Dagur


Dagur - 13.11.1965, Qupperneq 4

Dagur - 13.11.1965, Qupperneq 4
4 JÓNAS JÓNSSON TRÁ HRIFLU: Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Norðlenzkir skammdegisþaiikar Um árlega listaliátíð á Ákureyri Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. RAFORKUMÁL Á UNDANFÖRNUM þingum hafa Framsóknarmenn flutt tillögu til þingsályktunar um að gerð verði áætlun um að ljúka rafvæðingu sveita hér á landi á tilteknu árabili. En stjórnin og stuðningsmenn henn- ar hafa staðið gegn því, að slík áætl- un væri gerð. Á þingi því er nú sit- ur, hafa svo átla þingmenn Frarn- sóknarflokksins lagt fram frumvarp til laga um þetta mál. Þar segir svo í fyrstu grein: „Á árunum 191)0— 1968 skal leggja rafmagnslínur frá héraðsrafmagnsveitum ríkisins til allra lieimila, sem ekki hafa áður fengið rafmagn frá samveitum eða sérstökum vatnsaflsstöðvum, þar sem meðallengd milli býla er 2 km eða minni.“ I annarri grein segif: „Kostn aður við framkvæmdir, samkv, 1. gr. greiðist úr ríkissjóði, en ríkisstjórn- inni er heimilt að taka lán til fram- kvæmdanna, allt að 100 millj. kr.“ Samkvæmt þessum ákvæðum myndu m. a. verða lagðar línur um Köldu- kinn, Bárðardal og suðurhluta Fnjóskadals og lokið Kelduhverfis- línu (1, 2 og 3) fyrir árslok 1968. Framsögumaður málsins er Skúli Guðmundsson. í þriðju grein frumvarpsins/segir svo: „Til þess að undirbúa ákvarðan- ir um, að hve miklu leyti ráförkú- þörf sveitanna verði fullnægt með línum frá samveitum, láti raforku- ráð gera kostnaðaráætlanir um raf- línulagnir frá héraðsrafmagnsveitum ríkisins um þær byggðir, þar sem meðallengd milli býla er 2—2.5 km og 2.5—3 km.“ Loks segir í sömu grein: „Einnig geri ráðið tillögur um aukna aðstoð til þeirra, er koma upp vatnsaflsstöðvum til heimilis- nota ntan rafveitusvæðanna. Þá geri raforkuráð tillögur um uppsetningu dieselstöðva til rafmagnsframleiðslu á þeim heimilum, sem eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja til þeirra raflínur frá samveitum og ekki hafa liagstæð skilyrði til vatns- aflsvirkjunar, og séu tillögumar við það miðaðar, að notendur slíkra stóðva njóti ekki minni stuðnings af opinberri hálfu en þeir, sem fá raf- magn frá samveitum. Áætlanir þess- ar og tillögur verði fullgerðar fyrir 1. okt. 1966.“ í greinargerðinni seg- ir, að þetta gæti orðið annað hvort á þann hátt, að hið opinbera kæmi dieselslöðvunum upp og leigði þær fyrir lióflegt gjald, eða að veitt yrðu rííleg lán með lágum vöxtum og jafn vel beinn stuðningur til kaupa á stöðvunum. Áreiðanlega verður fylgzt vel með afdrifum þessa frum- varps á Alþingi því, er nú situr og verður fráðlegt að fylgjast með fram- vindu máisins. AKUREYRI er í daglegu má'i nefnd höfuðborg Norðurlands. Þetta er réttmæli, þessi kaup- staður er áð stærð næstur Reykjavík. Atvinnuskilyrði eru góð, Eyjafjörður einhver bezta höfn á landinu og héruðin til beggja handa nafnkennd fyrir fegurð og hagstætt tíðarfar. Kaldbakur er fagurt fjall, og þannig settur að hann veitir öllu héraðinu mikið skjól. Það er gifta Akureyrar að hafa vaxið öruggum, en hægum skrefum, aldrei tekið óvenjulega fjör- kippi. Stundum vill sá vöxtur hefna sín síðar. Ymsir merkir staðir í öðrum landshlutum hafa vaxið mjög ört á síðustu árum. Fylgja því vafalaust margir