, hvernig eigum við að skilja
Guð, og hans ráðstafanir okkar
til hjálpræðis. Það sem gerðist
í Getsame, á Golgata og á páska
dagsmorguninn við gröf Jesú,
kemur okkur jafnmikið við í
dag eins og þá er það gerðist.
Tíminn er hraðfleygur, og
mannsæfin stutt. Líf liggur við
að stefnt sé að því að þjóðin
taki höndum saman, og taki
kristindóminn alvarlega. Hálf-
velgja og sinnuleysi leiðir til af
kristnunar. Ekki vanta dómana
hjá náunganum þegar ungmenn
ið lendir á villigötum, og ótalin
eru tár foreldranna og ókönnuð
hjartasárin, þegar nöfnin eru
birt í blöðunum, eins og oft var
gert, eða fyrir fáum árum, nú
virðist vera farið að draga úr
nafnbirtingum unglinganna.
Með þessu er ég ekki að afsaka
glæpastarfsemina, en ég er að
leitast við að benda fullorðna
fólkinu, þeim er ráða yfir
skemmtistöðunum, hve hlutur
þeirra er oft þungur á metunum
í ógæfu ungmennanna. Heimilin
standa ráðþrota, og geta lítið
viðnám veitt. Vinirnir toga, og
auglýsingarnar freista. Það er
hlaupið eða ekið á milli
skemmtistaðanna í leit að ennþá
meiri fullnægju. Hver verða
svo eftirköstin? Heimilisófriður
tóm pyngja. Heimtufrekja um
meiri peninga, sljóleiki, illa
rækt nám. Skróp í vinnu, o.s.frv
Það er ekki nema eðlilegt að
æskan þurfi að skemmta sér,
en það er grátlegt að þurfa að
horfa uppá það að alltaf skuli
þurfa að hafa vín á boðstólum
þann mesta bölvald sem til er.
Vínlausar skemmtanir eru menn
jngaratriði. íslenzk æska, ég
skora á ykkur að sýna mann-
dóm og afsegja vín á þeim
skemmtunum sem þið sækið.
Gángið á undan þeim er þykj-
ast þroskaðri og eldri að árum.
Bannfærið brennivínið. Þá
verða færri blóðpeningarnir er
renna í ríkiskassann. Þá fækkar
tárunum, og grær að sárunum.
Heill ykkur bifreiðarstjórar,
sem hafið gert með ykkur sam-
tök um algjört bindindi, þið hin
ir er seljið unglingum vín í b.if-
reiðum ykkar ættuð að endur-
skoða hugarfarið.
Gleðilegt sumar. F. K.
BRÉ TIL RITSTJÓRA „DAGS“
Askov, Vejen 22. maí 1965.
Kæri ritstjóri!
Jæja, þá er hlaupinu lokið í
Þjóðþinginu! Og þar með mínu
starfi lokið. — Hættuleg var til-
raunin að reyna að slíta Codex
Regius og Flateyjarbók út úr
lagafrumvarpinu. — En and-
stæðingarnir halda áfram. Mál-
sókn. Þjóðaratkvæði. Hið síðar-
nefnda gæti orðið hættulegt,
þar eð æsingamaðurinn Möller
og Bröndum-liðið eru afar fjár-
sterkir og hafa vakið æsitryllt-
an áróður um allt landið og
hafa auk þess meginþorra blað-
anna á sínu bandi. E.nn skortir
þó 3 þingmenn á vettvang þjóð-
aratkvæða. — Sjáum hvað set-
ur!
Ég hefi skrifað nokkur kveðju
bréf til íslands og þar á meðal
þetta til Akureyrar og Dags
með þökk og kveðju. Ógleyman
legir eru dagarnir mínir tveir á
Akureyri, bæ séra Matthíasar
Húsavík 1. júní. Benedikt Jóns-
son listmálari hafði málverka-
sýningu á Húsavík dagana 22.
til 26. maí, að báðum dögum
meðtöldum.
Á sýningunni voru alls 65
myndir, flestar voru olíumynd-
ir, en einnig nokkrar vatnslita-
myndii' og svartkrítarteikning-
ar. Aðsókn að sýningunni var
mjög góð og yfir 40 myndir seld
ust.
Húsavíkurbær keypti stórt
olíumálverk af listamanninum,
en hann færði bænum að gjöf
aðra olíumynd. Báðar eru mynd
irnar af öræíum íslands og þeim
og Bólu-Hjálmars* og einnig
samvinnubærinn. Einnig Dav-
íðs, sem ég hitti ekki, og hins
ti'ygga norræna Helga.
