Dagur - 23.10.1965, Blaðsíða 4
5
Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1168 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgSarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds BjömssoDAr h.f.
Hver er Ijár»
málaráSherra?
FRAMSÖGURÆÐA fjármálaiáð-
herra við 1. umræðu fjárlaga er ævin-
lega atliyglisverð, lrvernig svo sem
stjórnarstefnan er og til hefur tekizt
um fjárstjórn ríkisins hverju sinni.
í framsöguræðu nýja fjármálaráð-
lierrans kenndi líka margra grasa.
Hann skýrði t. d. frá því, að greiðslur
ríkissjóðs á árinu 1964 hefðu farið
590 millj. kr., eða nálega 22% fram
úr áætlun. Einnig kom það fram í
ræðu hans, að nýja fjárlagáfrumvarp-
ið, sem hann nú leggur fyrir Alþingi,
væri í raun og veru með greiðslu-
halla, sem honum væri sjálfum kunn-
ugt um. En á hinu prentaða þing-
skjali er greiðsluafgangur talinn 25
millj. kr. Ráðherrann upplýsti, að í
frumvarpinu væri ekkert fé áætlað
til aðstoðar við sjávarútveginn, en
hjá aðstoð við hann yrði ekki komizt.
Á árinu 1964—1965 mun sú aðstoð
miklu meira en 25 millj. kr. Hins
vegar er þess að geta, að hinir nýju
skattar M. J. virðast þegar vera komn
ir inn í frumvarpið, þó að suma
þeirra vanti stoð í liigum.
I>ótt fjármálaráðherrann hefði
mörg ótíðindi að flytja um niður-
stöður fjármálastjórnarinnar undan-
farið og horfur í þeim málum, var
Iiann eigi að síður nokkuð brattur í
máli og drjúgur landsföðurtónn í
ræðu hans. Má og til sanns vegar
færa, að Iiann beri ekki sem slíkur
ábyrgð á mistökum fyrirrennara síns
í embættinu. En sem þingmaður í
stjórnarliðinu og formaður fjárveit-
inganefndar um hríð, hefur hann
óneitanlega nokkuð nærri komið, og
ekki verður G. Th. með réttu um allt
kennt, sem aflaga hefur farið í fjár-
málaráðherratíð hans. Því miður var
ekki að lieyra á ræðu M. J. að hann
hefði sjálfur að svo stöddu neinar til-
lögur að flytja um sparnað á ríkis-
búinu og er raunar vorknnnarmál
því slíkt er ekki auðvelt, en sex
„Iandsfeður“ auk hans í stjórninni.
Hins vegar kvaðst hann ætla að
setja á stofn sérstaka „hagsýsludeild"
í fjármálaráðuneytinu til að koma á
sparnaði. Þetta er gamalt húsráð frá
G. Th. því hann kom upp á sínum
tíma „hagsýslustofnun“ fyrir Reykja
víkurbæ. Einnig setti liann forstjór-
ana í ríkisstofnunum í nefnd til að
kenna sjálfum sér að spara. Sumir
segja, að „hagsýsla" sé ekkert annað
en fínt nafn á aðgerðarleysi. En
reynslan sker úr. Framhald á bls. 7.
Tvær stórmerkar ritgerðir um
íslenzkan landbúnað
birtar í erlendu sérfræði-riti
EINS OG drepið var á, er ég
sagði frá þessum tveim grein-
um Árna G. Eylands í norska
tímaritinu „Fréttir frá norska
mýrafélaginu“, birtist þessi síð-
ari þar í júníhefti ritsins síðast-
liðið sumar. Er grein þessi
nokkru styttri en sú fyrri, 16
bls., með 3 myndum. Ber hún
öll hin sömu höfundareinkenni
frásögnin afar fróðleg og
skemmtileg í senn. Mun ég hér
segja lauslega frá aðal-efni henn
ar, en læt þó fyrst höfund sjálf-
an hefja mál sitt í minni þýð-
ingu:
II.
Uppblásiur og jarðvernd á ís-
landi
',,í fyrra tók ég saman greinar-
korn um mýrar og mýrarækt á
íslandi hér í tímaritinu. Nú hefi
ég hugsað mér að snúa við blað-
inu og segja dálítið frá upp-
blásturs- og jarðspjalla-vanda
málinu mikla, sem við er að
etja á íslandi. Mýrarnar eru
„búnaðar-banki“ vor, sem bæði
um þessar mundir og framvegis
um langan aldur munu reynast
landbúnaði vorum mikilvægur
styrkur og verðmætur.