kostir, en líka mikil hætta um misþroskun, þó um það atriði verði ekki talað hér. Akureyri ef mesta iðnaðarstöð á íslandi. Kemur þar fyrst og fremst til greina hið mikla fyrirtæki sam- vinnumanna við Glerá. Þar hef- Ui' iðnþróunin verið nokkuð ör, en aldrei of hraðfara. Ef koma mætti við hliðstæðri iðnþróun í öðrum landshlutum, svo sem á Austurlandi og Vestfjörðum, þá væri það allri þjóðinni fagnað- árefni. Akureyri hefur orðið fyrir einstökum höppum á ýms- um sviðum, meir en gerist um marga aðra kaupstaði. Þar var settur fyrsti menntaskóli utan Reykjavíkur eftir langa baráttu, mannmargur gagnfræðaskóli og nafnkennd iðnfræðsla. Skóg- .xæktin hefur hvergi hlotið jafn almennan stuðning hér á landi , eins og í Eyjafirði. Er af því mikil saga og hér verður hún ekki rakin. Þá eru Akureyring- ar t framarlega í garðrækt og blómrækt frá því að framfarir í þeim efnum hófust hér á landi. Danskar konur, sem búsettar voru á Akureyri og raunveru- lega landnámsfólk, hafa haft ■mikla forustu um garðræktina til að fegra bæinn og prýða hús- in í flestum hverfum bæjarins. Gestir, sem koma til bæjarins, bæði erlendir og innlendir eru mjög samdóma um að róma fegurð bæjarins og heilbrigða framþróun. En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Andleg þróun þarf að fylgja hinni fjárhags- legu, en í þeim efnum hefur Ak- ureyri haft mjög góða aðstöðu. Um síðustu aldamót þegar bær- inn var að rísa úr rústum gömlu einokunarinnar voru á Akur- eyri miklir forgöngumenn í at- vinnumólum og andlegri fram- vindu. Voru þar búsettir Matt- hías Jochumsson, frægasta skáld þjóðarinnar, Páll Briem amt- maður, þar var hinn frægi rit- höfundur crg fjölvirki læknir, Guðmundur Hannesson, Einar Kvaran, Páll Ardal og Jcnas Jónasson frá Hrafnagili. Fram í Eyjafjarðardölum var eitt af merkisskáldunum, Kristín Sig- fúsdóttir, á Möðruvöllum var Stefán Stefánsson, merkur nátt- úrufræðingur, forustumaður í skóiamálum, landbúnaði og þjóðlegri menningu, Klemens Jónssoa sýslumaður Eyfirðinga, var skörulegur embættismaður og merkur rithöfundur í sagn- fræði, svo sem hann átti kyn til. 1 þessum jarðvegi fæddist upp höfuðskáld Eyfirðinga. Davið Stefánsson frá Fagraskógi varp- aði nýrri bókmenntafrægð yfir bæinn og landið allt. En Eyfirð- ingar áttu líka í fórum sínum erlendis mikið skáld sem orðs- tír fór af víða um lönd, það var Jón Sveinsson, sem kallaði sig Nonna. Hann var heimsfrægur rithöfundur, en fór ungur alfar- inn frá Akureyri í fóstur til Frakklands. Fátæktin varð hon um eins og svo mörgum öðrum á því tímabili farartálmi á venju legri skólamannaleið heima á ís- landi. Nonni hefur brugðið miklum frægðai'ljóma yfir land sitt, sem rithöfundur og göfug- menni. Hann samdi fjölmörg skáldverk um ættjörð sína og þjóð. Þar fer saman mikil skáld- gáfa, eija og drengskapur í mannlýsingum og myndum sem hann dregur af ættjörð sinni og samlöndum. Hefur þróun menn- ingarmála á Akureyri orðið með þeim hætti að hinn norðlenzki höfuðstaður er þar í fremstu röð borga, bæja og byggða á ís- landi. Akureyringar hafa hald- ið í heiðri æskuheimili Nonna, Sigurhæðum Matthíasar og síð- ast gert að þjóðareign heimili Davíðs, þar sem hann dvaldi í héraði og bæ megin hluta ævi sinnar. Það kemur mikil ræktar semi fram í