Dagur - 05.06.1965, Qupperneq 8
8
f
r
»
►
f
►
r
t
t
t
f
►
t
►
r
►
►
r
r
I
SMÁTT OG STÓRT
UM síðustu helgi flæddi Eyjafjarðará yfir bakka sína svo sem hér má sjá á engjum vestan
Kaupvangs. (Ljósm.: E. D.).
Ályktanir atvinnumálaráSstelnunnar
ÁLYKTANIR ráðstefnunnar
fara hér á eftir:
Ráðstefnan telur mikilvægt,
að tekin hefur verið upp gerð
framkvæmdaáætlana við stjórn
efnahagsmála.
Hún telur nauðsynlegt, að
samhliða framkvæmdaáætlun-
um um þjóðarbúskapinn í heild
verði tekin upp kerfisbundin
svæðisskipulagning, sem taki til
atvinnu-, félags- og menningar-
mála í einstökum landshlutum.
Slík svæðisskipulagning fari
fram undir yfirumsjón stofnunar
með sérmenntuðu starfsliði, en
hlutur hinnar staðbundnu þekk
ingar og frumkvæðis verði
tryggður með myndun sam-
starfsnefndar sveitarfélaga og
annarra aðila um atvinnumál.
Komið verði á fót á Norður-
landi, innan þeirrar stofnunar,
sérstakri deild, sem hafi með
höndum rannsóknir á skilyrð-
um til atvinnureksturs og hag-
nýtingu náttúruauðlinda í þess-
um landsfjórðungi, sem stuðli
að örari hagþróun og atvinnu-
öryggi m. a. með tækniaðstoð
við atvinnulífið.
Ráðstefnan bendir á eftirfar-
andi atriði, sem hafa ber í huga
við slíka svæðisskipulagningu:
1. Samgöngur verði bættar með
nýbyggingum og endurbót-
um á vegum, höfnum og
flugvöllum.
2. Raforkumálum verði skipað
með þeim hætti, að sem hag-
kvæmast verðj til frambúðar
og rafvæðingu alls Norður-
lands verði lokið á allra
næstu árum.
3. Lögð verði áherzla á aukinn
iðnað og stærri iðnfyrirtæki
ÍSINN FEFUR LOKAÐ
SKAGASTRÖND
í VIKUTfMA
Skagaströnd 4. júní. — Nú er
rúm vika síðan ísinn rak frá
Ströndum og yfir til okkar, svo
enginn hefur komizt á sjó í um
það bil vikutíma. Bátar komust
fyrst út héðan í morgun. Útgerð
arfélag Höfðahrepps hefir keypt
140 tonna bát en selt Helgu
Björgu, sem er um 60 tonn að
stærð. Margir áttu grásleppu-
net í sjó þegar ísinn rak hér upp
að og var byrjað að leita þeirra
í dag. Við sáum ekki út fyrir ís-
•inn á þriðjudaginn svo mikill
var hann þá. H.
verði staðsett á Norðurlandi
í sambandi við stórvirkjanir.
4. Skilyrði til almennrar mennt
unar verði bætt og sérskóiar
og menningarstofnanir efld-
ar.
5. Þjónustustarfsemj ríkisstofn-
ana við svæðið verði stjórnað
innan þess.
Ráðstefnan lýsir ánægju sinni
með fyrirætlanir um stofnun
framkvæmdasjóðs strjálbýlis-
ins og væntir þess, að hann
verði svo öflugur, að hann geti
orðið veruleg lyftistöng í at-
vinnulífi Norðurlands.
Ennfremur væntir ráðstefnan
þess, að opinberar lánastofnan-
ir og fjárveitingavaldið beini
fjármagni að öðru jöfnu til
framkvæmda á Norðurlandi.
HINGAÐ til lands er kominn
sérfræðingur í sauðfjárrúning-
um frá Sunbeam-verksmiðjun-
um til að kynna nýja og full-
komna tegund af rafknúnum
sauðfjárklippum, auk þess sem
hann mun kenna mönnum með
ferð á þessum tækjum. Þessi
maður heitir Ed Warner, og bjó
þessa. klipputegund til.
