Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (rítstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVHI. árg. — Akureyri, laugardaginn 2S. júní 1963 — 50. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 —-i. Um gjöf Stefáns í Skjafdarvik Á FUNDI bæjarstjómar Akur- eyrar 22. júní var lagt fram bréf frá Stefáni Jónssyni í Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu, þar sem hann lýsir því yfir, að hann gefi Ak- Skátamót í Vaglaskógi SKÁTAFÉLÖGIN á Akureyri standa fyrir skátamóti dagana 2.—4. júlí n.k. í Vaglaskógi. — Mótið sækja um 150—200 skátar drengir og stúlkur, frá skáta- félögunum á Norðuriandi og einnig munu skátar frá Suður- landi heimsækja mótið. Á mót inu fara fram æfingar og keppni í hinum ýmsum skátastörfum. Mótið verður sett á föstudags- kvöld og slitið síðari hluta sunnudags. Mótsstjóri er Gísii Kr. Lórenzson, símar 12925 — 11642 og aðstoðarmótstj. Brynj- ar Skaptason sími 11953. — Og gefa þeir ailar nánari uppiýsing ar. ■—■.liVTiTniTT ureyrarbæ eignir sínar, Elli- heimiiið í Skjaldarvík ásamt öllu því, sem því tiiheyrir og jarðirnar Ytri- og Syðri-Skjald- arvík ásamt meðfylgjandi bú- stofni, vélum og áhöldum og öllu því öðru, er þeim fylgir. Gefandi óskar þess, að elli- heimilið verði rekið áfram á jörðinni, en ef það reynist síð- ar meir ókleift, óskar gefandi að þar verði rekin heimili eða stofnanir í þágu líknarsíarf- semi. Gjafabréfið tekur gildi 1. okt. n. k. Bæjarstjórn samþykkti að veita gjöfinni viðtöku 1. okt. n. k. og að verða við óskum gefanda, sem fram koma í gjafa- bréfinu. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti að flytja gefandanum, Stefáni Jónssyni, Skjaldarvik, beztu þakkir fyrir þessa stór- rausnarlegu gjöf. (Fréttatilkynning frá bæjar- stjóranum á Akureyri). FJALLKONAN: Steinunn Stefánsdóttir, Akureyri.. (N. H.) % Ðiireiðaijolgumn oa í NÝÚTKOMNUM hagtíðindum er skýrsla um bifreiðaeign ís- lendinga um síðustu áramót. — Skráðar voru þá i landinu sam- tals 31924 bifreiðir og 308 mótor hjól. Fólksbifreiðir voru 25645, en vörubifreiðir 6279. Af fólks- bifreiðum voru 417 almennings- bifreiðir með sætum fyrir fleiri en 7 farþega. Samkvæmt þessu befir bifreiðum fjölgað um rúm lega helming á 10 árum og fólks bifreiðum hefir fjölgað um rúm lega 150% eða úr 10140 árið 1955 upp í 25645 árið 1984. Á ár- inu 1964 hefur þeim fjölgað um 2700. Er þar aðallega um fólks bílafjölgun að ræða, því að vöru bifreiðum fjölgaði aðeins um 200 á því ári. MeSal fóiksbila eru jeppar rúmlega 20% af bí’afjöldanum, en þeir eru sem kunnugt er að verulegu leyti notaðir við land búnaðarstörf. Næstir eru Ford- og Volkswagen-bílar, um 12% hvor tegund, þá Moskviteh, Op- el, Skoda og Chervolet. Meðal vörubifreiða eru Chervolet-bif- reiðir flestar, 23,2% en Ford-bif- FYRSTA söltunarsíldin á þessu sumri barst til Ilúsavíkur í gær, 21. júní, er Ms. Náítfari kom með um 1400 tunnur. Síldin var misjöfn og voru saltaðar um 500 tunnur. Síldin var söltuð á sölt- unarstöð Barða hf. — Á Húsavik munu starfa tvær aðrar söltunarstöðvar í sumar, þ.e. Söltun- arstöðin Saltvík hf. og Söltunarstöðin Höfðaver hf. Þær munu senn verða tilbxxnar til síldar- || móttöku. — Ljósmyndina tók P.A.P. a£ fyrstu söltuninni. í baksýn er nýtt fiskiðjusamlagshús í smíðum. Notkun nafiiskírteina kemur til framkvæmda NÚ er lokið við að gera nafn- skirteini fyrir alla 12 ára og eldri og er tala þeirra um 140 þús. í byrjun næstu viku hefst afhendins skírteina í Reykjavík og annast skrifstofa lögreglu- stjóra um bana. — Blaoið hafði samband við fulltrúa bæjar- fógeta, en ekki er Ijóst, hvenær búast má við afhendingu skír- teina liér í bæ. í frétíatilkynningu Hagstof- unnar