Dagur - 04.08.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 04.08.1965, Blaðsíða 1
axminster gólfteppi annað ekki H Wí EINIRH.F HAFKAHSTRÆTI 81 . SlMI 1 15 36 Minnismerki um Eyvind duggu- smið reist á Karlsá Hvatamaður var Sveinbjörn Jónsson, en gef- andi Ofnasmiðjan h.f. í Reykjavík Í>ESS var minnst á landnáms- jörðinni Karlsá á Ufsaströnd í Svarfaðardal á sunnudaginn, að þar var fyrsta þilskipið byggt fyrir hálfri þriðju öld. Og það BÆNDÁDAGURINN Á SUNNUDAGINN DK. HALLDÓR PALSSON bún aðarmáiastjóri ávarpar bændur cg aðra samkoinugesti á Laug- arborg á sunnudaginn. Þar verð ur þá bændadagur og fjölbreytt hátíðahöid, seiii auglýst eru á öðrum stað í biaðinu í dag. Þess er vænst, að sveitafólk fjöl- menni að Laugarborg og ailir eru þangað velkomnir -meðan húsrúm Jeyfir. □ Næturfrost f SÍÐUSTU viku kólnaði mjög í veðri hér nyrðra. Á miðviku dagsnóttina féll kartöflugras vegna næturfrosts í Mývatns- sveit og Aðaldal í nokkrum görð um, enda mældist frostið þrjú stig eða jafnvel meira. Við Ak- ureyri urðu einnig skemmdir í görðum vegna frostsins, þótt fiestir slyppu óskemmdir. Á föstudagsmorguninn gránaði víða niður að byggð og snjóaði í fjöll. Bílslys við Djúpá ENN varð bílslys við Djúpá í Ljósavatnsskarði. Er það fjórða slysið á þeim stað á tveim ár- um, sem alvariegt má teljast. — Þrír bílar hafa eyðilagst þarna, þar með talinn sá í síðustu viku. Bílar þessir hafa allir verið á vesturieið. Svo hagar til að þarna er beinn og góður vegur og freistar það margra til að aka greitt. En rétt við brúna er blindhæð og beygja. Hættu- merki, sem þarna er, forðar ekki tíðum slysum við Djúpá, og verður nú að grípa til annarra ráða. gerði Eyvindur Jónsson bóndi þar og hagleiksmaður, venju- lega nefndur Eyvindur duggu- smiður. Smíði duggunnar á Karlsá var afrek í iðnsögu ís- lendinga og þegar litið er á að- stæður allar, þá og nú, er ljóst hve þróunin hefur orðið hæg í þessari grein og hve langt Karls árbóndinn hefur verið á undan samtíð sinni að hagleik og fram taki. Þessa atburðar var á sunnu- daginn minnst á þann veg, að afhjúpað var í Karlsártúni, rétt við þjóðveginn nýja, sem liggur út fyrir Ólafsfjarðarmúia, minn ismerki af duggu Eyvindar úr stáli á steyptum stöpli. Margt manna var þar viðstatt. Frumkvæði að minnismerk- inu átti Sveinbjörn Jónsson for- stjóri Ofnasmiðjunnar hf. í Reykjavík. Starfsmenn Ofna- smiðjunnar og fleiri gerðu merk ið og fyrirtækið gaf það síðan og afhenti Dalvíkurhreppi til eignar og umsjár. Tilgangur þessa minnismerkis er að minna vegfarendur á slóð um Hyvindar duggusmiðs og aðra á það, að íslendingar hafa löngum verið dugmiklir hag- leiksmenn, allt frá landnámstíð, einnig við báta- og skipasmíðar, þó.tt fátækt og allsleysi þjakaði þjóðina löngum. Með þessu er einnig þess manns minnst, sem vann það einstæða afrek að smíða haffært skip, dugguna frægu við erfið skilyrði fyrir mörgum mannsöldrum. í sólskini og svölu veðri sunnudaginn 1. ágúst safnaðist margt manna saman við Karlsá hjá hinum nýja minnisvarða, sem enn var hjúpaður. Björn Sveinbjörnsson kynnti jafnóð- um það, sem þar fór fram. Fyrst söng karlakór undir sijórn Gests Hjörleifssonar, minnismerkið var afhjúpað, þá flutti Svein- björn Jónsson stutt erindi um tilgang og gerð minnismerkis- ins, stjórnarformaður Ofnasmiðj unnar afhenti síðan Aðalsteini Óskarssyni oddvita á Dalvík merkið til eignar og varðveizlu með ræðu en