Dagur


Dagur - 11.08.1965, Qupperneq 2

Dagur - 11.08.1965, Qupperneq 2
2 Héraðsmót HSÞ að Laugnm Bændadapr Eyfirðinga fóksí ve! Laugum 1. júlí. Héraðsmót HSÞ í frjálsum íþróttum var haldið að Laugum laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. júní s.l. — Veður var sæmilegt fyrri dag- inn og ágætt seinni daginn og fjölmenntu þá áhorfendur til mótsins. Þátttaka var mikil í mótinu og árangur góður eins og úrslit sýna. Dansleikir voru bæði kvöld- in og skemmti Jón Gunnlaugs- son þar með eftirhermum. Enn fremur var sárstök barna- skemmtun kl. 16 á sunnudag- inn. Á sunnudagskvöld kepptu íþróttafélagið Völsungur, Húsa vík og íþróttafélagið Magni, Höfðahverfi, í knattspyrnu og sigraði Völsungur með 8 mörk- um gegn 5. í hálfleik stóðu leik ar 5:1 Völsungum í vil. Mótsstjóri var Stefán Kristj- ánsson íþróttakennari, Reykja- vík, en hann og kona hans, Kristjana Jónsdóttir, höfðu und anfarnar vikur þjálfað íþrótta- fólk HSÞ fyrir þátttöku í Lands móti LJMFÍ að Laugarvatni. í morgun lagði af stað héðan frá Laugum um 70 manna hópferð á vegum HSÞ á Landsmótið, keppendur, fararstjórn og þing- fulltrúar. * Urslit í héraðsmótinu urðu þessi: KARLAGREINAR. 100 m hlaup. sek. Jón Benónýsson E. 11,2 Höskuldur Þráinsson M. 11,3 í undanrásum hljóp Jón : 11,1 (jafnt þingeysku meti) og uldur á 11,2 sek. Hösk 400 m hlaup. sek. Jón Benónýsson E. 55,3 Halldór Jóhannesson Ma. 55,8 1500 m hlaup. sek. Halldór Jóhannesson Ma. 4:14,8 Ármann Olgeirsson B. 4:37,8 5000 m hlaup. sek. Halldór Jóhanness. Ma. 16:13,0 Ármann Olgeirsson B. 17:11,1 Tími Halldórs er nýtt eyskt met. þing- 4x100 m baðhlaup. sek. Sveit Umf. Eflingar 48,2 Sveit umf. Mývetnings 49,2 Langstökk. m Sigurður Friðriksson E. 6,85 (þingeyskt met). Ingvar Þorvaldsson V. 6,49 Keppendur 11. Þrístökk. m Sigurður Friðriksson E. 14,12 Ingvar Þorvaidsson V. 13,84 Keppendúr 6; Hástökk. m Páll Dagbjartsson M. 1,65 Halldór Sigurðsson G. 1,60 Síangarstökk. m Sigurður Friðriksson E. 3,10 Ásgeir Damelsson V. 3,10 Kúluvarp. m Guðm. Hallgrímsson G. 13,01 Þór M. Valtýsson G. 12,39 Keppendur 5. Kringlukast. m Guðm. Hallgrímsson G. 44,88 Þór M. Valtýsson G. 38,87 Spjótkast. m Guðm. Hallgrímsson G. 43,71 Jón Á. Sigfússon M. 42,71 KVENNAGREINAR. .100 m hlaup. sek. Lilja Sigurðardóttir E. 13,2 Þorbjörg Aðalsteinsd. G. 13,3 ÞANN 19. júní s.l. fóru fjórtán keppendur úr Skákfélagi Ak- ureyrar í keppnisför til vina- bæjar Akureyrar, Randers í Danmörku. Til viðbótar voru með í förinni þrjár konur. — Skákfélag Akureyrar hafði unn ið að því um nokkurn tíma, að slík keppni milli vinabæjanna gæti átt sér stað. Komið var til Randers mánu daginn 21. júní. Daginn eftir var fyrirhuguð keppni við skák félagið í. Aarhus, sem talið er .sterkasta' skákfélag Danmerk- úr. Keþpt. var á 14 borðum og fóru leikar svo að Skákfélag Akureyrar tapaði þeirri keppni með 8V2 vinning gegn 5 '/£ vinn- ing. í umsögnum JJanskra blaða kom það .frpm; ,áð þeir töldu, að Akureyringarnir hefðu verið í undanrásum hljóp Lilja á 13,0 (þingeyskt met) og Þor- björg á 13,4 sek. Keppendur 14. 