Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 4
4 ------V Skrifstofur, Ilafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11G6 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Verðlagsgrundvelli ssgt upp Á EUNDI Stéttarsambands bænda á Eiðum um síðustu helgi var eftir farandi samþykkt: „Aðalfundur Stéttarsamb. bænda, haldinn að Eiðum 20. júní 1965, telur J>að ástand óviðunandi, að bændastéttin skuli ár eftir ár vera langlægst launaoa stétt J)jóðíélags- ins, eins og opinberar hagskýrslur sýna. Því telur fundurinn rétt að segja upp gildandi verðlagsgrund- velli landbúnaðarafurða, en felur stjórn Stéttarsambandsins að taka endanlega ákvörðun um J)að í sam- ráði við fulltrúa bænda í sexmanna- nefnd.“ „Aðalfundur Stéttarsamb. bænda 1965 skorar á AlJ)ingi og ríkisstjórn að gæta fyllstu varúðar við meðferð stóriðjumálsins, og kanna til hlítar hver áhrif stóriðja með erlendu fjár- magni mundi hafa á þróun þeirra atvinnugreina, sem fyrir eru í land- inu, áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Fundurinn felur stjórn Stéttarsambandsins að fylgj- ast eftir föngum með framvindu máls ins og vera vel á verði um hagsmuna- mál landbúnaðarins í J)ví sambandi.“ „Aðalfundur Síéttarsamb. bænda telur núverandi ástand í framleiðslu og verzlun með tilbúinn áburð al- gerlega óviðunandi. Til lagfæringar á J)ví vill fundurinn leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: a. Að Áburðarverksmiðjan í Gufu nesi verði eign ríkisins. b. Að endurbyggingu verksmiðj- unnar verði hraðað sem mest, svo unnt verði að fullnægja óskum bænda um fjölbreyttari og kalkrík- ari áburð en nii er völ á. c. Að tilbúinn áburður sömu teg- undar verð; seldur á sama verði á öllum verzlunarstöðum á landinu.“ „Aðalfundur Stéttarsamb. bænda 1965 beinir því til stjórnar Stéttar- sambandsins að beita sér fyrir því, að komið verði upp vörubirgða- stöðvum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi fyrir brýnustu nauð- synjar þessara landshluta, s. s. olíur, fóðurvörur og tilbúinn áburð, til J)ess að fyrirbyggja vöruþurrð og J)ar af leiðandi neyðarástandi, ef hafís íokar siglingaleiðum cins og verið hefir s.l. vetur og vor. Leitað verði fjárhagsaðstoðar ríkisvaldsins til að gera Jætta framkvæmanlegt.“ (Framhald á blaðsíðu 7). Um f uglalíi cg veiiiskap (Framhald af blaðsíðu 8). hafs með ungann og fylgja hon um margir geldfuglar og slá um hann skjaldborg. Sú skjaldborg er ekki árennileg þegar full- orðni fuglinn beinir nefjum upp og eru í hnapp umhverfis ung- ann. Ef æðarfuglinn gæti á þann hátt varið unga sína, myndu færri þeirra fara í maga veiði- bjöllunnar. Lífvörður hvers unga er oft 15—20 fuglar. Er langvían aðalfugl bjargs- ins? Já, og af henni eru þrjár teg- undir: Stuttnefja og langnefja og þar er liturinn hinn sami en lengdin á nefinu mismunandi. Svo er það hringvían með hvíta sporöskju kring um augun og taumur liggur aftur frá höfð- inu og örlítið niður á hálsinn. Hún er stærst en ekki nema til töluiega lítið af henni. Gamlir menn sögðu að hún verpti svo til eingöngu ofantil í Kerling- unni. Þá er í bjarginu nokkuð slangur af álku, sem er allmikið minni en langvían en verpir á sömu slóðum og hefur ekki sér byggðir í bjarginu. Hvemig er hreiðurgerðin? Hreiðurgerð lángvíunnar er engin. Hún verpir á bergsyllun- um hlið við hlið svo eggin liggja þar tugum og hundruðum sam- an. Lögun eggsins er sú, að þótt það liggi óvarið á beru berginu og snarpur vindur blási eða fuglinn hreyfi sig, veltur það ekki fram af, því það snýst um mjóa endann, eins og teiknibóla. Þó kemur það