Dagur - 22.09.1965, Síða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Bitstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Ungir menn álykta
Á ÞINGI ungra Framsóknarmanna
í Norðui'landskjördæmi eystra, sem
haldið var á Laugum íyrstu daga
septembermánaðar, var m. a. sam-
þykkt:
Sérstaka áherzlu ber að leggja á
iðnað til að fullvinna íslenzk hrá-
elni, og gera þau verðmætari, má þar
til nefna ull, gærur og síld auk ann-
arra landbúnaðar- og sjávarafurða.
Að tilraunir í þágu atvinnuveg-
anna verði auknar, svo sem jarðvegs-
°g gróðurfarsrannsóknir, fiskirann-
sóknir og jarðhitarannsóknir.
Brýn nauðsyn er að efla atvinnu-
öryggi og örfa hagþróun í kaupstöð-
um og kauptúnum á Norðurlandi,
og verður að leita nýrra atvinnuvega
fyrir þann landshluta, t. d. með því
að setja á fót stofnun sem hafi með
höndum rannsóknir á skilyrðum til
atvinnurekstrar og hagnýtingu nátt-
úruauðlinda, og sjái um tækniaðstoð
við atvinnugreinarnar.
Þingið krefst þess, að ef til stór-
iðju kæmi hérlendis, verði hún stað-
sett á Norðurlandi. Mundi það eiga
ríkan þátt í að hamla gegn fólks-
flutningum til Faxafióasvæðisins og
skapa aukin skilyrði til blómlegs at-
vinnulífs víðar á landinu.
Gera þarf ráðstafanir til að efla
smíði fiskiskipa á Norðurlandi. Auk-
in verði með lánum og fjárframlög-
um aðstoð til að koma upp fullkomn
um dráttarbrautum, og þeim veitt
rífleg rekstrarlán svo hægt verði að
sjá um viðgerðir og endurnýjun fiski
skipaflotans, að sem mestu leyti inn-
anlands.
Þingið telur að tryggja verði bygg
ingalánasjóðum landsmanna það
mikið fé, að ætíð sé hægt að lána
ungu fólki, verulegan hluta af bygg-
ingakostnaði íbúðar, til langs tíma
á hóflegum vöxtum.
Þingið telur að þakka beri |>að,
sem áunnizt hefur vegna hækkaðra
lána til íbúðabygginga, J>ó sú hækk-
un geri tæpast betur en að mæta
auknum byggingarkostnaði.
Þingið vítir harðlega þær stór-
felldu atlögur, sem gerðar hafa ver-
ið á launastéttirnar í landinu, síðan
núverandi ríkisstjórn kom til válda,
og heitir þingið á alla launþega og
bændur að vera vel á verði um hags-
munamál sín.
Þingið krefst þess, að alþýða lands
ins hafi }>au launakjör, að hún geti
lifað menningarlífi af 8 stunda vinnu
degi, en J>urfi ekki að leggja á sig
mikla aukavinnu, til að hafa nægar
tekjur til brýnustu lífsnauðsynja.
©
samvmnii
smum
félö
segir Jakob Frímamisson, fram-
kvæmdastjóri í viðtali við blaðið
DAGUR hitti Jakob Frímanns-
son að máli á mánudaginn og
þrátt fyrir annríki þann dag,
sem flesta daga aðra og tak-
markaðan áhuga fyrir frétta-
þjónustunni, svaraði hann skjót
lega þeim spurningum, sem
fram voru bornar.
Hvert er síærsta verkefni
KEA á framkvæmdasviðinu um
þessar mundir?
Nýja mjólkurvinnslustöðin of
an við Lund er langsamlega
kostnaðarsamasta framkvæmd-
in. Um kostnað við fyrri hluta
stöðvarinnar, sem nú hefur ver
ið að unnið undanfarnar vikur,
veit enginn ennþá, en að sjálf-
sögðu verður þar um marga
milljónatugi að ræða. Staðurinn
virðist mjög heppilegur og hef-
ur sérfróðum mönnum komið
saman um það, og grunnurinn
góður. Byrjað verður að steypa
undirstöðurnar núna einhvern
daginn og svo er hugmyndin að
steypa upp kjaHaraveggi fyrir
veturinn. í vor verður svo verk
inu haldið áfram og þá eiga að
vera til strengjasteypubitar og
súlur, eftir því sem byggingin
þarfnast.