þessum aðgerðum Eyfirðinga og Akureyrarbúa að sýna í verki þá rausn að gera að þjóðareign þrjú skáldaheim- ili, Nonnahúsið, Matthíasarhús- ið og Davíðshúsið. Þessi for- ganga manna við Eyjafjörð er mikils verð og vel til fallin að auka menningu í héraðinu og landinu öllu. En tæplega mun vera hægt að segja að þessari menningarsókn sé að fullu lok- ið með þeim góðu verkum, sem unnin hafa verið í þessu máli. Hús og heimili skálda eru þrátt fyrir allt dauðir hlutir, sem eiga að verja og vekja hug kom- andi kynslóðar til umhugsunar um verk og snilld sinna skör- unga og annarra þeirra jafnoka. Eins og þeim málum er nú hátt- að munu gestir sem gista Akur- eyri á næstu órum, líta inn í öll hús skáldanna og sjá þar menjar um iðju þeirra og af- rek, en þetta er ekki nóg. Ey- firðmgar og Akureyrarbúar eru búnir að gera mikið átak sem er til fyrirmyndar öðrum lands- hlutum með því að vernda minningar þriggja þjóðfrægra skálda. En ef ekkert gerist ann- að en að sumarleyfisfólk, sem streymir gegnum Akureyri líti a hús skáldanna eins og sýn- ingargrip, þá mun sumum gest- unum koma í hug hið beiska spakmæli Ibsens í sambandi við vopnaburð athafnalítils Svía- konungs. „Lítil rausn fylgir því að þe^si konungur leiki sér að sverði Karls XII.“ 'Nú vill svo vel til að hið gamla og góða blað Eyfirðinga „Dagur“ hefur fyrir nokkru hreyft merkri nýjung í sam- bandi við skáldaheimilin þrjú á Akureyri. í Edinborg eru á hverju sumri haldnar miklar músikhátíðir. Koma þangað listamenn allsstaðar að úr land- inu. Þó að við íslendingar hyggj um ekki á samkeppni við stór- veldin, þá er auðsætt að við ætt- um að geta haldið skáldaviku á Akureyri hvert sumar og byggt í því efni á undirstöðu, sem þar er fengin. Stórskáldin þrjú eru tengd við bæinn með minning- um og skáldverkum. Þessa skáldahátíð á Akureyri ætti að halda þegar veðrátta er bezt og flestir aðkomumenn á Akureyri. Slíkir gestir dreifa sér á góð- viðrisdögum um margar næstu byggðir en dvelja á Akureyri næturlangt eða meira og þá gætu þeir með heimamönnum úr bænum og byggð, fagnað að heyra snjalla menn ræða og rita um Akureyrarskáldin og aðra forustumenn íslenzkra bók- mennta. Ef til vill gætu tónverk verið einn þáttur á þessari há- tíð á Akureyri, er aðstaða til þess mjög góð í bænum. Ég hef bent á þá nýmyndun sem var að gerast á Akureyri um og eft- ir aldamótin. Þá voru þar bú- settir fjölmargir áhrifamenn, bæði í efnalegum og andlegum framkvæmdum. Nú er Akureyri miklu stærri bær og samgöngur auðveldari. Við skólana á Ak- ureyri starfa minnsta kosti 50 menn, konur og karlar, vel menntað fólk á þjóðlega og al- þjóðlega vísu, allt búsett á Ak- ureyri og í nánd við bæinn. Mörgum mundi þykja ánægju- legt að taka þátt í þessari sælu- viku Eyjafjarðar og kemur þar til greina landsbyggðin, þá ekki sízt höfuðstaðurinn með sína margháttuðu skörunga. En Ak- ureyri á að hafa forgöngu. Á Akureyri er mikið hægara að koma í framkvæmd slíkri sum- arhátíð, heldur en í öðrum kaup stöðum landsins. Ég álít að sú framkvæmd Ak- ureyrar að eignast og halda við þremur skáldahúsum krefjist þess með eðlilegrj vaxtarnauð- syn að Akureyri verði samhliða atvinnumálum að andlegri vakn ingastöð íslenzkra bókmennta og að heimili stórskáldanna þriggja verði grundvöllur í þeirri sókn, þar sem þjóðin öll verður sjálfrar sín vegna að fylkja liði og sýna í verki við- urkenningu og aðdáun á stór- hug þeirra manna sem rutt hafa þá braut, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Akureyrarvikan á að verða nýtt átak í sókn Norðlendinga í menningarmálum. Hún getur gefið fólki víðari sýn til allra átta og styrk til afreka. En hún Framhald á blaðsíðu 7. 