Dagur - 04.08.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 04.08.1965, Blaðsíða 5
N Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Klipið af lánum bænda FRÁ aðalfundi Stéttarsambands bænda og frá fleiri fundum, sem fjall að bafa um landbúnaðarmál í sum- ar, hafa borizt mótmæli gegn útlána- samdrætti þeim, sem boðaður hefur verið hjá Stofnlánadeild landbúnað arins á þessu ári, en banltinn hefur í bréfum til umsækjenda áskilið sér rétt til að borga ekki út hlutá af stofnlánunum fyrr en á árinu 1966. Stafar þetta af því, að áætlun sú, sem gerð var um starfsemi Stofnlánadeild arinnar, var vanhugsuð frá öndverðu og hefur ekki staðist, og ríkisstjórnin hefur enn ekki séð henni fyrir starfs fé á annan hátt. í fyrra sáust þess þegar nokkur merki, að Stofnlána- deildin væri komin í fjárþröng, því að þá var bændum tilkynnt, að ekki yrði meira lánað en út á ,,eina fram- kvæmd“ á því ári hjá hverjum bónda. Petta hafði það í för með sér, að bóndi, sem vildi byggja fjárhús og hlöðu á einu ári, fékk aðeins lán út á annaðhvort. En slíkar fjárfestingar hömlur liöfðu ekki átt sér stað fyrr. Samkvæmt hæstaréttardómi sitja bændur uppi með b.úvöruskattinn og vaxtahækkunina og eiga jafnframt erfiðara með það en áður að fá hin lögboðnu lán í tæka tíð. hannig ræt- ist skrum stjórnarblaðanna um við- reisn stofnlánasjóða landbúnaðarins. Á miðju ári 1965 er enn ekki búið að borga út þau lán, sem neitað var um í fyrra út á ýmsar framkvæmdir, sem unnar voru hjá bændum á því ári. Og af þróun þessara mála má, eins og nú er útlit fyrir, gera ráð fyr ir, að á þessu ári myndist nýr hali af óafgreiddum lánum, sem ekki er gert ráð fyrir að borga ut fyrr en ein hvern tíma á árinu 1966. Þessi lána- hali dregur þá úr möguleikum Stofn lánadeildarinnar til nýrra iitlána á því ári. Er þá sú hætta yfirvofandi, að frestun á útborgun lána um eitt ár verði ekki aðeins bráðabirgðaráð stöfun, heídur varanlegt ástand. — Bankastjórar fá hér ekki að gert, því að Jieim er í hendur búið. Ráðherrar afsaka sig með ]>ví, að lieiklarupjvhæð útlána í Stofnlánadeild fari vaxandi. Þessi hækkun slafar af tvennu: Fyrst og íremst af vaxandi dýrtíð og einn- ig af samdrætti }>eim, sem var á fyrstu árum „viðreisnarinnar“ og nú J>arf að vinna upp. Hvorugt er bændum til hagsbóta. En ríkisstjórninni hefur mistekist }>að, sem hún taldi aðalhlut verk sitt, að halda stöðugu verðlagi í landinu. NÝLEGA dvaldist um skeið á Tjörn í Svarfaðardal fremur ó- venjulegur gestur, írsk kona,( dr. Daphne D. C. Pochin MoiýíQ. Hún er jarðfræðingur að rr,ennt en rithöfundur að starfi c g hefur ritað landkynningarbók um ís- land, sem er um það bibað koma út í New York. Þetta 'er í annað skipti, sem hún dvélst hérlend- is. — Á Tjörn átii Dagur tal við hana um starf hennar, ferðir og áhugamál. Þér eruð jarðfræðingur, en skrifið bækur um öimur efni. Það lætur óvenjulega í eyrum. Já. Það er mjög gott að hafa vísindalega þjálfun í einni grein Það gerir kleift að skilja einn- ig viðgangsefni annarra greina raunvísinda. Rithöfundarferil minn hóf ég með því að rita um jarðfræði, og