Dagur - 13.11.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 13.11.1965, Blaðsíða 8
8 EKKI ER RÁÐ NEMA I TÍMA SÉ TEKIÐ. Ilér eru ungir menn að undirbúa áramótabrennu á Hannesar-klöpp. (Ljósmynd: E. D.) Sl sru Ssbóndi inn eftir Björgvin Guðmundsson frumsýndur sl. fimmtudagskvöld - Leikstjóri Ágúst Kvaran SMÁTT OG STÓRT f FYRRAKVÖLD frumsýndi Leikfélag Akureyrar sjónleik- inn Skrúðsbóndann eftir Björg- vin heitinn Guðmundsson tón- skáld, í tilefni að 75 ára afmæli hans á þessu leikári. Húsið var þéttskipað áhorfendum, sem tóku leiknum mjög vel. í leiks- lok ávarpaði formaður L. A., Jón Kristinsson leikhúsgesti nokkrum orðum, síðan kallaði hann ekkju höfundar, frú Hólm fríði Guðmundsson upp á svið- ið, og þar var hún hyllt. Skrúðsbóndinn kom út á Ak- ureyri árið 1942 en hafði ári fyrr verið sýndur á leiksviði hjá L. A. og hlotið hinar beztu við- tökur. Leikritið er í raun og veru prédikun um gamla þjóð- sögu, sem í sjálfu sér er dulúð- ug og harmþrungin. Um leikritið segir séra Benja- mín Kristjánsson í leikskrá: „Skrúðsbóndinn er hin ís- í KVÖLD (laugardag) efnir Ungmennasamband Eyjafjarðar til skemmtunar í Laugarborg fyrir unglinga á aldrinum 14 til 21 árs. Hljómsveitin Comet leik F.U.F. FÉLAGAR AKUREYRI F y r s t i kvöldverðarfundur » vetrarins verður að Hótel » KEA sunnudaginn 14. nóv. S og hefst kl. 7 e. h. « SIGURÐUR ÓLI BRYNJ- | ÓLFSSON, bæjarfulltrúi, « ræðir um bæjarmál. || Þátttakendur hafi sam- 2? band við Karl Steingrímsson eða Þórarinn Magnússon fyr- 4? ir hádegi í dag (laugardag). >2 Stjóm F.U.F., Akureyri. þ lenzka þjóðsaga sett á leiksvið (líkt og Skuggasveinn Matthías ar og Nýjársnóttin eftir Ind- riða). Við áhorfandanum blasir íslenzk náttúrufegurð, og svo kemur ævintýrið með sínum óteljandi blæbrigðum, þjóðtrú- in kynngi mögnuð með forynj- um og bergþursum, dísum og hollvættum. En í dýpra skiln- ingi er þetta leikurinn um mannssálina. Marmssálin (Heiður) stendur andspænis tvíræðum veruleika lífsins (Skrúðsbóndanum), sem með alvísri Janusar-ásjónu get- ur snúizt á ýmsan veg. Goðkynj aðir kraftar strengja örlagaþræð ina frá hæðum og lægðum sálar lífsins, en þeir eru sýndir með fulltrúum þjóðsögunnar: norn- inni Grímu, sem er illvætt, ásamt árum undirdjúpanna, og hinni mildu heilladís (ókunnu konunni), sem er tákn þeirrar ur fyrir dansi og kunnur dans- kennari frá Reykjavík, Bára Magnúsdóttir sýnir listdans og jassballett. Hafa sýningar henn- ar vakið mikla hrifningu á skemmtunum fyrir sunnan. Hver aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði og á miðnætti verður dregið um tvo góða vinn inga. Sú ákveðna regla gildir um samkomugesti að þeir séu snyrtilega klæddir og meðferð áfengis verður algjörlega bönn- uð. Verður þeim reglum vand- lega fylgt. Þess er að vænta að ungt fólk kunni að meta þá viðleitni Ungmennasambandsins, að halda. uppi menningarlegu skemmtanalífi, og sanni það með því að fjölmenna á þessa samkomu og sýna þar prúð- mennsku og sanna æskugleði. (Fr éttatilkynning ) guðsraddar, sem hvíslar hug- hreystingar- og hvatnir.garorð- um, þegar komið er út á refil- stigu örvæntingar og sorgar. Mannssálin er sýnd í gervi yndislegrar ungmeyjar. Á píla- grímsgöngu sinni frá þessum heimi til hins komandi hlýtur hún að komast í marga raun og vanda. Hana hendir að vonum ýmisleg slys og óhöpp, þegar hún reynslulaus og fávís eltir hillingar gleðidrauma sinna, sem oft reynast hégómi og tál. En lífsþorstinn knýr hana út á flugstigu freistinga og synda, fram á glötunarbarm, gegmim þjáning og örvænting. Fyrir löngu hefur hún glatað þeirri viðkvæmu samvizku (Hjálmar), sem af ótta við glöt- unaröflin heldur sér dauðahaldi í altarishornið og lærir því Framhald á blaðsíðu 2. MYRKUR f SMÁBÁTAHÖFN Fyrir tveim dögum lá lei'ð frétta manns út að smábátahöfninni á Oddeyri. TriIIukarlarnir voru þá að koma að landi með afla