Dagur - 04.08.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 04.08.1965, Blaðsíða 2
2 Hvers vegna fjölgar refnum? FYRIR nokkru barst mér í hend ur eintak af íslending, sem gef inn er út á Akureyri. Meðal ann ars efnis var þar viðtal við Þor stein Jónsson á Brakanda í Hörg árdal með fyrirsögninni: „Með eitrunarbanninu hefur refastofn inn margfaldast11. Það er skýrt tekið fram, að þetta er viðtal við Þorstein, svo hann hefur ekki ritað greinina sjálfur. Hann telur „helsta áhyggjuefni við bú skapinn hve refum fjölgi ört síð an hætt var að eitra“ til að bjarga nokkrum arnarpörum sem sjást ekki annarsstaðar en við Breiðafjörð og á Vestfjörð- um.“ Þorsteinn kveðst hafa eitr að fyrir refi um árabil með góð um árangri. Einn veturinn hafi hann „unnið" 8 tófur, eitrað rjúpu og hafi 3 tófur legið dauð ar nokkur fótmál frá henni. Ekki er að efa, að Þorsteinn hefur framkvæmt verk sitt á sómasamlegan hátt, því að svo rækilega hefur verið að unnið, að einsdæmi mun vera og lík- lega er þetta lands- ef ekki heimsmet. Það raunalegasta er, að Þorsteinn skuli ekki upplýsa, bæði mig og aðra, sem neyðst höfum til að eitra fyrir refi, hvaða tegund þetta mjög svo fljótvirka eitur er. Fram að þessu hef ég ekki haft spurnir af sterkara eitri en Strycnin sem 3 lyfjafræðingar hafa sagt mér, að væri algjör- lega lyktarlaust, en frámuna- lega bragðvont og dræpi með flogum, sem skemra eða lengra væri í milli, eftir því hve mik ið magn færi ofan í dýrið. Dýr ið gæti svo hlaupið milli flog- anna og væri þetta óumræðilega „Radar“ hákarlsins HÁKARLAR finna oft bráð sína á margra metra færi á nokkr- um sekúndum, þó að vatnið sé gruggugt. Þeir geta ekki séð bráðina og næmt lyktarskyn þeirra hefur ekkert að segja vegna þess, að sú lykt, sem bráð in gefur frá sér, breiðist út um svo stórt svæði í einu. Ameríski haffræðingurinn dr. Warren J. Wisby, komst að raun um, eftir miklar tilraunir, að heyrn hákarlanna er sérstaklega lega næm fyrir hljóðum með lágri tiðni (milli 7,5 og 100 sveifl ur). Þegar hann sendi þessar lág tíðnibylgjur frá skipi í gegn um sjó, morandi af hákörlum, var hægt að sjá frá flugvél, hvern ig hákarlarnir syntu í áttina til hljóðsins úr allt að 200 m. fjar- lægð. Fólk á sundi og uggahreyfing ar fiska framleiða einmitt hljóð bylgjur með álíka lágri tíðni, en ekki er vitað ennþá hvernig hákarlarnir finna stefnuna til hljóðsins. Hin tvö heyrnarfæri þeirra eru í hauskúpunni, þétt saman. Þar eð hljóðið fer næst um fimm sinnum hraðar gegn um vatn heldur en loft, hljóta hljóðbylgjumar að koma að heyrnarfærunum svo að segja samtímis. Dr. Wisby telur, að hákarlinn skynji á annan hátt. (Úr Teknik for alle). þjáningafullur dauði. Ennfrem ur bar þeim saman um, að lík- lega gætu dýr sloppið lifandi frá því, ef magnið væri nógu lít ið, sem ofan í þau færi. Þá sýndi lyfjafræðingur í Ing ólfs Apóteki í Reykjavík mér bók, sem hafði inni að halda alls konar eiturformúlur og útskýrði fyrir mér, að þessi bók væri lög gilt fyrir Danmörku og ísland, Ilhirik ívarsson frá Merkinesi. en því