enn veitir jarð- fræðin mér undirstöðu, er ég rita bækur mínar. Nú orðið ver ég öllum tíma mínum til rit- starfa og hef nú skrifað um tylft bóka, og innan skamms kemur út eftir mig bók um ísland. Eg rita einnig greinar fyrir blöð og tímarit á írlandi, í Ameríku og á Englandi, og ég tala í írska út varpið. Eftir að ég var hér í fyrra skiptið, hélt ég röð stuttra fyrirlestra um ísland í útvarpið. Um hvað voru þessir fyrir- leslrar? Þeir voru um ýmis efni, svo sem fiskveiðar, landbúnað, flug, um liðna tíð á íslandi, kirkju- sögu landsins. Einnig hef ég haldið nokkra fyrirlestra um ís land fyrir almenning og notað þá Ijósmyndir í litum, sem ég hef tekið sjálf. Þetta hefur vak ið mikla athygli fólks, því að al menningur hefur allskrítnar hug myndir um ísland. Þeir halda að hér sé aðeins freðinn norður hjari með hvítabjörnum og eski móum. Það vekur ætíð undrun og hrifningu, þegar ég sýni lit myndirnar; það er sólskin og græn tún og hann Hjörtur Eld- járn að aka grænu heyi í hlöðu. Oft verða áheyrendur furðu lostnir við þetta og þeir kalla fram í, að heyið sé látið hálf- þurrt í hlöðuna, það sé sýnilega grænt og ferskt. írar undrast þetta, því að almenningur þar hefur varla nokkurn tíma heyrt getið um súgþurrkun. Er landbúnaðurinn hér ekki allt öðru vísi en á írlandi? Jú, vegna þess að kvikfjár- rækt ykkar byggist á fram- leiðslu heyja og því að hafa skepnurnar í húsi allan vetur- inn. Aftur á móti getum við írar lát ið skepnurnar ganga lausar, lát ið þær bei’jast sjálfar fyrir lífinu næstum allan veturinn. Og við höfum fleira að uppskera en hey: hveiti, rúg, hafra og sykur rófur; við ræktum allan þann sykur sem við þurfum. Það er því ljóst, að þetta hlýtur að verða allt annar búskapur. Þér sögðust hafa sagt írum frá íslenzkri kirkjusögu. Hvað er það í henni, sem vekur áhuga þeirra? Öll sagan. — Öll sagan um l>ristnitöku landsmanna, ákvörð un alþingis að taka við kristni, síðan siðaskiptin, saga Jóns Ara sonar; og af því að írar eru ka- þólskir, þykir þeim fróðlegt að heyra um þann vott eða lit af kaþólsku, sem enn má greina í hinni lúthersku þjóðkirkju; á- framhaldandi tilbeiðslu hinna miklu forndýrlinga íslendinga, Jóns biskups helga og hins heil aga Þorláks. Allt þetta þykir ír um fróðlegt og skemmtilegt. Um leið sagði ég þeim frá hinu litla kaþólska trúboði í Rejkjavík og sýndi þeim myndir af íslenzk- um kirkjum, til dæmis bænhús inu á Núpstað. Mér geðjast mjög vel að litlu sveitakirkjun um’ á íslandi, og mér þykja þær vel prýddar, hvorki of mikið né of lítið. Það væri fróðlegt að heyra eitthvað um fyrri ritstörf yðar. Eg hef ritað um ýmis efni og nokkuð ólík. Eg byrjaði á því að skrifa um hálöndin skozku og Orkneyjar ytri, og í sam- bandi við það fékk ég fyrstu kynni mín af sagnritun Norð- urlanda, vegna þess að víking- arnir voru á þessum slóðurú. — Um þá eru miklar sagnfræðileg ar heimildir, og örnefni minna á þá. Það er mikið af norræn- um örnefnum í Skotlandi, að vestan og norðan. Þetta leiddi raunar ekki aðeins til kynna minna við norræn efni, heldur einnig til þess að ég fór að skrifa