auðvitað fyrir, að egg fellur niður. Það var gam- alla manna mál, að ef egg félli úr bjargi niður í árabát, bryti eggið gat á hann, svo snöggt væri höggið. En ekki veit ég hvort þetta er rétt. Langvían, sem yfirleitt er kallaður svartfugl, á sér svo hvítfuglinn að nábúa. Er það rita og fýlungur. Ritan sækist mik- ið eftir neðstu sillunum eða set- unum. Þegar ég fyrir nokkrum dögum kom til Drangeyjar eftir að 30 ár voru liðin síðan ég var þar, sá ég að hvítfuglinn var bú inn að leggja undir sig mikið af neðstu setunum. Eg sá líka oft- ar en einu sinni, að um þetta stóð barátta. Venjulega ráðast þá tvær ritur að einni langvíu og voru þær svo harðskeyttar, toguðu og hjuggu, að langvían varð að víkja. Ritan elur ekki unga í hreiðr- inu, á fjögur egg og er viðkom- an talsvert mikil hjá henni, en einnig vanhöld, því hún setur ungana út úr hreiðrinu þegar þsir aðeins geta flögrað og stund um geta þeir þá ekki tekið af sér fallið og rotast. Fýlunginn verpir í skriðum, einu, hvítu eggi, sem er nokkru stærra en hænuegg en eins í laginu. Fýl- unginn elur unga sína þar til þeir eru orðnir stórir, feitir og fleygir og tekur það langan tíma. Þá er móðirin orðin mög- ur og veikburða, því allt, sem hún aflar, fer til þess að ala ung ann. Lundinn, sem hinsvegar verp- ir í brúnunum, grefur sér göng inn í jarðveginn, oft vinkillaga, stundum z-mynduð og verpir einu eggi innst í holunni. Eggið er hvítt, heldur minna en hænu,- egg. Einnig hann elur unga sihn þar til hann er fleygur orðinn. Unginn er kallaður kofa. Man eg, að þegar eg var ungur og var að lesa landafræðina, skildi ég ekki þar sem talað var um kofnatekju í Breiðafjarðareyj- um og leitaði skýringa foreldra minna á því fyrirbrigði. í Drangey hefur ekki, svo eg viti til, verið stunduð kofnatekja og lundinn fengið að fara þaðan með unga sína. Oft kenndum við í brjósti um lundann þegar hann kom e. t. v. langt norðan af Skaga með 5—6 síli í nefinu, því hann er köfunarfugl góður og furðulegt hvernig hann nær síl- inu og raðar því í gogginn. Hann grípur fyrst eitt og held- ur um hausinn á því, síðan tek- ur hann annað og lætur það í hitt munnvikið. Þegar fuglinn er með sex síli er hann ekki ósvipaður kínverskum mandarín með mikið, niðurbeygt yfir- skegg. En stundum átti það sér stað, þegar hann var kominn upp undir bjargið, að kjóinn kom og hirti aflann en lundinn varð að snúa við og fara aðra veiðiferð, oft langar leiðir. Eins og í fuglabjargi, er stund- um sagt. Tugþúsundir fugla eru í berg- inu og er þetta líkast stórborg, með sínum ákveðnu umferðar- reglum og þekkir hver sína götu og sitt heima. F.ávært er þar að jafnaði, enda stundum til þess jafnað þejjar um hávaða er að ræða an uars staðar. Sjaldan dett ur k’úðurinn niður, nema rétt um lágnættið. Þá hljóðnar ögn &n þó aldrei alveg. Kliðurinn verður manni næsta geðfelldur og una menn sér vel við hann er þeir venjast honum. Enn neðar eða í hrunhaugun- um verpir teistan, þessi litli, kviki og skemmtilegi fugl. Hún kemur ungum sínum auðveld- lega til sjávar, enda eru hreiðr- in litlu ofan við sjávarmálið. Svo voru nokkur æðarhreiður í smá fjöru í Heiðnavík. Og fleiri fuglar? Já, þarna voru óskyldir fugl- ar eins og gerist þar sem mikil önn er og margt samankomið. Þar vilja æfinlega einhverjir lifa með hægu móti. Þarna voru lengi ein krummahjón og vals- hjón. En aldrei virtust þau koma aftur með unga sína, og þau ár, sem ég þekkti til, fjölg- aði ekki hrafni eða val. En val- urinn notaði sína ályktunargáfu við fæðuöflunina. Hrynji steinn úr bjarginu, flýgur fuglinn fram. Hann