sinn, heldur rýran þann dag- inn, en kærkominn þó í fisk- leysinu. En hvers skyldu þessir menn annars gjalda, að báta- bryggjan var nálega ljóslaus, svo vinna þurfti í myrkri? ÁSGRÍMUR GEKK Á LAND Ásgrímur sá, er Grímseyingar gerðu afturreka á dögunum, er nú kominn þangað á ný og nú með fógetabréf í vasanum. En samkvæmt því eiga eyjaskeggj- ar ekki að fara í manngreining- arálit þegar nýja innflytjendur ber að garði. En um það mál vildu forsvarsmenn Grímseyjar vera atkvæðisbærir og ráða málum sjálfir. Stundum brýtur ■nauðsyn lög. BÚVÖRU-ÁHYGGJUR Ýmsir ráðamenn hafa áliyggjur af útflutningi búvara og útflutn ingsuppbótum, sem greiddar eru, einkum á mjólkurafurðir, sem eru í mjög lágu verði er- lendis. Og auðsætt er, að í sam- bandi við útflutning, er réttara að auka sauðfjárrækt en mjólk- urframleiðslu. Hins er svo að gæta, að í slæmu ári getur mjólkurframleiðslan o r ð i ð minni en hún er nú. Framtíðin skiptir þó mestu máli. Á undan- förnum 20 árum hefur íbúum landsins fjölgað um 49%. Ef gert er ráð fyrir sömu fjölgun næstu 20 árin, verða íslending- ar þá orðnir 90 þús. fleiri en þeir eru nú. Þetta svarar til þess, að risin væri í landinu ný Reykja- vík, nýr Kópavogur og nýr Hafnarfjörður. Skammt myndi sú landbúnaðarframleiðsla, sem nú er, hrökkva til að metta all- an þann fjölda. Það íekur tíma að rækía land, koina upp bú- fénaði og húsum yfir hann, nauösynlegum vélum o. s. frv. Kyrrstaða í landbúnaðinum um árabil getur orðið þjóðinni erf- iðari en útflutninguppbætur öðru hverju. JAFNVEL FISKINN VERÐUR AÐ VERÐBÆTA Það er margt í þessu landi, sem ekki er hægt að selja erlendis á framleiðslukostnaðarverði í þeirri sívaxandi dýrtíð, sem þjóðin býr við. Þó að hér séu einhver beztu fiskimið í heimi, eru nú jafnvel greiddar verð- uppbætur á sjávarafurðir, og hefur áður verið gert. Margar iðnaðarvörur, sem framleiddar eru innanlands, eru dýrari en erlendar vörur. Húsnæði er dý'rt hér. Samt verður þjóðin að byggja yfir sig og nota sínar vörur. Það er ekki liægt að flytja allt inn, þótt einhvers- staðar kunni að fást ódýrari vara. Dýrtíðarskaítinn verður að greiða. Margir eru þeir, sem lítinn eða engan þátt taka í beinni eða óbeinni sköpun nauð sjnja eða gjaldeyris. En allir verða að hafa lífsframfæri sitt af þjóðarbúinu á einhvern hátt. Ýmsir mætir menn hafa haft trú á því, að a. m. k. sauðfjár- afurðir gætu aftur orðið útflutn ingsvara, sem um munar í van- nærðri veröld. VERÐBÆTUR BÚVARA Stjórnarblöðin fullyrða, jafnvel þingmenn stjómarflokkanna líka, að útflutningsuppbætur búvara liafi verið teknar upp „undir viðreisn" og hafi ekki áður verið. Þetta er rangt, því árið 1956 var það Iögákveðið, að bændur fengju útflutningsbæt- ur hliðstæðar sjávarútvegi. Þá var einnig heimild í Iögum, að bæta því við innanlandsverð bú vara, sem vantaði á útflutnings- verðið. Þessi heimild var no'tuð. FuIIyrðingar þessar eru því al- gerlega úr lausu lofti gripnar. SKRÍTIN RÖK í umræðum á Alþingi hefur mjög verið rætt um verðbólg- una. Sýnt var fram á, að á 29 mánuðum vinstri stjórnarinnar hefði framfærslukostnaður auk- izt um 11 þús. krónur, miðað við meðalfjölskyldu, en á síð- ustu 29 mánuðum um 30 þús. krónur. Þetta var erfiður biti fyrir stjómarflokkana, sem (Franihald á blaðsíðu 4.) I Skyndihappdrætti I FramsóknarfL 1 NÚ ER AÐEINS VIKA þar til dregið verður um þrjár X glæsilegar bifreiðir. Kaupið x miða á útsölustöðum víðs- % vegar um bæinn. Þeir sem fengið hafa heimsenda miða 4 eru vinsamlegast beðnir að 4 gera skil á skrifsíofuna, f Hafnarsíræti 95, nú þegar. x Skrifstofan er opin í dag, f laugardag kl. 10—12 f. h. X aðra daga kl. 2—6 s. d. Þórey Aðalsteinsdóttir og Marinó Þorsteinsson í hlutverkum sín- um í Skrúðsbóndanum. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson.) Unglingaskemmfun í Laugarborg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.