Dagur - 14.08.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 14.08.1965, Blaðsíða 8
8 ÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍSÍÍSÍÍÍÍÍÍÍIÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍSSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍSÍÍÍÍÍÍSÍÍÍS^^ SMÁTT OG STÓRT KÝKNAR eru rólegar í umferðinni, en víkja þó — bæði til hægri og vinstri. (Ljósm.: E. D). Sunnlendingar kaffibrúnireinsog negrar en við erum hvítir og glærir af sólarleysinu Egilsstöðum 12. ágúst. Heyskap- ur hefur gengið sæmilega vel. Framan af var þurrklítið en nú hefur blásið blítt síðan sunn anáttin kom og með henni þurrk urinn. Inn hefur náðst töluvert af heyjum. Það rættist töluvert úr sprettunni, þótt víða sé kal- ið mikið og hörkulegt. Um tíðarfarið í sumar má segja, að það sé lítil sumartíð og eiginlega ekkert tíðarfar. Þó hafa úrkomur ekki verið mikl- ar, en oftast legið við norðan- átt og verið svalt. Víða var sáð höfrum í kalin tún. Óvíst er, hversu mikill afráksturinn verð ur, því ekki reyndist unnt að vinna landið til sáningar nægi- lega snemma. Kartöflur spretta lítið. Minna var sáð af korni en í fyrra. En kornakrarnir líta sæmilega vel út, og fer það eft- ir hausttíðinni, hvernig fer um þroskun þess og kartaflna. FÆRRI FERÐAMENN í sumar eru snöggtum færri ferðamenn en í fyrra og hafa gististaðir hér eystra mjög gold ið þess. Þetta stafar eflaust af þeirri misskiftingu veðurblíð- unnar, sem var mikil að þessu sinni. Sunnlendingar eru kaffi- brúnir eins og halanegrar, en hér eru menn hvítir og glærir eins og nýrakaðir Gyðingar. Hér á Egilsstöðum eru yfir 20 íbúðarhús í smíðum, ennfremur fyrsti áfangi af stórri verzlun- arbyggingu Kaupfélags Héraðs- búa. Á Eiðum á að taka niður gömfu endurvarpsstöðina og setja upp aðra, með fjórum sinnum sterkari vélum og 75 metra mastur. Mikil mannaskifti verða við Eiðaskóla í haust. Þórarinn Þór- arinsson Iætur af störfum eftir aldarfjórðungs skólastjórn. Um- sækjendur eru nokkrir. En yf- irstjórn fræðslumálanna virðist í vanda stödd og treystir e. t. v. engum umsækjandanum 'fyrir þessu ábyrgðarmikla . starfi. — Hins vegar er aðsókn að skól- anum langt fram yfir það, sem húsrúm og aðrar aðstæður leyfa. Menntun unglinga er erf- ið hér og er það ískyggilegt að ungt fólk þarf hópum saman að fara á mis við skólavist. Bæði vantar skóla og það vantar líka tilfinnanlega góða kennara. V.S. Úfsvörin á Sauðárkróki NÝLOKIÐ er niðurjöfnun út- svaxaf Sauðárkrókskaupstað og skortir- því ekki umræðuefni manna á meðal þar, þessa dag- ana. Eru sumir- tiltölulega á- nægðir með útsvarið sitt, aðrir ekki, eins og gengur. Enginn dregur í efa, að rétt sé lagt á samkvæmt þeim tölum sem fyr ir liggja, eh óneitanlega virðast þær upphæðir, sem ýmsum ein staklingum er gert að greiða, skjóta nokkuð skökku við þær hugmyndir, sem kunnugir hafa um gjaldgetu þeirra, — og sýn ist þar ýmist of eða van. Að þessu sinni var útsvörum jafnað niður á 359 gjaldendur, alls að upphæð kr. 5.054.800,00. Aðslöðugjöld bera 76 félög og einstaklingar og nema þau kr. 1.498:800,00. Lagt var á samkvæmt gild- andi útssvarsstiga að viðbættu 4% %, til þess að ná tilskilinni útsvarsupphæð samkv.æmt fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1956. Eftirtaldir aðilar bera yfir 40 þús. kr. útsvar: krónur Kaupfélag Skagfirðinga 250.900 Ólafur Sveinsson læknir 76.000 Sveinn Guðmundss. kf.stj. 62.900 Fr. J. Friðriksson læknir 60.300 Haukur Stefánss. málari 60.100 Jón Björnsson verkstjóri 57.100 Elías Halldórsson iðnm. 55.100 Ole Bang Iyfsali 47.900 Pétur R. Sighvats 43.800 (Framhald á bls. 7). MESTA SMYGLIÐ Nær fjögur þúsund flöskur af áfengi fundust nýlega í Lang- jökli, er hann kom frá útlönd- um til Reykjavíkur. Mál þetta er nú í rannsókn. Sagt er, að sekt fyrir hverja flösku áfengis, miðað við pottflösku, sé um 400 krónur. En margir álíta, að vegna þess live mikið magn smyglaðs áfengis kemst árlega inn í landið, fram hjá toll- og löggæzlu, sé djarft teflt á þessu sviði og gróðinn af slíkum við- skiftum því mjög mikill þegar „vel gengur“. Margt bendir til þess, að of mjúkum höndum sé tekið á smyglmálum yfirleitt, einkum hvað áfengið snertir, en aðgerð- ir ríkisvaldsins hafa dregið úr smygli sumra annarra vöruteg- unda. ALDREI 3HNNI ÚRKOMA Samkvæmt fréttum frá Veður- stofunni hefur