miður athugaði ég ekki hvenær hún var gefin út. Þar stendur svo um refaeitur: 33% hreint Strj'cnin 66% venjulegt stívelsi 1% Nikocyn Þetta gaf hann mér skriflegt með sínu blessaða nafni undir. Nú er það svo, að lyfjaverzl- anir fá lyf sín hjá Lyfjasölu Rík isins og segjast afgreiða Strycn- in eins og þáð komi þaðan. Fyrir nokkrum árum tók ég að mér að eitra fyrir ref á svæð inu frá Reykjanestá að Hvassa- hrauni í Gullbringusýslu. Eg notaði Strycnin-eitur, sem keypt var í Keflavíkurapóteki. Eg notaði nautakjöt, sjávarfugl og egg til þess að eitra með og lagði það út á 40 stöðum. Þetta var í janúarmánuði, en um miðj an apríl fór ég sömu leið til þess að athuga hvort étist hefði og koma fyrir leifum ofan í hraun sprungur eða á aðra örugga staði þar sem það gæti ekki skað að fugla, né önnur dýr. Kom þá í Ijós, að étið var á 28 stöðum, en þó fann ég ekki eitt einasta dýr hvemig Sem ég leitaði. Vill nú ekki Þorsteinn á Brak anda upplýsa mig og fleiri, sem eitra fyrir ref, hvaða tegund eit urs þetta er, sem hann notar og er svona fljótvírkt að hans- frá- sögn. Um leið langar mig til þess að ræða lítillega um árangur eitr unar og fullyrðing Þorsteins á, að refum hafi fjölgað mjög síð- an hætt var að eitra. Mér dettur ekki í hug að neita, að hægt sé að drepa refi á eitri. Einnig veit ég, að hægt er að eitra á þann hátt, að ekki saki aðrar skepnur nú fugla, því ekki er nauðsynlegt að setja eitrið á bersvæði, heldur má láta innundir í hrauni og eins undir mosa, því lágfóta finnur það af lyktnæmi, en ekki sjón. Er þá bezt, að það sem eitrað er, séu ekki stórir hlutir, heldur jafn- vel bitar, sem hún ber ekki langt, heldur étur strax á stund inni — og umfram allt að eitra snemma meðan yrðlingar eru ekki orðnir of fullorðnir. Nú er það svo, að refir eru mjög mis vitrir að upplagi eins og menn og önnur dýr. Eins er það vitað, að sumar tofur éta það sem þær finna og leggja sér margt til munns, jafnvel þótt menn hafi farið um það höndum. Aftur á móti eru önnur „dýr“, sem snerta tæplega annað en eigin veiði og alls ekki það, sem mað urinn hefur haft hönd á. Þá er- um við komnir að því, að á eitri höfum við grisjað úr tófustofn- inum þau dýr, sem eru miður vitur og lítt tortryggin, en eftir er þá úrvalið af stofninum; hin tortryggu, slægu og stórhættu- legu veiðidýr. Ekki álít ég Þor- stein á Brakanda né nágranna hans þá betur setta, þegar búið verður að hreinrækta refinn á þennan hátt. En er nú ekki líka önnur á- stæða fyrir því, að refum skuli fjölga? Áður var nægur mannafli í sveitum landsins, svo menn gátu frekar leyft sér að svipast um eftir grenjum og liggja fyrir tóf um bæði sumar og vetur. Nú er viðhorfið annað og tím ar breyttir. Nú er fólksfæðin í sveitinni og við sjávarstörf svo geysileg, að til þarf að fá útlendinga, ef atvinnuvegum skal halda gang- færum. Þegar þess er gætt, að refaveiðar eru oft sérlega kul- samt þolinmæðisverk samfara vökum, fækkar þeim ört, sem vilja leggja þær á sig, en önnur vinna er borguð með ofurkaupi, styttri vinnutíma og er að öllu