Ég minnist sögufrægrar Grund
ar og Möðruvalla, þar sem saga
og nútíminn taka höndum sam-
an, og flugvélin lenti á Mel-
gerðismelum.
Síðasta endurminning mín frá
íslandi er þó dómkirkjan í
Skálholti. Ég skrapp þangað
nokkrum dögum eftir vígsluna,
lygnan sólskinsdag í ágúst. Þar
var algerlega mannautt. Nokri--
ar kýr voru á beit á Hvítár-
bökkum. — Þá minntist ég
gamals Maríu-verss, sem enn
liggur á gulnuðu blaði í safni
Árna Magnússonar í Kaup-
mannahöfn. Því lýkur þannig:
Guð láti sólina skína
yfir fagra fjallinu því
sem hún María mjólkaði kúna
sína!
Að svo mæltu með beztu
kveðju og þökk
frá
Jörgen Bukdahl.
*) Hér vísar Bukdahl eflaust
til þess, að Hallandi, fæðingai--
staður Bólu-Hjálmars, blasir
við frá Akureyri hinumegin
fjarðarins!
hefur verið komið fyrir í fox'sal
skólahúss Húsavíkur.
Benedikt hafði myndlistarsýn
ingu í Reykjavík í fyrra og hef-
ur einu sinni sýnt áður hér
heima á Húsavík. Þ.
Tólf m. fall óbrotinn
ÞAÐ slys varð við Norðurlands
borinn í Glerárgili klukkan hálf
fimm í fyrradag,, að maður, sem
var við vinnu uppi í turninum,
féll tólf metra og niður á jörð.
Lenti hann ofan í leðjubing, er
tók af honum fallið. Var hann
fíuttur í skyndi í sjúkrahús og
er meiðsl hans voru könnuð kom
í ljós, að hann var óbrotinn.
WKHSíSÍHSWHKHStSeettÖiSíSiSrSÍKHSíSíStSíSÍHSÍBSiSíSÍHSÍHSÍKHSÍHSSHSÍHS
RONALD FANGEN
EIRÍKUR HAMAR
Skáldsaga
ÍKHSSKKKKHStHKKHK
44
CHSÖkKHStHStHSÍHSÍHSXS
að þér hafið verið fjölfær og duglegur. En ég öfunda yður
ekki. Þér getið ekki ímyndað yður, hvílíkri hamingju það
veldur mér að vita, að nú skal ég losa mig við þetta allt
saman og hverfa héðan úr skrifstofunni, sem vissulega er
yðar. Mín hefir hún aldrei verið. Eins og ég segi: Ég dáist
að yður, en er samtímis ákaflega andstæður yður, þó ekki
persónulega nú framar, — það var ég áður, þegar mér sár-
gramdist daglega útlit yðar, fas og framkoma. Nú hefi ég
bara andstyggð á yður eins og einhverju því, sem er svo
gagn-andstætt öllu rnínu eðli og lífsviðhorfi, að það hrífur
mig blátt áfram eins og ógnun. En þér hafið rétt að mæla
í öllu því er þér hafið sagt, — og leyfist mér að spauga, þá
segi ég það þannig, að það sem nú er kallað nýtízku við-
skipta-helvíti, það hefir auðvitað þörf fyrir sína erkidjöfla.
Fylkir gekk hægt inn aftur í skrifstofuna. Hann var alvar-
legur og hlustaði á Eirík með athygli, sem að þessu sinni
virtist ekki aðeins eintóm umgengnisleikni:
— Segið þér viðskipta-helvíti, og segið þér erkidjöfull.
Já, ég spyr ekki þessvegna, að ég sé ekki upp með méf, en
hugsið nú til þess, að viðskipti hafa verið rekin frá upphafi
alda, og klaufar og amlóðar hafa verið og eru alltof margir
í því starfi, og ætti þá að vera rangt og ótilhlýðilegt, þótt
einhver sá kæmi til skjalanna sem einu sinni tæki föstum
tökum, alvarlega og skipulega, bæri skynbragð á allt starf-
ið og lyti lögum þess. Ég skal segja yður, að þér berið falska
virðingu fyrir mannskepnunni. Almenningur á ekki betra
skilið en að reka sig á að til sé það, sem stendur fast og
traust og ekki verður leikið með, svo að það er algerlega
tilgangslaust að reyna að snúa á það. Og þar á enginn öðr-
um betra skilið. Haldið þér að ég muni taka mér það nokk-
uð nær að láta Gemla sökkva á sextugu að ári heldur en að
fást við fjárglópsku Bjarts unga? Því fer fjarri. Sverði er
brugðið yfir oss öllum. Haldið þér að ég viti ekki, að þann
dag senr ég hrapa, er ég glataður. Hefi ég ekki sagt yður
einu sinni áður, að einmitt þessvegna er framar öllu um
að gera að Iirapa ekki?
