Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 26.06.1965, Blaðsíða 2
2 Reynir Hjartarsen hlaut bikarinn Fremur lélegur árangur á 17. júní mótinu FYRRI hluti 17. júní mótsins í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri 13. júní, en seinni hlutinn í sambandi við hátíða- höldin á íþróttavellinum 17. júní. Keppendur voru fáir í flest- um greinum, en þokkalegur ár angur náðist í sumum þeirra. — Bezta afrek mótsins vann Reyn ir Hjartarson, Þór, í 100 metra • hlaupi. Er þetta þriðja árið í röð sem Reynir vinnur bezta af. rekið á 17. júní mótum á Akur- eyri. Frjálsíþróttadeild K.A. sá- um mótið, en mótstjóri vár : Hástökk nietrar Jóhann Jónsson UMSE 1,65 Reynir Hjartarson Þór 1,65 Sig. V. Sigmundsson UMSE 1,65 Stangarstökk Kári Árnason KA metrar 3,25 Kúluvarp nietrar Þóroddur Jóhannss. UMSE 13,30 Ingi Árnason KA 12,05 Ingvi Eiríksson UMSE 10,20 Kringlukast metrar Ingi Árnason KA 36,28 Þóroddur Jóhannss. UMSE 35.06 Björn Sveinsson KA 33.06 Spjótkast metrar Ingi Árnason KA 52,81 Björn Sveinsson KA 46,60 Mikil þatttaka í kvennamóti UMSE Umf. Arsól og Arroðinn stigahæst KVENNAMÓT Ungmennasam- feápds Eyjafjarðar fór fram 12. Hreiðar Jónsson. Gekk fram- ' í3- m- á íþróttavellmum a Lauga landi. Veður var ágætt og mikil þátttaka í keppninni, t.d. 16 í 100 m hlaupi. Mótsstjóri var Þór kvæmd þess vel allar löglegar. og aðstæður- Helstu úrslit: 100 m hlaup sek. Reynir Hjartarson Þór 11,5 Þóroddur Jóhannss. UMSE 11,5 Sig. V. Sigmundsson UMSE 11,8 400 m hl. sek. Sig. V. Sigmundsson UMSE 55,0 Baldvin Þóroddsson KA 55,6 Halldór Gunnarsson UMSE 57,1 800 m hl. mín. Baldvin Þóroddsson KA 2.13,5. Bergur Höskulds UMSE 2.16,4 Halldór Gunnars. UMSE 2,21,8 1500 m hlaup mín. Baldvin Þóroddsson KA 4,30,0 Vilhj. Björnsson UMSE 4,35,5 Bergur Höskulds. UMSE 4,39,2 1000 m boðhlaup mín. Sveit KA 2,08,2 A-sveit UMSE 2.09,2 B-sveit UMSE 2.15,9 oddur Jóhannsson. Helstu úrslit: 10D Trcblaup Ragna Pálsdóttir S ÞorgeEður Guðmundsd. M sek. 13,8 14.0 '4x100 m boðhlaup sek. Sveit umf. Skriðuhr. 61,9 (Srigríður Finnsdóttir, Frið- björg Finnsdóttir, Guðveig Búadóttir og Ragna Pálsd. Sveit umf. Ársól, Árroðinn 67.3 Langstökk metrar. Þorgerður Guðmundsd. M 4,27 Lilja Friðriksd. Þ.Sv. 4,11 Hástökk metrar. Þuríður Jóhannsd. Sv. 1,25 Þorgerður Guðmundsd. M 1,25 Kúluvarp metrar. Oddný Snorradóttir Á 7,78 Bergljót Jónsdóttir 7,51 Kringlukast metrar. Bergljót Jónsdóttir Á 27.50 ■ - . ; (Eyjafjarðarmet) Umf. Möðruv.sóknar (M) 13 Umf. Þorst. Svörfuður (ÞSv)9 Jóhann Jónsson UMSE 40,79 Umf. Svarfdæla (Sv.) IVz Umf. Reynir (R) 2x/\ Stighæsti einstaklingur varð Þor gerður Guðmundsdóttir, hlaut 13 stig. Ak.met í kringlukasti 39.62 metrar Á ÆFINGAMÓTI KA sl. mánu dag setti Ingi Árnason, KA, nýtt Akureyrarmet í kringlukasti, 39.62. Eldra metið átti Óskar Ei ríksson, og var það 39,57 m sett árið 1952. Kastsería Inga var mjög góð, eða 5 köst yfir 38 m. Á sama móti kastaði Ingi spjót inu 46,70 m og hljóp 200 