Dagur - 14.08.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 14.08.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyrí Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. AÐHALD BER ÁVÖXT Á STÉTT ARS AMBANDSFUNDI á Eiðum játaði Ingólfur landbúnað- arráðherra, að hann væri ekki fáan- legur til að flytja á Alþingi breyt- ingar þær á framleiðsluráðslögun- um, sem hændastéttin óskaði eftir fyrir tveim árum, en sagðist vera til viðræðu um mál, sem mættu verða vbændum til gagns“. Sennilega á ráðherrann hér óhægt um vik. En þakklátur mætti hann vera Fram- Sóknarmönnum fyrir það að hafa í mörg undanfarin ár gegnt því hlut- verlti landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir framgangi hagsmunamála landbúnaðarins og færa fram rök Jjcim til stuðnings. Án Jjess aðhalds, sem ríkisstjórnin hefur haft af mál- flutningi Framsóknarflokksins og stéttarsamtakanna, hefði víst lítið orðið ágengt í þeim efnum. Ráð- herrann var drjúgur yfir því, að hrundið hefði verið árás á Stofnlána- deildina, eins og hann orðaði það, og átti víst við hæstaréttardóminn í búvöruskattsmálum. Búnaðarsam- bönd landsins voru þama „árásar- menn“, að hans dómi. En það voru þau, sem stóðu að málinu gegn ráð- herranum, ])ótt Hermóður í Nesi væri vegna formsatriða málsækjandi. I»að er til marks um vinsældir nú- verandi stjórnarvakla hjá bændum, að flest búnaðarsambönd landsins skuli liafa átt í áralöngum málaferl- unr við landbúnaðarráðherrann fyr- ir dómstólum landsins. E. t. v. er þó landbúnaðarráðherrann í þessari ríkisstjórn bændum hliðhollastur af ráðherrunum, en verður að bevgja sig fyrir hinni „ráðandi stefnu“ stjórnarinnar, líka eftir að hún varð svo loppin og lítils megandi, að stefnan sé næsta óljós. Lánamálin óleyst enn þá Jarðræktarframlag til bænda hefúr nú verið hækkað til verulegra muna, en það var komið niður úr öllu valdi eftir að ríkisstjórnin í við- reisnarveldi sínu um 1960 neitaði að láta Jrað fylgjast með vísitölunni. Langt er síðan Búnaðarfélagið reyndi að fá leiðréttingu á jarðrækt- arlögunum , um Jjetta efni, og Fram- sóknarmenn hafa þing eftir þing flutt frumvörp um Jiessi mál. Var Hjörtur á Tjörn framsögumaður þess máls á þingi í fyrra. Nú loks hefur stjórnin látið undan síga. En lánskjarámál bænda eru óleyst enn- þá. í málefnum bændanna skiptir Jjað höfuðmáli, að Jaeir standi vel saman og eigi á AlJjingi trausta málsvara í sókn og vörn. Á SÍÐUSTU áratugum 19. ald- ar og um aldamótin síðustu skiptu Norðmenn um fjárkyn. Þeir ruddu inn í landið enskum fjárkynium, og tóku að sama skapi að afrækja hið gamla norska fjárkyn, stuttrófukynið, sem um flest er líkt hinu ís- lenzka sauðfé og telja verður til sama/flokks fjárkynja. All- löngu seinna kom raunar hlut- ur norska fjárkynsins upp að nýju. Augu manna opnuðust fyrir því að fjárkyn þetta hafði sína kosti, það væri skaði og skömm að láta það hverfa sem búfé. Þá var farið að hrein- rækta stuttrófukynið „norsk spælsau11 — að nýju, og nú fer álit þess vaxandi. Um það er sárstök saga. Einn hinn mesti framámaður við innflutning og ræktun hinna ensku fjárstofna í Noregi, á síðustu áratugum síðustu ald- ar, var maður að nafni Johan Sehumann. Hann var ekki að- eins sauðfjárræktarmaður, jafn- framt því var hann mikill