Nú .er álitið að. tími sé til kom
inn til að kynna-þessar rafknúðu
klippur hér á landi fyrir ísl.
bændur, og sendir félagið
Werner hingað í því skyni, á
vegum umboðsins hér, sem er
O. Johnson & Kaaber hf.
Warner mun ferðast um
nokkra staði hér og sýna klipp
urnar, og þann útbúnað, sem
hægt er að fá með þeim. Eins
mun hann skýra fyrir mönnum
hvernig bezt sé hægt að nota
þær og leyfa mönnum .að reyna
þær. Hann mun fyrst sýna:
Þriðjudaginn 8. júní að Ær
lækjarseli, Norður-Þingeyj-
arsýslu og hefst námskeið
þar kl. 14.00.
Miðvikudaginn 9. júní að
Björgum í Hörgárdal, Eyja
firði og hefst námskeið þar
kl. 13,30. Síðan verða nám-
Ráðstefnan leggur áherzlu á
samræmda atvinnuuppbyggingu
er byggist á eðlilegri verkaskift-
ingu byggðanna á Norðurlandi
og hafi það að meginmarkmiði
að tryggja atvinnuöryggi og
heilbrigðan lífskjaragrundvöll,
svo eðlileg fólksfjölgun geti
haldist í heimabyggð.
Þá bendir ráðstefnan á eftir-
taldar atvinnugreinir, sem gætu
orðið ríkur þáttur í atvinnuupp
byggingu Norðurlands.
1. Fullvinnsla síldar og fiskaf-
urða m. a. með niðurlagn-
ingu sjávarafurða og tilkomu
lýsisherzlu. íslendingar eigi
sjálfir vinnslustöðvarnar og
selji vöruna, en reynist sala
vandkvæðum bundin, verði
könnuð samvinna við erlenda
aðila.
skeið sunnanlands og vest-
an.
Ed Warner hefur lengi vel
verið aðaldómari í keppnum í
sauðfjárrúningum fyrir bændur
í mörgum landbúnaðarsýning-
um í Bandaríkjunum. Árið 1945
byrjaði hann að vinna hjá Sun-
(Framhald á blaðsíðu 2).
NÝR MAÐUR
Sveitamaður úr Svarfaðardal,
Sigurjón Jóhannsson frá Hlíð,
er byrjaður að starfa hjá Al-
þýðumanninum á Akureyri, og
kveður þar strax við annan tón.
I leiðara segir m. a. um lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins. „Allt
þinghaldið er sett á svið með
auglýsingagildið eitt fyrir aug-
um, en tíma og vinnubrögðum
þannig háttað, að borin von er,
að mál geti verið rædd svo, að
hægt sé að skiptast á skoðun-
um. Allar ályktanir eru fyrir-
fram samdar “
FLOKKSVÉL
Leiðarahöfundur heldur áfram
og segir, að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé kominn langt í þeirri
tækni, að gera flokkssamtök
sín að vél, og ennfremur, að
slíkt sé ógnun við lýðræði og
sjálfstæða skoðanamyndun.
Rétt er fyrir Ieiðarahöfundinn
að líta í eigin barm um leið og
þessi mál eru rædd og hugleiða
vel afstöðu eigin flokks, sem
þjónar Sjálfstæðisflokknum
dyggilega og gefur honum enn
lykilaðstöðuna að valdastólun-
um.
VILDU EKKI BLAÐA-
MENN
Á ráðstefnu þeirri um atvinnu-
mál á Norðurlandi, sem haldin
var á Akureyri 29. og 30. maí,
voru ekki blaðamenn og voru
afþakkaðir. Mun slíkt sjaldgæft
þegar um opinberar ráðstefnur
er að ræða.
Blaðamönnum er nauðsyn,
vegna starfs síns við hina al-
mennu fréttaþjónusíu, að fylgj-
ast með gangi mála eins vel og
framast er unnt. Atvinnumálin
eru þar sízí undanskilin, en ein-
mitt um þau mál fjallaði ráð-
stefnan.