Þar sem uppblásturinn sækir
á, sannast orð Péturs Gauts:
„Lát eyðast og forgörðum fara“.
Þannig var það öldum saman.
Menn sáu jarðspjöllin og fundu
sárt til þeirra, títt varð að flýja
undan þeim og flytja sig, þar
sem uppblásturinn sótti fastast
á, en menn stóðu vanbjarga og
varnarlausir gegn þessu fyrir-
bæri, sem virtist órjúfandi nátt-
úrulögmál, sem eigi yrði rönd
við reist.
En nú eru menn fróðari en
áður, nú eru kunnar orsakir og
áhrif, leikur náttúruaflanna,
hugsunarleysi og mistök í
rekstri jarðar, neyðin sem títt
knúði til uppskeru þar sem eigi
var sáð, sneýtt unz allt var
snautt, o. s. frv.------
Já, nú erum vér fróðari, og
starfið er hafið, unnið að því
að verjast uppblæstri, og að
stöðva hann, þar sem hann er
kominn á skrið, og auk þess að
endurvinna land, sem orðið hef-
ir uppblæstri og öðrum jarð-
spjöllum að bráð, klæða það
gróðri á ný, svo að orðið geti
landbúnaði nytjaland til beitar
eða slægna.---------“
Þetta er hrafl úr I. kafla, inn
gangi að VIII mjög fróðlegum
köflum, sem koma víða við á
þessum vettvangi. Hefjast þeir
á sögulegu yfirliti frá landnáms
öld' til vorra daga með fróðlegri
lýsingu á landi og gróðurríki að
fornu og nýju. Lýst er rækilega
jarðspjöllum sökum eldgosa og
jökulhlaupa á ýmsum öldum.
Síðan er getið hinna söguiegu
tímamóta 1904, er gerbreyting
varð á öllu stjórnarfari landsins,
og ísland tók raunverulega öll
störf í sínar hendur. Er þar m.
a. sagt frá lögunum 1907 um
Skógrækt og varnir gegn upp-
blæstri, og þá er Hannes Haf-
stein sendi ungan mann til árs-
dvalar á „Sandhólastöð“ á Jót-
landsskaga til náms og nánari
kynningar á sandgræðslu. Og er
Gunnlaugur Kristmundsson
kom heim aftur, hóf hann hið
landskunna sandgræðslustarf
sitt frá 1907—1946.
Síðan er skýrt allýtarlega frá
þessu mikla starfi, erfiðleikum
þeim sem við er að stríða, og
árangri sem náðst hefir. Skulu
hér aðeins nefnd nokkur dæmi,
sem þar er lýst rækilega:
Árið 1926 var Gunnarsholt
keypt, og starfið þar hafið næstu
arin. Er sú saga alkunn hér
heima, en erlendis þurfti að
segja hana allrækilega, og það
gerir höfundur vissulega í all-
löngu máli.
Hér er einnig nefnt hið mikla
átak Eyjafjalla-bænda 1955, er
þeir girtu 1000 ha. af „eyði-
mörkinni“ Skógarsandi og hafa
nú ræktað þar fulla 250 ha. með
aðstoð Jarðvarna ríkisins, „og
er þetta þegar allmikil búbót
bæjum þeim sem að þessu
standa".
Hér er einnig mjög fróðlegur
kafli um melgresið, sagt frá til-
raunum með áburðardreifingu
úr lofti á beitilönd og léleg gróð
urlönd.. VIII. kafli fjallar um
Skógrækt ríkisins, er samkvæmt
lögunum frá 1907 starfar á viss-
an hátt samhliða jarðverndinni.
Hér er yfirleitt um svo mikinn
fróðleik og fjölbreyttan að ræða
í þessum VIII köflum, á einum
16 b!s., að þess er hér aðeins
getið til ábendingar.
