Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 8
8 Skólaslit í Ó!a£sfirði, 25. júní. Barnaskóla Olaí'sfjarðar var slitið laugar- daginn 15. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. Skólastjóri, Björn Stefánsson flutti skólaslitaræð- SVONA SPJALLA ÞEIR FYRIR SUNNAN í suimanblöðunum fær blessuð stjómin margt óþvegið orð í cyra um þessar mundir. Frjáls þjóð segir m. a. 10 júní: „Hún (þ. e. verkalýðshreyfing- in) er að semja við ríkisstjórn- ina vegna þess, að ríkisstjórnin hefir reynst ófær um að stjóma. Fyrst svona er, verða aðrir að gera það fyrir Iiana .... Það er ekki bara samið um kaup og kjör . . . . Ef ríkisstjórnin vill ekki eða getur ekki stjórnað af viti og ábyrgðartilfinningu, þá verður að knýja hana til þess. EHa verður að knýja hana frá völdum. Hún ræður hvern kost- inn hún tekur . . . . “ En málgagn Alþýðusambands forsetans er ekki eitt um að varpa köpuryrðum að ríkis- stjóminni um þessar mundir. Jafnvel hjá gömlum Sjálfstæðis- mönnum að sunnan kveður við í sama tón. Sumir þeirra segja, nú, að stjórn Bjarna Ben, sé „verri en vinstri stjórnin!“ — Færist þá skörm upp í bekkinn, þegar slíkt er mælt á þehn bæ. „SAMVIZKA“ BÆJARINS A FERÐ „Samvizka“ bæjarins í fegrunar málum, Jón Kristjánsson, hefur undanfaraa daga dregið bæjar- stjórnarmenn og ýmsa aðra á eftir sér um bæinn og sýnt þeim ýmsa þá staði, sem augað hneyksla. HNEYKSLUNARHELLAN Einkuin hneyksla kinda- og hesthúskofar og óþrifnaður í kringum marga þeirra. Upplýst liefur- verið, að 63 skúrar, flest- ir skepnuhús, séu í óleyfi hér og þar um bæinn. Upplýst er einnig, að bæjarstjórnarsam- þykktir eru fyrir brottflutningi margra þeirra. En skúrarnir hafa sfaðið slíkt af sér. Og það sem meira er, þeir þjóía upp eins og gorkúlur hér og hvar um þessar mundir. 3—4000 FJAR OG 300 HESTAR Eigendur 3—4 þús. kinda í bænum og 300 hrossa eru mjög margir og liafa byggingamál, vegna þessa tómstundagamans, alveg í sínum Iiöndum, gagn- ■stætt öðrum liúsbyggjendum. Slíkt er mjög óeðlilegt. Afleið- ingin er algert skipulagsleysi og nokkur óánægja. Þessi mál hafa þróast af hinni mestu tilviljun, kofar og skúrar byggðir af handahófi. Sumum rísa hár á höfðu ef þeir sjá ómálaðan kindakofa eða hestliús, aðrir leggja þangað leið sína sér til sálubótar. BÆJARSTJÓRN VERÐUR AÐ MARKA STEFNUNA En fyrr eða síðar keniur að því, að bæjaryfirvöldin verða að taka mál þessi til meðferðar á nýjan hátt. Kofar verða að víkja og jafnframt verður að skapa búfjáreigendum aðstöðu. Þetta verður enn meira vanda- mál síðar, ef Iengur er Iátið reka á reiðanum, nema allt búfjár- Iiald verði bannað í kaupstaðn- um, en það væri mjög óvitur- legí, eins og sakir standa. FALLEGAR SKEPNUR í LJÓTUM HÚSUM Sumir álíta, að í ljótum húsum séu Ijótar skepnur og kvaldar, og hefur það komið fram. Óvíða munu skepnur betur hirtar en hér í bæ, og ef vítaverðar und- aníekningar eru þar á, er blað- inu það ekkj kunnugt síðustu ár. Hitt er sönnu nær, að hin- um fríða búpeningi hæfi betri hús, og þau verða ekki byggð fyrr en bærinn íekur rögg á sig, sem hinn ábyrgi og rétti að- ili til að leysa viðkvæmt og vandasamt mál af réttsýni og röggsemi. □ Ólafsfirði una og lýsti hann starfsemi skól ans ýtarlega. — 112 nemendur voru í skólanum í vetur í 6 bekkjardeildum. Við skólann störfuðu 3 fastir kennarar auk skólastjóra og 2 stundakennar- ar. Heilsufar í skólanum var óvenju gott. Flest börn nutu ljós baða og sum tvisvar á vetrin- um. Eftir áramót var börnunum gefið lýsi. — 12 börn luku barna (Framhald á blaðsíðu 2). STYRR ÚT AF KVÖLDSÖLUNUM MIKILL styrr er nú út af kvöld sölumálinu svonefnda. Kærðir hafa verið 2 menn vegna óleyfi legrar sölu, og varð lögreglan að fara á staðina og skerast í leik- inn. Vilja þessir menn ekki hlýða þeirri samþykkt, sem bæj arstjórnin gerði, um að ekki skyldu „sjoppur" vera opnar lengur en til klukkan 10,30. — Aðeins benzínsölustaðirnir hafa leyfi til að selja þessar vörur til kl. 11,30. Drangey. (Ljósmyndirnar úr Drangey tók S. H. Steindorsaon). SKAP í DRANGEY var eða um það heyrt hjá þeim, sem þekkja einnig fuglalífið af eigin sjón og rsun, enda gæti það ekki átt sár síað nema þar sem langvíuhreiðrin væru