Dagur


Dagur - 21.08.1965, Qupperneq 5

Dagur - 21.08.1965, Qupperneq 5
4 5 ----------—V Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Vanþekkingin er móðir fátæktarinnar AÐ ÞVÍ var vikið í síðasta leiðara, hve bændur hefðu lyft þjóðfélaginu bæði andlega og efnalega. í andleg- um efnum vegna forystu sinnar í þýð ingarmestu þjóðmálum og í verald- legum efnum með því að fæða lands fólkið allt að verulegu leyti og leggja því til æskufólk í flestar eða allar starfsgreinar. Dr Halldór Pólssosi búnaðarmálastjóri ræddi þessi mál viturlega á eyfirska bændadeginum fyrir skömmu. Hann sagðist ekki ótt ast það mjög, að svo yrði kreppt að bændum efnalega, að þeir fengju ekki undir risið. Annað væri meira áhyggjuefni í sínum augum. — Eitt mesta vandamál landbúnaðarins, sagði ræðumaður, eru erfiðleikarnir í menntun æskufólksins í fjölmörg- um sveitum landsins. Bændastéttin verður að gæta Jjess að dragast ekki aftur úr í þeim efnum. Hver maður þjóðfélagsins á rétt á menntunarað- stöðu, en aðstaðan er víða erfið fyrir þá, sem í sveitum búa. Bændasynir og bændadætur geta lært af foreldrum sínum og tekið við af þeim. En ef við það eitt er miðað, stöðvast framfarir og eðlileg þróun þessarar atvinnugreinar. Og sveita- fólkið, sem í þéltbýlið flytur, unir því ekki að vera verr menntað en annað fólk. Á þetta er bent vegna þess, að þrátt fyrir skóla og fræðslu löggjöf, verður fjölmargt ungt sveita íólk að vera án skólamenntunar vegna þess að skóla vantar. Þetta er jafnvel svo hér í Eyjafirði, sagði ræðu maður. En dr. Halldór Pálsson hefur áður gert grein fyrir þeirri skoðun sinni opinberlega, að þjóðfélaginu bæri siðferðileg skylda til þess að styrkja þau ungmenni sérstakfega, sem erfiðasta menntunaraðstöðu hafa, til að jafna aðstöðumuninn. — í ræðu sinni á bændadeginum minnti búnaðarmálastjórinn á, að vanþekk- ingin væri móðir fátæktarinnar, svo sem sýndi sig um allan heim. Það mætti ekki koma fyrir íslenzka bændastétt, að menntunarskortur yrði henni fjötur um fót, og ætti hann þar bæði við hina almennu skólamenntun og verkmenntun. Eyfirðingar og aðrir ætlu að hug- leiða vel þessi orð búnaðarmálastjóra og gera sér jafnframt ljóst, að þjóð- félagið færir okkur ekki skóla nema kappsamlega sé að unnið heima fyrir. En það er ástæðulaust að una þeim hlut, að einnig jafnréttisaðstaða til menntunar skuli af bændastéttinni tekin. Slíkt má bændastéttin ekki láta bjóða sér. ÓLAFUR GUNNARSSON, SÁLERÆÐINGUR: HÆFSLEiKAR 06 SKAP6ERÐ TVENNT þurfa allir, sem velja sér ævistarf öðru fremur að hafa í huga. Annarsvegar um hvað er hægt að velja í þjóð- félaginu. Hinsvegar hvernig hæfileikar einstaklingsins sam- ræmast hinum ýmsu störfum. Mikilvægt er, að hæfileikar og starf séu í sem nánustu sam- ræmi hvort við annað. Starf, sem ekki gerir nógu miklar kröfur til hæfileika mannsins verður fljótlega leiði gjarnt og skapar ekki þá vinnu gleði, sem hverjum heilbrigðum manni er eðlileg. Starf sem er vandasamarg en svo 'að hæfileikar einstaklings- ins séu í samræmi við það er jafn óheillavænlegt. Maðurinn