m á 24,5 sek. f sveinaflokki var hlut skarpastur Halldór Matthíasson KA, og kastaði hann kringlunni 31,24 (kv.kr.) og spjótinu 34,97 m. Ingi er þegar orðinn mjög fjöl hæfur kastari og miklar líkur til, að hann verði fyrstur Akur- eyringa til að ka^ta kringlunni yfir ,40 metra. Langstökk metrar Reynir Hjartarson Þór 6,08 Friðrik Friðbjörns. UMSE 6,00 Sig. V. Sigmundsson UMSE 5.83 EFTIRFARANDI athugasemd hefur borizt frá KDA til birt- ingar: „Miðvikudaginn 23. júní s.l. birtist í blaði yðar frásögn af knattspyrnukappleik milli ÍBA og KR, er fram fór sunnudag- inn þar á undan, 20. júní. Slæm hegðun unglinga á áhorfendasvæðinu er áhyggju- efni og þarf að batna, og opin- ber gagnrýni á starfsmenn kapp leikja, svo sem dómara, verður einnig að vera á þann veg, að nafn bæjarins, sem íþróttabæj- ar, veki áhuga til íþróttaheim- sókna, en ekki hið gagnstæða. Þessvegna skal bent á eftirfar- andi: í fyrrnefndri grein er gerður að umtalsefni þáttur dómarans í leiknum og því slegið föstu, að úrslit leiksins hafi á honum 'Liljá Friðriksd. Þ. Sv. 26.29 STIG MILLI FÉLAGA stig. Umf. Ársól, Árroðinn (Á) 22V4 -Umf. Skriðuhrepps (S) 14 segir álit sití oltið. — Þessi fullyrðing verður að teljast hæpin og er engan veginn sanngjarnt að afsaka hrakfarir heimaliðsins með slík um skrifum. Gagnrýni er nauð- synleg, en nokkuð verður að hafa gát á, er dómar eru upp kveðnir, að þeir í tilvikum sem þessum, skaði ekki persónu þeirra, sem leggja á sig það erfiði að stjórna í knattspyrnu- leik. Það væri ekki úr vegi að hvetja íþróttaforustuna til að gefa gaum málefnum, er varða dómara og mætti þá eflaust margt betur fara og skrif sem ofan nefnd, þyrftu þá ekki að líta dagsins ljós. Að öðru leyti er skylt að færa S. B., er oftlega ritar á íþrótta- síðu Dags, þakkir fyrir sann- gjörn skrif og mjög viturleg." □ - Skólaslit í Ólafsfirði (Framhald af blaðsíðu 1.) prófi að þessu sinni, og hlaut Róslaug Gunnlaugsdóttir hæstu einkunn 9,26, sem var jafnframt hæsta eink. yfir skólann. Næst hæstu einkunn 9,22 fékk Helga Pálína Brynjólfsdóttir í 5. bekk. Skólastjóri veitti þeim börnum bókaverðlaun, er sýndu beztan heildarárangur við barnapróf. Þau hlutu Róslaug Gunnlaugs- dóttir og Guðmundur Ólafsson. Þá hlutu einnig bókaverðlaun piltur og stúlka fyrir mestu eink unnahækkun frá fyrra ári i móð urmáli og reikningi. Voru það: Bryndís Sigursteinsdóttir og Gunnlaugur Jón Magnússon. Er skólastjórinn hafði afhent börnunum prófskírteini, mælti hann til þeirra hvatningarorð og bað þau að duga vel svo að störf þeirra mættu verða landi og þjóð til blessunar. Að skóla- sliturn loknum var opnuð sýn- ing á handavinnu, teikningum, vinnubókum og skrift nemenda. Var þar margt fallegt og vandað að sjá. — Sýningin var einnig .Qpin § sunnudaginn. Um daginn og veginn „LOG UNGA FOLKSINS ', OG NÝ LISTAFYRIRBÆRI Mér hafa borzt hinar fáránleg- ustu sögur um þátt útvarpsins, „Lög unga fólksins“ á miðviku- dagskvöldum. Eg hafði