Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 7
7 ■ ■ (Framhald af blaðsíðu 1). ust hér á landi. Er hér um að ræða strætisvagna, fólksbifreið ir til farþegaflutnings á fjölförn um vegum eða langleiðum og vörubifreiðir, en talsvert af þeim er nú notað til vöruflutn- inga langar leiðir. Þessar lang- leiða- og vöruflutningabifreiðir munu, þegar þær eru fullhlaðn ar, sumar hverjar vera meðal þyngstu bifreiða, sem um þjóð- vegina fara. Skýrslan ber það með sér, að nálega 3 af hverjum 5 bifreiðum eru skráðar í lögsagnarumdæm unum við sunnanverðan Faxa- flóa, en drjúgur hluti af þeim bifreiðum éru meira og minna á ferð um land allt, einkum á sumrin. Álagið á þjóðvegina hefur aukizt svo mjög á síðasta áratug, að til stórvandræða horf ir. Margar brýr hafa verið end- urbyggðar eða þarf að endur- fcyggja vegna vaxandi breiddar ökutækjanna. Ruddir vegir eða byggðir upp af vanefnum, sem áður þóttu viðhlítandi, geta með engu móti þolað þá miklu og þungu umferð, sem nú hvílir á þeim. Þess eru ekki ófá dæmi, - Um dagimi osr vesinn Ö Ö D (Framhald af blaðsíðu 2). sem það vill? Því hafa þeir ekki viljað svara. Meinlausum fátæklingum var hér áður bannað að flakka um landið. En svo ljóta og sóðalega „umrenninga“ sá ég hér á Akur eyrargötum nýlega — af Suður nesjum — að mér fannst full á- stæða til að bann þetta gilti enn um þá o. fl., sem nú renna um landið, þótt fagurskreyttur sé farkosturinri! Og hverjir ráða því, að til landsins fái ,að koma „skemmti kraftar", sem æra og afrskræma ungt fólk og. fallegt, og skilja við það í hópum, nær dauða en Jífi? Þess ætti oftar að gæta, en nú gerir, að hér á landi býr sjálfstæð menningarþjóð, sem í mörgum greinum getur búið að sínu, og það betur, en að sækja til annarra þjóða, þótt þar sé hátt hrósað og fögur gyllingin á því, sem í boði er. ísland fyrir sanníslenzka þicð en ekki alheims gervimennsku, það ætti okkur að vera heilagt metnaðarmál. 18. júní, 1985. Jónas frá Breltknakoti. að langir kaflar veikbyggðra vega hafi orðið ófærir á einum degi af völdum þungra bíla, og ekki þurft. marga til, jafnvel þótt vegur væri áður talinn vel fær. í nágrannalöndum okkar ís- lendinga eru flestir alfaravegir, jafnvel þótt fáfarnir séu, ma’bik aðir eða steyptir. Til þess hefir, að sjélfsögðu, verið varið of fjár. Utlit er fyrir, að slíkt eigi enn langt í land hér á landi. Hitt sýnist óhjákvæmilegt; að byggja upp mikinn hluta af hinum ó- fullkomnu, gömlu þjóðvegum og mölbera þá á viðunandi hátt. Hér er um mikið átak að ræða, t.d. hér á austanverðu Norður landi, en þjóð, sem vill eiga margar bifreiðir og nota þær í vaxandi mæli til fólks- og vöru flutninga um land allt, verður líka að eiga færa vegi um land- ið. Þegar á þetta er litið, gegnir furðu, að ríkisstjórnin skuli treysta sér til að nota heimild þá, sem meiri hluti Alþingis veiti henni í vetur, til þess að hækka fjárframlög til nýbygg- ingar þjóðvega á þessu sumri. Sagt er, að vinna eigi fyrir þetta fé á næsta sumri, en ekki verð- ur vegagerð ódýrari þá en nú. - NAFNSKÍRTEINI (Framhald af blaðsíðu 8). ar, en upphaflegt skírteini hvers manns er látið í té ókeypis. Menn eru ekki skyldir til að bera nafnskírteinið á sér en þeir sem hafa það ekki tiltækt, njóta ekki þeirra réttinda og þess hagræðis, sem skírteininu fylg- ir, auk óþæginda, sem þeir kunna að verða fyrir. í lögun- um um útgáfu nafnskírteinis er hins vegar heimilað að ákveða með reglugerð, að menn skuli sína nafnskírteini í skiptum sín- um við opinberan aðila, sem notar nafnnúmer Þjóðskrár í umsýslu sinni, og í ýmsum öðr- um lögum og opinberum fyrir- mælum ei-u •ákvæór; sem 'feía í sér beina eða óbeina skyldu til að sýna nafnskírteini í nánar tilteknum tilvikum.