5 eni 3 á þessu ári, þar á meðal mimiingabók um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi i. SKÁLDIÐ FRA FAGRASKÓGI ÞANN 27. október sl. var til moldar borin frá Svalbarðs- kirkju elzti borgari Svalbarðs- strandar, Elín Grímsdóttir á Þórisstöðum, nálega 100 ára gömul. Elín var fædd í Garðs- vík á Svalbarðsströnd 16. des. 1865, dóttir hjónanna Gríms Jó- hannessonar og Sæunnar Jóns- dóttur. Elín var yngst af stórum barnahóp. Hún missti föður sinn ung, en ólst upp með móð- ur sinni við mikla vinnu og ósérhlífni, reglusemi og spar- semi, en móðir hennar var róm- uð fyrir myndarskap og góða heimilisstjórn. Ung giftist Elín, Árna Guðmundssyni bónda á Breiðabóli. Hann var þá orðinn skipstjóri á hákarlaskipum. Gat hann sér undir eins gott álit, sem farsæll skipstjóri og afla- sæll. Árið 1893 fluttu þau Árni og Elín í Þórisstaði, og keyptu jörðina, og bjuggu þar upp frá því og var ætíð kend við þá jörð síðan. Árni gerðist annar mesti framkvæmdamaður um járðabætur og túnrækt á Sval- barðsströnd, um og eftir síðustu aldamót, en hinn bóndinn var Helgi Laxdal í Tungu, en kona Kelga var systir Elínar á Þóris- stöðum. Þannig voru þessar systur húsfreyjur á tveimur mestu myndarheimilum sveitar innar um langt árabil. Eins og að framan getur var Árni á Þórisstöðum skipstjóri á þilskip um, sem stunduðu hákarlaveið- ar. Síðar gerðist hann meðeig- andi -og skipstjóri á þilskipi, sem Guðmundur Pétursson á Svalbarði og Eiríkur Halldórs- son á Veigastöðum keyptu. Hét skipið Hekla og því haldið á þorsk- og síldveiðar. Eins og að líkum lætur, þar sem Árni var langdvölum að heiman, kom það í hlut konu hans, að veita heimilinu forstöðu, en þau hjón höfðu annað stærsta bú sveit- arinnar, og höfðu lengst af tvo vinnumenn og tvær vinnukon- ur, auk kaupafóks vor og haust. Kom þá í ljós, að Elín hafði fengið góðan móðurarf, sem var hæfileiki til að stjórna stóru búi og mörgu fólki. Einn- ig þurfti Elín að taka á móti mörgum gestum. Samfara því, að Árni á Þórisstöðum var lang- dvölum að heiman, fyrri hluta æfi sinnar, sökum skipsstjórn- ar, var hann hreppstjóri sveit- arinnar um áratugi. Einnig oft sveitarstjórnarmaður og odd- viti. Það áttu því margir erindi í Þórisstaði. Þjóðvegurinn lá við bæjarvegginn, svo enginn gat farið þar svo um veginn, að þess yrði ekki vart á Þórisstöð- um. Var það á orði, að þeim hjónum hefði þótt það miður, ef þau misstu svo mann fram hjá, að hann kæmi ekki inn og þægi góðgerðir, en hitt var al- títt, að þau hjón, annað eða bæði, voru úti til að ná í þá, sem um veginn fóru og buðu þeim inn. Það átti því mjög vel við, þegar sóknarpresturinn, sr. Jón Bjarman, tilkynnti það við kistu Elínar, áður en hún var borin úr kirkju til hinztu hvíld- ar, að í nafni hinnar framliðnu væru allir kirkjugestir beðnir að koma í Samkomuhús sveit- arinnar og þiggja þar kaffi. • Þau hjón Árni