Nýja kjötvinnslustöðin er
hinsvegar vel á veg komin?
Já, segja má, að innrétting-
um sé þar langt komið. Búið er
að flísaleggja mest af veggjun-
um og verið að leggja gólf. Bú-
ið er að leggja leiðslur og rist-
ar í gólf, einangraðir hafa ver-
ið allir frystiklefar o. s. frv.
Þegar búið er að ganga frá
gólfum er mestu kostnaðarlið-
unum lokið. Hins vegar eru
vélakaupin eftir. Enn er eftir
að ákveða hvernig rafmagn við
fáum til hinnar nýju kjöt-
vinnslustöðvar. Hér í bænum
er 220 wolta straumur eins og
allir vita, en hugmyndin er að
fá 380 wolta straum til kjötiðn-
aðarstöðvarinnar, sem talið er
mun hagkvæmara. Stærð þess-
arar byggingar er 15—1600 fer-
metrar og á hún að verða mjög
vönduð, byggð eftir ströngustu
kröfum um slíkar stöðvar, og
miðuð við töluvert langa fram-
tíð. Núverandi kjötvinnslustöð
okkar, eða Pylsugerðin, hefur
verið starfrækt í gömlu Smjör-
líkisgerðinni síðan 1950 og er
fyrir löngu orðin alt of lítil.
Þessi kjötvinnslustöð hefur
ekki getað annað nema þriðj-
ungi eftirspurnarinnar síðustu
árin, vegna þrengsla. Það var
því ekki um annað að gera en
nýbyggingu, enda hefur stöðin
búið við bráðabyrgðaaðstöðu í
hálfan annan áratug. Vin von-
um að nýja kjötvinnslustöðin
verði tekin til starfa fyrir næstu
síldarvertíð.
Þið hafið stækkað aðalskrif-
stofumar í Haftiarstræti og
endurbætt hraðfrystihúslð í
Hrísey?
Aðalskrifstofurnar eru á sama
stað og áður og hin daglega af-
greiðsla, en þær hafa verið
stækkaðar norður í Hafnar-
stræti 93. Viðskiftamannabók-
haldið allt verður á gömlu skrif
stofunum og allar afgreiðslur.
Vátryggingardeildin verður og
á sama stað, en ýmisleg önnur
skrifstofuvinna verður í nyrðri
hlutanum, sem er samtengdur.
í Hrísey hefur frystihús okk-
ar verið endurbætt á þann veg,
að hægt er að taka á móti 80%
meira hráefni til vinnslu í hús-
ið en áður. Það kom sér vel,
því þessari framkvæmd var
lokið þegar dragnótaveiðin var
leyfð. En þá barst mjög mikið
að af fiski. Verkefni frystihús-
anna jókst þá svo mjög, að
unnið var á fjórum síðustu
mánuðum 60—70% meira en á
sama tíma í fyrra.
Hvað er hið rétta í lauslegum
fregnum um væntanlega vöru-
skemmu eina mikla hér á Ak-
Það er rátt, að fengizt hefur
lóð á Gleráreyrum, sem fyrrum
var ætluð undir nýju mjólkur-
vinnslustöðina. Sambandið ætl-
ar að byggja þar stóra vöru-
skemmu. Þetta verður birgða-
stöð á Akureyri, hliðstæð
birgðastöð Sambandsins í
Reykjavík. Þessi stöð verður
fyrst um sinn fyrir Norður- og
Austurland. Það er auðvitað
mjög mikils virði fyrlr kaupfé-
lögin á þessu svæði, að geta
sótt sínar vörur hingað, í stað
þess að þurfa að sækja þær til
Reykjavíkur. Og það er mjög
mikils virði. fyrir Akureyrar-
bæ, að fá hér slíka umhleðslu
á miklu magni af margs konar
vörum. Þetta mun stórbreyta
allri verzlun og samgöngum við
Akureyri.