rit- höfundur. Schumann ritaði ósköpin öll um sauðfjárrækt. Flest rit sín gaf hann út í heft- um og á eigin kostnað. Vildu ritin því týna tölunni þegar ár- in liðu, og verða fágæt sem heil- ar bækur. Hið fyrsta rit sitt um sauð- fjárrækt gaf Schumann út 1874 og nefndi það „Faareavl og landbovilkaar i Norges kyst- land“. Árið 1895 hóf Schumann að endursegja og betrumbæta rit sín um sauðfjárrækt, og að gefa út aðra útgáfu af þeim, einnig í heftum. Alls urðu það 23 hefti með órofnu blaðsíðutali, alls hvorki meira né minna en 1976 blaðsíður. Allt ber verkið titil- inn: Faarehold i Norge. Af heftunum 23 eru 11 það sem Schumann kallar: Forberedende skrifter. Fjalla þau um fóður- fræði o. fl. Síðustu ritin 12 kall- ar hann: Praktisk faaresteii. í ritunum eru alls 703 myndir. Útgáfunni lauk 1902. Nú er fljótsagt, að þótt eigi sé um eldra ritverk að ræða en þetta, er Faarehold i Norge — önnur útgáfa 1895—1902 afar sjaldgæft rit, að ég tali nú ekki um frumútgáfuna frá 1874 og árin þar á eftir. Svo sjaldgæf eru heil og fullkomin eintök þessara rita, að þau eru ekki til sem heild í beztu búfræðibóka- söfnum í Noregi, t. d. ekki í bókasafni Búnaðarháskólans í Ási. Samt sem áður munu eintök af bókum þessum hafa borizt til íslands, með ungum mönn- um, íslenzkum, sem voru við sauðfjárræktarnám í Noregi, en svo sem kunnugt er fóru nokkrir íslendingar utan til slíks náms fyrir, um og eftir aldamótin síðustu. Hefi ég í höndum eitt eintak af Faare- hold i Norge, algerlega heilt. Eintakið er komið til mín úr eigu bónda í Húnaþingi, sem var við verklegt nám (þó ekki sauðfjárrækt) í Noregi 1901 til 1902. Hann fer sem sé heim frá Noregi, árið sem lýkur útgáfu hinna umræddu rita. Til gam- ans má geta þess, að hin 23 rit eða hefti kostuðu þá n. kr. 10,00 ef öll voru keypt í einu. Gaman væri og gagnlegt um leið, að vita hvort heildarút- gáfa Schumanns af Faarehold i Norge fyrirfinnst í eigu ís- lenzkra aðila (bænda), og ef svo er, hver eða hverjir eru svo heppnir að eiga ritverk þetta, m sauMjárrskl HERFERÐ GEGN HUNGRI sem er svo harla fágætt, og um leið allverðmætt. Annað rit á norsku, er snert- ir íslenzka sauðfjárrækt, er einnig harla fágætt, að því er ég hygg. Svo sem kunnugt er ferðað- ist norski búfræðingurinn Ole Torbjörnsen Myklestad um hér á landi á árunum 1902—1906 til þess að kenna bændum að út- rýma fjárkláðanum, þótt það tækist nú ekki að fullu. Margir eldri menn muna Myklestad og starf hans. Myklestað var fædd- ur 1841 og var því aldraður maður er hann ferðaðist um hér á landi. Verður víst ekki annað með sanni sagt, en hann hafi lagt mikið á sig við starf sitt hér, erfið vetrarferðalög, oft við miður gó.ða aðbúð, svo sem þá var títt. Kominn á átt- ræðisaldur skrifaði Myklestad bók um ferðir sínar og starf á íslandi: Gjennem Island paa kryds og tvers. Bókin kom út í Biörgvin 1915. Segja má að bókin sé fremur lítið merk, en annað ber til. Mest allt upplag bókarinnar fórst í brunanum mikla í Björgvin 1915, og mun hún því vera í fremur fárra höndum. . Sennilega hefir Myklestad sent eitthvað af bók íinni til ís- lands, t. d. til vina sinna hér. Ef svo er, hvar eru þau eintök niðurkomin? Menn, sem voru fylgdarmenn Myklestads á ferð um hans hér, eru enn á lífi, t. d. Björn Kristjánsson frá Kópa- skeri. Þá má geta þess, að Helgi Valtýsson skrifaði stuttan for- mála við bók hans, er formál- inn dagsettur í Bergen 15. nóv. 1915. Þorvaldur Thoroddsen getur bókarinnar í Lýsing ís- lands, þriðja bindi, bls 411. Hvorug hinna nefndu bóka er til í Landsbókasafni íslands, enda er þess varla von. Hins- vegar er eitt af hinum elztu rit- um Schumanns, frá 1876, til í safninu. Má það merkilegt heita. 