og Elín eign- uðust eitt barn, Jóhannes mesta atorku og dugnaðarmann. Hann gekk í búnaðarskólann að Hól- um. Tók síðan við verkstjórn á búi foreldra sinna og átti því drjúgan þátt í jarðræktarfram- kvæmdum þeim, sem voru fram kvæmdar á Þórisstöðum. Jóhannes tók við jörðinni eftir föður sinn. Hann er nú búinn að skila jörðinni í hendur sona sinni, en sjálfur liggur hann á sjúkrahúsi á Akureyri, og gat því ekki fylgt móður sinni til grafar. Þau Árni og Elín ólu upp 3 börn önnur. Systurdóttur Elínar, Ásrúnu Sigurðardóttur, hina mestu myndarkonu. Hún giftist Steindóri Einarssyni bíl- stöðvareiganda í Reykjavík. Hún er nú dáin. Þá ólu þau hjón upp Árna Valdimarsson, bróðurson Elínar. Hann er skrif stofumaður hjá Útgerðarfélagi K.E.A. á Akureyri. Einnig tóku þau til fósturs Guðnýju Stein- grímsdóttur frá Geldingsá, þeg- ar hún missti móður sína barn að aldri, en faðir hennar var áður búinn að missa heilsuna, svo heimilið leystist upp. Guð- ný hefur ekki gifzt, en er alltaf á vegum þessarar fjölskyldu. Elín var vel greind, en eins og flestir á uppvaxtarárum henn ar átti hún ekki völ á skóla- göngu. En hún ólst upp við vinnusemi, þrifnað og reglu- semi og lærði öll venjuleg sveit- arstörf. Þess vegna átti hún til- tölulega auðvelt með að stjórna stóru sveitabúi af gamla skól- anum. Eins og áður getur komu margir í Þórisstaði, víðsvegar að. Komst hún því í kynni við fjölda fólks og er það mennt- un út af fyrir sig. Einnig hafði hún rýmri hendur en allur fjöld in af samtíðarkonum hennar. Hún gat því leyft sér meira til dæmis með því að taka sér ferð á hendur lengra til og víkka þannig sjóndeildarhring sinn. Elín var um langt skeið forstöðu kona Kvenfélags Svalbarðs- strandar, og þótti farast það prýðilega úr hendi. Hún talaði vel og skipulega. Minnist sá er þetta ritar, ræðu sem hún flutti á skemmtun sem haldin var í sambandi við aðalfund Kvenfé- lagsins og lagði út af gleðinni. Þó liðin séu um 50 ár síðan, er honum (þ. e. undirrituðum) enn í minni hvað honum fannst Elín gera efninu góð skil. Þegar þau hjón áttu 50 ára hjúskaparaf- amæli, heimsóttu þau vinir þeirra og sveitungar. Voru þar haldnar ræður þar sem þeim voru fluttar þakkir fyrir störf þeirra í sveitarfélaginu. Kom það í hlut Elínar að þakka fyr- ir þau hjónin. Fórst henni það prýðilega. Meðal annars sém hún sagði þá um sjálfa sig, var það að hún hefði bæði verið naum við hjú sín og vinnuhörð, en þetta hefði verið tízka á þeim árum. En um fyrra aíriðið er það að segja, að hafi hún ein- hvern tíma verið naum í útlát- um, hefur það verið á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna, þeg ar efnahagurinn leyfði ekki annað. Á síðari árum þeirra v'ar þar ágætis vist. En um hitt atriðið, að hún væri vinnuhörð, mátti kannske til sannsvegar færa, þau hjón höfðu margt af duglegu fólki, bæði karla og konur, þarna var meira um leikis en á flestum öðrum bæj- um sveitarinnar. Árni bóndi sótti sjó af kappi á öllum tím- um árs, ef eitthvað var úr sjó að hafa, þar að auki voru þar jarðabóta- og byggingafram- kvæmdir meiri en á flest- um öðrum bæjum. Það sem ýmsum þótti vera vinnufrekja, voru fæðingarhríðir hins nýja framfaratíma, sem var að ganga í garð. Ekki verður Elínar á Þórisstöð um svo minnzt, að maður renni