Dagur - 11.12.1965, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
VIÐREISNARSTJÓRN var nafnið,
sem hún gaf sér sjálf. Þótt hún standi
nú á rústum stefnuskrár sinnar, reið-
ist hún stórlega, ef hún er ekki nefnd
því nalni. Sé hún kölluð Verðbólgu-
stjórn, ætlar hún hreint að ærast. En
það hættir mörgunt til að telja, að
hún verðskuldi það lieiti með rentu
og renturentu.
Eitt höfuðatriði stefnuskrár stjórn-
arinnar, að hún sagði, þegar liún fór
af stað, var að stöðva dýrtíðina. Nú
hefur dýrtíðin vaxið með ódæmum
og aldrei hraðar en tvö síðustu árin.
Vísitala vöru og þjónustu, sem var.:
löggilt 100 stig. sem grundvöllur 1.
marz 1959, er nú orðin 204 stig. En
þetta er ekkert að marka, segir ríkis-
stjórnin, af því að dýrtíðin minrikar
hlutfallslega við það að vaxa!
Fjárlagafrumvarpið, sem ríkis-
stjórnin lagði fyrir Alþingi, sem nú
situr, er um 300 millj. kr. hærra en
fjárlögin síðustu. Samt eru helztu
útgjaldaliðir lækkaðir um 20% (svo
sem til hafna) og niður fellt framlag
ríkissjóðs til vega (47 millj. kr.). Enn
fremur verður að sjálfsögðu ein-
hverju að bæta á frumvarpið, sem
þar vantar til óhjákvæmilegra út-
gjalda. Ástandið er með öðrum orð-
um þannig í liöndum ríkisstjómar-
innar, að fjárlög stórhækka vegna
reksturs ríkisins. En framkvæmdalið-
ir eru lækkaðir svo þeir lækka ekki
aðeins um dýrtíðarvöxtinn lieldur
líka 20% að krónutali. Ríkisstjórn-
inni dettur ekki í hug að biðja af-
sökunar á þessu fremur en allt væri
samkvæmt áætlun og í stakasta lagi.
Alltaf erum við að lækka skattana,
segir ríkisstjórnin. Eigi að síður skal
nú skattleggja rafmagnsnotendur,
tvöfalda eignaskatt af fasteignum.
hækka henzín og þungaskatt af bíl-
um, hækka aukateknagjöld til ríkis-
ins, leggja skatt á bílaeigendur (til
að koma á hægri handar akstri),
leggja á farmiðaskatt, ef farið er út
úr landinu, innheimta vegaskatt, auk
allra anarra skatta, fyrr til kominna.
Þetta linnst almenningi skjóta nokk-
uð skökku við yfirlýsingarnar um
skattalækkanir og að stjórnin væri
ráðin í því að gera skattakerfið ein-
falt og la*kka álögurnar. En stjórnin
fullyrðir, þrátt fyrir staðreyndirnar,
að ekkert standi upp á sig í eíndun-
um.
Þannig er stjórnarstefnan gengin
sér til húðar í flestum greinum og
liver sæmileg ríkisstjóm hefði fyrir
löngu verið búin að yfirgefa ráð-
herrastólana og lagt málin fyrir dóm
þjóðarinnar í almennum kosningum.
Ólafur Tryggvason: HUGS-
AD UPPHÁTT. — Skuggsjá
1965.
Þessi nýja bók Ólafs á Hamra
borgum fjallar um dulspeki og
trúarheimspeki eins og fyrri
bækur Hans, og segir hann
margt svo greindarlega, að guð-
fræðingar gætu af honum lært.
Fyrst og fremst er honum það
Séra BENJAMÍN i
skrifar um
' i|'bækur
ljóst, að írú'm er líf en ekki
kenning. Furðumargir halda, að
þeir; séu trúmenn öðrum frem-
ur, sem umsvifalaust samþykkja
allar kreddur, sem þeim eru
kenndar, og halda þeim síðan
fram með ofsa og einstrengings-
hætti, þó að hvorki skilji þeir
eða aðrir neitt í þeim. Fyrst er
sú hjátrú barin inn í ein-
feldninginn, að kreddan sé
heilög, hún sé opinberuð með
yfimáttúrlegum hætti, ólíkt öll-
um öðrum hugmyndum, við
henni megi ekki hreyfa. Því
næst, að synd sé að líta á önnur
sjónarmið. Það sé heiðindómur,
sem guð muni refsa mör.num
harðlega fyrir.