Lokakaflinn, sá IX., er eins-
konar ávarp og persónuleg um-
mæli höfundar, sem ég tel að
lesa beri með athygli, og birti
því þáttinn allan óskertan í
lauslegri þýðingu:
„Allt ísland er út af fyrir sig
geysimikil kennslubók í jarð-
fræði, og má þar kynnast ræki-
lega og læra, hvernig land verð-
ur til, hvernig eldur og ís, vind-
ur og vatn vinna að sköpunar-
verkinu. Hér blasir einnig við
eins og í opinni bók, hvernig
mannkindin grípur fram í sköp-
unarsöguna, oftast til tjóns eins,
en þó stundum einnig á vissan
verkrænan hátt og aðstoðar
náttúruna í sköpunarverki sínu.
Langir þættir þessarar ein-
stæðu lestrar- og kennslu-bókar
fjalla um uppblástur, jarðspjöll
af völdum vatns og vinda, og
víða svo umfangsmikið, að gagn
vart því stendur allt mannlegt
hyggjuvit vanbjarga og ráð-
þrota.— Og myndi því ekki til-
gangslaust að reyna að lýsa
þessu öllu í stuttri tímarits-
grein? .
Hér heldur sköpunin áfram
með risaskrefum. Eldgos skapa
nýtt land, hrjóstug, gróðursnauð
hraunflæmi, eða þá demba þau
milljónum smálesta gosösku yf-
ir landið. Skriðjöklarnir hörfa
undan eða sækja fram. í báð-
um tilfellum mala þeir smátt
óhemju bergmjöls-birgðir úr
klöppum og grjóti, sem vindur
og vatn nota síðan til jarðspjalla
víðsvegar um landið. Jökulám-
ar ganga stundum berserksgang
í jökulhlaupum sínum, bylta um
stórum landspildum og fylla dal
verpi og íirði, og jökulhlaup
getur jafnvel fært fjörubrúnina
hundrað metra lengra fram.
Senn hefir fremur fámennur
hópur manna búið í þessu landi
um ellefu alda skeið, og flestir
þeirra lengst af verið bændur,
háðir veðri og vindum, jörð og
gróðri fremur en í flestum öðr-
um löndum. Lengst af vanbjarga
háðir þessum harðvítuga leik
voldugrar náttúru. Talsvert
hafa þeir lært, en það hefir ver-
ið harður skóli.
Sökum vísinda og tækni höf-
um vér nú í fyllstu alvöru setzt
á skólabekkinn. Nú reynir á að
læra, hvernig vér eigum að haga
oss í þessu stóra landi, svo að
vér tökum ekki of mikið án end-
urgjalds og uppbyggingar. Vér
erum farnir að læra ræktun
jarðar í stað þess að stunda ein-
hliða rányrkju, og vér erum
farnir að læra að varðveita og
vernda jörð og gróður í stað
þess að „láta eyðast og forgörS-
um fara“ að hætti Péturs Gauts.
Vér höfum komizt að ruun um,
að uppblásturslendið — eyði-
mörkin — sé rækta.nlegt, og þar
með hefir bætzt gildur sjóður í
búnaðarbanka vorn. Auk millj-
óna ha. góðrar ræktunarjarðar í
mýrum vorum eigum vér einnig
inni í sama banka milljónir ha.
uppblásturslands, sem raun-
verulega er einnig góð ræktun-
arjörð.
íslenzkur landbúnaður á við
ýrasa erfiðleika að stríða. Hinir
fjölvísu stjórnmálamenn fárast
yfir of-framleiðni. En ætti það
að valda nokkurri hættu, er
framí sækir, í heimi þar sem
hundruð milljónir manna búa
við sult? — Jörð, uppskera og
matur hljóta að reynast gjald-
geng verðmæti — í framtíðinni
— þegar vitrir og velviljaðir
stjórnendur hinna stóru landa
hafa tekið til ræktunar í lönd-
um sínum allan þann stjórn-
málalega og alþjóðlega upp-
blástur, sem nú sækir svo hart
á alltof víða um heim allan“.
Fjórar ágætar myndir eru í
ritgerðinni, og lýsa þær prýði-
lega þeim náttúru-fyrirbærum
sem fjallað er um í viðeigandi
kafla:
1. Uppblásturs-svæði: Aðeins
„jarðeyja" stendur eftir sem
leifar af 2 m. djúpum jarðvegi.
2. Reglulegt sandfokssvæði,
þar sem dreifðir melgras-hólar
standa eftir í sandauðninni.
