Dagur - 06.11.1965, Síða 1
Dagur
SiiVlAR:
11166 (ritstjóri)
11167 (afgreiðsla)
XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 6. nóv. 1985 — 82. tbl.
Dagur
kemur út tvisvar í viku
og kostar kr. 25,00 á
mán. í lausasölu kr. 4,00
RAUSNARLEGT FRAMLAG
HERFERÐ GECN HUNGRI í DAG
I DAG er aðalfjársöfnunardag-
«r „Herferðar gegn hungri“.
Eftir hádegið í dag verður geng
ið i öll hús á Akureyri og á
flesta bæi í héraðinu og leitað
aðstoðar fólks. Er þess vænst
að sem flestir láti einhverja fjár
upphæð til þessarar söfnunar.
Nefndinni sem starfar að fjár-
söfnuninni hér á Akureyri og
. í nógrenni hafa borizt rausnar-
legar fjárupphæðir, t. d. kom
Snorri Þórðarson frá Bægisá
með kr. 5000.00 til eins nefndar-
mannsins í gær, sem sitt fram-
Iag til þessa mannúðarmáls. o
Fékk 130 rjúpur á einum degi
Blönduósi 4. nóv. Hér var föl í
nokkra daga og hálka á vegum,
en engin slys urðu. Menn gripu
TOGARAVERKFALL
A ÞRIÐJUDAGINN lauk at-
kvæðagreiðslu um samnings-
uppkast milli samninganefndar
yfirmanna á togurum og útgerð
armanna. Samkomulagið var
fellt með 109 atkvæðiun gegn
43 en 30 seðlar voru auðir.
Fyrsíi Akureyrartogarinn er
hefur stöðvast vegna verkfalls
ins, er Svalbakur, sem kom úr
söluferð 4. þ. m. Kaldbakur er
á heimleið úr söluferð og Harð-
bakur einnig. Sléttbakur fór í
gær áleiðis til Englands með
afla sinn. □
tækifærið og fóru til rjúpna.
Mikið er af þeirri hvítu, en mis-
jöfn var veiðin, eins og gengur.
Sá hæsti fékk 130 yfir daginn
og var það Einar Guðlaugsson
á Blönduósi, kunnur veiðimað-
ur.
Hér var lógað 38 þús. fjár og
meðalvigt dilka varð 14 kg. Nú
stendur yfir slátrun folalda og
verða um eða yfir eitt þúsund
folöld felld að þessu sinni.
Hrossum mun fara heldur
fækkandi þessi árin, en eftir-
spurn eftir hrossakjöti vaxandi,
og er verðið manna í milli mun
hærra en áður og langt ofan við
auglýst heildsöluverð á þessari
vöru.
Lítilsháttar var flutt út af
(Framhald af blaðsíðu 2).
f hinni miklu sláturtíð haustsins sjá sumir kjötþunga í hverju hrossi, en aðrir gæðinginn.
Alþýðusamband Norðurlands vill hefja
byggingu orlofsheimilis hér nyrðra
Margar ályktanir gerðar á 9. þingi A.S.N.
ALÞÝÐUSAMBAND Norður-
lands liélt 9. þing sitt á Akur-
eyri dagana 30. og 31. október
sl. Þmgið sátu 33 fulltrúar frá
sambandsfélögunum, en þau
eru 22 með rúmlega 4000 félags-
menn.
Geisilegir vafnavexfir á Veslfjörðunum
Milljóna króna tjón varð á vegum og brúm
A MIÐVIKUDAGINN urðu
víða miklar vega- og brúar-
skemmdir ó Vestfjörðum, eftir
óhemjumiklar rigningar. Þótt
SKÁKMÓT U.M.S.E.
S K Á K M Ó T Ungmennasam-
hands Eyjafjarðar, fjögurra
manna sveitakeppnin, hófst í sl.
viku. Fjórar sveitir frá þremur
félögum taka þátt í mótinu að
þessu sinni og urðu úrslit í
fyrstu umferð þessi: A-sveit
umf. Skriðuhrepps vann sveit
umf. Möðruvallasóknar með 2(4
vinning gegn 1(4 og sveit umf.
Svarfdæla vann B-sveit umf.
Skriðuhrepps með 2(4 vinning
gegn 1(4.
Þetta er 10. árið í röð, sem
U.M.S.E. gengst fyrir skákmóti
með þessu sniði. Hefir oftast
verið mikil þátttaka í þeim,
mest 10 sveitir en fæstar fjórar.
Á undangengnum mótum hafa
sveitir frá umf. Skriðuhrepps
oftast farið með sigur af hólmi
eða 8 sinnum alls, en í eitt
skipti sigraði umf. Svarfdæla.
Á sl. ári sigraði B-sveit umf.
Skriðuhrepps. Q
tjónin séu að litlu Ieyti rann-
sökuð, eru þau talin gífurlég og
skipta milljónum króna.
Bægði aurskriðu frá húsi með
jarðýtu.