verður þá sí og æ að leitast við að gera meira en hann getur, en það leiðir óumflýjanlega til margskonar ósigra. Osigrar hins getulitla manns skapa oft þegar tímar líða vanmetakennd, sem einatt grefur undan lífsham- ingju manna og getur jafnvel orðið hættuleg geðheilsu þeirra. Munur á almennri greind manna er mjög mikill. í greind arstigum fræðilega séð allt frá 0—200, en meðalgreind er mið- uð við töluna 100. Meira en helmingur mannkynsins hefur því sem næst meðalgreind. Ör- fáir svo litla hæfileika, að þeir verða ekki mældir. Fólk á svo lágu greindarstigi nefnist örvit ar og er alla ævi ósjálfbjarga með öllu. Jafnfáir skara langt fram úr öðrum hvað hæfileika snertir. Þeir verða oftast, af skapgerðarþroski er í hlutfalli við greindina, afburðamenn á einhverjum sviðum. Til þess að ganga úr skugga um hvar þú ert í greindarstig- anum verðurðu að ganga undir gáfnapróf, en þau hafa aðeins sálfræðingar tæki og kunnáttu til að framkvæma. Hér á landi eru svo fáir sálfræðingar, að mjög fáir eiga þess kost að láta mæla greind sína hjá þeim, — Flestir verSa því að leita ann- arra ráða til þess að gera sér grein fyrir hæfileikum sínum. Beztu ráðin til þess að komast nærri réttu mati á náms- og starfshæfileikum er að athuga námsárangurinn í hlutfalli við námsástundun, og starfsárang- ur í hlutfalli við áhugasvið. Kennarar þínir og skólastjór- ar eru yfirleitt beztu og hlut- lausustu ráðgjafarnir, sem þú getur ráðfært þig við með tilliti til náms- og starfsvals, en auk þeirra er eðlilegt að þú leitir ráða fagmanna á ýmsum svið- um og að sjálfsögðu foreldra þinna. Því miður kemur það stund- um fyrir, að ástríkir foreldrar, sem allt vilja fyrir börnin sín gera, telja þau á að velja sér námsbraut, sem ekki- samræm ist hæfileikum þeirra. — Slíku námsvali fylgir oft mikil óham ingja. Þegar verst gegnir eyða unglingar fleiri árum í að stunda nám, sem þeir ráða ekki við og hafa engan eðlilegan áhuga á. Stundum liggur ósigurinn fyrir fram í augum uppi öllum nema unglingnum sjálfum og hans nánustu. Betri og einlægari sam vinna heimila og skóla hefði oft getað komið í veg fyrir ósigr- ana. Þess vegna skaltu í fullri einlægni ræða við þá kennara, sem þú þekkir bezt og treystir fullkomlega. Þótt einkunnir á prófum skól anna séu mikilvægur leiðarvís ir hvað val framhaldsnáms og ævistarfs snertir, er þeim ekki alltaf treystandi. Ovenjumikil iðni eða vanræksla í námi geta ■haft þau áhrif á prófeinkunnir, að þær gefi ékki rétta hugmynd um hina raunverulegu getu nemenda. Ekki má heldur gleyma því, að áhugi manna og hæfileikar beinast að mjög mismunandi efnum. Sami maðurinn getur skarað fram úr á einu sviði en verið skussi á öðru. Greindarstig mannsins og ekki síður sérhæfileikar hans ráða miklu um velgengni hans í lífinu. Samt sker greindin ein aldrei úr um það hversu nýtur hver og einn verður í starfi. í því efni ræður skapgerðin miklu og oft og einatt meiru en gáf- urnar. Allir sem náð hafa fullorðins aldri þekkja menn, sem þrátt fyrir góða greind komast ekk- ert áfram í lífinu. Brotalamir