segir in. a. svo: „Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög um útgáfu nafnskír- teina. Samkvæmt þeim skal Hagstofan, fyrir hönd Þjóðskrár innar, gefa út nafnskírteini til allra 12 ára og eldri, sem skráð- ir eru hér á landi. Tilgangur þessarar lagasetningar er í fyrsta lagi sá, að skapa grund- völl fyrir framkvæmd gildandi ákvæða um takmörkun á at- hafnafrelsi bama og ungmenna. Sýnir reynslan, að þessi ákvæði eru ekki framkvæmanleg nema gsfin ssu út persónuskilríki til reiðir litlu færri. Alls eru taldar vera í landinu 112 tegundir fólks bí’a og 109 tegundir vörubíla. Af bifreiðafjöldanum í heild eru 13,365 yngri en 5 ára en 1846 eru 20 ára og eldri. Um stærð eða þunga bifreiða og þá breytingu, sem orðið hef- ur í því efni, er ekki getið í skýrslu hagtíðindanna, en al- kunna er, að stórum bifreiðum hefir fjölgað mjög í seinni tíð og að nú eru í notkun mik’u stærri bifreiðir en áður þekkt (Framhald á blaðsíðu 7). ungs fólks allt að 25 ára aldri. í öðru lagi er stefnt að því — með útgáfu nafnskírteinis til allra einstaklinga á starfsaldri —að nota hið svoneínda nafn- númer Þjóðskrárinnar sem tæki til að koma á víðtækri vélvæð- ingu skrifstofustarfa, einkum í opinberri starfrækslu, en þó einnig í einkarekstri, þar sem skilyrði eru fyrir hendi til að bagnýta skýrsluvélar. Möguleik ar eru á að nota nafnskírteini með ávinningi á svo að segja öllum sviðum opinberrar starf- rækslu, þar sem um er að ræða samskipti borgara og opinberra aðila. — í þriðja lagi á nafn- skírteinið að fullnægja almennri þörf fyrir persónuskilríki, sem menn nota til þess að sanna aldur sinn og hverjir þeir séu. í lögum um útgáfu nafnskír- teina er svo fyrir mælt, að hver sá, sem skírteini er gert fyrir, skuli gefa sig fram í skrifstofu lögreg’.ustjóra eða hreppstjóra í því umdæmi, þar sem hann var á íbúaskrá næstliðinn 1. desem- ber, til þess að fá skírteinið af- hent. Einhleypingar þurfa sjálf- ir að vitja skírteinis síhs, en hver meðlimur fjölskyldu, sem náð hefur 12 ára aldri (eða ger- ir það á árinu 1965), íær, þegar svo ber undir, afhent öll skír- teini fjölskyldunnar.“ „Það er ekki skylda að hafa mynd á nafnskírteininu, en hins vegar hafa menn minni not af því en ella, eí það er mynd- laust. Og að því er varðar notk- un nafnskírteinis í sambandi við opinber fyrirmæli um, að tiltekinn aldur sé skilyrði fyrir viðskiptum eða fyrir komu eða dvöl á stað, er skírteinið því að- eins sönnunargagn um aldur, að á því sé mynd skírteinishafa, með embættisstimpli Iögreglu- stjóra. Þetta þýðir, að börn og ungmenni geta ekki notað nafn- skírteinið til að sanna aldur sinn, þcgar Iöggæzlumenn, dyra vcrðir, afgreiðslumenn o. fl. krefjast þess, nema á því sé mynd. Er af þessum sökum öll- um á aldrinum 12—25 ára ein- dregið ráðlagt að Iáta setja mynd á skíríeini sitt, helzt um leið og þeir fá það afhent. Mynd til festingar á nafnskír- teini skal vera 35x45 mm að stærð. Hún skal vera á ending- argóðum pappír og að öllu leyti fullnægjandi að dómi lögreglu- stjóra. Nóg er að afhenda eina mynd. Skírteinishafi greiðir sjálfur kostnað við gerð mynd- (Framhald á blaðsíðu 7). SJALANDSLRVAL- IÐ-Í.B.A. í DAG f DAG, laugardag, kl. 4 fer fram hér á íþróttavellinum Ieikur milli danska úrvals- liðsins og Akureyringa. Dan irnir eru hér á landi í boði KR og gerðu jafntefli (4:4) við gestgjafana í fyrsta leik sínúm, sem fram fór á Laug ardalsvellinum í Reykjavík. Þeíta cr kærkomið tækifæri fyrir Akureyringa og nær- sveitanicnn að sjá góða knatt spyrnu. — Vonandi verður leikurinn spennandi, og vænta allir þess, að Akureyr ingar berjist betur en í leikn um við KR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.