Hvernig taka kaupfélagssljór
ar þessu?
Kaupfélagsstjórarnir, a. m. k.
hér í nágrenninu hafa mjög
mikinn áhuga á þessu máli.
Teikningar eru komnar og hafa
þær verið samþykktar í bygg-
inganefnd. Ég vona að við get-
um hafið framkvæmdir nú í
haust.
Var kaupfélagsstjórafundur-
inn í sumar haldinn um þetta
mál?
Að sjálfsögðu var rætt um
þetta mál á fundi norðlenzkra
kaupfélagsstjóra, er hér var
haldinn fyrir nokkru. En sá
fundur fjallaði þó fyrst og
fremst um skipulagsbreytingar
hjá kaupfélögunum. í því máli
er nefnd, sem að þeim málum
vinnur, ekki einasta hér á Norð
urlandi, heldur Um allt land og
um það haldnir fundir í öðrum
landshlutum. Að sams konar
verkefnum hafa samvinnufélög-
in á Norðurlöndum og í Bret-
landi unnið undanfarið. Þar er
unnið að því að sameina kaup-
félög og stækka kaupfélags-
heildirnar. Það verður e. t. v.
ekki mikið um sameiningu
kaupfélaga hér á landi, en við
höfum hugsað okkur að kaup-
félög, sem hafa svipaða starfs-
aðstöðu, gætu unnið mun meira
saman innbyrðis en nú er gert.
Þar koma til greina vörupant-
anir, vöruskifti og upplýsinga-
og fræðslustarfsemi. Þar geta
smærri kaupfélög notað sér
starfskrafta og reynslu eldri og
stærri félaga o. s. frv.
Hvar finnst þér skórinn
kreppa mest að samvinnuhreyf-
ingunni um þessar mundir?
Ég held að engum blandist
hugur um það, að rekstrarfjár-
vandræðin eru mesti hemillinn
á starfsemi samvinnufélaganna,
sérstaklega hjá þeim félögum,
sem hafa verulega útgerð og
JAKOB FRÍMANNSSON, framkvæmda-
stjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri og
stjórnarformaður Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga, er oft talinn fleiri ábyrgðar-
störfum hlaðinn en aðrir menn í höfuðstað
Norðurlands. Hvort svo er eða ekki, er
hitt víst, að hver starfsdagur hans er lang-
ur, maðurinn árrisull, gæddur óvenjulegri
starfsorku, og verkefnin eru óþrjótandi. —
Hann hóf ungur starf hjá samvinnumönn-
um, eða 1918, og á því langan starfsdag
að baki, og er nú óumdeildur foringi sam-
vinnuhreyfingarinnar á íslandi. — Kaup-
félag Eyfirðinga annast margs konar starf-
semi, sem hér verður ekki upp talin, enda
hefur það starfsaðstöðu á 60—70 stöðum á
Akureyri og víðar, hefur á sjötta hundrað
fastráðið starfsfólk, greiðir nær 90 millj.
króna í vinnulaun á ári, greiðir árlega
milljónaarð til félagsmanna sinna, sem
eru um 5500 talsins í 24 félagsdeildum og
veltir árlega yfir 700 millj. kr. Af hinum
háu tölum átta menn sig á stærð þessa
norðlenzka samvinnufélags. En meiri styrk-
ur felst þó í félagshyggju fólksins sjálfs,
innan þessara fjöldasamtaka. Kann það t. d.
að vera rannsóknarefni, að meðal þessa
fólks í bæ og sveit hefur engin togstreita
eða klofningsstarfsemi þrifist. Enda mun
með réttu talið, að Kaupfélagi Eyfirðinga
hafi jafnan verið mjög vel stjórnað og hjá
því starfað nægilega margir afbragðsmenn,
til að leiða flesta starfsþætti þess til vel-
farnaðar. — En allir þræðir þessa risafyr-
irtækis liggja um hendur Jakobs Frímanns-
sonar, og hefur svo verið í aldarfjórðung.
hjá smærri félögum. Að vísu er
þetta vandamál ekkert sérstakt
fyrir samvinnufélögin. Mér
skilst að flestir þeir, sem reka
verzlun og slíka starfsemi, séu
í fjárþröng. Og sama er að
segja hjá þeim, sem útgerð
reka. Þetta er sameiginlegt
vandamál allra þeirra, sem við
viðskifti fást hér á landi.