töluvert um viss efni í fornri írskri sögu því að ég skrifaði um hina helgu menn og trúboða frá írlandi, sem fluttu sig til vesturhálenda Skotlands, og síð an hélt ég áfram á sömu braut og skrifaði um helga menn og trúboða á írlandi sjálfu og forna sögu írlands. Einnig hef ég skrif að dálítið um írska sögu al- mennt. — Þar sem ég hef mik- inn áhuga á fjallgöngum tók ég mig einnig til og gerði bók um írsk fjöll. — Ennfremur hef ég samið rit um ýmis trúfræðileg og heimspekileg viðfangsefni. — Nú er bókin um ísland í þann veginn að koma út, og ég von- ast einnig til að skrifa bók um Færeyjór. Þar var ég að viða að mér efni og þekkingu nú í vot’ og sumar áður en ég kom hing- að. Mér leikur forvitni á íslands- hókinni. Hvernig gangið þér að verkefninu? Eg var að reyna að gefa al- menna mynd af íslandi, fortíð þess og nútíð. Eg byrjaði á jarð- fræðilegri sögu landsins vék frá henni að sögu þjóðarinnar. Síð an ritaði ég um lífið á íslandi nú á tímum, um landbúnað, fiski mál, flugmál, flutninga og auð- vitað ritaði ég einnig um hina miklu bókmenntaerfð. Þetta er sú hliðin, sem mér finnst einna mest um, það virðist alveg sama hvaða hörmungar yfir hafa dun ið, þið hafið samt haldið áfram að skrifa. Þið hafið alveg órofna arfleifð bókmennta frá upphafi. Og yíst hlýtur öllum útlending- um þsgar í stað að finnast til um allar hinar mörgu bókaverzlanir í Reykjavík, — einnig það, að í þessum búðum eru ekki aðeins íslenzkar bækur, heldur einnig bækur á enzku, þýzku og dönsku. Þetta er í annað skipti, sem J>ér komið hingað í Svarfaðar- dal. Var einhver sérstök ástæða til þess, að þér komið hingað? í fyrra skipti fór ég hingað vegna þess að ég, Ólafur Stef- ánsson hjá Búnaðarfélagi fs- lands og Hjörtur Eldjárn höfum öll verið nemendur í sama há- skóla í Edinborg. Eg sneri mér til Ólafs í Reykjavík og hann út- vegaði mér vist hér. Og mér finnst nú gott að vera komin hingað aftur. Þegar sólin skín, er Svarfaðardalur alveg ótrú- lega fallegur. Hér hef ég reynt ýmislegt. Eg hef tekið þátt í smölun og rúningi, gengið á fjöll og tínt fjallagrös og róið til fiskj ar út á fjörðinn, að ógleymdum búskapnum. Eg var svo heppin að ég gat tekið góðar myndir frá smöluninni og rúningunum, allt frá því er menn leggja af stað á hestum um miðja nótt og þar til rúningnum er lokið. Það er áhrifamikil sjón að sjá hópana renna ofan eftir botni dalsins og menn á hestum með hunda á eftir; og síðan, þegar safnið er rekið inn í réttina. Eg var svo fræg að rýja sjálf eina á og það tókst, enda þótt ég hefði aldrei gert slíkt áður. íslendingar eru vanir að Iesa hól um sig í viðtölum við útlend inga, sem landið gista, hve þeir séu gófaðir gestrisnir og skemmtilegir og yfirleitt framúr skarandi fólk. Þér hafið enn ekki sagt mér neitt sérstaklega í þá átt? Nei. Og ég er heldur ekki far- in að segja neitt um flug, en það er mál sem ég hef áhuga á. Það vakti athygli mína strax þegar ég var fyrst á leiðinni til landsins í flugvél Flugfélags ís- lands og flestir farþegarnir voru íslendingar, hve þeir voru eðli legir og eins og heima hjá sér í