“ □ AUGUÝSÍÐ í DEGl Eignkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar, SIGRÚN JÓNÍNA TRJÁMANNSDÓTTIR, Þrastarhóli, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 23. júní sl. — Jarðarförin fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal þriðjudaginn 29. júní kl. 2 e. h. Ferð verður frá ferðaskrifstofunni Lönd & Leiðir kl. 1.15 e. h. — Blóm og kransar eru afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Tryggvi Stefánsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför ÞÓRU SIGFÚSDÓTTUR, Elliheimilinu Skjaldarvík, sein andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akurevri 19. júní, cr ákveðin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. júní kl. 2 e. h. ...... ... Vandamenn. SUMARBÚSTADUR Viljum leigja eða kaupa sumarbústað í nágrenni Akureyrar, þarf að vera í góðu standi. Tilboð legg- ist inn á afgr. Dags, merkt „Sumarbústaður". LESSTOFA Íslenzk-ameríska félagsins verður lokuð yfir sumar- mánuðina. Þeir, sem eiga eftir að skila, eru vinsam- legast beðnir að gera það mánudaginn 28. þ. m. kl. 6-8 e. h. TÆKIFÆRISBELTI, 2 tegundir BRJÓSTAHÖLD fyrir konur með böm á brjósti. Verzlunin DYNGJA Hafnarstræti 92 Ódým Ivkkjuföstu SOKKARiNIR komnir aftur. Verzlunin DYNGJA Óskilamunir í Akureyrarkirkju er þó nokkuð af óskilamunum og eru jreir til sýnis á aug- lvstunr opnunartímum. Kirkjuvörður. SKÁTAR! SKÁTAR! Fyrir skátamótið í Vagla- skógi: BAKPOKAR SVEFNPOKAR TJÖLD Skátaknífarnir komnir, tvær stærðir. Tómstundaverzlunin STRANDGÖTU 17 • PÖSTHOLF 63 A K U R E Y R I SIÆSAVARNAFÉLAGSKON- UR AKUREYRI: Farið verð- ur til Vestfjarða 3. júlí. Nokk ur sæti laus ermþá. Takið far seðla í Markaðinum, mánudag og þriðjudag. Ferðanefnd. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hliðargötu 3. TAPAÐ Pierpont karlmannsúr, með brúnu leðurarm- bandi, tapaðist nýlega. — vinsamlegast skilist á afgr. blaðsins.Fundárlaun. KFUM og K auglýsa, í blaðinu í dag innritun í sumarbúðirn- ar við Hólavatn. — Ennþá er hægt að koma nokkrum krökk um að. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 11563. FRA FERÐAFÉLAGI AKUR- EYRAR: Vestfjarðarferð 3.— 11 júlí: Vestfirðir, Breiðafjarð areyjar. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi n. k. þriðjudags- kvöld. Ferðanefnd. SÖFN - HÚS AMTSBÓKASAFNIÐ. — Opið alla virka daga nema laugar- daga kl. 4—7 e.h. MINJASAFNIÐ er opið alla daga kl. 1.30—4 e. h. Sími safnsins 1-11-62, en safnvarð- ar 1-12-72. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið alla daga frá kl. 2—3 e. h. Sími safnvarðar er 1-29-83 á kvöldin. NONNAHÚS er opið alla daga kl. 2—4 e. h. Sími safnvarðar er 1-27-77. MATTHÍASARHÚS opið alla daga, nema laugardaga, kl. 2—4 e. h. Veíðiíeyíi í Skjálfandafljóii fyrir landi Þingeyjar eru seld í Einarsstaðaskála og hjá Jóni Samúelssyni, Engimýri 8, Akureyri. - VERÐLAGSGRUNDVELLI SAGT UPP (Framhald af blaðsíðu 4). „Aðalfundur Stéttarsamb. bænda 1965 átelur harð- lega þá stefnu, sem stjórn Stofnlánadeildar landbún- aðarins hefur tekið upp í lánamálum, og verkar sem hemill á alla uppbyggingu og tækniþróun atvinnu- vegarins. Nú er bændum neitað um lán á sanra ári, nema til þess, sem Stofnlánadeildin kallar eina framkvæmd, þ. e. til dærnis annaðhvort fjóss eða hlöðu, jjótt sam- stæðar byggingétr séu, og áskilji sér rétt til að Iána síðan aðeins tvo jjriðju af því, sem áður hefur verið venja. ÁðaJfundúrinn telur þessar takmarkanir á lán- veitingum algeilega ójiolandi og skorar á stjórn Stofn- lánadeildarinnar og landbúnaðarráðherra að jjessum nýju hömlum verði aflétt. Þá telur fundurinn að þær tafir, spi orðið hafa á Jjví að lánsbeiðnum bænda hafi verið sVarað, séú 'algérlega óviðunandi." „Fundurinn vísar til ályktana þeirra, sem samþykkt- ar voru á aðalfundi Stéttarsambandsins 1964 um lána- mál, og felur stjórn sambandsins að vinna áfram að framgangi þeirra. Fúndurinn leggur ríka áherzlu á Irna tyrýnu nauðsyn, að Veðdeild Búnaðarbankans verði efld svo að henni sé gert mögulegt að veita lán til jarðakaupa sem nemi að minnsta kosti helmingi af eðlilegu kaupverði jarða. Lánstími verði 40—50 ár með 4% vöxtum.“ „Aðalfundur Stéttarsamb. bænda 1965 skorar á stjórn sambandsins að vinna að því við lánastofnanir að þeim fcændum, sem erfiðast eiga með að standa í skilum með vexti og afborganir af áhvílandi lánum, sé veilt- ur frestur með þessar greiðslur meðan þeir skapa sér bctri búskaparaðstöðu. Ennfremur felur fundurinn stjóm sambandsins að vinna að því við lánastofnanir landbúnaðarins, að menn, sem eru að hefja búskap, hafa of lítil bú eða skortir fé til annarra nauðsynja búsins, eigi kost á lánum, sem séu afborgunarlaus fyrstu árin.“ □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.