Dagur - 22.09.1965, Síða 2
2
N.-.
Ein af niörgum sóknarlotum að marki KK. Ein 1 KR-ingur réttir upp hendurnar, til að vekja at-
hygli dómarans, og er það einkennandi fyrir KK-inga í leikjum þeirra. (Ljósmynd: H. T.)
Fullt af spennandi augnablikum, þar sem Ak-
ureyringar léku sinn bezta leik í sumar
KR-liðið kom hér norður s.l.
sunnudag, vængbrotið, til að
keppa við heimamenn í bikar-
keppninni. Já, vængbrotið má
segja, því þá vantaði 3 af sín-
um beztu mönnum, er voru
tepptir úti í Glasgow. Flugvél,
er flytja átti þá heim á laugar-
dag, hafði bilað og þeir því ekki
komizt heim. En mennimir
voru Heimir markvörður og
framverðirnir Ellert Schram og
Sveinn Jónsson. Nú varð að
stökkva nokkuð langt, því um
20 næstbeztu leikmennimir
voru bundnir B-liðinu og taka
varð því stráka úr II. flokki B,
að því er þjálfari liðsins, Guð-
björn Jónsson sagði. Ein Akur-
eyrarliðið gekk ekki heldur
heilt til skógar, því þar vant-
aði Magnús Jónatansson, einn
sterkasta mann liðsins, er nú
liggur í sjúkrahúsi, Jón Frið-
riksson og Einar Helgason.
FYRRI H.4LFLEIKUR.
En, sem sagt, leikurinn hófst kl.
4 e. h. Undarlegt, en Akureyr-
ingar virðast oftast hafa heppn-
ina með sér og vinna hlutkesíi
um hver hefja skuli leikinn, og
var svo nú. Leikveður var hið
ákjósanlegasta, þvínær logn og
sólskin. Akureyringar tóku
strax leikinn í sínar hendur og
sóttu látlaust að marki andstæð
inganna. Á 17. mín. var Kári
kominn út til vinstri, upp und-
ir endamörk, gaf fyrir, en
knötturinn hrökk til hans aft-
ur úr þvögu -við markið, en
Kári sendi hörkuskot aftur, er
hafnaði í neíinu, 1: 0<- Aijstaða
Kára var þarna þröng og var
þetta því mjög laglega gert.
Litlu síðar bjargaði hægri bak-
vörður KR skoti frá Stein-
grími á línu. Ekki voru skoruð
fleiri mörk í hálfleiknum þrátt
fyrir mörg tækifæri Akureyr-
inga, er sóttu nær látlaust.
SÍÐARI HALFLEIKUR.
Það var sama sagan í síðari
hálfleiknum. Á 8. mín var ágæt-
ur samleikur frá manni til
manns unz Steingrímur skaut
hörkuskoti yfir markið. Strax
á eftir kom önnur sóknarlota.
Valsteinn gaf laglega inn í teig-
inn og þar rak Steingrímur
endahnútinn á og skoraði, 2:0
fyrir Akureyringa.
Á 15. mín gerðu KR-ingar
upphlaup og markið var í
hættu, það myndaðist þvaga,
margir duttu hver um annan,
en Samúel var sá heppni pam-
fíll, er náði knettinum að lok-
um og- sþyrnti frá. Þetta var
bezta tækjfæri KR-inga í leikn-
uan- íEm.--- Akpreyringar léku
mjögryel þennan leik, svo vart
hefi.ég séð þá frískari í sumar,
hvort sem kenna má það veik-
um m:óthéi>ja. Sem sagt, leikn-
urh lauk með sigri Akureyringa
2:0. En eft.ir. gangi leiksins
"hefðu; sánngjörn úrslit átt að
vera 4—5 mörk gegn 1.
LIÐIN.
Lið KR var frekar veikt í þess-
um .léik’,einkanlega framlínan,
hún virtist vera sundurlaus og
bitl^us. Stjarna þeirra, Baldvin,
; / , í - v • » •- ■*
getur hlaúþið hratt, en þar með
> eru hans knattspyrnukostir upp
’ talðir. ‘ llann virðist ekki hafa
nqkkurt, .ayga fyrir samleik.
Vornin var betri hluti liðsins,
| með, .ÍBjarna Felixson, sem
bezta mann. Mörkin verða ekki
-^r^íuð á ygjkning markmanns-
Irfsj þvíhann.«féð sig ágætlega,
bjargaði off’ vel.