í skapgerð þeirra verða þeim fjötrar um fót þannig að þeir verða sjálfum sér verstir og sjálf skaparvítin eru verst. í skólum þar sem starfs- fræðsla er orðin námsgrein get- ur það orðið efni í miklar og gagnlegar samræður innan bekkjanna, hvaða skapgerðar- brestir standa lífshamingju manna mest fyrir þrifum. Er það hyskni, leti, sérhlífni, þol- leysi, hringlandaháttur, bráð- lyndi, kæruleysi, tillitsleysi gagnvart öðrum eða óáreiðan- leiki í orði eða verki svo aðeins nokkuð sé nefnt, sem fyrr eða síðar leiðir til ófarnaðar í lif- inu. En jafnframt er sjálfsagt að gera sár grein fyrir hvaða eig- inleikar eru veigamiklir þættir í heilsteyptri skapgerð. Þar má nefna góðlyndi og glaðlyndi, jafnaðargeð, stefnu- festu, iðni, samvizkusemi, áreið anleika og fleira. í stuttu máli má segja, að sá sem ber virðingu fyrir sjálfum sér verði oftast farsæll maður, því sjálfsvirðingin forðar honum frá óhappaverkum og skapar virðingu hjá öðrum. Þetta geturðu athugað betur með því að lesa ævisögur nokk urra beztu manna sögunnar. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öilum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. Gitendur Ásmundsson hrl. MINNING i GUÐMUNDUR Ásmundsson hæstaréttarlögmaður verður jarðsunginn í Reykjavík í dag. Hann lézt af slysförum að kveldi sunnudagsins 15. ágúst, 41 árs að aldri. Guðmundur var sonur próf. Ásmundar Guðmundssonar bisk ups og frú Steinunnar konu hans. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík 1942 og lögfræðiprófi frá Há- skóia íslands fjórum árum síð- ar. Meðan hann enn var í skóla voru honum falin félagsleg trún aðarstörf, svo sem formennska stúdentaráðs. Á þeim árum starf aði hann einnig sem blaðamað- ur við góðan orðstír. Að námi loknu varð hann lög fræðingur Sambands íslenzkra samvinnumanna og fram- kvæmdastjóri Vinnumálasam- bands samvinnufélaga frá stofn un til dauðadags, samtals 14 ár. Meðal starfa hans voru samn ingagerðir af ýmsum toga, t.d. í kjaradeilum. Þar ávann hann sér fágæts trausts og vinsælda, enda nutu hæfileikar hans sín vel þar. Guðmundur Ásmundsson var skarpgáfaður maður, fljótur að átta sig á kjarna hvers máls, tal inn með lögfróðustu mönnum landsins þótt ungur væri. og var orðinn hæstar’éttarlögmaður að eins 31 árs gamall. Hann var glæsimenni í sjón, hið mesta prúðmenni í allri framgöngu og hvers manns hugljúfi. Hans er því sárt saknað, ekki aðeins af hinum nánustu, heldur af öll- um, sem þekktu hann. Alveg sérstaklega munu samvinnu- menn um land allt minnast Guð mundar Ásmundssonar og giftu ríkra starfa hans, með virðingu og þökk. Guðmundur var kvæntur Hrefnu Magnúsdóttur Kjærne- sted og áttu þau þrjú börn, tvo syni og eina dóttur, sem braut skráðist í vor frá Menntaskól- anum á Akureyri. Þeim og öðr um ástvinum hins látna sendir blaðið innilegar samúðarkveðj- ur. E.