30. júní 1965 Árni G. Eylands. UNDANFARNA mánuði hefur starfað hér á landi framkvæmda nefnd Herferðar gegn hungri. Að nefnd þessari standa 11 landssambönd æskufólks á ís- landi, og er tilgangur nefndar- innar að kynna hér á landi vandamál vanþróaðra rikja og hefja fjársöfnun til þess að standa undir framkvæmd ákveðins verkefnis í vanþróuðu ríki. Herferð gegn hungri starf- ar á vegum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, og hefur það sem markmið, að hjálpa íbúum van- þróaðra ríkja til sjálfshjálpar. Hér á landi er það æskufólk, sem tekið hefur frumkvæðið í þessu mikla hagsmunamáli allra manna. Þau landssam- bönd æskumanna, sem að nefnd inni standa eru Stúdentaráð Háskóla íslands, Samband bindindisfélaga í skólum, Lands samband íslenzkra ungtempl- ara, Ungmennafélag íslands, íþróttasamband íslands, Banda- lag íslenzkra farfugla, Iðnnema samband fslands, Samband ungra Framsóknarmanna, Sam- band ungra Jafnaðarmanna, Samband ungra Sjáifstæðis- manna, Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista, en þessi samtök mynda Æskulýðs- samband íslands, sem skipaði framkvæmdanefndina. Sambönd þessi sendu nýlega frá sér ávarp til íslendinga, þar sem bent var á þá staðreynd, að mikill hluti mannkynsins býr við hungui'. Síðan segir: „Bilið milli þessa hluta mann- kynsins og íbúa iðnþróaðra ríkja breikkar stöðugt. S.l. ára- tug hafa meðaltekjur vaxið ár- lega um 8.600 krónur á hvert mannsbarn víða á vesturlönd- um, en ekki nema um 430 krón- ur á mann í vanþróuðum ríkj- HóIðhátíSin er á morgnn VIÐ undirrituð í stjórn Hólaíé- lagsins, sem stofnað var 16. ágúst 1964 á Hólum í Hjaltadal, viljum hér með vekja athygli alþjóðar á helztu stefnuskráratriðum félags- ins, scm minnzt hefur verið áður á í fréttatilkynningum s.l. sumar. Hólafélagið er félag allra lands- manna, og hlutverk þess er að beita sér fvrir samtökum meðal Jjjóðarinnar um eflingu Hólastað- ar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáherzla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og efl- ingu Hóla sem skólaseturs. Stjórn félagsins minnir á jjá staðreynd, hve gífurlega vaxandi og aðkallandi Jsörf íslendinga er fyrir æðri menntastofnanir þegar á næstu árum. Ber sérstaklega Itrennt til. 1) Mannfjöldi á Islandi eykp nú svo hröðum skrefum, að gert er ráð fyrir [jví, að um næstu aldamót verði tala landsmanna orðin fjögur hundruð þúsund. Sú tala tvöfaldast síðan væntanlega á um Jjað bil þrjátíu árum, ef engin sérstök áföll henda, 2) Kröfur nýs tíma kalla á meiri fjölbreytni og nýja uppbvggingu ýmissa atriða í framhaldsmenntun æskunnar, m. a. þeirri, er stefnir að háskóla- riámi, og ber kirkjunni að eðli- legum hætti skylda til, nú eins og forðum, að leggja hönd á plúginn í skólamálum, eftir Jjví sem þörf Jjjóðarinnar krefst, — og þá ekki sízt á hinum fornhelgu mennta- setrum