veit aldrei, hvort hér er byrjun á stóru hruni, eða bara einn steinn. Við tók- um eftir því stundum, að valur- inn flaug hátt á loft, lagði þar að sér vængi og lét sig falla rétt framan við bjargbrúnina. Við þetta flugu hundruð fugla fram og voru þá hæg heimatökin að ná fugli og bera í hreiðrið. Valurinn verpti á stað, sem var ekki hægt að komast að í vað, undir snös, sem slútti fram yfir sig, svo að ekki var unnt að ná til hreiðursins nema með langri stöng með krók á. Það er talað um tvö sig? Fyrra sigið byrjaði kringum 20. maí. Fuglinn verpir misjafn- lega snemma og því voru eggin úr fyrra sigi ekki talin eins góð og síðar. í seinna siginu vissu menn hve eggin voru gömul á hverjum stað. Komið gat fyrir, að veðurfar hamlaði því, að hægt væri að byrja sig á þeim tíma, sem ætlað var. Bezt var að hafa logn og þurrt veður, því í vætutíð verður fuglabjarg- ið mjög sleipt vegna fugladrits- ins, sem liggur eins og lag yfir, hvarvetna þar sem fuglinn verp- ir. Viltu segja frá einni sigferð? Ég skal stuttlega lýsa einni „niðurferð", en svo var það kall að þegar sigmaður fór í bjargið. Venjulega voru 7 menn undir festi. Það þótti henta betur að vera vel mannaður því þreyt- andi var fyrir fáa að vera við vaðinn. Sá áttundi var „brúna- maður“ og níundi maðurinn sjálfur sigmaðurinn. Sigvaður- inn var langur og traustur kað- all. Og á síðustu árum var sig- maðurinn í belti, sem er ekki ósvipað glímubelti og traust, með traustum járnkeng framan í, þar sem sigvaðurinn var tengd ur með „vargakjöftum". Þessi útbúnaður er þægilegur og traustur. Til þess að koma eggjunum U M V E G I N N FUGL DAGSINS Fuglar himins fljúga víða, á Fróni sveitir allar prýða, einn á sönginn engilblíða, annars rödd er stirð og treg, — þeir eru eins og þú og ég — út við sæ og inn til hlíða ómar þeirra söngur og léttir okkur lífsins þrautagöngur. Útvarpstækin glymja og gjalla, gnótt er söngva og fræðispjalla, nýunga og fregna, er fjalla um flesta hluti á landi og sjó um veröld alla, og víðar þó, en mikla blessun má það kalla, í masi því og rugli, hve himneskt er að heyra í dagsins fugli. Röddin breytist dag frá degi, dylst þó tilheyrendum eigi að þessi útvarpsþulur fleygi þekktri mælsku beita kann, og segir aðeins sannleikann, hygg ég því að margur megi í meðferð deilna og raka fuglinn sér til fyrirmyndar taka. Þessum hætti halda mætti og hafa ávallt fuglaþætti, hitt er víst að aldrei ætti á því sviði að gefa rúm vælukjóa og kjaftaskúm, aldrei man ég að það bætti er þeir tóku lagið, — en hlýða ég vildi á háðfugl, annað slagið. DVERGUR. 9 upp, hafði sigmaðurinn. „sig- mannsskyrtu", er var vanalegur strigapoki, þar sem á botninn var skorið gat fyrir höfuðið og svo göt fyrir handleggina. Nokk urt op var neðan við handveg- inn, þar sem þægilegt var að stinga eggjunum inn. Sigbelt- ið lokaði „sigskyrtunni“ að neð- anverðu og var þannig kominn allstór poki, sem sigmaðurinn stakk eggjunum í, á bak sér. Hann gat haft upp með sér 200 til 300 egg. Sigmaðurinn þurfti að vera fimleikamaður og með trausta fætur, því að þegar sigið var, einkum þar sem loftsig var, þurfti hann að róla sér frá svo fleiri metrum skipti. Þá var nú betra að vera bæði sterkur og mjúkur, og helzt ekki mjög loft hræddur! Sigmaðurinn varð einnig að hugsa um eggin á bak inu, því þau þoldu ekki mikið hnjask. Og ekki mátti sigmaður snúast í vaðnum í loftsigi, því ef hann byrjaði að snúast réð hann ekki við neitt. Aðeins völdust í þetta starf liðlegir menn, knáir og lagnir. Brotnu eggin hétu „leskingar“ og borð uðum við mikið af þeim á meðan dvalið var í