Dagur - 14.08.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 14.08.1965, Blaðsíða 1
Dagur SIMAR: 11167 (afgreiðsla) 11166 (ritstjóri) DAGU XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 14. ágúst 13S5 — 58. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. I lausasölu kr. 4,00 Bílfarmar af smygluðu áfengi í Langjökli Varningurinn fannst með aðstoð iðnaðarmanna ER Langjökull kom síðast til Reykjavíkur, fyrir rúniri viku, hófu tollþjónar umfangsmikla leit að smygluðum vörum í skipinu. Sú leit bar þó lítinn ár- angur í fyrstu, en brátt tók að finnast áfengi í stórum stíl, vel og víða falið. Tóku tollþjónar bæði jám- og trésmiði í þjón- ustu sína til að sprengja upp hurðir og losa skilrúm. Á fimmtudaginn höfðu fund- ist nær fjögur þúsund flöskur af áfengi, mest hters Genevers- flöskur. Er hér um að ræða eitt mesta smyglmál, sem um getur hér á landi, enda smyglvörurn- ar, bæði áfengið og einnig sígar ettur, taldir í bílförmum. Þykir óhugsandi annað, en að margir skipverjar hafi um fjallað, en þeir eru nú allir í 30 daga far- banni og margir þeirra í gæzlu lögreglunnar. Fréttir herma, að búið sé að ráða nýja áhöfn á skipið, sem enn er kyrrsett. íslendingur hætfur að koma út í SÍÐASTA blaði íslendings til mun ástæðan sú, að enginn vill kynnir blaðstjórn hans, að út- greiða reksturshallann. Starfs- komu sé frestað vegna sumar- mönnum blaðsins hefur og ver leyfa og skipulagsbreytinga. — ið sagt upp. tm ■ - - Sumarleyfum er nýlokið og Vantar bara síldina Ólafsfirði 12. ágúst. Heldur hef ur verið daufara hjá ufsabát- unum undanfarna viku. — Þeir fengu þó góðan afla fyrir helg- ina. Þurrkar hafa verið mjög góð ir og bændur náð inn geysimikl um heyjum upp á síðkastið. — Það sem mest skyggir á al- menna ánægju er síldarleysið. í júní voru saltaðar innan við 2000 tunnur, en síðan hefur ekki komið nein síld. Vonum við samt, að við verðum ekki alveg afskift. B. S. DAlfÐASLYS VIÐ TOGARABRYGGJUNA ÞAÐ slys varð klukkan 17 í fyrradag, að Jón Arngrímsson til heimilis að Norðurgötu 11 Akureyri féll ofan í lest á togar anum Sléttbak og beið bana. Bú ið var að skipa upp úr togaran- um og mun Jón heitinn hafa ver ið á gangi á dekkinu, skrikað fótur og fallið niður um lestar- opið. Jón var ísfirðingur að upp runa, 55 ára gamall, einhleyp ur. Náttfari með 1200 mál Húsavík 12. ágúst. — Fiskveiði hefur verið allgóð, aðallega ufsa- veiðin. Þó hafa handfærabátar fengið góðan þorskafla og einn- ig ágæta ýsu á línu. Lítið hefur komið af síld. í fyrrakvöld kom Helgi Flóvents- son með um 300 tunnur og í gær kom Náttfari með 1,200 mál og tunnur. Þ. J. Útgáfa blaða er dýr en kaupendur fáir hér á landi. — Nær öll blöð landsins eru í fjár hagskröggum og er það ekkert lcyndarmál. Sá möguleiki kann að vera nær en æskilegt má telja, að blaðaútgáfan í landinu komist í færri hendur en nú er. Með því gætu of fáir ráðið of miklu um skoðunarmyndun fólksins. Með þetta. í huga eru vand- ræði einstakra blaða, eða alger