Það mundi sönnu nær, að
slíkar hugmyndir um trúar-
brögð gæti öllu fremur kallast
trúleysi. Enginn trúir því í raun
og veru, sem honum finnst
ósennilegt eða óskynsamlegt,
hversu oft sem hann játar. Af
því stafar ofsinn, er mönnum
finnst 'eitthvað bogið við trú
sína, en skilja ekki, hvað það er.
Hins vegar taka trúarkreddu-
menn sig svo alvarlega, að þeir
vilja ekki við það kannast, að
þeim geti skjátlast. Þeir halda,
að þeir framgangi í alvísdómin-
um, þó að þeir reyni aldrei að
hugsa um þessa hluti í alvöru.
En hin raunverulega trú er
heldur ekki fólgin í trúarhug-
myndunum, hvernig sem þær
eru. Þær hljóta að vera frá-
brigðilegar eins lengi og þekking
vor er í molum. Guðfræði, enda
þótt hún hafi verið samþykkt á
kirkjuþingum, er ekkert annað
en misjafnlega skynsamlegar
hugmyndir misviturra og ófull-
kominna manna. Trúin birtist
fyrst og fremst í lífi manna og
athöfnum, skilningnum á því
fagra, sanna og góða. Það var
kreddufestan og kenningahrok-
inn, sem Kristur nefndi „rétt-
læti Fariseanna“, og fyrir þess
konar ’ réttlæti sagði hann, að
enginn kæmist inn í himnaríki.
Eftir öðru réttlæti átti menn að
hungra og þyrsta: Það var rétt-
læti auðmýktarinnar, hjarta-
hreinleikans og miskunnseminn
ar. Það var guð sjálfur. Kristinn
er sá,. sem er með hugarfari
Krists, hvort sem hann veit
mikið eða lítið í guðfræði. Þetta
er hinn einfaldi kjarni málsins,
sem myrkvaður hefur verið
með moldviðri alls konar strang
trúarmanna, sem hóta öllum
víti og kvölunum, sem ekki
standa á sama vitsmunastigi og
þeir. Engin rétttrúnaðarkerfi
hafa getað frelsað heiminn. Það
er ekki fyrr en menn skilja kær
leika Krists og fara að iðka
hann, sem fagnaðarboðskap en
ekki sem harmkvæli, sem von
er til að hjálpræðið komi.
Ef hægt er að koma þeim
skilningi inn í mannssálirnar að
ánægjulegra sé að lifa í sátt og
bróðerni en eilífum fjandskap
og styrjöld, þá er stigið spor
áfram. Menn þurfa umfram allt
að frelsast frá vanþroska sínum
og þeirri grimmd, sem honum
fylgir.
Þetta og margt fleira ræðir
Ólafur í bók sinni, og hann bæði
hugsar og talar af fullri ein-
lægni og einurð, eins og and-
lega fullveðja maður. Enginn
lcemst neitt áleiðis í andlegum
þroska með öðru móti. Og þess
vegna er einmitt fróðlegt fyrir
presta að lesa bók hans. Nú þýð
ir ekki framar eins og gert var
í gamla daga að segja að eitt-
hvað sé satt bara af því að það
standi í bók og sú bók sé óskeik
ul. Enginn skynsamur maður
tekur lengur slíkar röksemdir
gildar. Skoðanirnar verða að
standa undir sjálfum sér vits-
munalega, annars er ekki hlust
að á þær. ,
En trúarbrögðin geta stöðugt
gengið í endurnýjungu lífdag-
anna, ef menn veita vandamál-
um lífsins athygli á hverri líð-
andi stund og hafa löngun til
að leysa þau. Og hver kynslóð
á sinn reynslusjóð af andlegum
fyrirbærum, sem vitni bera um
hin sömu stórmerki og helgar
ritningar skýra frá. Því að lífið
er háð sömu lögmálum, þó að
aldir renni, reynsla eins styður
reynslu annars og mennirnir,
sem af alvöru hugsa um vanda-
mál lífs og dauða komast á öll-
um öldum að líkri niðurstöðu.