4x100 m boðhlaup. sek. Sveit Umf. Eflingar 56,7 (þingeyskt met). Langstökk. m Lilja Sigurðardóttir E. 4,85 Sigrún Sæmundsdóttir Ma. 4,63 Hástökk. m Sigrún Sæmundsdóttir Ma. 1,40 Sigríður Baldursdóttir Ma. 1,40 Keppendur 9. Kúluvarp. m Helga Hallgrímsdóttir G. 9,26 Erla Óskarsdóttir R. 9,02 Keppendur 7. Kringlukast. m Sigrún Sæmundsd. Ma. 31,36 Erla Óskarsdóttir R. 26,81 Keppendur 5. Stig félaga. stig Umf. Efling 58 íþróttafélagið Magni 391/3 Umf. Geisli 35 Umf. Mývetningur 22 Umf. Bjarmi 19 íþróttafélagið Völsungur 11% Umf. Gaman og alvara 7 Umf. Reykhverfinur 6 óheppnir, og hefðu átt að fá betri útkomu, eftir gangi keppn innar. Fyrsta skákfclagið, sem fer ut- an í keppnisför. Miðvikudaginn 22. júní fór svo fram aðalkeppnin, á milli vinabæjanna — og var þá einnig teflt á 14 borðum — og lauk með sigri Akureyrar með 8 vinningum gegn 6. í danska blaðinu Randers Amtsavis fer Mogens Christen- sen viðurkenningarorðum um frammistöðu Akureyringanna í þessari keppni og dugnað þeirra í að koma þessari keppni á, en Mogens Christensen er formað- ur skákfélagsins í Randers, og hvíldu móttökur og öll fyrir- greiðsla á hans herðum, sem Skákfélag Akureyrar er mjög þakklátt fyrir. Að lokinni keppni var skák- mönnum og gestum þeirra boð- ið, af borgarstjóranum í Rand- ers, í kynnisferð um úthverfi borgarinnar. Var það mjög ánægjulegt í alla staði. Þetta er í fyrsta skifti í sögu landsins, að skákfélag fer út fyrir landsteinana, til keppni við vinabæ, og má líklegt telja, að för þessi verði upphaf að auknu samstarfi og betri kynn- um skákmanna í vinabæjum Akureyrar, en verið hefur nú u'm nokkurn tíma. Framanskráðar upplýsingar fékk blaðið hjá formanni Skák- félags Akureyrar, Jóni Ingi- marssyni, og vill taka undir orð hans um aukna samvinnu vina- bæjanna. □ . BÆNDADAG Eyfirðinga, sem haldinn var á Laugarborg á sunnudaginn, sóttu um 500 manns og fór hann hið bezta fram. Guðsþjónusta, ræða bún- aðarmálastjóra, íþróttir og önn- ur skemmtiatriði, fóru fram eins og auglýst hafði verið, og á dansleiknum um kvöldið var húsfyllir. Sveinn Jónsson, form. UMSE stjórnaði bændadegin- um og flutti ávarpsorð. Mælskumenn framan Akur- eyrar sigruðu í mælskulist, Völsungar unnu UMSE í knatt- spyrnu, 4:1, en úrslit nagla- og hattaboðhlaups, er blaðinu ó- kunnugt. — í víðavangshlaupi sigraði Bergur Höskuldsson frá Hesjuvöllum. LEIÐRÉTTING. Gjöf Sigurðar Sveinbjörnssonar til Möðru- vallakirkju, sem sagt var, frá nýlega hér í blaðinu, var kr. 5.000,00, en ekki 1.000,00, eins og þar misprentaðist. Leið- réttist þetta hér með. DAGANA 20. til 30. júlí visiter- aði biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, kirkjur í Eyja- fjarðarprófastsdæmi, flutti guðs þjónustur í hverri kirkju og ræddi við söfnuðina og börn, sem til kirkjunnar komu á Biskup íslands, lierra Sigur- björn Einarsson. hverjum stað. Voru guðsþjón- usturnar hvarvetna ágætavel sóttar, enda vann biskupinn alls staðar hvers manns hug og hjarta með ljúfmannlegri fram- komu. í för með honum var biskupsfrúin, Magnea