flugvélinni. Þeir voru miklu fremur „heima“ í vélinni en flug farþegar eru yfirleitt. Þeir virt ust óspenntir og umgengust flug vélina kunnuglega. Eg er hrifin af því, hve íslendingar eru gefn ir fyrir flug og hvernig þeir hafa hagnýtt flugvélar, bæði litlar og stórar — hugsa sér alla litlu flug vellina úti um landið. Eg hef flogið hér töluvert, bæði með áætlunarflugvélum og litlum vél um. Meðal annars fór ég í ferð til Grænlands. í þessari seinni íslandsferð minni hef ég verið að reyna að safna meira efni um flugið. Eg hef 'talað við þá sem stjórna litlu flugfélögunum í Reykjavík og Tryggva Helgason á Akureyri. Líka hef ég talað við ýmsa af flugmönnum Flug- félags íslands um starf þeirra og aðstæður, bæði hér og á Græn landi og í flugi til annarra landa Áður en ég fer, langar mig að fljúga svolítið meira. Eg er sjálf að læra að fljúga. Eg fékk að fljúga svolítið í Reykjavík um daginn, en veðrið var ekki gott. Eg fékk líka að fara í svifflugu hjá Svifflugfélagi Reykjavíkur, 5 írski rithöfundurinn var við heyskap á Tjörn og er hér mílli lijón- anna, Hjaríar E. Þórarinssonar og Sigríðar Hafsíað. um leið og bandarísku geimfar- arnir. Hver um sig fékk eina ferð, en meðan við biðum, skemmtum við okkur við að ríða um nágrennið á hestum. Eg er hrifin af íslenzku hestun- um. Mér virðast íslendingar vera duglegir að hagnýta sér visind- in í þágu samfélagsins. Vísinda- legar rannsóknir eru hér á háu stigi bæði á sjó og landi. Það var gaman að hitta marga unga vísindamenn í Reykjavík, menn sem virðast menntaðir og þjálf- aðir í helztu miðstöðvum vís- inda erlendis, en hafa snúið aft ur til þess að vinna mannlífi á íslandi gagn með hagnýtingu auðæfa lands og sjávar. Það er gott og orkar örvandi að finna allt þetta vel þjálfaða unga fólk að starfi. Mér þótti mikið til koma að sjú og skoða tilrauna- reiti í grasrækt og kornið í dökk um sandinum í Gunnarsholti. — Það orkaði meir á mig en hinir venjulegu sýningargripir, Geys ir og Gullfoss. Dagur þakkar við talið. Sy.EINBJÖR'N ÞIÐRANDASON I N MEMORIAM NÝÚTSKRIFAÐIR gagnfræð- ingar frá Miðskóla Ólafsfjarðar ganga frá prófborði á vit sum- arsins með blik framtíðar- drauma í augum. Ungt fólk og tápmikið, fulltrúar þeirra, er leita sér menntunar til að vsrða byggðarlagi sínu að sem bsztu gagni og nýtir þjóðfélagsþegn- ar. í þeirra hópi var Sveinbjörn Þiðrandason, sonur hjónanna Snjólaugar Jónsdóttur og Þiðr- anda Ingimarssonar í Ólafsfirði. Sveinbjörn lézt af slysförum í Ólafsfirði hinn 5. júlí síðastlið- inn. Með þessum línum kveð ég nemanda minn og vin og skýri fyrir sjálfum mér' þá mynd, er hann skilur eftir í hugskoti mínu, þar sem ég geymi mínar dýrustu minningar. Hann var einn bezti þegn skóla síns, hreinskiptinn og dreng'lyndur og það fylgdi hon um þessi æðrulausi karl- mennskublær, sem oft er aðal hinna traustu manna. Svein- björn var reistur í framgöngu allri og frjálsmannlegur og vel búinn líkamlegu atgerfi. Hann stundaði nám sitt af alúð og við höfðum rætt um framtíðina og hvernig hann skyldi haga námi sínu til að ná því marki, er hann stefndi að. Hann var