oddvitinn kvaddi sér þá hljóðs og ávarpaði við- stadda og þakkaði gjöfina. Hann flutti við þetta tækifaéri drápu, orta af Haraldi Zophoníassyni, í orðastað Eyvindar duggusmiðs og sveitarstjórinn Einar Flyg- ering tók einnig til máls og Þór arinn hreppsstjóri Eldjárn á Tjörn lýsti umhverfinu. Að síð ustu söng karlakórinn tvö lög (Framh'aid á blaðsíðu 2). IMinnismerkið á Karlsá um Eývind duggusmið og við hlið þess Sveinbjöm Jónsson forstjóri. (Ljósm.: E. D.) FJÖGUR ÞÚS. MANNSI VAGIASKÖGI UM 4000 manns komu í Vagla- skóg um verzlunarmannahelg- ina. En þar höfðu sjö félagasam- tök undirbúið bindindismanna- mót með líku sniði og sl. ár og með hiiðsjón af góðum árangri þá. Samkvæmt þeim fréttum, sem blaðið hefur aflað sér um mót þetta, tókst það með ágæt- um vel. Lögreglu og hjálpar- sveitum skáta bárust lítil verk- efni, eða nær engin og fór allt Síldarævinlýrið við Hjaltland ÍSLENZK síldveiðiskip, 25 tals- ins, héldu í júlímánuði á Hjalt- iandsmið, en fengu þar fremur lítinn afla, líklega innan við 30 þús. mál samtais. Þeim fylgdu síldarflutningaskip, meðal þeirra Polana frá Krossanesi, sem síð- an kom með fullfermi til verk- smiðjunnar, rúmlega 7 þúsund mál, 30. júlí sl. Síldarævintýri þetta varð skammvinnt, enda tók að glæðast síldveiði við Hrollaugseyjar og hefur verið þar töluverð veiði síðan. Q friðsamlega fram, þrátt fyrir hinn gífurlega mannfjölda. Talið er, að um 150" manns hafi verið starfandi í skóginum þegar flest var, við hin marg- víslegustu umsjónar- þjón- ustu- og skemmtistörf. Ekki er líklegt, að víða hafi verið unnið meira starf áhugamanna án end urgjalds en í Vaglaskógi um- rædda helgi, enda henti þar ekkert slys af neinu tagi eða óhöpp, sem um er vitað. Full- komin lögregluvakt var í skóg- inum allan tírnann. Þau félagssamtök, sem hér áttu hlut að voru: Héraðssam- band Þingeyinga, Ungmenna- samband Eyjafjarðar, Þingstúka Akureyrar, Æskulýðsráð Akur- eyrar, skátafélögin á Akureyri, Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti og íþróttabandalag TVEIR REKTORAR SKIPAÐIR Guðmundur Amlaugsson yfir- kennari hefur verið skipaður rektor menníaskólans við Hamrahh'ð í Reykjavík og Ein1- ar' Magnússon yfirkennari rektor menntaskólans við Lækj- argötu Reykjavík. Q i-- - Polana kom með fyrstu síidma af Hjaltlandsihiðum. (Ljósmynd: E. D.) Akureyrar. En framkvæmda- stjóri mótsins var Þóroddur Jó- hannsson framkv.stjóri UMSE. Iðnstefna á Akurevri? BLAÐIÐ hefur írétt, að seinna í sumar, e. t. v. í þessum mán- uði, verði „iðnstefna“ samvinnu manna haldin á Akureyri. Slík- ar iðnstefnur, sem svo eru nefndar, hafa áður verið haldn- ar hér og vakið mikla athygli. Þær eru í senn iðnsýningar og söiusýningar þeirra vara, er verksmiðjur samvinnumanna á Akureyri og víðar framleiða. Fréít þessi er óstaðfest. DVERGHAGUR AKUREYRINGUR JÓHANNES ÓLAFSSON raf- virki á Akureyri, sem er hinn mesti hagleiksmaður, smíðaði m. a. skipslíkan það, sem nú prýðir Akureyrarkirkju, og var þá kynntur hér í blaðinu, hefur smíðað minna skip fyrir Guð- rúnu Sveinsdóttur, er nýlega varð níræð, en hún gaf það Út- skálakirkju og var gjöfinni veitt móttaka í þeirri kirkju með viðhöfn. Eftir því, sem blað ið hefur lauslega frétt, hefur Jóhannes nú verið beðinn að gera líkan að fjórmöstruðu bark skipi fyrir kirkjuna í Keflavík. Skipslíkön Jóhannesar eru hin mestu dvergasmíð. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.