Þorkels- dóttir, og sonur þeirra Þorkell. Hefur söfnuðum þessa byggð- arlags verið mikil gleði og upp- örvun að heimsókn biskupsins, og munu menn lengi minnast hinna fögru og andríku prédik-' ana hans, alúðar hans og áhuga fyrir málefnum kirkjunnar, enda er biskupinn virtur jafnt utan lands sem innan fyrir gáf- ur og margvíslega hæfileika. í sambandi við visitaziuna var haldinn héraðsfundur á Á bændadegi Eyfirðinga hafa jafnan staðið Ungmennasamb. Eyjafjarðar og Búnaðarsamb. Eyjafjarðar. Hefur samvinna þessara aðila verið góð og þess ir hátíðisdagar bændastéttarinn ar jafnan tekist mjög vel. □ Tekur M.A. Varðborg á leigu í vetur? í ATHUGUN mun vera, vegna mikillar aðsóknar að Mennta- skólanum á Akureyri, að hann taki gistiliús templara hér í bæ, Hótel Varðborg, á leigu næsta vetur. Myndi sú ráðstöfun bæta úr brýnni þörf skólans og e. t. v. geta samrýrnst starfsemi hótels- ins, meðan ferðamenn eru fæst- ir. En MA hefur að sínu leyti lagt fram smn skerf yfir sumar- mánuðina, vegna ferðafólks, með gestamóttöku í heimavist skólans. □ Grund sunnudaginn 25. júlí. Hófst hann með hátíðaguðsþjón- ustu í kirkjunni, þar sem bisk- upinn prédikaði og aðkomu- prestar þjónuðu fyrir altari ásamt honum, en að henni lok- inni setti prófasturinn, séra Benjamín Kristjánsson, héraðs- fundinn og flutti yfirlit um kirkjulega atburði í prófasts- dæminu á liðnu ári og ræddi einnig nokkuð um kirkjumál á breiðara grundvelli. Að lokinni fundarsetningu bauð kvenfélag sóknarinnar til kaffidrykkju í félagsheimilinu Laugarborg og var fundinum haldið þar áfram. Biskupinn sat héraðsfundinn. Auk venjulegra héraðsfund- arstarfa var nokkuð rætt um ýmis kirkjuþingsmál, t. d. mælti fundurinn eindregið með frum- varpi um kristnisjóð, er flutt var af biskupi og kirkjuráði, á 4. kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og skoraði á Alþingi að taka þetta frumvarp til meðferðar og gera það að lögum. Einnig var rætt nokkuð um rafhitunarmál kirknanna og kvartað yfir því, að sums staðar hefur sá háttur verið á, að lokað hefur verið fyr ir rafstrauminn um hádegisbil- ið eða rétt áður en guðsþjón- usta hefst, með þeim afleiðing- um að kirkjurnar eru orðnar kaldar, þegar hitans er mest þörf. Mun sú hugsun vera bak við þetta, ef nokkur er, að á þessum tíma sé mest álag á rafveitunni vegna matseldar. Þess ber þó að gæta, að sveitakirkjur eru yfir- leitt ekki hitaðar nema á helg- um dögum, þsgar lokað er verk- stæðum og vinnustöðvum, sem margfalt meira rafmagn nota, svo að þsssi ráðstöfun virðist vera gersamlega ástæðulaus. Var samþykkt ályktun þess efnis, að kirkjumálastjórnin var baðin að hlutast til um það við Rafmagnsveituna að hún veiti undanþágu um þetta. Skákmennirnir frá Akureyri á tröppum nýbyggðar kirkju í Rand- ers — ásamt nokkrum dönskum vinum. — Fremsti ljósklæddi mað urinn er borgarstjórhm í Randers Hr. Thong Holm. (Ljósm.: M. S.) Skákfélag Akureyrar í keppnis- ferðalagi í vinabænum Randers Visifazia biskups og héraisfundur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.