--D. SÍNAR 21. kappreiðar hélt hestamannafélagið Stígandi í Skagafirði, á Vallarbökkum, sunnudaginn 18. júlí s.l., í mik- illi veðurblíðu og við fjölmenni meira en oftast áður og þarf þó sízt yfir því að kvarta, að kapp- reiðar félagsins hafi ekki ætíð áður verið ágæta vel sóttar. Dagskráin á skeiðvellinum hófst með því, að allmargir menn riðu hópreið, 2—3 ferðir, eftir vellinum. Tuttugu og átta hestar voru skráðir til keppni í stökki, en af þeim forfölluð- ust 5, svo að alls hlupu 23 hest- ar. Fara hér á eftir úrslit í ein- stökum hlaupum. Folahlaup, 250 m: 1. Gola, jörp, 5 vetra, eig. Pét ur Steindórsson, knapi Sverrir Sverrisson, 19,6 sek. 2. Skjóni, rauðskjóttur, 6 vetra, eigandi Stefán Hrólfsson, knapi Sæmundur Sigurbjörns- son, hljóp á sama tíma og Gola en sjónarmunur réði úrslitum. 3. Tvistur, rauður, 6 vetra, eig. Eysteinn Jóhannsson, knapi Hjalti Jóhannsson, 20,0 sek. 300 m hlaup: 1. Snekkja, 9 vetra, eigandi Sverrir Sverrisson, knapi eig., 23,4 sek. 2. Máni, rauður, 7 vetra, eig- andi Friðrik Gissurarson, knapi Eiríkur Hjaltason, 23,9 sek. 3. Sporður, brúnskjóttur, 7 vetra, eigandi Þorvaldur Ágústs son, knapi eig., 24,2 sek. Rannsóknaráð rikisins Iiið nýja NÝSKIPAÐ rannsóknaráð rík- isins kom saman til síns fyrsta fundar í fundarsal Hótel Sögu 12. ágúst. Eins og kunnugt er samþykkti síðasta Alþingi lög um rannsókn ir í þágu atvinnuveganna. Með lögum þessum var gerð veruleg breyting á skipan og verkefn- um Rannsóknarráðs ríkisins. — Samkvæmt nýju lögunum á 21 maður sæti í Rannsóknaráði. Sjö alþingismenn, kjörnir í sam einuðu þingi, eiga sæti í ráðinu, og einn fulltrúi frá hverri eftir greindra stofnana: Búnaðarfé- lagi íslands, Fiskifélagi íslands, Iðnaðarmálastofnun íslands, Efnahagsstofnuninni og Raforku ráði og raforkumálastjóra. Há- skólaráð tilnefnir 3 fulltrúa og forstjórar eftirgreindra stofnana eiga sæti í ráðinu samkvæmt stöðu sinni: Rannsóknarstofnun ar byggingariðnaðarins, Rann- sóknarstofnunar iðnaðarins, Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins, Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og Hafrannsókn- arstofnunarinnar. Samkvæmt lögum er mennta málaráðherra formaður Rann- sóknaráðs og hann skipar vara formann úr hópi ráðsmanna. Verkefni hins nýja Rannsókna ráðs eru: 1. Efling og samræming hag- nýtra rannsókna og undirstöðu rannsókna í landinu. Ráðið skal hafa náið samstarf við hinar ýmsu rannsóknastofnanir. Það skal hafa sem gleggsta yfirsýn yfir alla rannsóknarstarfsemi í landinu og gera tillögur til úr- bóta, ef það telur rannsókna- starfsemina ófullnægjandi, rann sóknarskilyrði ófullkomin eða markverð rannsóknarefni van- rækt. 2. Athuganir á nýtingu nátt- úruauðæfa landsins til nýrra at- vinnuvega ' og atvinnugreina, enda skulu allar tillögur um nýj ungar á sviði atvinnuvega og at vinnugreina, sem berast ríkis- valdinu, sendar ráðinu, og skal það beita sér fyrir því, að fram fari tæknileg og þjóðhagsleg at- hugun þeirra, ef það telur þess þörf. 3. Gera tillögur um framlög ríkisins til rannsóknarmála og fylgjast með ráðstöfun opin- berra fjárframlaga til þeirra rannsóknastofnana, sem lög þessi ná til. 4. Öflun fjármagns til rann- sóknastarfseminnar til viðbótar framlagi ríkisins og tillögugerð um skiptingu þess á milli rann- sóknastofnana og rannsókna- verkefna. 