eyjunni. Þau voru aðalfæðan, því lítill tími var til matseldunar. Og fyrir kom það, þegar gott var veður, að sigið var sólarhringinn út án þess brugðið væri upp eldi. Supu menn þá úr hráum eggjum og þótti flestum gott. Mennirnir á bjargbrúninni röðuðu sér á kað alinn og var efsti maðurinn kall aður festarmaður. Þar var hæll rekinn niður, þar sem það var hægt, og var þáð léttir að bregða vaðnum þar um, þegar hlé varð á drætti og aðeins þurfti að halda við. Á brúninni var „bjarg stokkui'inn11, sver trékubbur, er reis upp að framan og þar undir honum fætur. Á endanum var blakkarhjól fyrir vaðinn. „Bjarg stokksmaður“ sat fremst á brún inni og lagði fótinn yfir stokkinn til að halda honum stöðugum. Til að líta enn frekar eftir sig- manni, var „brúnamaður“ stað settur á einhverjum þeim nálæg um stað, er vel sást frá, til sig- mannsins. Ef um misheyrn var . að ræða á því, er sigmaður kall j aði, gat hann leiðrétt það, ef þeir I sem undir vaðnum sátu, heyrðu j ekki rétt. j Hvernig voru kallmerki sig- i manna? Sigmaður notaði fjögur köll um það, hvað gera skyldi hverju sinni. Hið fyrsta var „gefa“. Það þýddi að láta vaðinn renna út svo hann kæmist neðar í bjarg ið. Kæmi hann á stað, sem hon- um þótti fýsilegur til fanga, kallaði hann „halda“. Góður sigmaður getur oft náð yfir 30— 40 metra breitt belti, neðarlega í berginu, með „hliðarrólun". í hliðarsveiflunum grípur hann eggin á sillunum um leið og hann fer hjá. Þannig getur mað urinn hreinsað allbreitt svæði hverju sinni. Þegar sigmaðurinn hefur feng ið nægilega mikið af eggjum, kallar hann, „hala“, „langahal" kallaði hann þegar hann alls ekki gat tekið meira af eggj- um. Þá skyldi hala í einum hvelli, alla leið upp á brún. Þegai' sigmaður kom upp á brúnina, þurfti að fara varlega til að brjóta ekki eggin. Hann gekk nokkur skref, þar til hann á mjúku grasi lagðist á grúfu, en tveir „yfirsetumenn“ tæmdu eggin út um handvegina og voru eggin látin í skrínur eða kyrn- ur, en sina sett á milli, 2—300 egg í hverja og merkt hvar í berginu þau höfðu verið tekin Þai' mátti sjá nöfn eins og Feita kinn, Hæringshlaup, Gafl og s. frv. Þegar sigmaður fór fram á brún í byrjun sigs, sagði hann ávalt: Verið þið blessaðir. En hinir svöruðu: Guð veri méð þér. • - En hvað segirðu um flekaveið ina? Hve gömul flekaveiðin er, verður ekki sagt með neinni vissu. Vitað er þó, samkvæmt annálum, að í Drangeyjarbjörg um var stunduð veiði, sem er sennilega undanfari flekaveið- anna og byggðist á því sama. Þá voru hrosshárssnörur festar á kaðalsstreng, er festur var á sillur í bjarginu. Þannig var bjargfuglinn veiddur. Mörg þau slys, sem á fyrri öldum urðu í Drangey stöfuðu af því að menn höfðu ekki nægilega traustan útbúnað og slitnuðu vaðirnir. En flekaveiðin mun þó vera allt að því 300 ára gömul. En hún fer þannig fram, að þunnar fjalir eru negldar á nokkuð svera oka. Stærð hvers fleka í gamla daga var ein og hálf alin á lengd og ein alin á breidd. Á hverjum fleka voru um eitt hundrað hrosshárssnör ur. Þrír flekar voru festir sam an með böndum og hétu einu nafni niðurstaða. Þetta var fest við langan kaðal, „trássu" og fest við stóran stein, „stjóra“. Frá flekanum að stjóra voru nokkur trékefli til þess að halda kaðlinum fljótandi. Oft voru flekarnir lagðir ná- lægt eyjunni, stundum dýpra. Samkvæmt því var talað um „djúpbönd“ og „grunnbönd". Æskilegast til góðrar veiði var ofurlítil gola, „fuglagráð". í logni hvíldi fuglinn sig á sjón um og kærði sig ekki um fleka. Var þá sagt að hann myndi verða „logndaufur í kvöld“. Fastar reglur v-oru um það hversu