ekki huganum til geðprýði hennar og glaðlyndis. Talið var að hún hefði varla skipt skapi. Hún var hreinlynd og gekk beint framan að mönnum með það sem henni þótti að. Hætti henni þá stundum til að vera bersögulli en hæfilegt var og þoldu menn misjafnlega. En hún þoldi aftur manna bezt þótt borgað væri í sömu mynt. Bara hló að því. Glaðlyndi Elínar og geðprýði, voru góðir eðlisþætt- ir sem öfluðu henni vinsælda. Henni var nautn af að fá gesti, sem áttu létt með að koma af stað glaðværð, og blanda geði við þá. En hún var líka al- vörukona, sem hafði skilning á kjörum þeirra sem bágt áttu. Omælt var það sem þau hjón létu af hendi rakna til þeirra, sem við erfiðleika áttu að stríða, án þess þau væru að flíka því. Til þeirra var leitað um ýms vandamál og ætíð var reynt að greiða úr þeim eftir beztu getu. Þeim hjónum hafði verið fal- ið að gegna forystuhlutverki í sveitinni um langt árabil og þau leystu það vel af hendi. Þess vegna er þeirra minnzt með þökk og virðingu. Benedikt Baldvinsson. E. s. Elín hét fullu nafni Elíná, en hún skrifaði sig ævin- lega Elín og því er haldið hér. Una við haustannir Blönduósi 12. nóv. Síðar í þess- um mánuði flytur kaupfélagið í hin nýju húsakynni sín, sem undanfarið hafa verið í bygg- ingu. Rjúpurnar hafa fært sig fjær og er nú ekki á færi annarra en harðfrískustu manna, að elt- ast við þær. Verð á rjúpum er 30 krón'ur til innleggs. Margir hafa trú á því um þess ar mundir, að hrossakjöt sé hollur matur og haga sér sam- kvæmt því með miklum hrossa kjötskaupum. Sláturtíð lýkur næstkomandi mánudag. í sveitum una bændur vel hinni hagstæðu veðráttu, enda geta þeir mörg störf unnið, sem í illri tíð yrðu ógerð. Ó. S. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). komu með þau gagnrök, að „stórlega hafi dregið úr verð- bólguvextinum"! Til viðbótar var svo sagt, að það væri ekki að marka vísitölustigin, þau yrðu svo miklu minni eftir því sem þeim fjölgaði! Það væru hliðstæð rök að halda því fram, að fyrstu metr- arnir af ■ einhverri vegalengd væru lengri en aðrir! Endur minningar samferða- manna um Davíð Stefánsson. Bókina rita þessir menn: Árni Kristjánsson píanóleikari: Fáeín íninningarorð. Þar lýsir höfundur Ðavíð á heimili hans. Heimsókn þeirra Davíðs að gröf Frödings og samveru þeirra í Svíþjóð. Árni er einn þeirra nú- lifandi manna, sem þekktu Davíð bezt. Sr. Björn O. Björnsson: Boðnar- bræður. Sr. Björn segir frá skáldafélaginu Boðn, sem stofn- að var í Kaupmannahöfn. Hvern ig Davíð gerðist meðlimur þess og birtir sýnishorn af fyrstu ljóðum hans, eins og þau voru innfærð í fundargerðarbók fé- lagsins. Þá segir hann frá sam- vinnuskáldskap Davíðs og Hall- grims Hallgrímssonar. Hvernig ljóðið Nirfillinn varð til og hvernig Davíð og Ragnar Ás- greisson læknuou Hallgrím af illkynjuðu tannkýli á nokkuð óvenjulegan hátt. Brynjóífur Sveinsson yfirkenn- ari: Höfðingi í ríki íslenzkrar tungu. Þar lýsir höfundur sam- vinnu sinni við Davíð sem próf- dómanda og vinnubrögðum Davíðs við prófarkalestur. Eiður Guðmundsson frá Þúfna- völlum: Ætt og uppruni. Þar segir frá umhverfi því sem Davíð ólst upp í, Fagraskógs- heimilinu og ættmönnum skálds ins. Einar Guðmundsson frá Hraun- um: Nokkrir æviþættir. í grein inni lýsir hann æskuleikjum þeirra