5. Að hafa í sínum vörzlum skýrslur um rannsóknir á sviði raunvísinda, sem kostaðar eru af opinberu fé, og hlutast til um að niðurstöður séu kynntar. — Rannsóknaráð semur árlega skýrslu um rannsóknastarfsem- ina í landinu. 6. Að stuðla að söfnun er- lendra rita og annarra upplýs- inga um vísindastörf, rannsókna störf og tækni og úrvinnslu þeirra til hagnýtingar fyrir at- vinnuvegi landsins. Upplýsing- um þessum skal komið á fram- færi við rannsóknastofnanir. 7. Að beita sér fyrir skjótri hagnýtingu tæknilegra nýjunga hjá atvinnuvegunum með kynn ingarstarfsemi og upplýsinga þjónustu. 8. Samstarf við hliðstæðar er lendar stofnanir og að stuðla að þátttöku íslands í alþjóðlegu samstarfi á sviði rannsóknar- mála. 9. Önnur þau verkefni, sem æskilegt reynist að sameina fyr ir rannsóknarstarfsemina. Fyrsti fundur hins nýja Rann sóknaráðs hófst að Hótel Sögu í Reykjavík í dag 12. ágúst. Jarðarbúar 3.160 millj. JARÐARBÚAR voru á miðju ári 1963 samtals 3.160 milljónir, en 2.990 milljónir 1960 og 2.895 milljónir 1958. Yfir'helmingur jarðarbúa býr í Asíu (Sovétrík- in ekki meðtalin). Evrópa er enn þéttbýlasta álfan með 89 menn á hvern ferkílómetra, en sé heimurinn tekinn í heild eru að jafnaði 23 menn á ferkílóm. Góðar móffökur á Siglufirði 350 m hlaup: 1. Haukur, 14. vetra, eig. Pét- ur Steindórsson, knapi Sverrir Sverrisson, 28,0 sek. 2. Hörður, brúnskjóttur, 9 vetra, eig. Benedikt Benedikts- son, knapi Ólafur Pétursson, 28,0 sek. 3. Léttfeti, bleikskjóttur, 13 vetra, eig. Jón Gíslason, knapi Skarphéðinn Eiríksson, 28,7 sek. Að kappreiðum loknum fór fram góðhestakeppni og var keppt í tveimur flokkum, í fyrsta lagi alhliða góðhestar og í annan stað klárhestar með tölti. Af alhliða góðhestum fengu bezta dóma og í þessari röð: Gáski Herdísar Pétursdótt ur í Álftagerði, 9 vetra gamall, Léttir Þorgríms Stefánssonar á Tyrfingsstöðum, 10 vetra og Glampi Péturs Sigurðssonar á Hjaltastöðum, 8 vetra. Af klárhestum með tölti voru taldir standa fremstir: Faxi Ás- dísar Sigurjónsdóttur, Syðra- Skörðugili, 7 vetra. Vinur Hauks Ingvarssonar, Vatnshlíð, 21 árs og Snarfari Jósafats Felixsonar, Húsey, 22 vetra. Að lokum fór svo fram á skeið vellinum hópreið um 30 krakka og vakti það atriði ekki lyvað minnsta athygli. Starfsmenn kappreiðanna voru þessir, auk skemmtinefnd ar, sem hafði veg og vanda af samkomunni að öðru leyti: — Skeiðvallarnefnd: Ottó Þorvalds son, Sigmundur Magnússon, Frosti Gíslason, Jósafat Felix- son, Steingrímur Egilsson. Dóm nefnd kappreiða: — sr. Gunnar Gislason, Sigurður Óskarsson, Jóhann Jóhannesson. Dómnefnd góðhesta: Guðmundur Sigfús- son, Broddi Björnsson og Ottó Þorvaldsson. Yfirtímavörður: — Guðjón Ingimundarson. Ræsir: Þorvaldur Árnason. Vallarstjóri Magnús H. Gíslason. mhg. VINNSLA á gulli úthafanna var lengi vel einn af óskadraumum mannanna. Eftir heimsstyrjöld ina fyrri ætlaði þýzki efnafræð ingurinn og Nóbelsverðlaunahaf inn, Frits Haber, að borga stríðs skaðabæturnar á þennan hátt, en tilraunir hans misheppnuð- ust. Nú