leyti þægilegri. Þá er enn þess að geta, að síðan síðasta reglu- gerð var gefin út um verðlaun fyrir unnin dýr, hafa fjölmargar refaskyttur hreinlega hætt veið um, en stöku óvaningar reynt að gera það sem þeir geta og marg- ir náð undraverðum árangri. Aftur á móti hefur farið í vöxt, að ýmsir sportmenn hafa farið á stúfana með kúluriffla og jafn vel hunda, en litla þekkingu á háttum refa, enda árangur oft eftir því, þó eitthvað sé slasað. Eg get ekki stillt mig um að stinga því hér inn, að menn, sem ráðnir eru til minka og refa- veiða fyrir hreppsfélögin (því svo er ákveðið í lögum, að hver hreppur skuli ráða sér veiði- mann) skuli ekki fá byssu og önnur tæki til veiðanna toll- frjálst, heldur verði að leita til sportvöruverzlana, sem selja vörur þessar með ofsa álagi og hátolli og sett á bekk með hlut- um, sem hægt er að vera án. — Gegn tilheyrandi vottorðum frá viðkomandi oddvitum ættu ráðn ir veiðimenn að geta fengið vör- ur þessar á eðlilegu verði. Með beztu kveðjum til Þor- steins á Brakanda. Hinrik fvarsson frá Merkinesi. Minnisvarði um Eyvind duggusmið (Framhald af blaðsíðu 1). og lauk þar með athöfninni á Karlsá. Sveitarstjórn Dalvíkur bauð að þessu loknu til kaffidrykkju í skólahúsinu á Dalvík. Veizlu- stjóri var Einar Flygering sveit- arstjóri. Þar flutti aðalræðuna Snorri Sigfússon fyrrum námsstjóri, um Eyvind duggusmið, en hann hefur manna mest rannsakað gamlar heimildir um æfi hans og störf. Til máls tóku einnig: Sveinbjörn Jónsson, Jón Stefáns son, Hjálmar Bárðarson, Hjalti Haraldsson, Aðalsteinn Óskars son, Otto Schopka og að síðustu flutti Sveinbjörn Jónsson þakk arávarp og karlakórinn, ásamt öðrum viðstöddum, söng þjóð- sönginn við undirleik söng- stjórans. [ A VARÐANUM STENDUR: í 1 „Hér við naustin á Karlsá 1 1 var mikil skipa- og bátasmíða \ 1 stöð á 18 öld. Stærst og fræg I i ast var haffært skip með hol \ \ lensku lagi. Yfirsmiður og i i eigandi var Eyvindur Jóns- i I son, duggusmiður f. 1678 — i : d. 1746. Duggan fórst við land i | í ofviðri 1717. 1 Á þann flöt, sem að hafinu = i veit er mótuð þessi ferskeytla i I sem getur verið ort af hvaða i = góðskáldi þjóðarinnar sem i i er: = í Meðan íslenzkt flýtur far,/ i i og fornar sagnir geymast,/ i i afrek Duggu-Eyvindar/ = aldrei munu gleymast“. i Greypt er með smáu letri i = neðst á bakflötinn: i „Minnismerki þetta gerði i = og gaf H.f. Ofnasmiðjan í i = Reykjavík 1965. i Gerð þess og lögun önnuð i Í ust Sveinbjörn Jónsson, fram i Í kvæmdastjóri og Páll Ragn i I arsson, fulltrúi skipaskoðun i = arstjóra ríkisins.“ rillllllllllllimiHIIIIIIIIIIMimHlllllflllttllHlllllllMHi; EYVINDUR DUGGUSMIÐUR EYVINDUR duggusmiður á Karlsá á Ufsaströnd fæddist á Sauðakoti á Ufsaströnd 1678. — Foreldrar hans voru Jón Bjarna son og Björg Hrólfsdóttir. Þá bjó á Sauðnesi Þorleifur Rögn- valdsson galdramaður. Eyvind- ur flutti ungur með foreldrum sínum að Karlsá, sem var skóg- arjörð og þaðan var útræði og sjórinn fast sóttur. Jón Bjama- son, faðir hans, var hreppstjóri og hagleiksmaður, kunnur báta smiður. Eyvindur