Dagur - 14.08.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 14.08.1965, Blaðsíða 2
2 HSÞ vann UMSE í frjálsun? íþróffym SÍÐASTLIDINN laugardag 7. ágúst fór fram keppni í frjáls- um íþróttum á Laugum milli Héraðssambands Suður-Þingey- inga og Ungmennasambands Eyjafjarðar. Var þetta þriðja ár- ið í röð, sem þessir aðilar efndu til slíkrar keppni. Keppt var í sex greinum kvenna og ellefu greinum karla. Veður var hlýtt og stillt meðan á keppni stóð. í heild náðist allgóður árangur á mótinu og mjög athyglisverður Höskuldur Þrainsson HSÞ sigr- aði í þrem greinum á mótinu. í sumum greinum. HSÞ vann keppnina með nokkrum yfir- burðum, hlaut 113 stig gegn 74 og vann til eignar veglegan bik- ar, sem Kaupfélag Eyfirðinga hafði gefið. Mótstjóri var Stefán Kristjánsson. Eyfirðingar hlutu hinar beztu viðtökur á Laugum, sátu m. a. veizlu að keppni lok- inni, þar sem Óskar Ágústsson, formaður HSÞ, afhenti verð- laun. Ú R S L I T : KONUR: 100 m. hlaup: sek. 1. Lilja Sigurðardóttir Þ 13.4 2. Þorbjörg Aðalsteinsd. Þ 13.6 3. Ragna Pálsdóttir E 13.6 4. Þorg. Guðmundsdóttir E 13.9 4x100 m. boðhlaup: sek. 1. Sveit HSÞ 54.8 (þingeyskt met) Guðr. Benónýsd., Þorbj. Að- alsteinsd., Lilja Sigurðard. 2. Sveit UMSE 56.8 Katrín Ragnarsdóttir, Hafdís Helgad., Þorg. Guðmundsd., Ragna Pálsdóttir. Langstökk: m. 1. Lilja Sigurðardóttir Þ 4.98 2. Þorg. Guðmundsdóttir E 4.64 3. Sigrún Sæmundsdóttir Þ 4.56 4. Haídís Helgadóttir E 4.00 Hástökk: m. 1. Sigrún Sæmundsdóttir Þ 1.40 2. Emilía Gústafsdóttir E 1.30 3. Sigríður Baldursdóttir Þ 1.30 4. Þorg. Guðmundsdóttir E 1.25 Lilja Sigurðardóttir keppti sem gestur og stökk 135 m. Kúluvarp: m. 1. Helga Hallgrímsdóttir Þ 8.97 2. Gunnvör Björnsdóttir E 8.36 3. Ragnheiður Snorrad. E 7.91 4. Sigrún Sæmundsdóttir Þ 7.83 Kringlukast: m. 1. Sigrún Sæmundsd. Þ 30.94 2. Bergljót Jónsdóttir E 28.13 (UMSE-met) 33. Lilja Friðriksdóttir E 26.95 4. Lilja Sigurðardóttir Þ 26.03 KARLAR: 100 m. Iilaup: sek. 1. Höskuldur Þráinsson Þ 11.2 2. Jón Benónýsson Þ 11.4 3. Sig. V. Sigmundsson E 11.5 4. Friðrik Friðbjörnsson E 11.6 400 m. lilaup: sek. 1. Höskuldur Þráinsson Þ 53.7 (þingeyskt met) 2. Gunnar Kristinsson Þ 53.9 3. Sig. V. Sigmundsson E 55.0 4. Jóhann Jónsson E 56.8 1500 m. hlaup: mín. 1. Bergur Höskuldsson E 4:32,5 2. Vilhjálmur Björnss. E 4:32,6 3. Ármann Olgeirsson Þ 4:32,8 4. Davíð Herbertsson Þ 4:34,8 4x100 m. boðhlaup: sek. 1. Sveit HSÞ 46,3 (HSÞ-met). Sig. Fr., Jón Benónýss., Haúkúr Ingibergs., Hösk- uldur Þráinss. 