oft skyldi vitja um. Var vitjað um kl. 9 að morgni og aftur að kveldi. Þótti sæmilega gott að fá 6—8 fugla á hverja niðurstöðu í umvitjun. Þegar sæmilega aflaðist, sem var kall að, „fuglaðist“, fékk maðurinn oft um 40 fugla á dag. Viku eft irtekjan var 2—300 fuglar. Og safnast þegar saman kemur. Þegar ég var við Drangey, og þá var þar allt upp í 60 manns, man ég ekki betur en „eyjakóng urinn“, Bjarni Jónsson, sem sá um að safna skýrslum um afla magnið, segði mér að sum vorin hefðu aflast upp undir 200 þús fuglar, en það þýðir sem næst 200 tonn af kjöti, því langvían er nálægt einu kg að þyngd. Miklu minna aflaðist af álku og ettlKHKHSÍHKHKHSlKBKBKHKHKHlíKHSttlWHKHSÍHKHSÍHaíBKHSÍHKHS RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga SSÍHSíHSÍHSÍHSÍHSÍHStK 50 8 tttShíHSÍHSSBSíHStSSHSÍt- viðvíkjandi, að hann virtist svo hnugginn? Eiríkur fann sárt til Jress, að hér ryddist hann inn, — kæmi óvænt að fólki, sem helzt æskti Jress að fá að vera í friði. Hann sat J)ví vandræðalegur og dapur í stól sínum, er Storm kom aftur með þrjú glös og kryddvínsflösku. Hann leit ekki undir eins á Eirík, setti aðeins glösin frá sér á borðið og sagði: — Eg tók líka glas handa konunni minni. Hún er ekki vel frísk og hefir legið í dag, en hún sagðist ætla á fætur, Jregar ég sagði henni að kominn væri einn landi okkar. Hann hellti í glösin og settist niður: — Skál, herra Hamar! — Það var gaman að hitta yður. — Skál, sagði Eiríkur, — ég sit hér og er smeykur unr að ég komi hingað og trufli yður. • Stornr sat og leit á glas sitt og sagði: — O, — afkastalausan málara er varla hægt að trufla. Það var eins og hann sæi eftir svarinu, hann sagði Jrví hratt og í harðari málróm: — Hafið þér verið lengi í París? — Nei, aðeins Jrrjá daga. — Og þetta er kannski í fyrsta sinn? — Já, Jrví nriður. — Þá er Jrað sennilega líka nrikill viðburður. Hafið Jrér farið víða unr -borgina? — Já, sei-sei, já, sagði Eiríkur. Eg hafi labbað víðs vegar unr borgina. Þetta er indæl borg, Jrað er ])ó satt og víst. Storm sat þögull og lrorfði aftur á glas sitt. Eiríkur sá allt í einu, að hann minnti um föður sinn, en hann gat ekki séð minnstu svipmót með Jreim Astríði. — Hann herti nú upp hugann: — Hvernig líður Ástríði? Storm leit snöggt á hann. Svo sagði hann, dapur í bragði: — Ekki reglulega vel. Hún hefir slitið sér út, barnið. Hún hefir ekki krafta til Jressháttar. lunda, en það var kallað „smá- fugl“. Tveir lundar eða tvær álkur voru metnar móti einni langvíu. Mest af þessum afurð- um fór um Skagafjarðarsýslu og dreifðust um alla sýsluna. Stærstu skipshafnir voru 10—11 menn og voru þrír formenn með þær skipshafnir, þeir Bjarni Jónsson eyjakóngur, Baldvin Jóhannsson frá „austurlandinu" og Símon Jónsson frá Sauðár- króki. Aðrar skipshafnir voru svo smærri, frá tveim upp í fimm manna. Drykkjarvatn var ekki hægt að fá í fjörunni og ekki nema á einum stað uppi á eynni, sem var erfiðleikum bundið að ná. Drykkjarvatnið var flutt úr landi á kútum. Ekki var notað vatn til snyrtingar, að óþörfu! Þó þvoðu menn sér á sunnudagsmorgnum. En „bandingjamir“? Fuglar voru settir, sem agn á flekana, lifandi fuglar, sem hændu að, kallaðir „bandingj- ar“. Yngri menn létu sama fugl inn ekki vera nema eina vakt, sem „bandingja". Ef útlit var fyrir óveður og ekki var hægt að taka flekana með sér í land, var það algild regla, að snúa 'þéim við eða snörurnar ekki engdar. Hver snara var um 20 sm að lengd úr hrosshári, sem snúið var saman í höndunum. Fuglinn festir fætur sína í snörunum. Hver maður þurfti að hafa nokk ur þúsund snörur með