frænda, skólaveru og ÁRSPRÆNA í Miðfirði er nú leigð út til laxveiða á 1,3 millj. krónur á næsta ári, segir í frétt- um — og þykir engum mikið —. Þær eru margar árnar á íslandi, sem renna og renna og ekki búa yfir neinum þeim töframætti, að þær dragi til sín menn og láti þá keppast um að eyða pening- unum sínum og vera þó ánægða. Þær ár renna á gamla vísu og syngja bara gamalt lag milli grænna bakka, án þess að vera neitt nema í stórhlaupum og sköðum. En máttarsproti vísindanna getur lostið þær einn góðan veð urdag og gefið þeim sporð og ugga. Og ef þau sundfæri verða á laxfiski, konungi fiskanna, hættir áin að niða og kyssa blómstóðið, sem lýtur niður að henni, en fer að mala gull og silfur. Því var stundum skrökvað að unglingum, sem hafa gaman af að fljúgast á, að engir geri það nema íslendingar og svo „frum- stæðir þjóðflokkar“! Nú geta þeir sýnt pabba og mömmu það svart á hvítu, að þau hafi held- ur betur hallað réttu máli, því blöðin segja frá því þessa daga, að ekki færri en 80 hermenn úr varnarliðinu hafi flogizt á og barizt, og það svo hraustlega, að þeir brotnuðu, mörðust og skár- ust. Upptökin voru þaú, að svartur maður lét sjá sig þar sem hermennirnir voru að skemmta sér á veitingastað í Reykjavík. skrínukosti þeirra í Kaupmanna höfn. Hvernig ljóðið Eirðarlaus varð til eftir misheppnað stefnu mót Davíðs við danska blóma- rós. Síðan rekur hann æviferil Davíðs í stcrum dráttum og skýrir að lokum frá hvernig and lát hans bar að. Helga Yaltýsdóttir leikkona: Mín mynd af Davíð Stefánssyni. Leikkonan segir frá heimsókn sinni til Davíðs og er hann skipti bókum eftir föður sinn milli þeirra systra. Hulda Ásdís Stefánsdóttir skóla stjóri: Frá æskudögum. Hún segir frá æskukynnum þeirra Davíðs. Veru þeirra í Kaup- mannahöfn. Ferðalagi úr Eyja- firði norður í Fljót og hvernig fyrstu drög að Dalakofanum urðu til á leið yfir Reykjaheiði. Kristján Jónsson borgardómari: Með Davíð var gott að vera. Þar segir frá hvernig ljóðið Skógar- hindin varð til. Páll fsólfsson: Á ströndinni. Höf undur segir frá samveru þeirra í ísólfsskála og samvinnu þeirra sem listamanna. Sr. Péíur Sigurgeisson: Ég kveiki á kertum mínum. Þar segir frá hvernig þessi fagri sálmur varð til. Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari: Ferð til ítalíu með Davíð o. fl. Ríkarður segir frá ævin- týrum þeirra Davíðs, Tryggva Svörfuðar og Valdimars frá Kálfaströnd í ferðinni. Hvernig Davíð gerðist barnfóstra í járii- brautarlest. Heimsókn þeirra til páfa, komu í Bláa hellinn, þeg- ar Davíð lék íshafsprest og hvernig Ijóðið Katarína varð tíl. Sýslumar svara, heitir keppn isþáttur útva.rpsins. í þeirri keppni hafa Norð-Mýlingar sigr að Sunn-Mýlinga og Dalamenn sigrað Strandamenn. Nú hug- leiða margir hversu sú sveit verði skipuð, er keppir fyrir Eyjafjarðarsýslu. En mikið þyk- ir við liggja, einkum ef keppt verður við hina harðgáfuðu Þingeyinga. Komið hefur til tals, að láta nokkuð marga menn ganga til einskonar þekk- ingarprófs og velja síðan úr. En slíkt kostar fyrirhöfn, sem flest ir vilja forðast í lengstu lög. Tunglið eitt lýsti þeim 30 milljónum manna, sem skyndi- lega urðu fyrir því óláni vestur í Bandaríkj unum og Kanada, að Laxáin þeirra hætti að fram leiða rafmagn þegar sói var víðs