_ 3. íslenzkur verndarskógur:
Oðru megin barrskógur, en Isl.
fjallabirki hinu megin.
4. Breiðamerkusandur: Eyði-
mörk eftir jökulhlaup og ágang
jökulánna. Að baki rís jökull-
inn.
Helgi Valtýsson.
ÆSKAN OG
SKÓGURINN
Komin út í annarri
útgáfu
KOMIN er út hjá Menningar-
sjóði önnur útgáfa bókarinnar
Æskan og skógurinn eftir þá
Jón Jósep Jóhannesson cand.
mag. og Snorra Sigurðsson skóg
fræðing. Fyrsta útgáfa kom út
fyrir rúmu ári og hlaut mjög
góðar viðtökur. Nýja útgáfan er
að mestu óbreytt frá hinni fyrri,
nema hvað kápan er úr betra
efni og bókin því hentugri til
notkunar sem skólabók og hand
bók.
Sérstök ástæða er til að benda
kennurum, forráðamönnum
skóla og foreldrum á bók þessa.
í bókinni eru þrjátíu teikn-
ingar eftir Jóhannes Geir Jóns-
son listmálara og tuttugu og ein
ljósmynd, er Gunnar Rúnar og
Þorsteinn Jósepsson hafa tekið.
Bókin er til sölu hjá flestum
bóksölum landsins, Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og umboðs-
mönnum hennar um land allt.
r
Fréffabréf úr Reykjadal
FYRIR UM það bil aldarþriðj-
ungi var hugsa.ndi mönnum í
Noregi og Svlþjóð orðið það
ljóst, að hin gamla hreppaskipt-
ing þl-ssara landa var orðin úr-
elt, Og nokkrum árum síðar var
nafizt handa um að sameina
sveitarfélög í þessum löndum.
Er nú svo komið, að sveitarfélög
um í Svíþjóð hefur fækkað
meir en um helming á síðasta
aldarfjórðungi, og þróunin í
Noregi er á sömu leið, þó að
............
| FYRRI GREIN I
«i'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiin*
breytingunni þar sé ekki alveg
eins langt komið. Þessar breyt-
ingar á skipulagi dreifbýlisins
hafa frændur okkar í fyrrnefnd-
um löndum talið mögulegar
vegna bættra samgangna og
óhjákvæmilegar til þess að
svara á sem hagfelldastan hátt
þeim kröfum, sem þjóðfélög nú-
tímans gera til menntunar þegn
anna og margs konar opinberr-
ar umsýslu. Og reynslan í Nor-
egi og Svíþjóð sannar það, að
hér er ekki um neitt tízkufyrir-
brigði að ræða, heldur eitt af
því óhjákvæmilega, sem fram-
vindan í svonefndu velferðar-
þjóðfélagi ber í skauti sínu. Rök
in fyrir þessari breytingu eru í
fyrsta lagi þau, að kröfurnar um
nauðsynlega fjárfestingu eru
mjög miklar. Það er því sjálf-
sagt og óhjákvæmilegt, að þess-
ar framkvæmdir séu gerðar á
sem hagfelldastan hátt. En
reynslan hér á landi sem annars
staðar er á þann veg, að sú litla
fjárfesting, sem möguleg er í
hinum litlu sveitarfélögum, er
oft ákaflega óhagkvæm. Er
einna augljósast dæmið um
byggingu félagsheimilanna víða
um land, þar sem 2—3 slík hús
hafa verið reist í byggðarlög-
um, þar sem eitt myndarlegt
hús var nægilegt. Þessar bygg-
ingar hafa sums staðar verið
látnar sitja í fyrirrúmi fyrir
skólum, kennarabústöðum og
sundlaugum, og sýnir þetta
bezt, hve óheilbrigður sveitar-
metnaður kothreppanna getur
leitt menn langt frá heilbrigðri
skynsemi. Ýmis fleiri dæmi
mætti nefna, þó að það verði
ekki gert að sinni.
