Dagur - 03.11.1965, Page 8

Dagur - 03.11.1965, Page 8
8 SMÁTT ÖG STÓRT Frá námskeiði Birgðastöðvar SÍS á Akureyri. (Ljósm: G. P. K.) Birgðasföð SÍS hélf námskeið á Akureyri fyrir starfsfólk matvörubúða og var það vel sótt BIRGÐASTÖÐ SÍS hélt nám- skeið á Akureyri um síðustu helgi fyrir starfsfólk matvöru- búða og sóttu 90 manns, starfs- fólk kaupfélaganna, allt austan írá Vopnafirði til Blönduóss. En flestir voru þátttakendurn ir frá KEA á Akureyri. Nám- skeiði þessu stjórnaði Jón Þór Jóhannsson, forstöðumaður Birgðastöðvar SÍS í Reykjavík. Veitt var munnleg og verkleg fræðsla. Á laugardaginn voru erindi flutt en á sunnudaginn var verkleg kennsla í einni af kjörbúðum KEA. Hús Guðmundar í. og hús Ólafs Thors GUÐMUNDUR í. fyrrverandi ráðherra fær álitlega fúlgu fyr- ir hús sitt, sem frægt er. Ríkis- sjóður keypti. Nú er í athugun að Vinnuveitendasamband ís- lands kaupi hús af ekkju Olafs Thors fyrrverandi forsætisráð- herra á 5,1 millj. kr. Má því segja, að ráðherrahúsin komist í allgott verð. □ Þeir, sem erindi fluttu á nám- skeiði þessu voru: Páll H. Jóns- son, Jón R. Magnússon, Krist- inn Ketilsson, Guðmundur Ingi- mundarsón og Kristinn Þor- steinsson. Þátttakendur sátu kaffiboð ICEA í lok námskeiðsins. Kröfur um aukið sjáifsforræði Kjördæmisþingi Framsóknarmanna nýlokið á Iðavöllum í Vallahreppi á Austurlandi Egilsstöðum 1. nóv. Oddsskarð og Fjarðarheiði lokuðust vegna snjóa og nú er jörð orðin hvít og norðangarri. Það eru mikil umskipti frá veðurblíðunni, sem áður var. Kjördæmisþing Framsóknar- manna á Austurlandi var hald- ið á Iðavöllum í Vallahreppi sl. laugardag og sunnudag. Þar voru mættir 40 fulltrúar víðs- vegar úr kjördæminu, ásamt þingmönnum flokksins. Fundarstjórar voru Hrólfur Ingólfsson bæjarstjóri á Seyðis- firði og Snæþór Sigurbjömsson bóndi í Gilsárteigi. Þetta þing var hið ánægjulegasta, og voru mestar umræður um fjórðungs málin, þar á meðal væntanlega Hættir með dragnót SAMKVÆMT fregnum frá ver- stöðvum við Eyjafjörð, er drag- nótaveiðum lokið. Guðbjörg frá Ólafsfirði fór sinn fyrsta róður með línu í morgun og fleiri HELGAFELL BÍÐUR Vopnafirði 2. nóv. Hér hefur verið stórviðri og haugasjór. Helgafellið hefur beðið hér úti- fyrir í þrjá sólarhringa og ekki komizt inn vegna brimsins. Nú erum við búnir að fá nýjan lækni, Magnús Stefánsson frá Akureyri. Nýi barnaskólinn, sem komin er miðstöð í og einangrun og múrverki að mestu lokið, verð- ur væntanlega tilbúinn næsta haust og tekinn í notkun. Enn er kennt í gamla barnaskólan- um, sem er ein af fáum skóla- byggingum, sem ekkert fé hef- ur runnið til úr ríkissjóði. K. V. munu á eftir koma. Aflinn var orðinn. sáralítill. Hríseyingar eru nú, þónokkr- ir, að ráða Sig á togara, vegna fiskileysis á heimamiðum. Aðr- ir halda að sér höndum í bráð og eru að ráða það við sig, hvort þeir eigi að taka línuna. Bátar af Árskógsströnd öfl- uðú dag og dag dável í drag- nótina í