uppgjöf, ekkert fagnaðarefni. VIÐ sundlaugina á Akureyri eru tjaldstæði góð, enda tjalda þar hundruð ferðamanna á sumri liverju. Nú liefur bærinn sýnt þann myndarskap, að byggja á sundlaugartúninu snyrt- ingar fyrir tjaldbúa og aðstöðu fyrir „tjaldvörð“. Mun slíkt óvenjulegt. (Ljósmynd: E. D.) Kjarnorkan er enn ekki samkeppnisfær . JAKOB BJÖRNSSON verk- fræðingur hefur nýlega ritað grein í Morgunblaðið um kjarn orku til raforkuframleiðslu. — Hann segir, að verð á rafmagni frá kjamorkustöðvum í Evrópu sé nú um 50% hærra en frá sam bærilegum ■ dielsstöðvum, en fara lækkandi. Muni það um 1970 verða álíka og verð frá £ £ I I I I £ £ I £ £ I £ £ £ £ £ 7h' -t & £ £ £ £ * S •>• t J <■ t -k <■ dieselstöðvum. Hann segir enn- fremur, að jafnvel frá stórum kjarnorkustöðvum byggðum 1968—1970 muni ekki fást ódýr ari raforka en frá „tiltölulega litlum" vatnsaflsstöðvum hér á landi. Ráðgert er að taka í notkun á þessum árum eina eða fleiri 500 þús. kv kjarnorkustöðvar og er verðið frá þeim áætlað 22—30 aurar pr. kvst, en verðið frá vatnsaflsstöðvum þeim, sem nú er helzt rætt um hér, segir Jak ob Björnsson vera áætlað 9—18 aura pr kvst. Eftir þessu að dæma er ekki líklegt að kjarn- orkan verði erfiður keppinautur við fallvötnin íslenzku fyrst um YFIR VALLAFJALL JON Sigurgeirsson frá Hellu- vaði og Sigurgeir Þórðarson fóru sl. sunnudag á tveim Rússa jeppum gamla, vörðumerkta reiðveginn yfir Vallafjall. — Fóru þeic úr Bárðadal hjá Hlíð arenda og komu niður að Sörlu stöðum í Fnjóskadal. — Stutt er þarna milli sveita og greiðfært nokkuð, nema í bröttum brekk um ofan við Sörlastaði. Héraðsmóf Framsóknarmanna HÉRAÐSMÓT þau, seni Frainsóknarfclögin í Eyjafirði og Akur- eyri hafa auglýst, hefiast að Laugarborg kl. 9 í kvöld, laugardag, og á Dalvík á morgun á sama tíma. Ræðumaður á báðum stöðum er Halldór E. Sigurðsson alþingismaður, ennfremur flylur Ingvar Gíslason alþingismaður ræðu á Laugarborg og Hjörtur E. Þórar- insson bóndi á Tjörn flytur ræðu á Dalvík. Á héraðsmótunum eru mörg skemmtiairiði. Og allir eru velkonmir meðan húsrúm leyfir. UR GLERÁRGILI. (Ljósm.: E. D.) fcs- (£'•'>- vN'z' S)'v-Q ÍSLENZKUR fuglafræðingur, Agnar Ingólfsson, vinnur uni þessar mundir að rannsóknum á því sjalagæía fyrirbrigði, að fuglategundir blanda blóði. Er hér um að ræða hvítmáf og silfurmáf. Hvítmáfur er norrænn fugl, sem hér hefur lengi verið. Silf- urmáfurinn er hins vegar suð- lægur fugl, sem nam hér land eftir síðustu aldamót og fór að verpa hér um 1925, á Austfjörð- um. Hans heimkynni eru nú Austurland og að Eyjafirði og á Suðurlandi, allt að Hafnar- bergi. Nú hafa þessar máfategundir blandast og hafa afkomendurn- ir einkenni beggja forejdra. — Getur svo farið, að áliti fugla- fræðingsins, að úr verði 3 teg- undir fugla. En blöndun fugla- tegunda er nær dæmalaus, einr.ig annarra dýrategunda, ef frá eru talin þau tilvik, þar sem afkvæmi slíkrar blöndunar eru ófrjó. □ V I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.