í annan stað fer skriffinnskan
stcrlega vaxandi bæði hér á
landi og annars staðar. Þessari
þróun verður að mæta með vél-
tækni og starfsfólki, sem hefur
kunnáttu til að fara með slíkar
vélar, svo að gagni komi. Þessu
verður ekki við komið nema
með skynsamlegri sameiningu
hinna minni sveitarfélaga. Þá
er hitt ekki síður nauðsynlegt,
að í hverju sveitarfélagi sé
starfsmaður, sem hefur rekstur
og framkvæmdir fyrir sveitar-
félagið að aðalstarfi. Það er al-
veg fráleitt að ætlast til þess,
að menn, sem vinna 10—14 tíma
á dag við önnúr störf, séu lík-
legir til að fylgjast vel með og
hafa þá forystu á hendi um
framkvæmdir, sem er lífsnauð-
syn, ef dreifbýlið á að geta hald
ið hlut sínum á móti þéttbýlinu.
í þriðja lagi er svo þess að
geta, að öll framlög til opinberra
framkvæmda verður að sækja
að meira eða minna leyti á hin
pólitísku mið. Það liggur því í
augum uppi, að stærri sveitar-
félögin hafa á allan hátt betri
aðstöðu til að koma sínum mál-
um fram en hin litlu.
Þegar hliðsjón er höfð af fram
vindu þessara mála í Noregi og
Svíþjóð, þá er þögnin um þau
hér á landi furðulegt fyrirbrigði.
Minnist ég þess ekki að hafa
séð þessi mál rædd í blöðum
stjórnmálaflokkanna fyrr en nú
á allra síðustu árum og í sum-
um þeirra lítið eða ekkert. Enda
er það svo, að mikil árátta hef-
ur verið hér á landi í þveröfuga
átt, sam sé að skipta sveitarfé-
lögum og smækka þau, jafnvel
eftir það, að samgöngur fóru að
batna. En nú virðist vera að
vakna skilningur á þessu máli
og er það vel. Sameining sveit-
arfélaga verður að koma sem
allra fyrst, því að allt tal um
jafnvægi í byggð landsins er
tómt mál, nema veruleg sam-
einig sveitarfélaga eigi sér stað.
Eru þá að sjálfsögðu undanskil-
in þau sveitarfélög, þar sem
verksmiðjur verða reistar til
nýtingar einhverra auðlinda
eins og t. d. í Mývatnssveit.
Það er augljóst mál, að sam-
eining sveitarfélaga um land allt
verður ekki framkvæmd nema
með lagasetningu. Þeirri lög-
gjöf þarf að flýta sem allra mest.
Annað mál er hitt, að þar sem
bezt hagar til um sameiningu
og mörg verkefni bíða samein-
aðra átaka og vakandi forystu,
ætti að vera þarflaust að bíða
eftir landslögum. Því að það má
öllum ljóst vera, að hin gamla
skipan þessara mála er löngu
úrelt og dragbítur á öllum þeim
framkvæmdum, sem eru undir-
staða þess, að fólk uni sér á
landsbyggðinni ekki síður en í
kaupstöðunum. Það má ekki
villa mönnum sýn, þótt ein-
hverjir, sem illa fylgjast með
almennum málum, séu ánægðir
með ástandið eins og það er og
finnist ekki liggja á neinum
breytingum. Ótímabær sjálfs-
ánægja hefur aldrei leyst neinn
vanda og er léleg uppbót fyrir
þau verkefni,'sem bíða úrlausn-
ar ár frá ári og áratug eftir ára-
tug. Líkur benda til, að íslend-
ingar verði orðnir helmingi
fleiri um næstu aldamót en þeir
eru í dag. Þetta verða menn í
hverju byggðarlagi að hafa í
huga og beita öllum tiltækum
ráðum til að hefta flóttann úr
sveitunum og greiða götuna fyr
ir því, að fleira fólk geti setzt að
í dreifbýlinu alls staðar þar, sem
skilyrðin eru góð eða sæmileg.
Allt annað eru svik við fram-
tíðina.
Vegna tímaskorts verð ég að
láta þessi orð nægja um sam-
einingu sveitarfélaga almennt.
En ánægjulegt væri að fá prent-
að í dagblöðunum ágætt erindi
Árna G. Eylands um þessi mál,
en það var flutt í útvarpið á
síðastliðnum vetri.
I næstu grein mun ég ræða
þessi mál á þrengra sviði.
Kristneshæli, 21. október 1965.