Þetta á að kenna monnum að
halda í horfinu, unz hið „full-
komna kemur“ brum menning-
arinnar springur út í líf og ljós,
miklu undursamlegra en kom-
ið hefur í huga nokkurs manns.
Til þess að vel megi takast,
þarf mikla einlægni og hjarta-
hreinleik, mikla alúð við að
skyggnast eftir rökum góðs og
ills. Til þess þurfum við um-
fram allt að leggja grundvöllinn
með heiðarlegri hugsun. Ólafur
hefur lagt fram sinn skerf með
bókum sínum. Þökkum honum
fyrir það.
TERYLENE
HERRAFÖT
verð kr. 3.210.00
DRENGJAFÖT
V verð frá kr. 1.490.00
HERRABUXUR
DRENGJA-
BUXUR
allar stærðir
SAUMASTOFA GEFJUNAR
RÁÐHÚSTORGI 7 - SÍMI 1-13-47
MATARSTELL
12 MANNA - 11 TEGUNDIR
Verð frá 831.00 - 2.225.00
KAFFISTELL
12 MANNA - 15 TEGUNDIR
Verð frá kr. 810.00 - 1.425.00
AMERÍSK MATAR- og KAFFISTELL
8 MANNA. - Verð kr. 1.850.00 - 1.950.00.
STÖK B0LLAPÖR og GLÖS í urvali
KAUPFÉLAG VERKAMANNA
KJÖRBÚÐ
JÓLABÆKUR FRÁ LEIFTRI
GUÐRÚN FRA LUNDI. Hin fullorðna skáldkona, Guðrún
frá Lundi, sendir frá sér nýja bók fyrir þessi jól. Bókin er
komin, og heitir Sólmánaðardagar í Sellandi. — Til eru þeir,
sem hnýta í Guðrúnu frá Lundi. En fara þeir í fötin hennar?
Um tveggja áratuga skeið hefur hún sent frá sér skáldsögu
á hverju ári. Sögur hennar eru spegill þjóðlífsins. Hún sýnir
fólkið við strit daglegs lífs. Fólkið er íslenzk alþýða. Þið
þekkið þetta fólk og kannist við viðbrögð þess og tilsvör. þar
eru hvorki englar né djöflar. Þar er ég og þú. — Sagan gerist
á fyrri hluta þessarar aldar í heimahögum Guðrúnar. Þessi
saga gefur Dalalífi ekkert eftir, og líklega er hún ekki öll
sögð með þessu bindi.
Sakamálasögur Jónasar frá Hrafnagili. Þessar sögur hafa
áður komið út (komu 1947) og eru nú óvíða til og þá upp-
lesnar. í bókinni eru þrír þættir af voveiflegum atburðum í
íslenzku þjóðlífi, atburðir sem enginn gleymir í snilldarlegri
frásögn Jónasar. — Þættirnir eru: „Randíður í Hvassafelli",
„Magnúsar þáttur og Guðrúnar" og „Kálfagerðisbræður". —
Jónas frá Hrafnagili var ágætur rithöfundur og merkur
fræðimaður. Merkasta verk hans er íslenzkir þjóðhættir. Þar
ruddi hann braut, sem margir hafa síðan fetað, en enginn
komist lengra. Má þar líkja honum við Jón Árnason, báðir
bjargað verðmætum, sem þjóðinni er ómetanlegur sjóður.
Draumar og vitranir, eftir Hugrúnu. — Hugrún er fyrir
löngu landskunn fyrir ritstörf: Sögur, ljóð og ferðalýsingar.
Þessi bók hennar er sérstæð. Hér lýsir Hugrún hinni ósýni-
legu veröld. í formála segir Jóhann Hannesson prófessor
m. a.: „Veröld hins ósýnilega er oft og einatt hrollvekjandi,
ekki síður en hinn sýnilegi hlutaheimur. Þetta veit sérhver
sá, sem hefur verið í snertingu við hina ósýnilegu. veröld.