rétt oían við sjávarmál, ella mundi unginn í öllum tilfellum farast í fallinu niður bjargið, t.d. í 100 metra hæð eða jafnvel meira. Enda vorum við margsinnis á- horfendur að því, að fuglinn hafði ekki þennan hátt á. Þegar unginn var fárra daga gamall tók móðirin og annar fugl til aðstoðar um vængi ungans með nefinu og flugu með hann milli sín niður undir sjóinn, og flugu þá mjög út á hlið og sleppíu unganum þar. Þetta var svo lið lega gert að ungann skaðaði ekki þótt veikbyggður væri. Unganum var sleppt stuttu yfir sjávarmáli og datt hann þar nið ur og fékk sína fyrstu kaffær- ingu í því falli. Þetta sá maður helzt á kyrrum kvöldum þegar sjór var sléttur. Þetta heitir, að „flytja niður“. Það fyrsía, sem móðirin kennir unganum í hinu nýja umhverfi, er köfunin. Og ef unginn vill ekki kafa, dreg ur móðirin hann í kaf með sér. Eg sá aldrei annað, en að þessi skóli bæri strax árangur, því þetta nám virðist í eðlinu. Eru ungarnir ekki varnar- litlir gegn veiðibjöllu á þessu skeiði? Jú, en langvían hefur hvasst nef og er töluvert grimm í eðli sínu. Það er strax haldið til (Framhald á blaðsíðu 4). A leið til Drangeyjar. Sauðárkrókur í baksýn. NÝLEGA var hér lítillega til umræðu einn þáttur fuglaveiða við Drangey í Skagafirði. — í framhaldi af því áttum við Al- bert Sölvason forstjóri á Akur- eyri tal saman um fuglalífið í 'þessari sögufrægu eyju og veiði skap þar. En hann er meðal fróð ustu núlifandi manna um þá þætti og sögu eyjarinnar, og leyfði góðfúslega birtingu á við tali okkar. Sjálfur stundaði hann fuglaveiðar og eggjatöku í Drangey er han var ungur að árum, kann á veiðum þessum glögg skil og segir vel frá. Viltu fyrst segja okkur eitt- hvað um sjálfa eyna? Drangey liggur sem næst 25 km frá Borgarsandi og rúma 8 km. frá Árnefi á Skaga og um 11 km frá Þórðarhöfða. Drang- ey er nokkurn veginn miðsvæð is á Skagafirði því þaðan er jafnlangt í Skagatá og Borgar- sand. Lengd eyjarinnar er sem næst 800 m frá suðri til norðurs og breidd 300 metrar, þar sem hún er breiðust, í Lambhöfðanum. Eyjan er mynduð úr móbergi, sem er lint og auðvelt að reka í það nagla. En nokkuð er í berginu af harðari tegundum, sem minna hafa veðrast og standa út úr, sérstaklega í Heið nabergi. Innan við eyjuna er Kerlingin, 100 metra móbergs- drangur, í 500 metra fjarlægð. Þar á milli eru sker, sem Þræl- ar nefnast. Drangey er hæst um 200 metrar, á norðurenda Heiðnabergs og 100 metra lægst. MARGIR BIFREIÐA- ÁREKSTRAR Innbrotstilraun var gerð í úti bú Kaupfélags Svalbarðseyrar í Fnjóskadal. Voru 10 rúður brotn ar, en ekki hafði verið farið inn enda rammbyggilega frá öllu gengið. Einnig var nýlega brot- ist inn í sumarbústað bílstjóra- félagsins að Tjarnargerði, en einskis er saknað. Frá mánudegi til miðvikudags •hafa orðið 6 bifreiðaárekstrar, og aðfaranótt föstudagsins gistu 3 menn fangageymsluna. (Frá lögreglunni). Undirlendi er hvergi við Drang ey nema fjaran suðvestan undir Hæringshlaupi. Þar höfðu bát- ar þeir ,sem áður stunduðu flekaveiðar, uppsátur. Eg man ALBERTSOLVASON. flest eftir 60 manns, sem veið- ar stunduðu frá Drangeyarfjöru og höfðu 15 för. Hvenær hófst eggjatakan á vorin? Fuglaveiðar byrjuðu áður en eggjatakan hófst. Fuglinn vitjar bjargsins þegar komið er fram í apríl og sól fer verulega að hækka. En ekki byrjar hann þá strax að verpa. í gamla daga var talið hæfilegt að fara að huga að eggjum, þegar 100 æðar hreiður væru komin í Ingveld- arstaðaíiólma, sem er hólmi beint fram: undan bænum Ing- veldarstöðum, skammt frá Réykjadiski- á Reykjaströnd. A1 gengt var, mð bjargsig hæfist upp úr 17—20 maí, fyrra sig. En fuglinn verpir einu eggi í einu og verpir þrisvar sinnum, sáu eggin tekin tvisvar, en ann- ars verpir hann bara einu eggi og ungar því út. En það þótti ljóður á, ef hann gat ungað út sínu fyrsta eggi og „ílutt ofan“ sem kallað var. Það, sem hér er sagt, á við langvíuna. Er það rétt að, langvían velti unga sínum úr hreiðrinu, svo haun steypist niður fyrir bjarg ið? Nei, það er ekki rétt, þótt því hafi verið haldið fram jafnvel af fræðimönnum. A3 minnsta kosti heíi ég aldrei orðið þess UM FUGLALtF OG VEIÐI- SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.