fjarri — dugði þó lítið þeim ná- lega 800 þúsundum, sem þá stundina voru í neðanjarðar- lestum og ekki sáu handaskil. Kristmann er nú farsællega kvæntur í níunda sinn og nýt- ur sinna hveitibrauðsdaga enn- þá einu sinni. En þeir eru, svo sem alkunna er, hinir ágætustu dagar hjá fólki. Þyrftu kannski að vera eitthvað fleiri. Síld er nú kastað í sjóinn austan við land í svo stórum stíl, að við milljónatugi króna er jafnað. Þetta kemur m. a. af reglum um hleðslu skipa. Um reglurnar má deila. Mörgum finnst þó óþarft að vantreysta skipstjórunum um burðarþol skipa sinna við hinar breytilegu Sigurður Nordal prófessor: Minningarorð og litið í gömul bréf. Höfundur segir frá sam- veru þeirra í Kaupmannahöfn, þroskaferli Davíðs á skálda- brautinni og birtir kaflar úr gömlum bréfum og nokkur göm ul kvæði, sem Davíð sendi hon- um og ekki hafa birzt. Sieingrímur J. Þorsteinsson prófessor: Skáldið að norðan. Þar segir höfundur frá nánum kynnum sínum af skáidinu. Skáldskapareinkennum þess, gildi og bókmenntastöðu, og segir m. a. frá hvemig kvæðið Krummi varð til og stefið í kvæðinu Það er bezt. Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri: Spekin fellur þeim óbornu í arf. Þar segir höfundur frá samskiptum sínum sem útgef andi við skáldið, upplagafjölda og sölu einstakra bóka o. fl. Þorsteinn Jósepsson blaðamað- ur: Bókasafn Davíðs. Þar segir frá bókasöfnun Davíðs. Bóka- safni hans og samanburður gerð ur á safni hans og Þorsteins Þor steinssonar. Einar Bjarnason ríkisendur- skoðandi: Ættartala Davíðs Stefánssonar. II. MYNDIR DAGANNA Endurminningar séra Sveins Víkings, ritaðar af honum sjálf- um. í bókinni bregður höfund- ur upp ógleymanlegum mynd- um af bernsku sinni norður í Kelduhverfi, Bókin leiftrar af fjöri og gamansemi, en er jafn- framt heillandi sveitalífslýsing. III. ÁGÚSTDAGAR Ljóðabók eftir Braga Sigurjóns- son, bankastjóra á Akureyri. Þetta er 7. bók höfundar. í henni eru 42 ljóð. aðstæður á íslenzkum síldarmið um og aðrir sízt dómbærari á hleðsluna. Tíu bílstjórar sátu í farartækj um sínum rétt fyrir sunnan Glerárbrúna eitt drungalegt haustkvöld, nú fyrir skemmstu, og reyndu að ráða þá krossgátu hvernig þar ætti að aka. Varð hver og einn að finna úrlausn vandans undir hástemmdum lúðrablæstri margra annarra manna, sem ýmist voru á norð- ur- eða suðurleið á bílum sín- um og allir að flýta sér. Þarna var um daginn verið að mal- bika og að vinnu lokinni sett upp allskonar umferðatálmanir eða leiðarvísar, allt eftir hug- viti þeirra, sem þarna þurftu að finna færa leið. Yfir grúfði svartamyrkur. Ég villtist þarna, sá lágvaxnar skuggaverur og smáveifur, sem bentu mér sitt á hvað í kvöldgolunni. Ég var að hugsa um, hvernig fara mundi, ef brunabíll eða sjúkra- bíll kæmi hér að á fullri ferð. Slíka staði þarf að lýsa. Ólgandi blóð heitir kvikmynd ein, nú sýnd í Borgarbíói, og þótti kvikmyndaeftirlitinu syðra ástæða til að örva ungt fólk til að sjá myndina. Þar er sýnd svo heit ást pilts og stúlku, að varla er einleikið. Strangt uppeldi bannar þeim að njótast fyrr en presturinn hefur blessað slíkt, og það er þeim ofraun. Stúlkan lendir á geðveikrahæli og pilt- urinn fær falleinkun í hverri námsgrein í skóla sínum!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.