síðústu viku. □ Skarðsannáll seldur SAGT hefur verið frá því í frétt um, að innan skamms verði Skarðsannáll, þ. e. handritið, selt á opinberu uppboði í Lon- don. Er hér um að ræða helgra manna sögur, skráðar á Skarði á 14. öld. Þetta er talið eina fornhandrit, íslenzkt, sem er í einkaeign erlendis og talið milljóna króna virði. Q Austurlandsráðstefnu og undir- búning hennar. Ætlunin er, að hún fjalli um atvinnumál Aust- urlands og hugmyndir og kröf- ur um aukið sjálfsforræði fjórð- ungsins. Menn una því illa, að þurfa að sækja alla forsjón suður til Reykjavíkur, bæði andlega og veraldlega, allt niður í nagla og títuprjóna. Margar ályktanir voru gerðar um almenn mál, bæði landsmál og þau mál, sem snerta Austurland sérstaklega, ennfremur um flokksmál. Stjórn kjördæmissambands Austurlands skipa: Vilhjálmur Hjálmarsson Brekku formaður, Vilhjálmur Sigurbjörnsson Egils stöðum varaformaður. Með- stjórnendur: Kristján Ingólfs- son Eskifirði, Marínó Sigur- björnsson Reyðarfirði, Magnús Einarsson Egilsstöðum, Sveinn (Framhald á blaðsíðu 5). HLUTDRÆGNI Áhugasamur útvarpshlustandi hað Dag nýlega að flytja þau boð til þingnianna í stjórnar- andstöðunni, að þeir fiyttu ýtar- legri framsöguræður fyrir mál- um þeim, er þeir bera fram á Alþingi. Mættu þeir í því sam- bandi taka ráðherrana til fyrir- myndar, því framsaga þeirra fyr ir stjórnarfrumvörpum væri að jafnaði mun ýtarlegri. Aðspurð- ur hvemig hann vissi svo vel um þetta, svaraði hann því, að hann fylgdist af athygli með þingfréttum í fréttatíma útvarps ins, þar sem sagt er frá þing- ræðum. Blaðið færði þetta í tal við mann, sem oft situr á þing- pöllum. Hann glotti og svaraði: Það vantar víst ekki, að ræður þingmanna séu nógu ýtarlegar, og það geturðu séð í Þingtíð- indum eftir 4—5 ár. En hið hlut lausa og stjómholla ríkisútvarp, endursegir það, sem því sjálfu sýnist. Og því er einstaklega sýnt um, að endurtaka Ijót orð um stjórnarandstöðuna, bætti hann við. VEGATOLLURINN NÝI Fyrir sunnan er megn óánægja með hið nýja umferðargjald á Keflavíkurvegi. Búið er að taka stórt ríkislán í þennan veg, hátt á þriðja hundrað milljónir, og gera á hann slitlag úr stein- steypu á sama tíma sem vegir annarsstaðar á landinu eru eins og þeir eru. Þeir sem eru á móti svona skattheimtu og vilja fá liana niður fellda, verða þá að fallast á, að ríkislán verði tekin til vegagerðar almennt, þar seni ekki er hægt að framkvæma hana fyrir fé úr vegasjóði á liæfilegum tíma, og að þau lán verði síðan greidd smám saman af almennum ríkistekjum. Og vera má, að ekki sé önnur leið fær, því ekki er liægt að bíða í 30—40 ár eftir bráðnauðsynleg- um vegabótum t. d. hér á Norð- urlandi. TILLAGA AÐ SUNNAN Mörgum þykir það einkennilegt ákvæði í bráðabirgðalögum stjórnarinnar um búvöruverð- ið, að kaup bóndans eigi að hækka um sama hundraðshluta og ellilaun og örorkubætur. Að sunnan kemur sú saga, að þetta ákvæði sé samið af sálfræðingi