Heimamenn voru, eins og fyrr
segir, mjög sprækir og vel leik-
andi. Samleikur framlínunnar
og framvarðanna var svo góð,
að betra hefi ég ekkj séð hjá
nokkru liði hér á vellinum í
sumar. Það reyndi ekki mikið
á vörnina í þetta sinn, en hún
stóð vel fyrir sínu með klettinn
Jón Stefánsson alltaf á sínum
stað. Það sakar ekki að geta
þess, að Pétur Sigurðsson, er
leiltur allar stöður á vellinum,
nema í marki, lék bakvörð og
komst vel frá því. Slæmt að
hann skuli ekki fá að reyna sig
oftar, því hann hefur gött auga
fyrir samleik. Verði framhald á
svona leik og baráttuvilja hjá
okkar mönnum, spái ég því hik-
AÐ LOKNUM LEIK.
Dómarinn.
— Hvað viltu segja um leik-
inn?
— Lið KR var mikið lélegra
í þessum leik en venjulega, sem
stafaði af fjarveru þessara
þriggja manna. Akureyringar
náðu vel saman með stuttu
spili, en ég tel þá ekkert betri
en fyrr í sumar.
Fyrirliði KR, Bjarni Felix-
son.
— Finnst þér Akureyringar
vera sterkari nú en í fyrri
leikjum í sumar?
— Nei, það finnst mér ekki.
Það er auðvelt að verjast þeim,
því þeir spila alltaf upp miðj-
una, en nota ekki kantana.
Þjálfari KR, Guðbjörn Jóns-
son.
— Akureyringar léku mjög
vel þennan leik og hefðu átt að
vinna stærri sigur eftir gangi
leiksins. Okkar lið er óvenju-
veikt, sérstaklega framlínan.
Það munar nú um þá Ellert og
Svein á vellinum. En ég óska
ykkur til hamingju og vona
bara að þið vinnið bikarinn,
svo framarlega að B-lið okkar
verði slegið út.
— Hvernig var það í Þránd-
heimi á dögunum. Þið ætluðuð
að vinna Norðmennina?
— Já, við ætlum æfinlega að
vinna þegar við förum út í leik,
þótt það takist ekki alltaf. En
betra liðið vann þar, enda æfa
þeir norsku vel, fimm æfingar
á viku, allt árið, og alltaf úti,
jafnvel í 20 stiga frosti.
— Javell, ekki öðruvísi, en
þakka þér fyrir, Guðbjörn.
Fyrirliði ÍBA, Jón Stefáns-
son.
—- Ég óska þér til hamingju,
Hinn ungi niarkvörður KR stóð sig vel.
(Ljósniynd: II. T.)
laust, að þeir leiki úrslitaleik-
inn í bikarkeppninni.
Dómari var Karl Bergmann.
Voru dómar hans nokkuð fálm-
kenndir. Hann hafði ekki þau
tök á leiknum, sem dómari ætti
að hafa.
Jón. Þú ert náttúrulega ánægð-
ur?
— Já, mjög, þakka þér fyrir.
Strákarnir léku hreyfanlega og
vel og gott var að spila við þá.
Mér fannst KR-liðið óvenju
lélegt, sem vonlegt var. Tel að
við hefðum átt að vinna leik-
inn með 5:1.
Þjálfari ÍBA, Einar Ilelgason.
— Hvað vilt þú segja, Einar?
— Ég er ákaflega ánægður
með strákana. Þarna sýndu þeir
hvað þeir gátu. Ég tel að bezta
knattspyrna, sem sézt hefur hér
á vellinum í sumar, hafi verið
leikin af okkar strákum í þess-
um leik.
— Já, ég er þér sammála,
Einar. Þakka þér fyrir', og ég
óska ykkur til hamingju með
sigurinn. S. B.
TIL SÖLU:
Pedegree BARNAVAGN.
Sími 1-17-87.
TIL SÖLU:
BARNAVAGN
verð kr. 1.500.00
og BARNAKARFA
á hjólum, með dýnu,
verð kr. 700.00.
Uppl. í Norðurbyggð 13,
sími 1-25-69.
PÍANÓ
Homung & Möller
til sölu. Lítið notað.
Uppl. í Aðalstræti 54,
sími 1-18-05.
Afgreiðslustíilka
óskast í
BÓKABÚÐ JÓNASAR
JÓHANNSSONAR,
Akureyri.
NÝKOMIÐ:
Vandaðir svartir og
brúnir SKÓR m. innleggi
fyrir eldri konur.
Svartii DÖMU-
HÆLBAN DASKÓR
með tízkuhæl.
SKÓVERZLUN
M. H. LYNGÐAL H.F.