var snemma ódæll og einþykkur, djarfur í tiltekt- um og kappsfullur. Sagt er, að hann hafi, unglingurinn, smíðað sér bát. En faðir hans braut bát inn, taldi hann glæfrafleytu. — Hann bjó einnig til sundpoll og æfði þar sund. Samlyndi þeirra feðga var risjótt talið, en um uppvöxt Eyvindar er þó fátt vitað með vissu, en munnmæla sögur lifa enn á vörum Svarf- dælinga um þá feðga. Snemma gerðist Eyvindur for maður á báti föður síns. Ein- hverju sinni hreppti hann aftaka veður og var orðið ólendandi við Karlsá, er báturinn kom að landi. Eyvindur ætlaði þá að lenda í Hólsvör, litlu innar og hélt þangað. Þá sér hann föður sinn á bakkanum og gefur hann Eyvindi merki um að fara í Hóls vör. Sneri Eyvindur þegar við og lendir við Karlsárnaust, heilu og höldnu. Hann kvað ekki þörf að segja sér til á sjó. Eyvindur var mikill bátasmið ur og smíðaði stærri og stærri báta meðal annai-ra Hafrenning og Snarfara, er sögur fóru af. — Síðast réðist hann í það stór- - virki að smíða á Karlsá haffært skip, duggu þá, sem síðan fylgdi nafni hans. Er dugga sú talin fyrsta þilskip hér smíðað og hef ur e.t.v. verið um 30 tonn að stærð með hollenzku lagi. En í þá tíð voru Hollendingar fjöl- mennir hér við land og stunduðu fiskveiðar. Eyvindur átti við þá mikil skipti og góð. Er talið, að þeir hafi verið honum hjálpleg ir við smíði duggunnar, jafnvel gefið honum seglabúnað og fleira. Duggan mun hafa verið smíðuð 1705—1712 og eru sagð ar sögur af henni og djarfri sigl ingu Eyvindar, sem var maður djarfur og mikill sjómaður. — Dugga þessi fórst nokkrum ár- um síðar við Hofsós og með henni einn af hásetum Eyvind- ar. Talið er, að Eyvindur hafi bú- ið á Krossum á Árskógsströnd um nokkurra ára bil eftir að hann smíðaði duggu sína. Kona hans var Þórunn Sæmundsdótt- ir prests að Stærra-Árskógi. Þau áttu afkomendur en skildu sam vistum. Mælt er, að Eyvindur hafi ver ið fátækur maður eftir missi skipsins góða, og að hann hafi lítt fengist við báta eða skipa- smíðar eftir það. En um leið hefst sá þáttur sögu hans, sem allglöggar heimildir eru til um. Hann var skipaður sýslumaður Húnvetninga um skeið, og má af því marka, að maðurinn hafi ekki verið talinn neinn aukvisi. Síðan varð hann klausturhald ari sunnan fjalla og lenti þar í miklum málaferlum og langvinn um. Vitna þær deilur um mikla vitsmuni Eyvindar, stórlæti og víkingslund. Eyvindur Jóns- son duggusmiður frá Karlsá dó árið 1746. (Nokkur éfnisleg atriði úr ræðu Snorra Sigfússonar). GÓÐ GJÖF HINN 6. júlí sl. færði Sigurður Sveinbjörnsson á Akureyri kirkjunni á Möðruvöllum í Hörg árdal kr. 1000,00 að gjöf til minn ingar um foreldra sína, en þann dag var 100 ára afmæli föður hans. Gjöf þessa þakkar söfnuður, sóknarnefnd og prestar kirkjunn ar alúðarfyllst og minnast þess, að fyrir 5 árum færði Sigurður Möðruvallaklausturskirkj u einn ig kr. 5000,00 í minningu for- eldra sinna. Tryggð Sigurðar við kirkju sína og átthaga er mikil og raun ar honum lík. Agúst Sigurðsson aðstoðarprestur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.