Á MEÐAN hlýir laufvindar
strjúka hæðir og hóla, bera fræ
og aldin út í buskann, feykja
lagði á fé og leika sér að öllu
því, sem getur fokið eða bifast
— eiga börnin leik að bílum og
flugvélum, sum kannski að
hornum og skeljum eins og í
gamla daga. Og kennarar verða
börn á ný og vilja líka leika sér.
Sagt er, að einhverjir þeirra
hafi farið að leika sér að sviða-
hausum hér um daginn, og tek-
ið að jarma átakanlega. Ef slík-
ir leikir verða tízkuleikir kenn-
(Framhald af blaðsíðu 8).
Laugasel er eitt af fáiim h.eiðar-
býlum, sem enn eru í byggð hér
um slóðir. Ekki mun Helgi hafa
farið margar né langar ferðir
frá búi sínu um dagana, unz
hann lagði í sína hinztu för, en
síðustu mánuðina var hann
sjúklingur í sjúkrahúsi Húsa-
víkur. Eftirlifandi kona Helga
er Margrét Jóhannesdóttir og
eiga þau eina dóttur barna.
Fimmtugsafmæli átti í gær
Teitur Björnsson, bóndi að
Brún. í Reykjadal. Teitur hóf
búskap að Brún í félagi við föð-
ur sinn, Björn Sigtryggsson, er
um langt skeið var helztur for-
(Framhald af blaðsíðu 8).
að lengd og vó frá 2 til 5 kg.
Voru flestir laxarnir, sem rann-
sakaðir hafa verið, á öðru ári í
sjó. íslenzki smálaxinn, sem er
aðeins eitt ár í sjó, mun því ekki
koma inn í laxveiðarnar við
Grænland. Er smálaxinn um
60% af íslenzka laxastofninum.
Hvort íslenzkir miðlungslaxar
og stórlaxar ganga að vestur-
strönd Grænlands er ekki vitað.
Nokkurs kvíða virðist hafa
gætt hjá laxveiðimönnum og
veiðieigendum út af tilkomu
laxveiðanna við Grænland,
enda eiga margir þeirra lífsaf-
komu sína að meira eða minna
leyti undir að laxveiðin gangi
vel í heimkynnum þeirra. Hef-
ur einkum heyrzt frá Bretum í
þessu sambandi.
Nýlega var laxveiðin við
Grænland rædd á fundi í Lax-
og silungsnefnd Alþjóðahaf-
rannsóknarráðsins í Róm, en
veiðimálastjóri á sæti í þeirri
nefnd og sat fundi hennar. For-
stöðumaður fiskirannsóknanna
við Grænland, dr. Paul M.
Hansen, gaf upplýsingar um
laxveiðarnar og er það, sem að
framan er sagt, byggt á upp-
lýsingum hans.
Af upplýsingum, sem fyrir
liggja um Grænlandsveiðarnar,
er erfitt að draga ályktanir um
mörg mikilvæg atriði. Var Lax-
og silungsnefndin sammála um
þetta. Telur hún brýna nauð-
syn á, að þátttökuþjóðirnar í
nefndinni safni gögnum um
veiðarnar og rannsaki ýmsa
ara í sláturtíðinni, geta gagn-
fræðaskólakennarar naumast
sætt sig við minna en hross-
hausa. Og hvað þá um æðri
skóla í landi hins fábrotna dýra-
ríkis.
Nú hefur náttúrufræðingur
að sunnan verðlagt í Þjóðvilj-
anum villta fugla við Mývatn á
100 millj. króna Vonandi þykir
bændum austur þar hækka hag
ur sinn við fregn þessa — hvort
sem þessi nýja verðlagning á
fuglum þessum byggist á fram-
boði og eftirspurn, eða hún er
fram sett til skilningsauka fyr-
ystumaður í félagsmálum í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Nokkur ár
bjó Teitur í Saltvík í Reykja-
hverfi, en tók svo við búi föður
síns á Brún. Býr hann þar einu
stærsta búi í Suður-Þingeyjar-
sýslu, austan Vaðlaheiðar, en
hefur einnig verið kvaddur til
fjölmargra trúnaðarstarfa fyrir
sveit sína og hérað. Hann er m.
a. í stjórn Kaupfélags Þingey-
inga og búnaðarsambands sýsl-
unnar, er fulltrúi á Búnaðar-
þingi og á sæti í hreppsnefnd
Reykdælahrepps. Kvæntur er
Teitur Elínu Aradóttur frá
Grýtubakka og eiga þau sex
þætti í lífi laxins í hinum ýmsu
löndum. Leggur hún og mikla
áherzlu á, að lax sé veiddur og
merktur við Grænland, og hvert
land um sig mei’ki lax heima
fyrir, einkum gönguseiði.