Telur þú hlut samvinnu-
manna í verzlun minnkandi síð
ustu árin?
Það mun vera rétt, þegar á
heildina er litið. En þær orsak-
ir liggja til þess, fyrst og
fremst, hvernig búsetuhlutfall
þjóðarinnar hefur þróast. Meiri
hluti þjóðarinnar er kominn á
suðvesturhluta landsins, þar
sem fá og fremur lítil kaupfé-
lög starfa. Þar hefur verið
stutt við bakið á allri einstak-
lingsverzlun eins og mögulegt
er á síðustu árum, er óhætt að
segja. Smvinnufélögin fyrir
sunnan hafa ekki notið slíks
stuðnings. Þegar svo ofsalega
fjölgar fólki á einum lands-
hluta, þar sem minnstur er
áhuginn fyrir samvinnustarf-
inu, má telja þetta eðlilegt. Hins
vegar halda samvinnufélögin
hér fyrir norðan og víða um
landi fyllilega sínum hlut og
auka verzlun sína eðlilega, og
svo er það hér hjá okkur.
Sennilega höfum við þó tæp-
ast haldið okkar hlut í vefnað-
ar- og búsáhaldaverzlun. Hins
vegar hefur aukning okkar í
matvöruverzlun orðið eðlileg
og naumast hægt að ætlast til
þess að hún sé meiri. Við vor-
um á eftir með endurbætur á
vefnaðarvöruverzlun okkar og
búsáhaldadeild jafnvel líka, því
við lögðum áherzlu á að bæta
fýrst þjónustuna í matvöru-
verzluninni.
En hvernig hafa hinar gagn-
gerðu breytingar, sem nú eru
orðnar í hinum ýmsu deildum,
gefizt?
Mjög vel. Viðskiftavinirnir
eru ánægðir, starfsfólkið líka.
Deildirnar njóta vaxandi við-
skifta og verzlunin hefur auk-
izt fyllilega eins mikið og við
gerðum ráð fyrir.
Er búið að ráða fulltrúa fram-
kvæmdastjóra hjá KEA?
Já, búið. er að ráða Val Arn-
þórsson tryggingastjóra hjá
Samvinnutryggingum, sem full-
trúa og staðgengil kaupfélags-
stjóra, og tekur hann við störf-
um 1. desember n. k. Hann er
Arnfirðingur að ætt, 35 ára
gamall og hefur unnið hjá sam-
vinnumönnum síðan hann kom
úr skóla. Hann er utanlands um
þessar mundir í erindum sam-
vinnumanna, segir Jakob Frí-
mannsson að lokum og þakkar
blaðið hin greinargóðu svör
hans. E. D.
HANNES J. MAGNÚSSON HEIÐRAÐUR
Á MÁNUDAGINN heiðraði
bæjarráð og fræðsluráð Akur-
eyrarkaupstaðar Hannes J.
Magnússon skólastjóra með
hófi að Hótel KEA. Þar voru og
viðstaddir skólastjórar bæjar-
ins.
Magnús E. Gúðjónsson bæj-
arstjóri flutti hinum aldna
skólamanni ávarp, og Brynjólf-
ur Sveinsson formaður fræðslu
ráðs ræðu, þar sem þökkuð
voru kennara- og skólastjóra-
störf Hannesar og minnst giftu-
ríkra starfa þeirra hjóna hér á
Akureyri, — og tilkynnt um
smekklega gjöf. — Hannes
þakkaði með ræðu.