TVÆR KONUR FASTAR
Á MIÐRI GÖTU
Vegfarendur áttu þess kost í
fyrradag að virða fyrir sér tvær
virðulegar konur, fastar á hellu
lagðri gangstétt í miðbænum
og var skammt milli þeirra. Þær
voru að vonum vandræðalegar
á meðan þær remdust eins og
snaraður fugl á fleka, við að
losa sig. En hvort þær öðlast
einhverja skilningsglóru á ckost
um hinna illræmdu og mjóu
stálhæla, sem sátu fastir milli
gangstéttarheílnanna, skal ósagt
látið. En skó af þessu tagi ættu
konur ekki að nota, hvorki inn-
an hús né ufan.
SÍLD ARSÖLTUN ARSTÖÐ
1 MJÓAFIRÐI
Magni á Akranesi segir frá því
29. maí, að aflakóngurinn þar, á
síðustu vertíð Þórður Óskars-
son, sé ásamt Vilhjálmi Hjálm-
arssyni bónda í Brekku og Gunn
ari Ólafssyni stýrimannj á ms.
Akraborg, búinn að stofna síJd
arsöltunarfélag í Mjóafirði
eyslra. Þar er nú hafin smíði á
húsnæði fyrir 40 manns, en salt
að verður á bryggju, sem íyrir
er á sfaðnum. Verður þar sölt-
unarpláss fyrir 35 stúlkur.
Bátur Þórðar, Sólfaxi, sem
aflaði nálega 1000 tonn fiskjar á
vetrarvertíð, mun leggja síldar
afla sinn á land í IM’óafirði og
væntanlega f’eiri báíar. Mjói-
fjörður er eití hinna fámennu
byggðarlaga, sem áíí hafa í vök
að verjast og mun því verða af
því góður síyrkur, að slíkt at-
vinnufyrirtæki takj til starfa.
VOTHEY REYNIST BETRA
Búnaðarblaðið Freyr segir frá
ncrskri tilraun með votheys-
gjöf, sem maursýru var bland-
að í. Votheyið var gefið sláíur
gripum og mjólkurkúm og öðr-
um hópum jafnstórum súgþurrk
að hey. Samkvæmt efnagrein-
ingu var heyið svipað, en skepn
urnar fóðruðust beíur af vot-
heyinu, sem bendir fil þess, að
næringarefni votheysins haíi
nofast betur.
Síldarþrærnar fullar
Neskaupstað 4. júní. Hingað eru
komin á að giska 27 þús. mál í
þrær og þrærnar þar með fullar.
En verið er að stækka þróarrým
ið. Vonandi hefst síldarbræðsl
an upp úr hvítasunnunni. Nú
virðist vera reitingsveiði þótt
síldin sé stygg og nú er hún
fundin um 90 mílur austur af
Langanesi. Þar fann Hafþór
hana í gærkveldi og er um mikla
síld að ræða, samkv. fréttum.
Því miður eru síldarverk-
smiðjurnar enn margar óviðbún
ar síldarmóttöku. En verksmiðj
ur á eftirtöldum stöðum eru þó
tilbúnar og sumar þeirra byrjað
ar að bræða: Reyðarfirði, Eski-
firði, Fáskrúðsfirði og Breið-
dalsvík. Reiknað var með því, að
unt væri að vinna við húsabygg
ingar í vetur, eins og oft áður
á þeim árstíma. Þetta brást nú
og m.a. þess vegna, eru framkv.
skemmra á veg komnar en ella
væri. H.Ó.
Bræðslurnar ekki til
Seyðisfirði 4. júní. Engin síld
hefur enn borizt hingað, enda
sildarbræðslur ekki tilbúnar til
síldarmóttöku ennþá. En þess
verður sennilega skammt að
bíða. Bátarnir Gullver og Gull-
berg eru farnir á síld og fengu
strax báðir afla 1700 og 1100
mál. Þriðji báturinn, Skálaberg
er að verða tilbúinn. Þ.J.
Hingað kemur sérfræðing-
ur í sauðfjárklippingum