— Jú, sagði Eiríkur, og ég segi að þetta sé allt djöfullegt.
Hér er allt harðlæst. Og þótt það sé rétt fyrir yður að lifa
og hrærast í öllu þessu, þá væri það þveröfugt og rammfalskt
fyrir mig, það er allt annað sem ég þarfnast. Og jafnglaður
sem Jrér sitjið hér um kyrrt, held ég burt héðan.
Fylkir var á ný elskulegur og skrafhreifinn. Þér segið að
það sé „harðlæst“. Með því eigið þér sennilega við, að það
sé sýnilega tilgangslaust. En segið mér hvað það er, sem hef-
ir tilgang! Ég veit aðeins eitt, sem ég er alveg viss um, og
það er að það er alls engin tilviljun, að peningarnir hafa
hlotið mátt sinn og megin. Þegar maður fæst við þá, þá
fæst maður við raunverulegt verðmæti. Það er allt svo veru-
legt og voldugt að magni og mætti, að við liggur að dular-
fullt sé. Og allan hinn lausaleik heims læt ég yður gjarnan
í té. Það er hörmung að þér skulið hafa kosið svo fávíslega,
en fyrst þér hafið nú gert það, gleður það mig að þér hverf-
ið héðan sjálfviljugur, því þegar öllu er á botninn hvolft
unni ég yður talsvert góðs, þótt hin ströngu lög hefðu
ákveðið að yður skyldi algerlega tortrýmt.
Eiríkur sagði:
— Mér var annars vel kunnugt, að þér höfðuð ákveðið
að skáka mér út úr firmanu. Sonur yðar sagði mér það eitt
kvöld á Stúdentafélagsfundi fyrir skömmu.
Fylki var greinilega illa við þessa frétt. — Algerlega stál-
sleginn er hann að minnsta kosti ekki, hugsaði Eiríkur.
— Jæja, það er honum líkt, sagði Eylkir. Ég hefi ekki
verið heppinn með syni rnína. Þeir telja sig báða vera
húmanista, og ég get ekki einu einni ímyndað mér hvað
það þýðir. En það gildir nú einu. Synir eiga víst alltaf að
vera andstæðingar feðra sinna, og þekki ég þá rétt, býst ég
við að það verði ég, sem á verður að treysta, þegar húman-
isminn getur ekki veitt smávægilegasta bita daglegs brauðs.
— En nú, minn góði Hamar, hugsa ég sé bezt að við slítum
þessu þægilega samtali. Ég vil aðeins undirstrika við yður
eitt atriði:
— Það er ekkert í minni fortíð, sem ég þarf að blygðast
mín fyrir, og ekkert sem þér getið beitt gegn mér, og verði
ég þess nokkru sinni var, að þér reynið að dylgja um mig
persónulega, megið þér reiða yður á, að ég svífst einskis til
að ná höggstað á yður. Haldið yður utan míns vettvangs,
verðið dómari og roskinn, virtur embættismaður, og áræðið
ekki að leggja stein í götu vora, sem störfum á vettvangi
raunverulegra verðinæta.
Eiríki virtust broslegar þessar hótanir Fylkis.
— Það hefir verið fróðlegt og skennntilegt að spjalla við
yður, sagði hann, því að mig langaði til að skilja dálítið í
yður, en þér megið alls ekki halda, að hótanatónn yðar
hríni vitund á mig. Vonandi ímyndið þér yður ekki, að þér
getið skuldbundið mig til nokkurs skapaðs hlutar framveg-
is á ævinni. Minnist þess að ég rakst á yður í mjög vansæm-
andi kringumstæðum. Hve auðugur sem þér kunnið að
verða, og hve voldugur, munuð þér aldrei geta útmáð þau
áhrif á mig, að þér séuð auinur og lítilfjörlegur náungi, því
það sem þér þá voruð að aðhafast köllum við í spilamennsku
falsspilara. — ..Jæja, þér þurfið ekki að taka þetta sem sér-
stakt siðgæðislegt stærilæti af minni hálfu. Ég hefi ekkert
að skruma af og hæla mér. Ég hefi sjálfur klastrað og kákað
allan tímann sem ég hefi verið hjá yður. En ég skal líka
vanda mig á því að gera það ekki framar.
Hann stóð upp.
— En nú verðið þér að afsaka að ég þarf sjálfur að nota
skjölin mín dálítið í kvöld. Ég þarf sem sé að útkljá allt
mitt. J.., -
, 4 •- <
Fylkir varð forvitinn:
— Hve mikið hyggið þér að útkljá, Hamar? Hyggið þér
að fitja upp á ný fyrir sjálfan yður?