ekki 'slíkur að hann ætti sér ekki stefnumark, hugðarefni, festu. . Það er viss fylling að eiga slík an vin og dýrmætt að hafa slík an nemanda. Vertu blessaður, kæri vinur, og heilar þakkir fyrir þær Ijúfu minningar, er þú skilur eftir í hugum okkar, sem með þér störfuðum. Kristinn G. Jóhannsson. ÍHKHKBKHKBKHKHKHKBKH«Í>KHKHKHKHKH«KKKBKH>ÍHÍÍHKHJÍH3 RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga ÍHKHKHKHKHKHKHK 55 KBKHKBKHKH3ÍHKH3. Þá Datt Eiríki nokkuð í hug, — og hann áttaði sig ekki fyrr en eftir á, hve hættulegt væri að segja J>að: — Þegar J>ið Níels voruð saman — kom þá aldrei fyrir að hann segði \ ið ]>ig, að þú skyldir.láta hann í friði og sigla sinn eigin sjó og [>ess háttar? Ólýsanlega móðguð á svip sagði Ástríður: — Sagði hann þér það? Og skelkaður svaraði hann: — Nei, aldrei, Ástríður! Við drengskap minn, J>að gerði hann ekki. En mér bara datt J>etta í hug. — Eiríkur, sagði hún, nú særir ]>ú mig af ásettu ráði. Þú hefir aldrei verið sérlega háttvís. En nú ertu beinlínis óhátt- vís og ónærgætinn. Þú reynir að laumast inn í trúnað minn, og þú hefir gert mér rneira illt en J>ér er leyfilegt. Og jafn andstyggilegt sem ]>að er að skiljast þannig við J>ig, þá segi ég núna: vertu sæll! Eg mun reyna að gleyrna deginum þeim arna. Og J>að verður þú líka að reyna. — Líði ]>ér vel, Eiríkur! Hún var komin út á bersvæði. Hún gekk hratt, hún var á ný svo grönn og ]>unn í fötunum, ofurlítið rnishá í herðurn, en hún var bein í baki eins og reglustrika. Bára að hann gæti nú hlaupið á eftir henni og séð andlit hennar nú, er hún var einsömul, — væri ]>að svona einmanalega sorg- bitið og djarfmannlegt eins og fyrrTím, — eða væri það gremjulegt og J>reytt? Myndi hann aldrei sjá hana framar? Hann borgaði. Síðan var ekki um annað að gera en að fara í göngu —en ]>að var huggun hans og dægradvöl frá fyrri árum. Hann gekk og gekk klukkustundum saman. Hann sá ekkert, en honum fannst samt gott að hann væri í ókunnri borg úti í heimi. Færi nú allt il!a, væri öllu lok- ið, gæti hann að minnsta kosti sagt, að „nógu snemma næ ég samt heim“. Að áliðinni nóttu kom hann aftur til gistihússins. Hann lá andvaka fram undir morgun og hugsaði aðeins um J>að eitt: hvort hann hefði rétt fyrir sér, hvort J>að væri henni fyrir beztu að hann færi, Það yrði hann að fá að vita. Það yrði Guð að sýna lionum. Sjálfur gæti hann ekki ráðið fram úr ]>ví. Að vísu ætti ]>að að ráða úrslitum, að luin sagðist ekki elska hann. En hann elskaði hana. Þetta voru ]>ví eins og andstæð merki í reikningi. Það gæti ekki ráðið niðurlög- um hans, hann gæti hvorki né vildi flýja ]>ess vegna. Aftur á móti: elskaði hún einhvern annan, — eða væri hún raun- verulega hamingjusöm, eins og nú horfði við, — eða væri það einhver annar eða eitthvað annað, sem ætti að kippa henni út úr þessari lyfjaborg, sem hún hefði gert sér að vígi, — þá skyldi hann fara, þótt honurn virtist að það gæti hann alls ekki. En væri þetta aðeins þreyta, vonbrigðin eftir Níels, ef til vill mörg önnur vonbri'gði, — og kannski eitthvað miklu verra, en hann gæti hugsað sér, — þá