sér og allar voru þær úr taglhári. Má því nærri geta að margur hest- urinn hefur misst nokkuð af taglprýði sinni í þágu þessa at vinnuvegar. Bændur létu hrosshár en fengu fugl í staðinn og sömu mennirnir verzluðu saman svo árum skipti. Drangey var, vegna afurða sinna, oft kölluð „mjólk urkýr“ Skagfirðinga.. Fiskur kom ekki á Skagafjörð fyrr en í júní og júlímánuði og oft var þröngt í búi og hörgull á ný- meti áður en hann gekk á miðin. Nú munu flekaveiðar að leggjast niður? Það sem hér hefur verið sagt um flekaveiði, gildir fram um 1930, þegar allt var í föstum skorðum, samkvæmt reglugerð um Skagafjarðarsýslu, sem á eyjuna. En á síðari árum er þetta allt lausara í reipunum. En eftir því sem ég bezt veit hefur sýslunefnd bannað að búa til nýja fleka, en leyft að nota þá gömlu. Og síðustu árin hafa ekki nema ein eða tvær skipshafnir stundað þessar veið ar, og aðeins stuttan tíma í einu. Er þetta því aðeins svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var. Nú eru aðrir tímar og nauð syn fyrir þessa björg hefur þorr ið. Auðséð er að flekaveiðum við Drangey verður hætt mjög bráðlega. Og með því er lokið merkum þætti í athafnalífi og einnig sérkennilegum orðum er þar voru notuð og tilheyra sög- unni, segir Albert Sölvason að lokum og þakkar blaðið skemmt lega og greinargóða frásögn frá hinni söguríku og gjöfulu eyju Skagafjarðar. E.D. Til J)ess háttar? hngsaði Eiríkur með eftirvæntingu. En er Jretta })á ekki bara á karlavísu: — að sitja svona tautandi. Hann spurði samt gætilega: — Er Ástríður þá t einhverri vinnu? Storm leit á hann, óþolinmóður á svip: — Vitið J)ér það ekki? Já, hún er hjúkrunarkona. Hún hefir lialdið því áfram frá upphafi styrjaldarinnar. Nú vinn- ur hún á hermanna-sjúkrahúsi hér í París. Eiríkur varð fyrir megnum vonbrigðum, undrandi og spenntur: — Er hún hjúkrunarkona? Býr hún })á ef til vill líka á sjúkrahúsinu? — Víst gerir hún Jrað. Við sjáum hana aðeins á hverjum laugardegi. Þá gistir hún hér heima um nóttina. Og nú var miðvikudagur! Og hvernig gæti hann J)á feng- ið að tala við hana, fyrst hún ætti heima í sjúkrahúsinu, og væri aðeins frjáls einn dag í viku? — Þetta virtist honum algerlega vonlaust fyrirtæki. Hann hafði hugsað sér hana leika lausurn hala frí og frjáls, og dreyrnt að J)au skyldu fara í langar gönguferðir út um sveitir og skóga, borða saman, drekka saman og spjalla og ræða út um sín mál! Hann hafði ætlað sjálfum sér mjög ótakmarkaðan tíma. Þegar honum hafði verið mjög þungt í skapi, hafði hann hugsað sér hana daglega í fjölmenni, hópi franskra og norskra listamanna, Jrar sem hún væri höfð í hávegum, — ef til vill ástfangin, og ófært að nálgast hana. Allt Jretta og margt fleira hafði hann hugsað sér. — En Jretta, sem honum hefði alls ekki getað komið til hugar, var öllu verra. Nú var hann raunverulega útilokaður. Og með greini legum vonbrigðablæ í rödd sinni sagði hann: — En hún ætlar J)ó vonandi ekki að halda áfrarn hjúkrun arstarfinu tii eilífs nóns, eða um aldur og ævi? Storm tautaði: — Gætuð þér fengið hana til að hætta })ví, væruð J)ér dug legri heldur en við foreldrar hennar. Við höfum reynt allt sem hugsast getur, Jrví við sjáum að hún })olir Jretta ekki. Eiríkur varð að tala um Jretta, jafnvel J)ótt hann ef til vill yrði ónærgætinn um of. — Finnur hún þetta þá ekki sjálf? — Hún gerir það kannski. En hún telur Jretta skyldu sína. Skyndilega breytti Storm umtalsefni, — eins og hefði hann sagt helzt til of mikið. Hann spurði: — Hve lengi ætlið J)ér að vera í París? (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.