— Nei, ég ætla að útkljá allt að fullu. Ég fer utan og hefi
enga hugmynd um, hve lengi ég kann að verða. Og heldur
ekki veit ég, hvað ég eigi að taka mér fyrir hendur, þegar
ég kem aftur. Það verður að gerast eitthvað furðulegt við
mig eða í mér, áður en mig langi til að hefjast handa um
einhverja vinnu hérna heima.
— Svo þér ætlið að útkljá allt og vera laus og liðugur?
spurði Fylkir. Ganga alveg úr leik. Já, þér hafið sennilega
nægilegt til að spjara yður nokkur ár.
— Vissulega ekki með yðar góða vilja. En þótt ég verði
ekki milljónamæringur eins og Fylkir lögmaður, þá megið
þér reiða yður á og treysta því, að ég mun ætíð afla yfir-
dómslögmanni Hamar hans daglega brauðs. En eina við-
skiptalega ánægju ætla ég að veita yður, áður en ég fer: það
er að_skila yður öllu verkefni sem ég hefi frá yður, í röð og
reglu. Og ég mun skipuleggja öll hagfræðileg atriði okkar á
milli á þann hátt, sem ég tel víst að þér munið ekki finna
neitt að. Og þessu skal ég Ijiika eins fljótt og unnt er, senni-
lega á fáeinum dögum, og þar með getur þetta óvænta sam-
tal okkar talist kveðja. — Hitt allt berst svo síðan um skrif-
stofuna.
— Eg er yður alveg sammála Um það. Við ættum að svo
stöddu ekki að eiga neitt frekar ótalað. En samt sem áður,
Hamar: Þótt ég hafi verið alveg miskunnarlaus sárreiður við
yður, þá vil ég samt enn á ný þakka yður fyrir fyrstu sam-
starfs-árin okkar, og fyrir þær veslings krónurnar, sem þér
þá settuð inn í starfið. Að vísu var það einnig til hagnaðar
fyrir yður, og auðvitað hefði ég getað útvegað mér pening-
ana á annan hátt, en rétt áður en þér kornuð í firmað, hafði
ég orðið fyrir talsverðu tapi, heimskulegu tapi, sem ég læðri
rnikið á, — og þér spöruðuð mér að leita til Barkar. Þetta
get ég auðvitað þakkað yður núna, en annars er ég algerlega
óviðkvæmur og veit enda að þér hafið fengið þetta margfalt
aftur, svo að nokkura þakkarskuld tel ég mig ekki vera í við
yður, og hefi heldur ekki fundið til þess síðan daginn þann
sem ég bauð yður inn í skrifstofu mína og talfærði þetta
stuttlega.
— Nei, til þess hafið þér heldur ekki neina ástæðu, sagði
Eiríkur. Jæja, verið þér sælir, lögmaður, en að lokum gott
ráð: — Látið ekki koma að yður óvöium á ný, — jafnvel ekki
í yðar eigin skrifstofu.
Fylkir svaraði:
— Nei, það var sorgiegt, — sérstaklega fyrst ég hefi nú
enga þörf fyrir góða vitneskju rnína, því að nú hefði ég get-
að skákað yður fallega og gert yður hornmát. — Sælir, Ham-
ar.
■ Eiríkur fór iit. Hann minntist hreykni sinnar daginn þann
er hann í fyrsta sinn steig fæti inn í þessa glæsilegu skrif-
stofu, en þá komu þeir iir skuggalegu skrifstofunum á Stóra-
torgi. Honum virtist hann hafa hækkað mjög í rásinni, allt
tók miklurn framförum, og hann starfaði stórkostlega. Að
hann þá skyldi hafa getað verið svo sljór og blindur að renna
ekki minnsta grun í, að hann að nokkrum árurn liðnum
myndi hverfa frá þessari glæsilegu skrifstofu með þá til-
finningu í brjósti sem væri liann að losna úr fangelsi.
Það var indælt að konra lit í hreint og svalt vorloftið. Nú
var loks bjart kvöld og fagurt, og hann luigsaði um sjálfan
sig, sem nú væri þarna á ferð, og um hann sem eftir sæti
með sín köldu, ströngu lög eins og járngrindur fyrir rúðum,
í banka og í íangelsi, og að eigin vild hefði hann kosið sér
einmitt þessa tilveru í úa og grúa mannlífsins.
Eiríki datt í hug nokkur orð úr ritningargrein, og allt
í einu sagði hann þau upphátt, er hann gekk b«rt eftir mann
tómri gangstétt miðbæjarins:
En af þessu þrennu er kærleikurinn mestur. j