Jjeirra tveggja biskups- stóla, sem stiirfuðu hlið við hlið að menriirigarmálum Jjjóðarinnar lengst af, eða frá Jjví skömmu eft- ir að kristni var lögtekin og tii aldamóta 1800, þegar [jað hrapa- lega misferli var l'ramið á ein- hverjum mestu hörmungartímum, sem yfir landið hafa gengið, að leggja Jjá niður ásamt skólum stað anna. Með sérstöku tilliti til þess, sent hér hefur verið sagt tim öran vöxt þjóðarinnar; er auðsætt, að mjög nauðsynlcgt er að hafa vel grund- vallaðan viðbúnað til að mæta vaxandi þörf á sviði almenns kirkjustarfs í framtíðintii, og mun lsiendingum þykja vel fara á Jjví að knýta um leið menningarþræði sögunnar á þann hátt, að báðir biskupsstólarnir verði endurreist- ir innan skamms. Verða þá, bisk- upar Jjrír í landinu. I’eir munu allir hafa ærin störf að vinna, og ei síður Jjótt safnaðarstarf og ann- að leikmannsstarf aukist að ntikl- um mun frá jjví, sem nú er. Hólahátíð skal halda árlega í samvinnu við Hólanefnd. Sé hún um sautjándu helgi sumars, ef því verður við komið. — Hólahátíðin vcrður á morgun, sunnudag. (Úr fréUatilkynningu). um. Enda er æviskeið íbúa van- þróaðra ríkja 30—35 ár eða helmingi styttri en í Evrópu. Ollum, sem kynnt hafa sér þessar staðreyndir, má vera ljóst, að heill mannkyns er und- ir því komin, að þetta bil verði brúað.“ Síðan er stuttlega rakin or- sök þess, að Herferð gegn hungri var sett á stofn og um tilgang herferðarinnar segir: — „Herferð gegn hungri miðar að því, að íbúar iðnþróaðra ríkja hjálpi íbúum vanþróaðra landa til þess að hjálpa sér sjálfir. Þessi veiðleitni hefur þegar borið mikinn ávöxt, en betur má.“ Og um hlut íslendinga í þess- ari baráttu segir: — „Þó að þjóðartekjur íslendinga séu þre falt meiri á mann en bezt ger- ist í vanþróuðum ríkjum, hafa íslendingar enn ekkert lagt fram til Jjessa mikla sjálfboða- starfs. Nú hafa 11 landssambönd æskufólks, Æskulýðssambands íslands, stofnað framkvæmda- nefnd Herferðar gegn hungri, sem mun kynna vandamál van- þróaðra ríkja hérlendis og vinna að því, að íslendingar leggi fram sinn skerf í þessum al- heimsátökum við hungrið. ís- íslendingum mun auðskilið, hvern ábyrgðarhlut þeir bera í þeirri baráttu". Kjeld B. Juul, yfirmaður Evr- ópudeildar Hei'ferðar gegn hungri, dvaldist hér á landi dag ana 6.—9. júlí til þess að að- stoða nefndina við starf sitt. — Hann ræddi einnig við forystu- menn stjórnmálaflokkanna, þá Bjarna Benediktsson, forsætis- ráðherra, Emil Jónsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, Eystein Jónsson, formann Framsóknar- flokksins og Einar Olgeirsson, formann Sósíalistaflokksins. — Ræddi hann um hugsanlega að- stoð íslands við vanþróuð ríki, og var hann mjög ánægður með undirtektir flokka formannanna sem hann sagði, að hefðu verið mjög jákvæðar. Þá ræddi hann einnlg við Davíð Ólafsson, for- mann íslenzku FAO-nefndarinn ar, en nefndin hefur haft sam- vinnu við hann, og við Halldór Laxness, sem lofaði að styðja herferðina eftir getu. Framkvæmdanefndin hefur ráðið framkvæmdastjóra, Jón Ásgeirsson, og opnað skrifstofu í Æskulýðshöllinni, Fríkirkju- vegi 11, sími 14053, og eru þar veittar allar frekari upplýsing- ar. $ Eyjafjarðar fríða sveitin fjöllum girt að sæ hjarta kæru laut og leitin liggja að hverjum bæ. Skógur heill og ösp hér