íslendingar hafa ekki aðeins verið í snertingu við hina ósýni-
legu veröld í hundruð ára, heldur jafnvel átt erfitt með að
greina á milli veraldanna. Oft virðast áhrifin frá hinu ósýni-
lega hafa orkað sterkar á menn en öfl hins sýnilega heims“.
Bókin, seni vekur undrun og aðdáun, fegurst bóka á þessu
ári: FIMMDÆGRA, fornindversk ævintýri. — Panchatantra,
eins og hún nefnist á frummálinu, er merkasta og frægasta
ævintýrasafn heimsbókmenntanna. Ekkert annað verk ind-
verskra bókmennta hefur gegnt jafnstóru hlutverki í bók-
menntum heimsins og Panchatantra. — Frá því að verk þetta
barzt til Evrópu á 12. eða 13. öld hefur það borizt frá einni
þjóð til annarrar í þýðingum og endursögnum fram á okkar
daga. Meira að segja íslendingasögurnar eru ekki ósnortnar
af áhrifum þessara ævintýra. — Stefán Einarsson prófessor
segir: Refurinn úr Fimmdægru hefur komist inn í Vestfirð-
ingasögu, Gísla sögu Súrssonar og Gjafa-Refssögn með
Hrafni Sveinbjarnarsyni úr Pílagrímsferð hans til Rómar. —
Eflaust hefur hann sjálfur sagt söguna á Vestfjörðum.
LEIFTURBÆKUR ERU SKEMMTILEGAR. — LEIFTÚR-
BÆKUR ERU ÓDÝRAR.
5
sASERIUR og AUKAPERUR
Odýrastar og í mestu úrvali hjá okkur.
VÉLA- 0G RAFTÆKJASALAN H.F. - SÍMAR: 1.12.53 og 1.29.39
ÓDÝRAR FERÐIR
ÞÆGILEGAR FERÐIR
OFTLEIÐES LANDA MILL
FLUGFAR STRAX
FAR GREITT SÍÐAR
TIL
EVRÓPU OG USA
kfGlfGV HktÞTkÞk Ht MtJi ýý HiWOfikÖi: 0G H£W
Einusinni með L0FTL
- ávallt
SÉRSTÖK JÓLAFARGJÖLD
Umhoðsmaður vor á Akureyri, JÓN EGILSSON, annast fyrirgreiðslu
ferðalagsins, liótelpantanir, tryggingar o. fl.
FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR
Túngötu I
Sími 1-16-50
S K IÐ I
SKÍÐASTAFIR
BINDÍNGAR
SKÍDAGLERAUGU
SKÍÐASLEÐAR
SJONAUKI
er góð gjöf fyrir
eiginmanninn.
Allir með
bláum glerjum.
iÆRKOMNAR JÓLAGJAFIR
SVEFNPOKAR
STOPP. ÆÐARDÚNN, DÚNN
og ULL
BAKPOKAR
SKJALATÖSKUR
AMBASSADEUR LAXAHJÓL
SPIL í gjaíakössum, nylon
PENNASETT í gjafakössum
BALL0GRAF KÚLUPENNINN
JÓLAPAKNING
MYNDAVÉLAR
Alls konar LEIKFÖNG:
ÍTALSKAR BRÚÐUR
ÞVOTTAVÉLAR
ELDHÚSSETT
BILLJARDSPIL
MODEL, 40 tegundir
LITAKASSAR MÁLVERK
DÚIvKUKERRUR, 5 tegundir
r
BILAR óteljandi tegundir
„MATCHBOX"
TEKNO
CORGI
KRANABÍLAR
STURTUBÍLAR tré
BRUNABlLAR
LÖGREGLUBÍLAR
/\
// \
I r 'i
' f
✓
Loftvogir
JOLAPAPPÍR - JÓLAMERKISPJÖLD - JÓLALÍMBÖND
Hjá okkur eru 200 tegundir af JÓLAK0RTUM
Ath. dönsku fallegu kortin.
JÓLASALAN ER í FULLUM GANGI. LANG BEZTA ÚRVAL BÆJARINS.
Gjörið svo vel og lítið í gluggana. — Eitthvað fyrir alla.
Straumurinn liggur til okkar. — Velkomin til jólainnkaupa.
JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD