Dagur - 05.06.1965, Qupperneq 7
7
Álykfðnir um afvinnumál
(Framhald af bls. 8.)
2. Lögð verði aukin áherzla á
smíði fiski- og kaupskipa inn
anlands.
3. Efldur verði veiðarfæraiðnað
ur t. d. framleiðsla síldarnóta,
fiskilína og þ. h. svo og fram-
leiðsla á umbúðum t. d. síld-
artunna, pokaframleiðsla úr
pappír og öðrum efnum.
4. Til þess að útvega þeim fisk-
vinnstustöðvum, sem fyrir
hendi eru í landi, hráefni,
verði athugað m. a. að leyfa
útlendingum að landa hér
fiski og lögum breytt í sam-
ræmi við það og reglur sett-
ar þar um.
5. Unnið verði að áframhald-
andi þróun þeirra iðngreina,
sem fullvinna landbúnaðaraf-
urðir og nýjum bætt við.
6. Athugað verði, hvort ekki
reynist hagkvæmt að flytja
inn ómalað fóðurkorn og
mala það hér. Jafnframt að
korna á fót heymjölsverk-
smiðjum, þar sem ræktunar-
skilyrði og aðrar aðstæður
eru hagkvæmar.
7. Fiskeldi gæti haft raunhæfa
þýðingu og beinir ráðstefnan
því til ríkisvaldsins að stuðla
að byggingu fiskuppeldis-
stöðvar hér norðanlands.
8. Athugað verði um nýtingu
jarðhita bæði til upphitunar
húsa, iðnreksturs og ræktun-
ar. í því sambandi beinir ráð
stefnan því til hins opinbera
að veita aðveitum fyrir heitt
vatn sömu aðstoð sem fyrir
kalt vatn, þ. e. greiði 50%
af stofnkostnaði.
9. Vegna vaxandi ferðamanna-
straums til landsins landsins
og um byggðir landsins,
verði unnið markvisst að því
að bæta aðbúnað ferðamanna
með nýjum og betri gisti-
stöðum, bípttum samgöngum
og öðru því sem laðað gæti
ferðamenn að.
Ennfremur bendir ráðstefnan
á eftirfarandi þrjú atriði, sem
gætu stuðlað að eflingu atvinnu
lífs Norðurlands:
1. Fjármagnsskortur háir þar
yfirleitt atvinnuuppbyggingu,
þess .vegna verður að beina
fjármagni þangað m. a. með
beinum framlögum hins opin
bera eða með því að ívilna
einka- og félagsfjármagni,
svo, að það sjái sér hag í að
leita þangað.
2. Atvinnufyrirtækjum, sem
heimamenn vilja stofnsetja,
verði veittur fjárstuðningur,
t. d. með hagstæðum lánum.
3. Iðnaðarmálastofnun íslands
verði efld svo, að hún geti
haft í þjónustu sinni sérfræð
inga, innlenda og erlenda, til
þess að veita meiri aðstoð við
tækniuppbyggingu atvinnu-
lífsins í landinu.
Með því að Ijóst er, að ýmsar
útgerðar- og fiskvinnslustöðvar
á Norðurlandi eru stöðvaðar
eða liggur við stöðvun vegna
fjárskorts m. a. af völdum afla-
leysis, beinir ráðstefnan þeirn
tilmælum til ríkisstjórnarinnar,
að hún hlutist til um við lána-
stofnanir, að þær veiti nauðsyn-
lega fyrirgreiðslu til að rekstur
þessara fyrirtækja geti haldið
áfram.
Ráðstefna kauptúna og kaup-
staða á Norðurlandi haldin dag-
ana 29. og 30. maí beinir þeim
eindregnu tilmælum til ríkis-
stjórnarinnar, að hún hlutist til
um, að nú þegar verði veitt eða
lánað viðkomandi hrepps- og
bæjarfélögum fjármagn, sem
notað yrði til atvinnuaukningar
á viðkomandi stað eftir ákvörð-
un hvers sveitar- eða bæjarfé-
lags.
Ennfremur samþykkir ráð-
síefnan eftirfarandi ábendingar:
1. Að endurskoða þurfi lög og
reglur um atvinnuleysistrygg
ingasjóð með það fyrir aug-
um, að hann veiti einkum
lán til langs tíma með hag-
kvæmum vöxtum til upp-
byggingar atvinnutækja í
þeim byggðarlögum, er búa
við ónóg atvinnuskilyrði og
þurfa að verjast árstíða-
bundnu atvinnuleysi, en
þannig telur ráðstefnan, að
sjóðurinn gagni bezt hlut-
verki sínu. Ennfremur verði
atvinnuleysisbætur nú þegar
stórlega hækkaðar.
'2. Að lögum um aflatrygginga-
sjóð verði breytt á þann hátt
að bætur sjóðsins hækki það
mikið, að sjóðurinn bæti að
mestu leyti mismun á afla-
hlut og kauptryggingu og séu
þar fyrst og fremst hafðir í
huga þeir bátar, sem gerðir
eru út og leggja upp afla
sir.n í heimahöfn.
3. Að lengdur verði lánstími
fiskveiðasjóðs og annarra
stofnlánasjóða í allt að 20 til
25 ár.
4. Ríkið hafi forgöngu um að
skipuleggja og veita nauðsyn
lega aðstoð til flutninga á
síld til síldarverksmiðja og
söltunarstöðva á Norðurlandi
og sömuleiðis aðra fiskflutn-
inga til atvinnuaukningar
meðan afli bregzt fyrir Norð-
urlandi.
Ráðstefnan felur undirbún-
ingsnefnd að starfa áfram og
fylgja eftir tillögum og ályktun-
um hennar og heimilar nefnd-
inni að kalla saman fulltrúa-
fund kaupstaða og kauptúna á
Norðurlandi, þegar ástæða þyk-
ir til að ræða nánari fram-
kvæmd atvinnumála og svæðis-
skipulagningu Norðurlands. □
NÝLEGA er lokið svonefndum
búðarfunaum Nýlenduvöru-
deildar KEA, en fyrir tveimur
árum tók deildin upp þá ný-
breytni að bjóða húsmæðrum
til stuttra funda í útibúi því er
þær verzluðu við.
Samtals sóttu þessa fundi 170
húsmæður. Rætt var um tilgang
búðarfundanna, kjörbúðirnar,
vörurnar, vörufjölbreytnina,
þjónusiuna í búðunum, kassa-
mjólkina, heimsendingar, arð-
miðana, stofnsjóðinn, Sjafnar-
vörurnar, Flóruvörurnar, brauð
in, smjörlíkið o.fl. o.fl.
- Hugleiðingar
(Framhald af blaðsíðu 4).
misgerðir, og setjast síðan í for-
setaembættið á Bessastöðum.
Landsbyggðarfólkið verður að
hrista af sér slenið og athuga,
hvar það stendur, ef það vill að
landsmálabarátta veiði upp tek-
in, sem bundin er við þau verk-
efni, sem þarf að leysa á hverj-
um tíma og sameinar fólkið í
friðsælu starfi, sem vektu að-
dáun þess á landinu og skapar
því stolt og hæfilega þjóðernis-
kennd.
- Frá Aðalfundi KEA
(Framhald af blaðsíðu 1).
ari var endurkjörinn endurskoð
andi til tveggja ára. í stjórn
Menningarsjóðs var endurkjör-
inn Bernharð Stefánsson fyrrv.
alþ.m. til þriggja ára. Þá voru
og kosnir 14 fulltrúar á aðal-
fund Sambands ísl. Samvinnu-
félaga.
Úr Menningarsjóði félagsins
hafði verið úthlutað 90 þús. kr.
Tekjur sjóðsins af rekstri efna
gerðarinnar „FIóra“ urðu 111
þús. krónur auk framlags sem
samþykkt var á aðalfundi 1964:
100 þús. kr.
Aðalfundurinn samþykktj ein
róma tillögu frá fyrrv. alþ.m.
Bernharði Stefánssyni og fyrrv.
stjórnarformanni Þórarni Eld-
járn að veita Davíðssöfnuninni
100 þús kr.
Fulltrúar á 79. aðalfundi kaup
félags Eyfirðinga þágu góðar
veitingar á Hótel KEA fundar-
dagana. Og að kveldi beggja
fundardaganna var hin vinsæla
óperetta Nitouche sýnd fulltrú-
um og gestum þeirra við mikla
ánægju. — Meðfylgjandi mynd
frá aðarfundi KEA tók G.P.K
Komu húsmæðurnar með
margar góðar tillögur og ábend
ingar, sem teknar verða til at-
hugunar, enda aðalmarkmið
þessara funda að komast eftir
óskum félagsmanna og við
skiptavina svo að verzlunin
megi þjóna þeim sem bezt.
Á öllum fundunum mætti
deildarstjóri Matvörudeildarinn
ar, eftirlitsmaður matvörubúð-
anna og útibússtjóri viðkomandi
útibús.
Meðfylgjandi mynd er frá búð
arfundinum í útibúinu við
Byggðaveg 98.
MINJASAFNIÐ opnað á ný
mánudaginn 7. júní og verður
opið í sumar daglega frá kl.
1,30—4 e.h. Á öðrum tímum
fyrir ferðafólk eftir samkomu
lagí við safnvörð, símar 11162
og 11272.
SL Y S A V ARN AFÉLAGSKON-
UR AKUREYRI. Þær konur
sem ætla að taka þátt í ferða
laginu eru beðnar að athuga
að um tvær ferðir er að xæða
sex daga ferð um Vestfirði
eða þriggja daga ferð um Snæ
fellsnes. Farið verður laugar-
daginn 3. júlí. Listar liggja
frammi í Markaðinum. Nauð-
synlegt er að láta vita sem
fyrst vegna undirbúnings.
Ferðanefndin.
FRÁ KRISTNIBOÐSHÚSINU
ZION. — Gideon-félagar úr
Reykjavík halda almenna
samkomu á Hvítasunnudag kl.
8,30 e.h. Aðalræðumaður verð
ur fulltrúi alþjóðasamtaka
Gideon-félagsskaparins, mr.
Gustav Uppmann, sem er um
dæmisstjóri allra Norðurland
anna. — Á samkomunni verð
ur einsöngur og almennur
söngur. Þá verður Gideon-fé-
lagsskapurinn kynntur bæði
hér á landi og sem alþjóða-
félagsskapur. Þekktastur er
félagsskapurinn hér á landi
fyrir að hafa um 10 ára skeið
gefið öllum 12 ára börnum á
íslandi Nýja-testamenti. All-
ir velkomnir.
DAVÍÐSSÖFNUN — Jón og
Guðbrandur 2000,00 — Frá
kaupfélagi Skagfirðinga 25,-
000,00 — Afhent á skrifstofu
Dags.
DÝRALÆKNAVAKT næstu
helgi, kvöld og næturvakt
næstu viku hefur Guðmund
Knutsen, sími 11724.
AKUREYRARKIRKJA Messað
kl. 10,30 f.h. á hvitasunnudag.
VILHJALMUR RÍKARÐS —
(William Richards) frá Banda
ríkjunum talar á samkomu á
hvítasunnudag kl. 5 e.h. að
Sjónarhæð. Allir velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN’ Sam
koma á hvítasunnudag kl. 8,30
e.h. og annan í hvítasunnu kl.
8,30 e.h. — Major Anna Ona
stjórnar og talar. — Allir vel
komnir.
MINNINGARSPJÖLD Kvenfél.
Hlífar fást í Bókaverzl. Jó-
hanns Valdimarssonar og hjá
Laufeyju Sigurðardóttir Hlíð
arg. 3. Öllum ágóða varið til
Dagheimilisins Pálmholt.
SUNDNÁM-
S K E I Ð — fyrir
börn hefjast næstu daga. —
Uppl. í síma Sundlaugar Ak-
ureyrar 12260.
PAKISTANSÖFNUN R. K. f.
K.J. 500, N.N. 100, A og J 200,
PS 500, JÞ 200, Oddur Daní-
elsson 200, SS 200, SJ 200, GJ
500, KVH 500,' Halldór Jóns-
son 300, JB 200, Sigríður og
Steindór 300, NN 300 Rósant
Sigvaldason 1000, GJ 200, CS
100, HGS 1100, Jónas Jóns-
son frá Brekknakoti 400, —
Samtals kr. 7,000,00.
MINJASAFNIÐ! Safnið er að-
eins opið á sunnudögum frá
kl. 2—5 e. h. Á öðrum tímum
fyrir ferðafólk eftir samkomu
lagi við safnvörð. Símar 11162
og 11272.
MINNINGARSPJÖLD Styrkt-
arfélags vangefinna fást í
Bókabúð Jóhanns Valdemars
sonar.
- Frá Ólafsfirði
(Framhald af blaðsíðu 2).
haldin á vetrinum og gáfu nem
endur allan ágóða af henni til
Davíðshúss á Ákureyri.
Miklar vonir eru nú bundnar
við að gagnfræðadeild og lands
prófsdeild festist við skólann,
enda sækja þær unglingar úr
öðrum byggðarlögum.
Skólastjóri Miðskóla Ólafs-
fjarðar er Kristinn G. Jóhanns-
son. □
Ferðaácetlun
FERÐAFÉLAGS SVARFDÆLA SUMARID 1965
1. fcrð: 7. júní: Skagafjörður. Ekið að SilfrastÖðum um
brúna hjá Skeljungshöfða. Gengið að Merkigili.
Farið yfir Jökulsá að Skatastöðum. Heim um
Tungusveit og Varmahlíð. Eins dags ferð.
2. ferð: 13. jú'ní: Ekið' frá Dalvík um Hjalteyri að Möðru-
völlum, um Skriðuhrepp fram Hörgárdal að Stað-
arbakka, yfir ána hjá Bægisá, fram Oxnadal að
Hálsi, gengið að Hraunsvatni, þeir sem þess óska.
3. fcrð: 19.—20. júiií: í Fjörðu. Ekið frá Dalvík til Akur-
eyrar. Slegizt í .för með Ferðafélagi Akureyrar og
ekið í Fjörðu.
4. fcrð: 24. júní: Jónsmessuferð. Hringferð í Svarfaðardal,
um Dalvík og út í Ólafsfjarðarnnila.
5. ferð: 11. júlí: Skíðadalur—Svarfaðardalur. Fkið frá Dal-
vík að Atlastöðum, þaðan í Skíðadal að Kóngsstöð-
um. Gengið frá Kóngsstöðum að gangnamanna-
skýli, upp í Kálfadal, norður Skeiðar, niður Kóngs-
staðaháls og farið í bílana við Þverá.
6. fcrð: 18. júlí: Akureyri. Ekið frá Dalvík til Akureyrar.
Skoðuð söfn og Lystigarðurinn. Ekið upp í Skíða-
hóteí.
7. fcrð: 31. júlí—2. ágúst: Verzlunarmannahelgi. Laugar-
daginn 31. júlí: Ekið frá Dalvík í Svartárdal og
gist þar. Sunnudaginn 1. ágúst: Ekið úr Svartár-
dal fram Blöndudal að Hveravöllum og gist þar.
Mánudaginn 2. ágúst: Ekið heim.
S. fcrð: 15. ágúst: Hólafjall. Ekið á Hólafjall.