áður uxu um þessa sveit öxi bóndans hertri háður og hjarðarinnar beit Skógur heill og ösp hér áður uxu frjáls hvar augað leit. Eyjafjarðar rósin rjóða röðli brosir mót. Fegrar viixt og frjóið góða falli dögg að rót. Fuglinn syngur fögru ljóðin frelsi sínu ann. Ekkert betra ætti Jjjóðin en eik í skógar rann. Ekkert betra ætti þjóðin eik í þéttum skógar rann. Eyjafjarðar fögru bólin fyrrum voru lág. Geislum vefur gullna sólin græðlingana smá. Eitt þvisunda ára gróður auðgar þennan fjörð. Framtakið er flestra hré)ður fórna og standa vörð. Framtakið er flestra hróður fórna orku og standa vörð. Fjalla háu breiða byggðin blómum vaxin er. Bændasona daladyggðin draumalandið sér. Þar sem eitt strá óx upp áður arðsvon márgur sér. Akrar vaxa, mór af máður merkið landið ber. Akrar vaxa, mór af máður merkið sérhvers meiður ber. Magnús Kristjánsson. | RONALD FANGEN | EIRÍKUR HAMAR1 Í Skáldsaga g ÍSÍHKHKSÍHKHKHKHK 58 KHSÍHSCHSJSÍHSCHSÍHSJS' gamla daga. Honurn liðkaðist brátt málið, og Eiríki virtist frásögn hans bráðskemmtileg, og dómgreind hans bæði liröð og hiklaus. Það voru sannarlega ekki aðeins augu hans, sem voru skýr og skörp, lieyrn hans og eftirtekt voru heldur ekki slök, og hann gæddi lífi ýmsa þá, sem Eiríkur kannaðist ekki við, með því að flytja orðalag þeirra og um- mæli í lifandi eftirmynd. — Eigið þér marga kunningja og vini hér í París núorð- ið? spurði Eiríkur. — Nei, nú eru það ekki margir. Á vissum tíma ævinnar glatast eiginleikar manns og hæfileikar til að eignast vini, og einnig löngun til viðkynningar, eins og yður mun kunnugt. Og auk þess hefir maður sennilega skemmt sér nægilega á ævinni. — Já, það hafið þér sennilega gert? Unnið mikið og skemmt mér mikið, það er þó víst og satt. Margt af því gremst manni seinna. En það verður að tína það með í sarpinn. Lífið hefir ráð á fáeinum asna- stykkjum og strákapörum. _ Já, það er alveg ótrúlegt hverju það hefir ráð á. Storm saup á glasinu: — Þarna sijgðuð þér það, Hamar. Það er alveg ótrúlegt! Ný ræsing, ný skilyrði, góður byr, og miðlað málum um verstu agnúana manna á milli, svo siglum við á ný. — Nei, ég hefi aldrei áhyggjur af þeirn, sem þetta skilja. — Ef til vill eigum við listamenn hægast með að skilja þetta. Hve oft erum við ekki niðurdregnir í skapi, loppnir í höndum og hverfulir í augum. Komum engu í verk! }á, þá gæti maður skákað sér niður og barmað sér með Job gamla. Því að þorrinn er allur okkar auður. — En þá ríður á að temja sér dálitla þolinmæði. Og svo — Drottinn minn dýri, — svo er öllu lokið eftir stutt og stillt andartak, augað skært og sterkt sem gull, og hnefinn mjúkur eins og fífuhnoðri! — Það hlýtur að vera dásamlegt, sagði Eiríkur. — Dásamlegt já. Og standi lengi á þessu vandræða- ástandi, verður maður samt að taka þessu rólega. En sjáið þér til, ég verð eiginlega alveg utangátta í skapi, þegar fólk svo að segja gefst upp. Jæja, jæja, ég veit að þetta læt- ur kannski dálítið grunnfærnislega eða yfirlætislega í eyr- um, — en í hamingjubænum, Hamar, raunveruleikinn er sá fyrir flesta okkar, að lífið er ekki eintórn lagkaka, eins og danskurinn segir. En það vill þó til öðru hverju, að við fáum-lagkökubita, þegar við sízt búumst við. Og verði ekki allt eins gott og við lielzt hefðum óskað, þá