kæmi að honum! Þá væri það aðeins hann. Því óhugsanlegt væri að nokkur gæti elskað hana heitara en hann. Ástin sú, já allt það sem þessi bleika morgunstund gerði brjóst hans svo kvalræðislega ríkt af og sárt, og alla hugsun hans ókunn- uglega og furðtdega, henni varð ekki útrýmt, hún þoldi áreksturinn, hún átti sköpunarmátt, — hvernig var þetta annars: — vonar allt trúir öllu og þolir allt. . . XV Vorið var komið með vakandi veldi, fimmtán til sextán hitastig í forsælunni og sumarhiti sólarmegin, en öðru hverju féllu mildar regnskúrir um borgina. Gróðurilmur barst frá görðuni og lystigörðum, og laufið spratt á trjánum. Það var vor víðar en heima. Og á kvöldin ljómaði öll borg- in. Eiríkur hafði reynslu af því, að á vorin gat manni liðið reglulega illa, en með hverjum deginum sem hann var hér, leið honum betur og betur. Hann hitti engan, og enginn leitaði til hans, því enginn vissi að hann væri hér, og auk Jress: Hver þekkti hann? Hér var hann nafnlaus maður. Hann hafði sent Ástríði fáeinar línur og sagt henni, að liann dveldi framvegis í París, borgin væri nægilega stór handa þeim báðum, og hann skyldi ekki ónáða hana né angra á nokkurn hátt. Hann hað hana að fyrirgefa sér að hann hefði sært liana, hann sæi nti að hann hefði verið heimskur. Kærði lnin sig samt'um að hitta hann, þá vissi hún hvar hann væri. Og hvernig sem allt snerist mætti henni líða vel. Hann fékk ekkert svar, og yfirleitt var þetta furðulega póstlaus tilvera. Skringilegt að hugsa til þess, að fyrir að- eins einum niánuði var einmitt ein af daglegum skyldum hans að lesa og svara heilli hrúgu bréfa. Hann spurði eftir bréfi á hverjum degi, og honum varð alltaf hálfillt við er dyravörðurinn svaraði allra kurteislegast: Rien, Monsieur. En síðan fór fann út í borgina. Hann blessaði borgina þá arna, sem aldrei lét hann finna til einmanakenndar og tómlætis. Hann gekk og gekk, og sannarlega ætti hann skilið að fá senn verðlaun fyrir fótgöngur sínar. Hann hafði með sér landabréf borgarinnar sem hann leit í öðru hverju til að átta sig, en annars gekk hann bara út í bláinn. Það var blátt áfram hamingjusamlegt að ganga þannig um ókunna borg; hvern daginn af öðrum var hún jafn gjafmild. Hann varð fyrir því að koma á ýmsa staði, þar sem lífið hafði allt ann- an svip en á nokkrum öðrum stað borgarinnar, gömlu hús- in höfðu sitt sérstæða andlit og rödd, höfðu varðveitt sam- eiginlegt svipmót sitt og eiginleika: Gamaldags líf, sam- einað á litlu svæði með grasvölhim og gosbrunni. Gamla fólkið sem þarna var á ferli bar sama svipinn og svæðið sjálft Það kom með matarpinkla og vínflösku, borðaði og drakk og las blöðin, en sat annars og harfði út í bláinn, og augna- ráð þess var áþekkt gluggum húsanna, horfði jafn mikið innávið sem útávið, og fól í sér leyndarmál aldursins og svipmót óbreytileikans. Og út tir beygju á mjóum stíg var allt í einu komið út á breiðar götur með nýjum svip og breytilegri birtu á ýmsurn tímum dagsins. Hér var fólkið á ferli og bjó í húsunum, en honum var allt þetta nýstárlegt, óvænt og gagntakandi eins á ferð úti á víðavangi