hefur starfsbróðir lrans, prófessor Ernst Bayer í Tiibing en, framleitt efni, sem bindur hin uppleystu málmsölt hafsins. ÞANN 19. júlí sl. fór Kvenfélag Sauðárkróks í sína árlegu skemmtferð með aldrað fólk úr bænum. Farið var að þessu sinni til Siglufjarðar ;og ekið, sem leið liggur þangaðj í mikíu blíðskaparveðri, — með þeim eina útúrkrók, að skroppið var fram í Austur-Fljót, alla leið inn fyrir Stífluhóla. Til Siglufjarðar var komið kl. 3 síðdegis. Þar tók Skagfirðinga félag Siglufjarðar á móti öllum hópnum, yfir 40 manns, af mik- illi rausn. Var staðnæmst Við Hótel Höfn og setzt þar að Við prófun í haflíffræðirannsókn arstofunni í Neapel gat hann „veitt“ 450 míkrógrömm (míkró gramm er milljónasti hluti úr grammi) af kopar og 1,4 míkró gram af gulli úr 100 1 af sjó, sem er 100% nýting. Þetta áhrifa- mikla efnasamband er að mestu byggt upp af hæmocyanin. Það finnst í blóði kolkrabbans og skilur það einkum kopar frá sjónum. (Úr Teknik for alle). hlöðnu veizluborði. Eftir vel þegnar veitingar og stutt spjall við gamla og góða Skagfirðinga, dreifðist fólkið og hvarf til vina og vandamanna víðsvegar um bæinn því sökum rigningar síðari hluta dagsins, var lítið hægt fyrir aldrað fólk að skoða sig um. Þeir, sem ekki áttu til kunningja að leita nutu húsa- skjóls og frábærrar gestrisni á hinu myndarlega heimili for- manns Skagfirðingafélags Siglu fjarðar, frú Halldóru Jónsdótt- ur frá Sauðárkróki og manns hennar, Jóhannesar Þórðarson- ar, yfirlögregluþjóns. Um kvöldið sat svo ferðafólk ið kvöldverðarboð að Hótel Höfn, í boði Skagfirðingafélags- ins. Þar voru mættir fjölmargir Skagfirðingar, sem búsettir eru í Siglufirði og leið kvöldið í á- gætum fagnaði með hinum góðu gestgjöfum. Vér viljum, fyrir hönd kven- félags Sauðárkróks og gesta þess, færa Skagfirðingafélagi Siglufjarðar innilegustu kveðj- ur og þakkir fyrir móttökurn- ar. FerSanefnd. ÓSKADRAUMUR, SEM RÆTIST JKH^SHKHKBKHKBKHKHKHKHKBKBKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKBJ I RONALD FANGEN 1 EIRÍKUR HAMAR | Skáldsaga | &KHKHKHKHKHKHK 60 KHKHKhKHKBKBKB* — Já, það segi ég. Og þú ert svo góður við mig. — Hvaða vitleysa. — Og ég elska þig. Eiríkur hlustaði lengi á setninguna, áður en hann sagði nokkuð: — Gerirðu það? — Já, núna smásaman, þegar mér finnst ég ekki vera ræfill lengur, elska ég þig meir og meir. Flak-ræfill getur ekki siglt, eins og þú veizt. En nú er ég senn orðin eins sterk og þú. — Þá mun ég segja, að þú verðir reglulega sterk. — Það ætla ég líka að vera. Ég er fædd til þess. Veiztu eitt sem mér finnst svo indælt? — Nei? — Að eiginlega sért þú það, sem ég hef alltaf elskað. — Það skil ég ekki. — Þér verður ekki illt í augunum af að koma út í sól- skinið á morgnana, svo að þú verðir sneyptur og viljir helzt rölta inn aftur í híðið þitt og halla þér útaf. — Æ-svei, ég held nú ekki! — Ég man að Níels þoldi ekki sólskinið á vorin. — Það er svo fjárans-ári sterkt, sagði hann. Og hann sat svo furðu- lega einmana og utangátta við hliðina á mér, þegar við sát- um einu sinni úti og hvíldum okkur