stjórnarinnar og eigi að leiða hugann að því, að Iandbúnaður- inn sé Iítt starfhæf atvinnugrein og á fallandi fæti, enda stakk framkvæmdastjóri verzlunar- ráðs upp á því nýlega á fundi, að bændum væri greiddur líf- eyrir fyrir að hætta að búa! Eðlilegri væri sú aðferð, sem áður hafði lagagildi, að miða kaupliækkun bænda við kaup- liækkanir annarra vinnandi stétta. BANKINN LÁNAR OG BANKINN NEITAR Menn eru að velta því fyrir sér þessa dagana, hvernig á því geti staðið, að verzlunarfyrirtæki eins og Heba, sem nú er gjald- þrota, skuli hafa liaft svo mikið lánstraust, sem raun bar vitni því gjaldþrotið er talið skipta mörgum milljónum króna. Virð ast útlán banka til hennar hafa verið í litlu samræmi við hinn daglega og leiða söng banka gagnvart hinum mörgu smáu og heiðarlegu mönnum sem biðja um lán og fá það svar að engir pcningar séu til. Hér er um að ræða eitt af hinum lands- þekktu afglöpum Útvegsbanka- útibúsins á Akureyri, sem mest an skellin fær við þetta gjald- þrot. Það væri með ólíkindum, að jafn kunnugur maður á Ak- ureyri og útibússtjórinn, sem þar að auki hafði Iögfræðilegan ráðunaut sér við hlið, hafi verið þar einn í ráðum. Illf framferði unglinganna í FYRRAKVOLD var beðið um aðstoð lögreglunnar vegna fíflslegrar framkomu ungs fólks HERFERÐ GEGN HUNGRI SVO SEM flestum mun kunnugt er nú á vegum Sameinuðu þjóðanna, hafin herferð gegn hungri í heiminum. Svo sem að líkum lætur er ísland þar meðal þátttakenda. Sárstök framkvæmdanefnd hefur skipulagt þessa herferð hér á landi og komið á svæðisnefndum víðsvegar. Fyrirhuguð er um næstu helgi allsherjar söfnun sem víðast um landið, bæði með al almennings og eins hjá fyrirtækjum. Hér á Akureyri fer söfnunin fram n. k. laugardag og mun ungt fólk úr skólum bæjarins þá heimsækja bæði fyrirtæki og heimili í bænum. Nefndin er þess fullviss, að bæjarbúar almennt vilja vera þátttakendur í þessari allsherjar herferð gegn hungri, hver eftir sinni getu, og því skal öllum færðar þakkir fyrir drengi- legan stuðning. Pétur Sigurgeirsson. Hermann Sigtryggsson. ísak Guðmann. Sigursveinn Jóhannesson. Þóroddur Jóhannsson. Jón Kristinsson. á mat- og kaffistofu KEA við Hafnarstræti. Lögreglan tók þar marga óróaseggi og athug- aði skemmdir, er framdar höfðu verið. Olvun var ekki um kennt. Á laugardagskvöldið tók lög- reglan ölóða unglinga í miðbæn um og hefur mál þeirra í rann- sókn. í sambandi við það mál er uppvíst orðið um fullorðinn mann, sem gerði sig sekan um að útvega unglingum áfengið, en sektardómur í máli hans hef ur enn ekki verið kveðinn upp. Margir árekstrar ökutækja hafa orðið, en flestir smávægi- legir. Q SLYSAHELGI EFTIR síðustu helgi liggja 12 slasaðir menn og konur eftir bifreiðaárekstra í Reykjavík, sumir illa haldnir. Á rúmum sólarhring urðu 9 bifreiða- árekstrar á Akureyri en svo giftusamlega vildi til að engan mann sakaði. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.