aðeins stöku sinnum lagt eyra við þess um þætti, en varla nokkru sinni mér til ánægju. Nafn þáttarins höfðar til unga fólksins í landinu og kynnir á- huga þess og kunnugleika á sviði söngs og ljóða, því að lög unum fylgja oftast einhver ljóð. Og svo hlustaði ég á allan þáttinn eitt kvöldið fyrir skömmu. Stjórnandinn talaði reyndar aðallega íslenzku! En annars skyldi enginn ætla að það væri söngelska, söguþjóðin íslenzka, sem þar væri að skemmta æsku sinni. Að vísu flutu víst tvö íslenzk verk með, „Bláu augun“ og „Fyrsti koss- inn“ en þau þó bæði í orði og tóni lítt skiljanleg sem íslenzka. Enskan var annars allsráðandi í textum, víða svo endurtekið stagl að mér datt í hug „Sagan af heimskum strák“. Hann átti að selja 6 feitar gæsir, en kunni ekki að telja nema upp í þrjá. Svo taldi hann í hendur kaup- andans. „Ein, tvær, þrjár og aft- ur ein, tvrer, þrjár!“ já, þær eru áreiðanlega þrjár!“ — Einstaka lag hljómaði þægilega, til falleg rödd, en mest bar á smellum og glamri, hljómstríðni, háreisti og röddum, sem reyndu að garga í stað þess að skila fögrum söng tónum. Og þótt ekki væri ég við sjónvarp, sá ég fyrir mér hljómsveitir, samsafn ungra manna: fáránlega klædda, með flaksandi hárlubba, villimann- lega afskræmdir í andliti og til- burðum við tónlistarstarfið! Hamingjan hjálpi okkur, hvar erum við að lenda? Er það þetta, sem íslenzk æska elskar og að hyllist og vill láta aðra njóta með sér? Það er svo sem ekki þess að vænta, að þarna heyrist „ísland ögrum skorið“, „í svana líki lyftist moldin hæst“ — eða annað af slíku tagi (e.t.v. hugs að sem danslagaþáttur?), en að þátturinn skuþ vera svo fjar- legur — í flestu — öllu því sem íslenzkt er það er alvarlegt mál og sannarlega ekki stuðningur íslenzkri tungu, eða menningu, íslenzku þjóðerni. Er það „dátasjónvarpið", sem hér hefur miklu valdið? Og hvað gerum við til að vega upp á móti? íslenzk dregurlög með íslenzk um texta hafa stundum „slegið jí gegn“ og reynst vinsæl um tíma, en nú er allt slíkt — frem ;ur en oft endranær — snöggum breytingum háð. Hjá stórveldun 'um, eins og t.d. Bandarikjun- um, er framleiðslan ör og kynn ingin örugg og markviss. En gæt um við, þótt smá sé þjóðin, ekki líka nokkuð, ef við ættum það markmið að viðhalda íslenzkri menningu í ljóði, tónum og fram setningu? Mætti ekki færa þennan þátt í íslenzkara form, fá einhvern lciðandi kraft að honum. Ungl- ingar eru leiðitamir og gjarnir að taka hver eftir öðrum, vilja ekki skera sig út úr. Og hér virðist viku eftir viku „sami grautur í sömu skál.