Merkingar á laxi við Græn-
land eru þegar hafnar. Vinna
danskir og skozkir fiskifræðing-
ar við merkingar þar um þess-
ar mundir.
Veiðimálastofnunin ráðgerh’
að auka verulega merkingar á
gönguseiðum á næsta vori. Er
það liður í að afla upplýsinga
um hvort íslenzki laxinn muni
veiðast við Grænland. Stofnun-
in hefur veitt og merkt göngu-
seiði í Úlfarsá síðan 1947. Hefur
mestur hluti laxaseiðanna verið
merktur með uggaklippingum
vegna þess, að ókleyft hefur
reynzt að fá laxamerki, sem eru
nógu lítil til þess að seiðin beri
þau, en jafnframt nógu stór til
þess að eftir þeim verði tekið á
laxinum, þegar hann kemur úr
sjó. Hefur þessi merking geng-
ið vel með tilliti til endurheimtu
í Úlfarsá, en vænta má, að ekki
verði tekið eftir uggastýfðum
löxum á Grænlandsmiðum.
Beztu laxamerkin fyrir göngu-
seiði eru sænsk, og eru þau
gerð fyrir 13—15 cm. laxaseiði.
íslenzku gönguseiðin eru um 2
cm. styttri en þau sænsku, og
bera þau ekki merkin. Von er
til að fá megi 13 cm. laxaseiði
eða lengri í eldisstöðvum að
vori, og mun því verða hægt að
auka merkingarnar frá því, sem
verið hefur“. □
ir þá sem hugsa í tölum, og þá
helzt í milljónum lítilla króna.
100 milljónir króna er svo sem
lagleg upphæð, en hefði þó orð-
ið miklu hærri, ef þessi sunn-
anfræðingur hefði verðlagt sól-
arlagið með.
Sjoppueigendur hér í bæ hafa
aldrei bugazt í baráttunni fvrir
því að ná þeim aurum af börn-
um, sem þau hafa ekki annað
með að gera. Helzt lítur út fyr-
ir að þeir séu í sókn um þessar
mundir, eða bæjai’yfirvöldin í
vörn, sem er líklegra.
(Framhald á blaðsíðu 7.)
Eiríkur G. Brynjólfsson.
uppkomin börn, G. G.
Áttræðisafmæii
JÓN JÓNSSON, fyrrum bóndi á Skjaldar-
stöðum í Oxnadal
Á SUNNUDAGINN kemur 24.
þ. m. verður Jón Jónsson fyrr-
um bóndi á Skjaldastöðum í
Öxnadal áttræður. Hann hefur
verið sjúklingur á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. síðan
12. júlí í fyrra og þar var annar
fóturinn tekinn af honum fyrir
rúmlega ári síðan. Samt ætlar
hann að láta flytja sig vestur á
Jón Jónsson.
æskuslóðirnar í Öxnadal og
dveljast þar á afmælisdaginn.
Síðan liggur sjálfsagt ökki ann-
að fyrir en sjúkrahúsið á ný.
Jón er fæddur að Varma-
vatnshólum í Öxnadal 24. okt.
1885. Þar bjuggu þá foreldrar
hans Jón Jónsson og Anna
Magnúsdóttir. Þau fluttu þó
fljótt þaðan og bjuggu á ýmsum
stöðum unj árabil, enda voru
þau fátækir leiguliðar og fengu
ekki trygga ábúð fyrst. En vor-
ið 1896 fluttu þau að Skjalda-
stöðum í Öxnadal. Var þar heim
ili þeirra til æviloka og þar ólst
Jón, sem nú er áttræður, upp
og tók þar síðan við búsforráð-
um. Faðir Jóns andaðist árið
1900. Móðir hans fékk þá vinnu
mann, sem var hjá henni eitt
ár, en vorið eftir 1901, þegar
Jcn var aðeins á 16. ári tók hann
við búsforráðum með Önnu
móður sinni og síðar alveg við
rekstri búsins. Man ég að þetta
þótti vel gert af svo ungum
pilti, en Jón varð snemma þrek-
mikill og duglegur til vinnu og
allt fór vel og það þrátt fyrir
lítil efni í fyrstu og veikindi í
fjölskyldunni. Á Skjaldastöðum
bjó svo Jón, fyrst sem fyrir-
vinna móður sinnar og síðar
bóndi, til vors 1962, eða sam-
tals í 61 ár. Hann var f yrst
leiguliði, en keypti svo jörðina
og hálfa næstu jörð við, sem
hann nytjaði einnig. Jörðina
bætti hann töluver.t,, bæði að
ræktun og girðingum. Gerði
einnig nokkrar húsabætur.