verður það sarnt kannski gott á allt annan hátt. — Já, en öðru hverju verður líka allt eins og ókleift. Fyrir fullt og allt. Áluigi Storms slokknaði allt í einu, hann pantaði sér annað glas. — Jæja já, Hamar, sagði hann lágt. Yður grunar ef til vill, hvert ég er að fara. Hann var ákveðið duglaus, vinur hennar Ástríðar, — Bang á ég við. — Nei, honum var þetta líka ljóst sjálfum. Og maður verður að liafa leyfi til þess. — Já, auðvitað. Og ég er gild og seig rót, sem stenzt bæði storm og þurrka. Allt þetta fíngerva og viðkvæma smádót, — það gengur svo nærri manni, bæði sem lista- manni og manneskju. Hvers vegna í fjáranum getur þessi djöfuldómur ekki komið til min, segja menn stundum, ég er karl í krapinu til að liorfast í augu við hann og biðja hann að víkja sér ofurlítið úr vegi. — Og þér, Hamar, hann liorfði hvasst á Eirík og rannsakandi. Mér virðist þér mun- ið vera talsvert fastur fyrir á svellinu. — Ojæja, sagði Eiríkur vandræðalega, — ég hefi nú ann- ars flandrað alveg ófyrirgefanlega. En ég veit samt að mikl- ar vonir eru í vændum fyrir þetta tré. Storm brósti: Ég trúi á vorið það arna, sagði hann. Mér virðrst ég finna á mér, að margt muni breytast til batnaðar. Lítið bara á, hvernig þetta auma lierjaða land er að rísa upp úr rústum að nýju, — nýr dagur rennur, og þá verður að hagnýta sér hann. — Ég for rit í herjuðu sveitirnar og athugaði ritlitið þar og horftir allar. Dýpra hefi ég aldrei sokkið. Landslag verður gömlum málara eins og lifandi manneskjur. Og stundum enn meira. En samt rís það á ný og réttir við. tala um það. Eiríkur var hjá henni á hverjum degi, en honum skildist að hún vildi ekki tala um sjálfa sig. Hon- um virtist nú, að hún væri ekki lengur jafnörvilnuð yfir að eiga að hætta hérna, en hann spurði ekki um það, hann keppti aftur á móti að því að tala við hana um allt milli himins og jarðar og var alveg óþreytandi. Og stundum vaknaði þá áhugi hennar, og það þótti honum alveg fram- úrskarandi ágætt. En tveim dögum áður en hún átti að fara þaðan, fékk hann bréf frá henni: — Kæri Eiríkur! — Ég er nú víst heldur en ekki hugiaus ræfill að skrifa þér í staðinn fyrir að segja þér þetta allt saman. En ég fæ mig ekki til að taia. Ég fyrirverð mig o£ rnikið. — Þú veizt að ég liefi sagt þér, að ég elski þig ekki. Ég elskaði Níels. Ég elskaði allan vanmátt hans, kjarklitlu og feimnu gleðina hans, — það lá víst nærri að honum fyndist, að hann mætti alls ekki vera giaður, þetta elskaði ég. Og brosið hans! Ég elskaði einnig barnaskapinn hans og stór- mennskudraumana hans. Þetta var allt svo vanbjarga. — Einmana, dapri, hái og föli pilturinn. — Ég hugsaði þetta oft, þegar ég stóð við giuggann heima og sá hann koma of- an götuna okkar, að ég væri fús til þess að deyja, gæti hon- um bara liðið vel og verða ekki alveg sundurmolaður. En helzt vildi ég samt lifa til þess, og ég varð fullorðin stúlka á þessari ást minni. Það lá við að ég yrði allt að því of hreykin, því ég vissi, að hjá mér skyldi hann verða frískur, ég skyldi elska hann sterkan og hraustan og bjarga honum frá tortímingu. Guði sé lof að ég lifði þá ást mína. Ég var svo þakklát: Hefði ég dáið um þær mundir, þá hefði þó að minnsta kosti lifað ein manneskja hér á jörð, sem hefði næstum bara verið