2. Sveit UMSE 46,6 Friðrik Friðbj., Jóh. Jóns- son, Sig. V. Sigm. Þórodd- ur Jóhannsson. Langstökk: m. 1. Sigurður Friðriksson Þ 6,75 2. Sig. V. Sigmundsson E 6,42 3. Friðrik Friðbjörnsson E 6,40 4. Ingvar Þorvaldsson Þ 6,38 Þrístökk: m. 1. Sigurður Friðriksson Þ 13,73 2. Ingvar Þorvaldsson Þ 13,39 3. Sig. V. Sigmundsson E 12,56 4. Friðrik Friðbjörnsson E 12,21 Haukur Ingibergsson keppti sem gestur og stökk 13,24 m. Hástökk: m. 1. Jóhann Jónsson E 1,77 2. Haukur Ingibei-gsson Þ 1,75 3. Sig. V. Sigmundsson E 1,70 4. Páll Dagbjartsson Þ 1,65 Stangarstökk: m. 1. Sigurður Friðriksson Þ 3,15 2. Ásgeir Daníelsson Þ 3,00 3. Þóroddur Jóhannsson E 4. Sigurður V. Sigmundsson E Kúluvarp: m. 1. Þóroddur Jóhannss. E 14,05 2. Guðm. Hallgrímsson Þ 13,30 3. Þór M. Valtýsson Þ 13,06 4. Brynjólfur Eiríksson E 11,49 Páll Dagbjartsson varpaði drengjakúlu 14,39 m. og er það þingeyskt drengjamet. Kringlukast: m. 1. Guðm. Hallgrímsson Þ 41,00 2. Þóroddur Jóhannss. E 36,82 3. Þór M. Valtýsson Þ 36,41 4. Brynjólfur Eiríksson E 28,71 Spjótkast: m. 1. Jón Á. Sigfússon Þ 45,10 2. Guðm. Hallgrímsson Þ 43,50 3. Brynjólfur Eiríksson E 38,39 4. Þóroddur Jóhannss. E 36,85 Magnús enn Ákureyrarmeisfari Sigtryggur Júlíusson varð öldungameistari GOLFMEISTARAMÓT Akur- eyrar hefur nýlega fram farið með yfirburðasigri íslandsmeist arans, Magnúsar Guðmundsson ar, en úrslit í meistarakeppni urðu þessi: . högg. Magnús Guðmundsson 305 Sigtryggur Júlíusson 315 Bragi Hjartarson 327 Hermann Ingimarsson 330 Hafliði Guðmundsson 336 Úrslit í 1. flokki: Hörður Steinbergsson 351 Jóhann Guðmundsson 358 í þessari keppni náði Her- mann Ingimarsson holu í einu höggi, sem er mjög sjaldgæfur viðburður, og lék hann þann hring í 34 höggum, sem eru 3 högg undir „pari“, sem kallað er. Sérstaka athygli vakti á mót inu afrek Sigtryggs Júlíussonar sem náði 2. sæti í meistara- keppni. Hann hefur lítið æft undanfarin 5 ár, unz hann í sumar tók að leggja nýja rækt við íþróttina og þá með þeim árangri að verða Öldungameist ari íslands í Landsmótinu og 2. maður í meistaramóti Akureyr ar, — næstur hinum óvinnandi golfmeistara, Magnúsi Guð- mundssyni, og er þó Sigtrygg- ur með rúmlega hálfa öld að baki. SIGTRYGGURJ*VARD ÖLDUN GAMEIST ARI Öldungakeppni í GA fór fram í fyrrakvöld. Er það 18 holu keppni með forgjöf. Sigurvegari varð Sigtryggur Júlíusson með 68 högg nettó, annar Jón G. Sólnes méð 74 högg og þriðji Jóhann Þorkelsson með 77 högg. Var keppnin lengi hörð milli 2ja efstu manna og munaði að- eins 2 höggum á þeim eftir fyrri hring. Þær settu þingeyskt met í 4x100 metra boð- hlaupi. — Bergur Höskuldsson UMSE (til > liægri) sigraði í 1500 metra hlaupinu. — (Ljósmyndir: Ilaukur Ingibergsson). Frægur handknaif!eiksf)já!fari eiðheinir þjáffurum á Akureyri HINN frægi, sænski liandknattleiksþjálfari, ROLAND MATTSSON, keniur til Akureyrar laugardaginn 21. ágúst á vegum HSÍ og HRA og verður lialdið námskeið fyrir hand- knattleiksþjálfara þann dag í íþróttahúsinu. — Þetta