verið minni úr- koma fyrstu 7 mánuði þessa árs en dæmi eru til um áður. Veld- ur þetta víða vatnsskorti og erfiðleikum í sambandi við neyzluvatn. Heyskapur hefur hins vegar gengið vel vegna þurrkanna. Göngufiskur gekk seint og lítið í flestar ár og er það kennt vatnsleysi. Alvarleg- asta afleiðing hinnar litlu úr- komu er þó ótalin, þ. e. upp- blástur Iandsins. MARGIR MÖGULEIKAR Fréttir berast öðru hverju um það, að framtakssamir einstak- lingar noti tjamir og smávötn, með eða án afrennsli í sjó, til fiskiræktar. Hefur þetta á mörg um stöðum gefið góða raun og miklar vísbendingar urn ónot- aða möguleika. Sú aðstaða er mikilsverðust, þar sem fiskveg- ur er til hafs. En án hans geta vötnin sjálf fóstrað verð- mætan vatnafisk og einnig skap að aðstöðu til stangveiði, sem er mikils virði um þessar mund- ir. í þessu efni eru óteljandi möguleikar, svo að segja í hverri sveit. AÐSTOÐ VIÐ 460 BÍLA Félag íslenzkra bifreiðaeigenda, sem hélt úti nær tveim tugum Verið er að breyfa siglingaljósum s © i I 1............"...........................■.... I © t Daivík 12. ágúst. Bátarnir okk- ar eru nú flestir að koma að landi. Aðalerindið er að láta breyta siglingaljósum í sam- rærr-.i við nyju siglingalögin, en margir peirra komu einnig með slatta af síld, sem nú er verið að salta k winu plani. Búið er að salta í 150—200 tunnur. Tónlistarskólinn, sem stofn- aður var í fyrra, ræður tvo kennara til sín í vetur, þá Gest Hjörleifsson og Ingimar Eydal, sem er Akureyringum að mörgu góðu kunnur. Einnig er gert ráð fyrir, að Ingimar Eydal taki að sér að stofna lúðrasveit og eru hljóðfæri fyrir hendi. Lions- klúbbur Dalvíkur keypti á sín- um tíma, í félagi við ríkissjóð, lúðrasveitarsett og gaf Barna- skóla Dalvíkur. Ef ekki fer bráðum að rigna, sjóum við fram á vatnsskort hér á Dalvík. Nú er daglega vatns- laust um mesta vatnsnotkunar- tímann. Frystihúsið hefur samt alltaf vatn, því það er tekið beint úr ánni. Jóh. Har. t í •fr © t ■ViC s I © t i I- t t.................................B............Bt” —7 t FALLEGIR tvílembingar við gamlan vegg. (Ljósm: E. D.) viðgerðarbíla á flestum fjöl- förnustu landleiðum um verzl- unarmannahelgina, og Iengur þó, aðstoðaði 460 bíla um þessa eiiiu helgi, og var þá ekki tal- in aðstoð sú, er veitt var norð- anlands og austan. En af þessu má marka þörfina fyrir slíka þjónustu á vegum úti, og að þessi þjónusta hafi að mörgum verið vel metin. MIKIL HATÍÐ f EYJUM Þjóðhátíð Vestmannaeyinga hófst í Herjólfsdal 6. ágúst, og samkv. fréttum var þar mikið fjölmenni samankomið, tjald- borg reist og mikið um dýrðir. Talað var um loftbrú milli lands og Eyja, og þær þúsundir manna, er þangað fóru til þátt- töku í hátíðahöldunum. — Þá sögðu sunnanblöðin frá því í glaðhlakkalegum tón, sem dæmi um aðdrætti, að Flugfélag fs- lands hefði flutt 6 tonn af áfengi til Vestmannaeyja, fyrir hátíð þessa. MARGS ER AD GÆTA Berrassað fólk eða sfriplingar er á sumum stöðum áhyggju- efni, sem yfirvöld og siðgæðis- verðir eiga í höggi við. Kuíd- inn harnlar ekki klæðleysinu á þeim stöðum, og líklegt að ís- lenzk veðrátta útiloki þau vandamál hér. f Frakklandi hafa jarðýtur verið notaðar í hernaði við striplingana. Með þeim voru nýlega mishæðir jafnaðar á baðströnd einni, og ennfremur smáhýsi. Stripl er aðeins leyft á takmörkuðum stöðum í Frakklandi og er þá um nektarklúbba að ræða, er iðka stripl á afviknum stöðum. HEYSKAPUR GENG- UR MJÖG VEL Blönduósi 12. ágúst. Heyskapur hefur gengið mjög vel og eru margir bændur að verða búnir með fyrri slátt. Heyfengur er góður þótt seint hafi sprottið. Við búumst við mörgu fé til slátrunar og feitum dilkum. Hér eru nokkur íbúðarhús í smíðum en þó er það með minna móti. Ekki vil ég samt kenna ísnum um það, vart mun hann hafa slæft framkvæmdaáhuga manna, þótt vondur væri. Ó.S. ALLT OF MIKIÐ AF MEINDÝRUM Stórutungu Bárðardal 12. ágúst. Töluvert mikil umferð er hér í sumar á hálendið, fram og aftur. Flestir bændur munu langt komnir með fyrri slátt- inn. Meindýr eru fleiri hér um slóðir en við verður unað þótt 18 minkar hafi verið drepnir og töluvert af refum. Fundist hafa tófubitin lömb, dauð og háif- dauð, en dýrbítirnir eru ófundn ir. Grasspretta á túnum varð sæmileg að lokum en úthagi er miður sprottinn. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.