þegar nýtt svæði opnast skyndilega augum manns, ný algerlega óvænt sköpun einvalda hugar- flugs náttúrunnar, þarna er það, einmitt svona, algerlega ókunnugt um sín eigin sérkenni, hvernig ætti það annars að vera? Þess sama gætir þegar maður í fyrsta sinn sér dýr úr dýra- flokkum ókunnrar heimsálfu: — að nokkur lifandi skepna skuli geta verið þannig útlits, — að lífsvísir sem kviknaði hér á jörð, skuli hafa getað breytzt í svo stórfurðulegt fjöl- feldi. — Gamlar borgir sem svo að segja hafa sprottið upp af sjálfsdáðum öldum saman, koma einnig þannig fyrir sjón- ir: löngu liðnar aldir hafa sett svipmót sitt á vissa borgar- hluta, og Eiríkur sem ekki vissi neitt tim aldanna rás hér og þeirra fótaför, og þekkti ekkert til íbúanna, hann rakst hér á mannlíf, sent hann hafði alls ekki grunað að til væri, og blæbrigði þess öll lifa og hrærast á hversdagslegasta hátt, hvernig ætti það annars að vera? Hér ríkti hvarvetna furðu- leg, leyndardómsfull náttúra í slíkri borg, að honum virtist J>að sem mörg lög lifandi sálna. Indælast var þetta stundarkorn síðdegis: ljósflæði eins og hamingjuhjúpur yfir borginni, og með öll áhrif dagsins í huga var hann innilega glaður og gagntekinn af leiftrandi hrifni. — Hann var örhreif og lifandi mannvera, víðlend og rúmgóð, hjá honum gæti lífið setzt að, og hann miðlað a£ hamingjunni og gætt óhamingjuna meiningu og tilgangi. Hann gæti séð allt í samhengi, það fór straumur urn hann alian: Rausn og hátign lífsins. Það var náð Guðs honum til handa, — að hann gæti gripið opnum höndum út í tómt loftið og fengið þær fullar a£ næringu, að hann gæti fengið niðuryfir sig þvílíkt ótímabundið gullið Ijósflæði, yfir allt sem í honum byggi, og að J>að væri eins og því bæri að vera, hans eigið líf, þannig mótað, þannig ákveðið, með sínum eig in tilgangi. Hann trúði því og vissi, að lífið mynd taka hann í sína þjónustu. Það var eitthvað og ekki lítið: að finna sjálfan sig öruggan í hinni miklu varðveizlu náttúrunnar. Lokaði hann ekki sjálfan sig inni í vanbjarga hugleysi, myndi honum ætíð takast að finna aftur hið augljósa öryggi, ]>að rnyndi reynast lionum eins og svalandi uppsprettulind í langvarandi þurrkum, og í vetrarkuldum eins og safinn í þurrum trjárn. Og að hann elskaði og fengi það kannski ekki endurgold ið, ef til vill aldrei. — nú sem einu sinni áður á ævinni virtist honum að einnig sú eymd væri fögur, og' ekki tilgangslaust að hann bæri hana. Hann yrði að öðlast kraft til þess, því að hann elskaði sannarlega! Og hann var að minnsta kosti sjálfum sér ráðandi, enginn og ekkert gat girt fyrir að hann elskaði hana, og J>ótt hún þæði ekki ást hans, þá gerði lífi ]>að og gæfi honum hana margfalda aftur, — það eitt að ljósið sendi geisla sína til botns í eðli hans, og að allt, — allt sem hann sá og hugsaði, hefði eitthvað að segja honum dýrmætt og leyndardómsfullt. Og honum virtist hann skilja að ástin sem hann bar í brjósti, hefði skilyrði til að verða eitthvað enn meira, henni yrði ekki úthýst, fyrst hann gerði (Framhald).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.