Dagur - 13.11.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 13.11.1965, Blaðsíða 1
r ....- .....-. Dagur SiiVIAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) r, .. ....... Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á man. í lausasölu kr. 4,00 Mæðiveiki á Hreimssföðum í FYRRADAG var fénu á Hreimsstöðum í Norðurárdal slátrað vegna gruns um mæði- -veiki. Reyndust 5 kindur af fiverjum 100 með veikina, á mis Iháu stigi. Guðmundur Gíslason læknir :segist vongóður um, að takast megi að koma í veg fyrir út- breiðslu veikinnar, þar sem veiki þessi berizt ekki frá einni kind til annarrar á þessu stigi, nema við náinn samgang í húsi. Eftirlit á „hættusvæðunum" hefði átt að gefa til kynna ef um útbreiðslu væri að ræða. Og líffé hefur ekki verið selt frá bænum síðustu árin. □ Síldarbáfur lengdur á Seyðisfirði Látlaus bræðsla verksmiðjanna í tvo mánuði ‘Seyðisfirði 12. nóv. Hér er fullt að gera og meira en það. Mætti raunar segja, að hér væri allt brjálað í annríki. Og nú er lönd unarbið hjá báðum bræðslun- :um, þótt þær mali dag og nótt. Þyngsti dilkurinn "Vopnafirði 12. nóv. Hér hefur verið látlaus síldarlöndun síð- ustu 3—4 sólarhringa og 5 skip bíða. Þó losnuðum við við nokk- ur skip í nótt og í morgun. ’Bræðslan gengur vel en slídar- ,söltun er lokið að fullu. Þyngsti dilkurinn á sláturhús inu í. haust, vóg 29,6 kg. Eing- andi hans er Haukur Kristins- ;son Eyvindarstöðum. En meðal- -vigt 14500 dilka var 14,73 kg. ’Lógað var auk þess 1000 fjár fullorðið. Okkur vantar hey, helzt mik- ið af heyi. K. V. Ofan á þetta bætast svo tíðar útskipanir á mjöli og lysi, svo að segja látlausar. Margir síld- arbátar bíða löndunar. Þrátt fyrir manneklu hafa síldaverk- smiðjurnar gengið svo að segja látlaust síðustu tvo mánuði. Hér er verið, hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar, að lengja vélbát- inn Hoffell frá Fáskrúðsfirði, sem var 140 tonn en verður tæp 200 tonn. Þetta er víst fyrsti stálbáturinn, sem hér á landi er lengdur, en byrjað er á að lengja annan fyrir sunnan. Margir hafa hug á að lengja báta sína, ef góð reynsla fæst af þessu, enda krefst t. d. haust- síldarveiðin stærri báta, svo sem menn áþreifanlega hafa orðið varir við síðustu árin. Hér er snjólaust með öllu fært um allar byggðir og yfir heiðar og veðurblíða dag hvern. í>. J. ÞAÐ ER niikið um að vera á Glerárgötu meðan malbikun stendur yfir. Stórhýsið á myndinni er liið nýja húsnæði Byggingarvöru-, Véla- og Raflagnadeildar KEA. (Ljósm.: E. D.) SSÍ33$$$$$$S3S$$$355333SS5$3$$S53$53$$5^5SÍ33S5$$$333$33$S$$$$»$3$S$35$S$$$3355$$S$$5$$$$$$$*5$3$$$S$3333! Lokunartínii sölubúða til um ræðu í bæjarstjórn REGLUGERÐ um lokunartíma sölubúða á Akureyri hefur ver- ið til meðferðar hjá yfirvöldum bæjarins undanfarnar vikur. Afstaða bæjarfógeta til breyt- inga á kvöldsöluleyfum, sem bæjarstjórn samþykkti í októ- ber 1962, rekur á eftir því, að Góð gjöf til Mattliíasarhússins í FYRRADAG voru 130 ár lið- in frá fæðingu þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar. Þann ■dag afhenti Jóhann Ó. Haralds- ,son tónskáld á Akureyri Matt- liiasarfélaginu á Akureyri gjöf, sem listaverk má teljast. Gjöf þcssi er handskrifað eiginhand- arafrit af lagi Jóhanns við sálm Matthíasar „Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu“. Formaður Matthíasarfélags- ins, Marteinn Sigurðsson veitti gjöfinni viðtöku. Við þetta tæki færi fórust Jóhanni Ó. Haralds- syni m. a. svo orð: —-------„Hér á Sigurhæðum eyddi skáldjöfurinn, Matthías Jochumsson, allmörgum síðustu Fimm bátar með línu Skagaströnd 12. nóv. Húni fór sinn fyrsta róður í dag, en ann- ars eru hér gerðir út 2 minni þilfarsbátar og 3 trillur. Aflinn er lítill, ofurlítill reitingur þeg- ar bezt lætur. Hér er vorblíða og léttir hún mönnum lífið. H. æviárum, svo að staðurinn hlaut af landsfrægð. — Héðan horfði hann — sem úr Hlið- skjálf — hátt ofar glaumi og dægurþrasi samtíðarinnar — og gaf þjóð sinni einstæð, ódauð- leg trúarljóð. Megi þetta hús vera, ásamt Matthíasarkirkju, helgastur staður þessa bæjar við vorn blessaða Eyjafjörð. — Ég bið, að sá drottinn, er gaf þjóð vorri á neyðartímum trúar-skáldsnill- inginn, Matthías Jochumssoh, verndi og blessi þenna stað um ár og aldir.“ □ endurskoðun reglugerðarinnar fari fram. í haust kaus bæjarstjórn neínd manna til að semja nýja reg’ugerð, sem síðar yrði iögð fyrir stjórn bæjarins og ráð- herra til staðfestingar. Nefnd- ina skipa, auk . bæjarstjóra, Magnúsar E. Guðjónssonar, Sig urður Óli Brynjólfsson, Gísli Jónsson, Ingólfur Árnason og Sigurður M. Helgason, settur bæjarfógeti. Nefndin hefur skil- að áliíi, sem bæjarstjórn tók til fyrri umræðu á fundi sínum sl. þriðjudag. Samþykkt var að leita álits Félags skrifstofu- og verzlunarfólks, kaupmannasam- takanna og kaupfélaganna. í hinr.i nýju reglugerð, sem tekur til hverskonar smásölu- verz’ana á Akureyrl, að undan- skyldum lyfjabúðum, benzín- sölu að því er sneríir sölu á benzíni og olíum og blaðsölu á götum, kveður m. a. á um, að sölustaði megi opna kl. 8 að morgni og þeim sé lokað eigi Framhald á blaðsíðu 7. Fjörutíu [lúsund mál til Raufarbafnar Raufarhöfn 12. nóv. Frá því í fyrrakvöld og þangað til nú í kvöld komu hingað nálega 40 þús. mál síldar og fleiri skip eru á leiðinni. Þau eru 13—15 klst. á leiðinni af miðunum. Síldarverksmiðjunni var start að í fyrradag og þrátt fyrir of lítinn mannskap, vinnur verk- smiðjan með fullum afköstum. í allan dag hefur verið landað með öllum löndunarkrönunum. í gær og nótt var lokið við að steypa þak hins nýja félagsheim ilið okkar. H. H. Jóhann Ó. Haraldsson með hin fögru nótnablöð. (Ljósm.: B. B.) TVEIR Akureyrartogaramir, Svalbakur og Kaldbakur liggja nú bundnir við hafnarbakkann og losna ekki þaðan fyrr en verkfalli yfirmanna togaraflot- ans lýkur. Sléttbakur, sem seldi í Grims by 96,6 tonn fyrir 10315 punj og Harðbakur, sem var í sölu- ferð, eru báðir á heimleið. Um helgina er togaraútgerð Akur- eyringa alveg stöðvuð, ef ekki hafa tekizt sættir í kjaradeil- unni. Hraðfrystihús Ú. A. hefur fryst nálega 170 tonn af síld í haust, siðast úr Snæfelli, Súl- unni og Sigurði Bjarnasyni, sem lögðu afla sinn að öðru leyti upp í Krossanesverksmiðjunni. FORST I BILSLYSI A MANUDAGINN varð það slys að bíll með tveimur mönn- um fór út af veginum við Alftá á Mýrum og lenti á livolfí í ána. Þar urðu þau Iiörmulegu tíð- indi, að nítján ára piltur frá Ak- ureyri, Pétur Þórsson, sem var farþegi, lét lífið. Hann verður jarðsunginn frá Altureyrar- kirkju í dag. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.