einn slíkan vordag. Ég kenndi svo í brjóst um hann og þótti svo vænt um hann. — Já? — Þú segir já, skilurðu þá ekki neitt, sagði Ástríður og þrýsti sér fast og ákaft upp að honum. Skilurðu ekki að ég vildi elska hann til að verða eins og þú. Svo hann gæti elskað það, sem ég elskaði, verið jafn glaður og þakklátur og ég var. Skilurðu ekki að það er það, sem hefir nærri svipt mig lífi, að ég fann það ekki, fann það ekki, ekki nokkurs staðar. Hvergi. Hún fór að gráta og stamaði: — Ég varð svo skömmustuleg! Ég liélt það væri öðruvísi. Að það væri eitthvað annað. Nú verðurðu að skilja mig: Alltaf eitthvað annað en ég sjálf. Og svo vildi ég verða þannig, sem ég hélt það yrði að vera. Og svo varð ég svo andstyggileg, svo viðbjóðsleg með sjálfri mér. — Svo and- styggileg! — Eiríkur, hrópaði hún, ég elska þig. Ég er að- eins þínb. Og hún hvíslaði í eyra hans: — Geturðu ekki fundið, að ég elska þig! — Jú» ég á þig. Við liggjum bara kyrr hérna, sagði hún. En segðu mér annars, Eiríkur: Hve lengi verða Eiríkur og Ástríður í para- dís? — Við hugsum ekkert um það. Hér rekur enginn okk- ur út. — Já, þá verðum við hér kyrr. — En einhverntíma kem- ur þó sá bitri dagur. — Það gerir hann auðvitað. — Og hvernig lízt þér svo á að verða þjóðfélags-þegn á ný? Það getur ekki hafa verið neitt bráðskemmtilegt, eftir því sem þú hefir sagt mér? — Nei, en það var nú fyrst og fremst mér sjálfum að kenna, af því ég var sjálfur svo óskemmtilegur. — En ekki bara það? — Nei. Og mér finnst ennþá ekki skemmtilegt að hugsa til heimferðar. — Skemmtilegt að hugsa um, nei, sagði Ástríður döpur. En er það annars ekki brjálsemi næst, að þannig skuli horfa við hér í heirni, að manni liggi við að finnast það ganga glæpi næst að láta sér líða reglulega vel. Það er eins og maður laumist burt frá einhverju. — Þegar ég loka augun- um, sé ég allt sjúkrahúsið fyrir mér, alla þá sem þar komu inn látlaust, þegar mest gekk á. Og þá er mér óskiljanlegt, að það skuli vera hægt að láta sér líða eins vel og okkur núna. Nei, Eiríki var vissulega ljóst, hve ótrúlegt þetta hlyti enn að vera henni. Hann heyrði hana oft kveinka sér og barma í svefni á nóttunum. Og er hún stundum hálfsofandi flevgði sér allt í einu í faðm hans, fann hann greinilega hve skelk- uð hún var og skjálfandi af ægilegum ótta. Hann luigsaði nú um þetta, og það myndi verða honum nægilegt viðfangs- efni, unz hún einhverntíma væri orðin alveg örugg, svo örugg urn að lífið á hennar vegum væri í fullu lagi, að ást hans myndi ekki frá henni víkja, og að hún gæti leyft sér að vera hamingjusöm og gæti hugsað um allt án angistar og kvíða. Þetta var fyrst og fremst allt það, sem hann að svo stöddu ætlaði að sinna í „þjóðfélagslegu lífi“. Og er því væri lok- ið, skyldi hann vissulega snúast rækilega við öðru því sem biði hans. — Þú átt heldur ekki að skilja þetta, sagði hann. Líttu á hve sólin stráir geislaflæði sínu niður á milli greina trjánna. Annað þarft þú ekki að sjá fyrst um sinn. " i (Sögulok.) j

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.