Skriður féllu t. d. í tugatali á
vegi við ísafjorð. Á Seljalands-
vegi á ísafirði, var jarðýta höfð
til taks að ýta aurskriðu fram
af veginum og bjarga með því
húsum. Oddur Pétursson bæjar-
verkstjóri var ú leið heim til
sín, og sá þá hvar aurskriða
stefndi á hús eitt. Stökk hann þá
upp á jarðýtu, ók henni að hús-
inu og lét tönn ýtunnar brjóta
strauminn og veita frá. Sama
dag lenti önnur skriða á stórum,
steinsteyptum bílskúr og braut
hann niður. Aur og grjót er víða
á lóðum í kaupstaðnum.
Á nokkrum stöðum lokuðust
bílar inni milli farartálmanna.
í Bolungarvík urðu einnig
skemmdir, einkum í Óshlíðinni.
Þar er 500 m vegarkafli kom-
inn í kaf undir skriður eða
runninn burtu. Hjá Þingeyri
urðu einnig skemmdir af skrið-
um, einnig í Dýrafirði, Súganda
firði og Önundarfirði. Minnast
menn vart slíkra vatnavaxta. í
Austur-Barðastrandasýslu urðu
cg miklar skemmdir á veg-
um. □
Á þinginu voru ýtarlega rædd
kjaramál verkalýðsins á sam-
bandssvæðinu og samþykkt var
ályktun þingsins um kjaramál.
Einnig voru atvinnumál og að-
gerðir til útrýmingar atvinnu-
leysi á Norðurlandi rædd og
gerð ályktun um það efni.
Nokkur fleiri mál voru rædd
á þinginu s. s. um orlofsheim-
ilisbyggingu á Norðurlandi og
gerð um það sérstök ályktun,
þar sem talið er tímabært að nú
þegar sé hafinn undirbúningur
að stofnun og byggingu orlofs-
heimilis verkalýðsfélaga á Norð
urlandi og að framkvæmdir í
því máli eigi að vera í höndum
sambandsins og þeirra verka-
lýðsfélaga á sambandssvæðinu,
sem ákveða að taka fjárhags-
legan þártt í byggingu heimilis-
ins.
Var miðstjórn sambandsins
falið að leita eftir heppilegu
landsvæði fyrir orlofsheimilið.
Tekin voru fyrir vandamál
iðnaðarins og samþykkt álykt-
un þingsins um það efni.
í miðstjórn Alþýðusambands
Norðurlands til næstu tveggja
úra voru kjörnir:
Forseti: Tryggvi Helgason.
Varaforseti: Björn Jónsson.
Ritari: Jón Ingimarsson. Með-
(Framhald á blaðsíðu 2).
Nokkur óknyttafar-
aldur á Akureyri
Konurnar hafa kvöldvökur
Hrísey 5. nóv. Hér var brúar-
laust rok, þar til í morgun.
Tveir bátar slógust saman hér á
legunni og brotnaði annar lítils
háttar. Að öðru leyti er allt
óskaddað eftir rokið og allt í
þessu fína, nema fiskleysi. Ferj-
an komst ekki í land (upp á
Litla-Árskógssand) í moi’gun,
en Drangur gat lagzt að
bryggju, enda farið að lægja
þegar hann lcom. Hér er heldur
viðburðalítið, engin böll, ekkert
drukkið, stöku sinnum farið í
kii-kju, en organista vantar.
Konurnar eru búnar að koma
á hjá sér einskonar kvöldvök-
um, með upplesíri fx-amhalds-
sögu og Ijóða. Það liggur vel á
þeim þegar þær koma heim, og
þá reynum við að taka vel á
móti þeim. Þ. V.
NÚ í VIKUNNI komu fram
nokkrar falsaðar ávísanir hér í
bæ. Unglingur vai'ð uppvís að
verknaði þessum, og hafði hann
áður stolið ávísanahefti hjá fyr-
irtæki einu í miðbænum. Sarni
piltur játaði sig valdan að hvax-fi
10—11 þús. króna úr húsi einu
hér i bæ litlu fyrr.
Fyrir skömmu var brotizt
inn í Skódeild KEA og fimm
pörum af skóm stolið þaðan.
Skói'nir fundust síðar grafnir í
jörð, utan eitt par, en hinn seki
er óíundinn. Einnig var brotizt
inn í Flóru, sprengdur upp pen-
ingaskápur og smápeningum
stolið. Á miðvikudagskvöldið
var brotizt inn í útibú kaupfé-
lags Verkamanna við Helga-
magrastr. og þar stolið sælgæti.
Mál þessi eru öll í rannsókn hjá
lögi-eglunni. Þá hafa unglingar
gert veitingamönnum lífið leitt
með ólátum og smáskemmdum.
Má af þessari upptalningu sjá,
að dálítið er um óknytti í bæn-
um urn þessar mundir og þörf
á að leiða þá unglinga, sem hér
eiga hlut að máli, á aðrar braut
ir, og geta margir að því stutt.
Tveir menn slösuðust
Skagaströnd 5. nóvember. — H.
Á MÁNUDAGINN slösuðust 2
menn héðan. Þeir voru á heim-
leið frá Reykjavík, en lentu í
árekstri á Andakílsárbrú. Gert
var að sárum þeirra í Boi'gar-
nesi. Bílarnir ónýttust. í gær
komst Norðurleiðarútan ekki
nema í Foi'nahvamm vegna roks
og tafa af vatnavöxtum. □