Þau Hannes J. Magnússon og
Sólveig Einarsdóttir, kona hans
eru nú á förum til Reykjavík-
ur.
KENNARAMÓT OG NÁMSKEIÐ Á AKUREYRI
ÁKVEÐIÐ ER, að Samband
norðlenzkra barnakennara efni
til kennaramóts og námskeiðs á
Akureyri, dagana 29. sept. til 2.
- GÓÐ SÍLD VEIÐIST
(Framhald af blaðslðu 1).
þús. mál og tunnur og meira,
s.l. laugardag, voru:
Jón Kjartansson SU 33.450
Sigurður Bjamason EA 29.064
Ólafur Magnússon EA 28.087
Bjarmi II EA 26.752
Dagfari ÞH 26.663
Hannes Hafstein EA 25.892
Helga Guðmundsd. BA 25.356
Heimir SU 24.892
Gullver NS 24.222
Krossanes SU 23.225
Barði NK 22.405
Keflvíkingur GK 22.153
Súlan EA 22.050
Þorsetinn RE 21.943
Jörundur III RE 21.868
Bjartur NK ’ 21.807
Reykjaborg RE 21.612
Þórður Jónasson EA t 20.831
.Jörundur II RE 20.029
okt. n. k. Verður það haldið í
Barnaskóla Akureyrar og hefst
miðvikudaginn 29 sept. kl. 10
f. h.
Aðalviðfangsefni námskeiðs-
ins verður móðurmálskennslan
á barnafræðslustiginu. Leið-
beinendur þeir Óskar Halldórs-
son námsstjóri, Jón. Júl. Þor-
steinsson kennari og Ingibjörg
Stephensen talkennari.
Þá munu eftirtaldir m'enn
flytja erindi: Valgarður Har-
aldsson námsstjóri, Stefán Ól-
afur Jónsson námsstjóri, Aðal-
steinn Eiríksson fjármálaeftir-
litsmaður skóla, Þorsteinn Ein-
arsson íþrótta'fulltrúi og Skúli
Þorsteinsson námsstjóri.
í sambandi við námskeiðið
mun Magnús Jóhannsson sjá
kynningu á nýjum kennslu-
tækjum, sem Radío- og raf-
tækjastofan Óðinsgötu 2 í
Reykjavík, hefur til sölu. Sýnd-
ar verða vörur frá skólavöru-
búðinni.
Þá verða haldnir aðalfundir
SNB og Kennarafélags Eyja-
fjarðar. Fræðslumálastjóri hef-
ur heimilað að fella niður
kennslu þá, daga, sem mótið
stendur, □
Svanlaugur B. Þorsteinsson
frá Rauðuvík
MINNINGARORÐ
HINN 18. þ. m. var til grafar
borinn í Stærra-Árskógi Svan-
laugur Björgvin Þorsteinsson
frá Rauðuvík. Þann dag var
margmennt í hinni fögru sókn-
arkirkju þeirra Ströndunga, en
fjölmennt frændlið hins látna,
og stór hópurinn vina hans og
venzlamanna.