hamingjusöm. Slíka ást hefi ég aldrei fundið framar. Hann, hinn piltur- inn, hafði verið særður, og ég hjúkraði honum um hríð hérna á sjúkrahúsinu. Hann var efnaður, en foreldrar hans ■ voru dánir, og hann átti víst engin náin skyldmenni. Hann var mjög illa farinn og taúgaveiklaður. En það var elcki þannig, að ég kenndi í brjóst um hann, — ég varð bara brjálæðislega ástfangin af honum. Ég man svo vel að það var fyrsta daginn sem hann var á fótum. Ég hafði aldrei séð jafnfallegan pilt. Og þegar ég mætti honum seinna, lá við að mig svimaði er ég sá hann. Og ég segi þér það, Eirík- ur, að honum gaf ég allt, við höfðum mök saman um langa hríð. Ég hélt að það væri aðeins ég, hanii sagði það þúsund sinnum, að hann elskaði mig, og ég sagði þúsund sinnum, að ég elskaði hann. Eg var hreinn fábjáni og hefði átt að skilja, að hann elsk- aði aðeins sjálfan sig og alla sigurvinningana sína og alla ástleitnina. Og þegar mér skildist þetta, gat ég ekki fengið mig til að halda áfram, — það mætti víst nefna það hégóm- leika hjá mér, en ég gat það ekki. Þetta skildi hann víst líka því hann bað mig ekki neins framar, reyndi hvorki að afsaka sig né koma með neinar skýringar. Hann lét mig bara fara með nokkur ljót illyrði í kaupbæti og kveðju- skyni. Hann sigrar ejlaust margar stúlkur, ég lield hann safni þeim saman eins og aðrir safna frímerkjum. Ég var veik og biluð lengi eftir lát Níelsar. En hið síð- ara var meir en þúsundfalt verra. Þegar Níels dó fannst mér, — já eitthvað þessu líkt: að hann hefði prettað bæði lífið og mig um tækifæri, sem við áttum kröfu á, því ég skal segja þér, Eiríkur, að ég hafði hugsað mér allt lífið í samvistum við Níels, og svo var það tekið frá mér. Allt sem ég á af krafti og hugrekki í skapgerð minni — og veiztu, að öðruhverju fannst mér ást mín um þær mundir væri eins og eitthvað, sem ég öðlaðist frá allri fegurð heims, vorinu, skýjunum, trjánum, það gagntók mig allt og varð eitt með mér! Það var víst ekki mikil „ásthneigð“ í mér þá, en ég var víst heldur ekki vel þroskuð þannig, og það var fyrst að lokum of seint, er mér datt í hug, að ef til vill hefði Níels haft miklu rneiri þörf fyrir líkama minn heldur en allt hitt, sem ég reyndi að gefa honum. Með „yfirjarðneskri“ ást minni hafði ég tapað, alveg óbætanlega tapað, og lengi eftirá blátt áfram hataði ég og fyrirleit það, allt saman. Já, F.iríkur, ég hlýt að vera alveg sæmilega örugg um þig, fyrst ég segi þér allt þetta. Þú mátt ekki halda að þetta lýsi einhverri heilakviksku hjá mér, — er það ekki svo sem þið karlmenn kallið það, þegar við konur höfum á tilfinning- unni eitthvað, sem þið skiljið ekki eða geðjast ekki að? — en það var ægilegt að ganga um hér, því ég var orðin full- orðin og sá umhverfis mig, sérstaklega á öllum ungu pilt- unum á sjúkrahúsinu, livað það var sem var aðalatriðið í ástum. Og |)á hafði mér ekki skilizt það, en nú skildi ég það: — ég kenndi i brjóst um piltana, mér fannst að það hefði átt að vera einhver, sem elskaði þá og gæfi þeim það sem þeir þörfnuðust. Og þegar ég varð svo sjálf ástfangin, var ég fyllilega þroskuð kona og ekki vitund „yfirjarðnesk". Ástríður átti að fara frá sjúkrahúsinu, en hún vildi aldrei (Framhald). J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.