Efnahagur hans. varð og góður
með tímanum, þó fátækur væri
í upphafi.
Ekki byggði Jón nýtízku
steinhús á Skjaldastöðum, held-
ur lét gamla bæinn duga, með
nokkrum umbótum þó. En sá
bær var jafnan þokkalegur og
þrifalegur. Ég kom þar oft í
gamla daga og þar var gott að
koma. Efast ég um að ég hafi
nokkursstaðar notið meiri og
sannari gestrisni heldur en Á
Skjaldastöðum hjá Jóni og
Önnu móður hans, en hún stóð
fyrir búi með honum til dauða-
dags 1948. Ekki kvongaðist Jón,
né átti afkomendur, en hann ói
systurson sinn, Baldur Ragnars-
son, upp að mestu leyti.
Við gömlu mennirnir minn-
umst æskuáranna lengst. Ég
minnist og Jóns á Skjaldastöð-
um frá æskuárum okkar. Við
unglingarnir í Öxnadal stofnuð-
um æskulýðsfélag aldamótaárið.
Varð það síðan að U.M.F. Öxn-
dæla og starfar enn. Ekki var
hátt risið á þessum félagsskap í
fyrstu. Það var stofnað í fjár-
húsi og sumir fundirnir voru
haldnir í fjárrétt. Ætlun okkar
var að leggja stund á íþróttir,
en engin tæki voru til þess og
enginn kennarinn. íslenzka
glíman varð því eiginlega eina
íþróttin, sem við lögðum stund
á. Hana gátum við æft undir
berum himni og vissum nokk-
urn vegin um lög hennar. Höfð-
um allir séð fullorðna menn
glíma. Jón á Skjaldastöðum var
okkar lang mestur glímumað-
ur, bæði vegna mikillar ástund-
unar og burða og svo fór að
hann varð um mörg ár raun-
verulega glímukennari félags-
ins. Hann gat hæglega lagt
hvern okkar sem var í glímu,
en hann lagði enga áherzlu á
það. Heldur hitt að við lærðum
glímuna. Lýsir þetta manninum
nokkuð. Hann er drengskapar
og heiðursmaður, sem ekki vill
vamm sitt vita. Það var á fleiri
sviðum en hvað glímuna snerti,
að Jón var hinn bezti félagi í
U.M.F. Öxndæla. Hann vann
félaginu allt það gagn er hann
mátti. Sat og lengi í stjórn þess
og þá óftast gjaldkeri. Að pólitík
og öðrum almennum málum
hefur hann aftur a móti lítið
gefið sig.
Gamli vinur og félagi. Á þess-
um tímamótum ævi þinnar
þakka ég þér gamalt samstarf
og margar glaðar og góðar sam-
verustundir. Þá afmælisósk ber
ég fyrst og fremst fram þér til
handa, að þjáningum þínum
fari að linna og að þér geti liðið
þolanlega það sem eftir kann að
vera ævi þinnar.
Bernharð Stefánsson.
- ÁGÆT SÍLDVEIÐI
(Framhald af blaðsíðu 1).
an við 10.000 mál, 65 skip með
afla milli 10 og 20 þúsund mál,
63 skip með afla milli 20 og 30
þúsund mál, 22 skip með 30 til
40 þúsund mál, og eitt skip kom
ið yfir 40 þúsund mála afla.
Mikill fjöldi rússneskra skipa
er nú komin á síldarmiðin út af
Austfjörðum. Skipin hafa hald-
ið sig, enn sem komið er,
nokkru dýpra en þar sem ís-
lenzku skipin hafa verið að
veiðum. rn