Svanlaugur heitinn var fædd-
ur að Hellu, en átti lengstan
hluta ævi sinnar heima á Litlu-
Hámundarstöðum og var við
þann bæ kenndur. Foreldrar
hans voru hjónin Valgerður
Sigfúsdóttir og Þoi-steinn Þor-
steinsson, bæði Árskógströnd-
ungar, hún dótturdóttir Jó-
hanns sterka á Selá, en hann
var sonur Þorsteins bátasmiðs,
er síðar var kenndur við Rauðu
vík, Vigfússonar á Hellu, Gunn
laugssonar af ætt Þorvalds
Hríseyings. Faðir Valgerðar var
son Kristjáns og Geirlaugar á
Hrafnagili í Þorvaldsdal, og því
hálfbróðir Konráðs í Bragholti,
Konráðssonar. Jóhann sterki á
Selá var sonur Sigurðar Gott-
skálkssonar, Sigfússonar, en
móðir Jóhanns var Þórunn,
kölluð Ingimundardóttir, en af
mörgum talin laundóttir þjóð-
skáldsins á Bægisá, Jóns Þor-
lákssonar. Vigfús, faðir Þor-
steins á Rauðuvík var dóttur-
sonur þeirra Krossahjóna, Jóns
ríka, Jónssonar og Guðlaugar
Vigfúsdóttur frá Stóru-Há-
mundarstöðum, Sigurðssonar,
Bjarnasonar. Móðir Þorsteins á
Litlu-Hámundarstöðum, Anna
Soffía Jóhannsdóttir Jónssonar,
og móðir Þorsteins á Rauðuvík,
Anna Rósa Þorsteinsdóttir —
voru báðar svarfdælskar (sú
síðarnefnda dótturdóttir Jóns
skálds Hallgrímssonar á Karls-
á). Stóð því að Svanlaugi Þor-
steinssyni í báðar ættir dugn-
aðar- og hæfileikafólk um
marga hluti, sumt blóðheitt
nokkuð, en harðgert margt og
lítið fyrir það að láta hlut sinn
eftir liggja.
Svanlaugur ólst upp með for-
eldrum sínum í gjörfulegum
systkinahópi, en þau urðu tíu
að tölu og var Svanlaugur næst
elztur. Svanlaugur var mikið
„ömmubarn“, eins og það er
kallað, en Svanhildur móður-
amma hans var mikil stoð og
stytta heimilis þeirra Þorsteins
og Valgerðar fram á elliár,
mikil dugnaðar- og sómakona.
Mun henni hafa þótt Svanlaugi
bregða í ýmsu ákjósanlega til
Selárættarinnar, ekki sízt um
ósérhlífni og skyldurækni í
störfum.
Svanlaugur varð snemma for
ystumaður um búskap foreldra
sinna, enda faðir hans oft að
heiman. Þar í sveit var sjórinn
mikill bjargræðisvegur og stund
aði Þorsteinn hann af kappi, en
lét konu sína, og börnin strax
þau gátu eitthvað, annast bú-
störfin. Reyndist Svanlaugur
snemma liðtækur, sem og þau
fleiri, en húsfreyjan og amman
voru hvor annarri hagsýnni og
hirðusamari um heimilishaldið.
• K
Síðar varð Svanlaugur ráðsmað
ur móður sinnar, þvk aA Þ>or-
steinn varð ekki gamall maður
(lézt 1932). Naut Svanlau^ur
sín vel í því Starfi, hamhlaýpa
til vinnu, reglumaður 'Og ráð-
deildarsamur mjög, áreiðanleg-
ur í öllum viðskiptúm, örlátur,
þegar því var að skipta og rppp-
góður ákaflega, eins og báðir
foreldrar hans.
Lítillar skólamenntunar naut
Bvanlaugur umfram barna-
fræðsluna, en hann varð vel að
sér um margt, flugnæmur að
eðlisfari og minnugur, las mik-
ið og notfærði sér vel ýmsar
bækur. Hann tók snemma virk-
an þátt í félagsmálum og. reynd-
ist þar sem annars staðar'hinn
liðtækasti. Svanlaugur var bar-
áttumaður að eðlisfari og hafði
nautn af að láta til sín taka. Á
ungmennafélagið Reynir hon-
um mikið að þakka, en þar var
hann í fremstu víglínu um langt
skeið. Hann var snjall ræðu-
maður, stundum harðskeyttur
nokkuð og ádeilinn, en skjótur
til sátta og samkomulags, gat
vel skipt um skoðun, þegar
honum þótti málefni standa til,
en lét annars ógjarnan hlut
sinn. Hann var opinskár og
hreinskilinn, en í öllu hinn