“ — Sannarlega gætu þau: Jón Múli, Magnús Pétursson, Tómas Guð- mundsson, Kristján frá Djúpa- læk, Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnarson skapað okkur góð- an þátt af „Lögum unga fólks- ins“, ef tóm fengju til og að- stöðu að semja og flytja. Og þótt þessi séu til nefnd er vitað, að margir fleiri hérlendir, búa yfir ágætum hæfileikum til að skara fram _ úr flestum—þei-niy sem nú eru, gegnum útvarpið, látnir afmanna íslenzka æsku á miðvikudagskvöldum. — En að loknum þessum skrallþætti, um rætt miðvikudagskvöld var leik ið: „Fjalladrottning móðir mín“ Hvílík viðbrigði! Það var eins og bæn um fyrirgefningu — til Fjallkonunnar, Söguþjóðarinn- ar. Og fvrir mér var það sem að vakna af hroðalegum draumi, naumlega sloppinn úr mannætu pottinum, þar sem frumstæðustu villimenn höfðu með glamri og djöfladansi umkringt mig hlakk andi yfir bráðinni (þó líklega seigur undir tönn!) — en skyndilega vaknaður lieima í friði, tign og fegurð íslands, við lækjarnið- og lóusöng, — „dýrð- in — dýrðin“. En unga fólkið kann að meta annað en glamrið, gargið og enskustaglið. Berið saman við- brögð þess í danssalnum: þegar bítlahljómsveitinni hefur „tek- ist upp“, ætlar allt að tryllast: argar, grætur, hlær, slítur og brýtur! Og svo þar sem af prúð mennsku er leikið og af fegurð artilfinningu sungið t.d. „Brúð- kaupið (þótt texti sá hneyksli suma). Þvílíkur reginmunur á viðtökum, á fögnuði dansfólks; annars vegar frumstæð, af- skræmd villimennska niðurríf- andi, en hinum megin prúð- mennska, upplyftandi gleði. Hjá hvorum tveggja á að vera list, en listin er á villigötum víðar er þar, sem niálverk apans voru af listdómurum talin snilldar- verk nýrrar liststefnu. Hið frumstæða, fjarstæðukennda er lyft til viðurkenningar, jafnvel háværrar aðdáunar, sbr. bítla- tízkuna: útlit frummannsins, er ekkí hefur enn náð svo langt að beita skærum, jafnvel ókunnug ur sápu og greiðu. Málarinn, er ekki hefur áttað sig á, að aug- un liggja sitt hvoru megin við nefið og atomskáldið, sem hafn ar formreglum og þykist hafa fundið eitthvað meira og feg- urra; „með leyfi forseta“, eitt af handahófi: „Sylvía smart, Sylvía pen. Sylvía fín. Sylvía með gullkeðju tvöfalda. Sylvía með tvöfalda gullkeðju. Sylvía smart. Sylvía pen Sylvía dýr.“ Dásamlegt! hrópa menn, og aumka þann sem bara sagði: „Vorboðinn Ijúfi fuglinn trúr sem fer. með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín. Heilsaðu einkum ef að fyrir ber engil með húfu reuðan skúf í; peysu Þröstur minn góður, það er stúlk mín“. Og hvað virðist ykkur svo um; „elektrónisku“ tónlistina? | En fráleitasta tízku-listafyr- irbærið virðist með þó „bítlarn ir“, sem afskræma útlit sitt (jafnvel fallegir drengir norður á Akureyri!), og með orgum og öðrum stórhættulegum hávaða æra og afvegaleiða börn og ungt fólk. Síðasta útvarpsfréttín af þeim vettvangi er frá Skotlandi, þar sem frá skemmtun „bítl- anna“ 40 ungar stúlkur voru fluttar burtu í yfirliði og ósjálf bjarga! Svo slæmt er það ekki hér að þessu, en eru þeir, höfuð paurarnir ekki væntanlegir til Islands í sumar? Eg hefi átt tal við hítlana, þ.'e. hina íslenzku eftirlíkingu, um músík þein;^ og.framkomu og fengið svarið: „Þetta er það, erí unga fólkið vill“. En er það heppilegt að unga fólkið fái allt, T -fEtmakaleká blaðsiðu 7)-,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.