er kær- komið tækifæri fyrir handknattleiksþjálfara á Norður- og Austurlandi og einnig fyrir íþróttakennara, og væntir HRA þess, að þcir fjölmenni. — Rolland keniur hingað til lands á vegum HSf, og heldur námskeið í Reykjavík að Iokinn dvöl sinni á Ákureyri. — Allar upplýsingar veitir Svavar Oítescn, sími 1-20-77, Akureyri. Kappreiðar Létfis á Ákureyri HINAR árlegu kappreiðar og góðhestakeppni hestamannafé- lagsins Léttis fóru fram á skeið- velli félagsins við Eyjafjarðará sunnudaginn 4. júlí og hófust með hópreið og góðhestasýn- ingu kl. 2 e. h. Jóhannes Elías- son bankastjóri í Reykjavík gaf félaginu við þetta tækifæri mjög glæsilegan verðlaunabikar, sem hljóta skal hverju sinni bezti alhliða góðhesturinn. Bikarinn er gefinn til minningar um afa gefanda, Tómas Tómasson, fyrr- um bónda í Öxnadal, er nýlega andaðist á Akureyri, þá rnanna elztur. Nú hlaut bezta alhliða góð- hryssan í fyrsta ákipti farand- bikar í verðlaun. Hafði bikar sá verið gefinn af Albert Sigurðs- syni. Tómasarbikarinn hlaut nú í þetta fyrsta skipti Stormur, brúnskjóttur, 7 vetra gamall, eigandi Sigurður Ólafsson, Ár- bakka, Saurbæjarhr. Önnur í góðhestakeppni var Bára, brún, 8 vetra, eigandi Una Sörensdótt- ir, Akureyri, og þriðji Laufi, brúnstjörnóttur, 6 vetra, eig- andi Arnljótur Ottesen, Akur- eyri. Bára hlaut bikar Alberts Sig- urðssonar, sem bezta góðhryss- an. í keppni klárhesta með tölti varð fyrst Freyja, brún hryssa, 11 vetra, eigandi Þor- steinn Jónsson, Akureyri, og annar Stormur, brúnskjóttur, 7 vetra, eigendur Helgi Hálfdán arson og Páll Alfreðsson, Akur- eyri. Reynt var nú í fyrsta skipti að keppa í 300 m brokki en án árangurs. Dómnefnd góðhesta skipuðu: Friðgeir Jóhannsson, Tungu- felli, Steingrimur Níelsson, Æsu stöðum, og Magni Kjartansson, Árgarði. ÚRSLIT í KAPPREIÐUM: 250 m stökk (folahlaup): 1. Vinur, rauður, 5 v. 20.5 sek. Eig.: Stefán Þorvaldss., Ak. 2. Iða, bleik, 6 vetra 21.2 sek. Eig.: Magnús Aðalsteinsson, Akureyri 300 m stökk: 1. Gola, jörp, 5 vetra 24.5 sek. Eig.: Pétur Steindórsson, Krossastöðum. 2. Stjarni, rauðstj., 7 v. 25.6 sek. Eig.: Þráinn Karlsson, Ak. 3. Nótt, brún, 7 vetra 26.3 sek. Eig.: Tómas Jónsson, Ak. 350 m stökk: 1. Óðinn, brúnn 17 v. 29.1 sek. Eig.: Jón Friðriksson, Ak. 2. Tvistur, brúnstjörn., 9 vetra, 29.9 sek. Eig.: Björn Jónsson, bifreið- ► arstjóri, Akureyri. 3. Léttir, bleikskjóttur, 8 vetra, 30.0 sek. Eig.: Víglundur Arnljótsson, Akureýri. Bezti tími í 300 m var í und- anrás, Gola 24.3 sek. og bezti tími í 350 m var í undanrás, Cðinn 28.5 sek. Stinnings hafgola var á móti meðan á kappreiðunum stóð og náðist því ekki bezti tími, sem annars er mögulegur. (Fréttatilkynning.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.