bezti drengur. Samstarfsmönn-
um hans og félagsbræðrum
þótti hann stundum helzti af-
skiptasamur, og sumum hættir
til að sjást yfir það, að öll af-
skiptasemi slíkra manna stafar
venjulega af eldheitum áhuga
fyrir því að eitthvað gerist, og
gerist strax. Svanlaugur var
dæmigerður fulltrúi þeirra
manna (sem nú fer ört fækk-
andi), er vilja allt til vinna að
störfin skili arði og að eitthvað
sjáist eftir menn liggja, reiðu-
búnir til þess að taka á sjálfa
sig allt hið erfiðasta. Líklega
hefur þessi látni atorkumaður
orðið mörgum árum skammhf-
ari sökum þeirrar hörku og
kapps, sem hann lagði í mörg
erfið störf, jafnt til lands og
sjávar. En hann gat ekíci ann-
að, og allt til hinztu stuftdar
mun dugnaður hans hafa- verið
óbreyttur, enda gerði hanh slík-
ar kröfur til annarra, að sum-
um þótti nóg um. Ég, sem þess-
ar línur rita, stóð oft í starfi
með Svanlaugi heitnum og
minnist margra slíkra stunda,
er við deildum glöðu geði yfir
unnum sigrum. Þá var gaman
að lifa. Ég minnist þess líka, að
við deildum hart og vorum
ósammála í veigamiklum mál-
um, en komumst þó að lokum
báðir að heppilegri niðurstöðu
og erfðum aldrei slík átök, því
að málefnið var okkur allt og
um hreinskilni Svanlaugs þurfti
aldrei að efast.
Svanlaugur kvæntist ekki og
eignaðist ekki afkomendur.
Hann bjó allmörg seinni árin
fplagsbúi með bróður slnum og
mágkonu á Rauðuvík og sýndi
I þeim félagsskap, svo að ekki
verður um villzt, hollustu sína
og frábæran vilja fyrir sameig-
inlegum átökum til fram-
kvæmda og hagsbóta heimilinu,
rétt eins og hann ætti það allt
saman sjálfur. Við fráfall slíkra
manna er skarð fyrir skyldi.
Með kærri þökk og kveðju —
yfir hafið.
Jóhannes Óli Sæmundsson.
t t t
SVANLAUGUR Þorsteinsson
frá Litlu-Hámundarstöðum á
Árskógsströnd var jarðsunginu
frá Stærra-Árskógskirkju laug-
ardaginn 18. september. Þar
var margt fólk saman komið til
að kveðja, og fleiri vildu, en
áttu þess kost, og fylgja honum
til grafar.
Svanlaugur andaðist eftir
stutta legu á Seyðisfirði hinn 8.
september, 64 ára gamall, fædd-
ur 1. september árið 1901.
Sveitin skartaði sínum feg-
urstu haustlitum við heimkomu
og hinztu för Svanlaugs Þor-
steinssonai-, enda hún átt fáa
syni trygglyndari.
Við Svanlaugur ólumst upp I
sama túni, þar sem enginn
garður skildi granna. Þátt hann
væri allmiklu eldri, vorum við
oft saman I leik og starfi. Hann
var kappsfullur strax á unga
aldri, ekki aðeins I leik, heldur
einnig I starfi og þar nánast
hamhleypa. Skapið var of mik-
ið og óstýrlátt, verkefnin of
mörg og stór, hvort heldur var
við búskap eða sjósókn, til
nosturssemi eða föndurs. Það
stóð hressilegur gustur af Svan
laugi, hvar sem hann fór og í
hvaða starfi sem hann stóð.
Áhugi hans á málum samfélags-
ins var einnig mikill og stund-
um var hann eins og eldhnött-
ur á málaþingum. Hirti hann
hvorki um mannvirðingar eða
frændsemi ef skoðanir félla
ekki saman og var þá bæSi
flóðmælskur og harðfylginn.
En hann gekk alltaf beint fram-
an að mönnum og fyrirleit und-
irhyggju. Þannig var hann x
leik og þannig var hann I starfi
alla æfi, erfði ekki deilur, en
gleymdi aldrei hlýju handtaki,
var hreinn og beinn, djarfur og
frjálshuga, batt sína hnúta að
sínum eigin geðþótta. Hann
lagði sig allan fram I hverju því
(Framhald á blaðsíðu 7),