Dagur - 11.12.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 11.12.1965, Blaðsíða 1
r'" .... - 1 ■? Dagur SÍMAR: _11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) r, ..... —....... ? Dagur kemtir út tvisvar í viku , og kostar kr. 25,00 á , nián. í lausasölu kr. 4,00 j ^------ ‘j Ráðherra geri lireint fyrir sínum dyrum EF ÞAÐ er fastur ásetningur ríkisstjómarinnar, eða ráðherra hennar, seni nú fara með æðstu völd, að streitast við að sitja Landleiðir eru erfiðar vegna snjóa SAMKVÆMT upplýsingum Guðmundar Benediktssonar vegaverkstjóra í gær, eru marg ir vegir þungfærir vegna snjóa. í>ó er enn haldið opinni leið til Reykjavíkur. Öxnadalsheiði er snjólétt en færi þyngist óðum í Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslum. Vegir fx-aman Akureyr- ar eru greiðfærir, eftir að snjó var rutt af veginum í Önguls- staðahreppi í fyrradag. Verið var að skafa Dalvíkurveg í gær. Um Svalbarðsströnd og Grýtu- bakkahrepp er mjög illt að kom ast, enda rennir stöðugt af heið- ánni. Til Húsavíkur er illfært. Tjömesvegur er lokaður, einn- jg lokaðist Mývatnsheiði. Trukk ar einir komast leiðar sinnar í Bárðardal. □ fram á árið 1967, sýnist bezt á því fara, að þeir reyni að gæta hófs um nýja skattheimtu en taki þess í stað til alvarlegrar athugunar að konia fram spam aðarstefnuskrá sinni frá 1960— 1961. Gunnar Thoroddsen birti tvær slíkar spamaðarstefnu- skrár í fjárlagaræðu, hina fyrri í 12 liðum árið 1960 og hina síðari í 24 liðum árið 1961. Sama ár birti meirihluti fjárveitingar nefndar enn eina spamaðar- stefnskrá í 23 liðum. En núver- andi fjármálaráðherra, Magnús Jónsson, var þá fonnaður og framsögumaður nefndarinnar. Hafi hér ekki verið um lýð- skrum eitt að ræða af hálfu fyrr verandi og núverandi fjármála- ráðherra, hlýtur þama að hafa verið um allmikla spamaðar- möguleika að ræða. Ekki má minna vera en að fjármálaráð- herra, sem starfað hefur að slíkri sparnaðarstefnuskrá, en krefst nú skatta á skatta ofan, án þess að spamaðarstefnuskrá in komi til framkvæmda, geri lireint fyrir sínum dymm. □ Áttunda Heklan í brezka flotanum Kom til Akureyrar síðastliðinn mánudag ÞEGAR blaðamenn ræddu við G. P. D. Hall skipherra á brezka hafrannsóknarskipinu Heklu, sem hér var á dögunum, sagði hann, að Hekla væri áttunda skip flotans með þessu nafni. Aðspurður hvað hann nafnið hafa verið rangt stafsett, þ. e. Hecla á fyrsta skipi brezka flotans með þessu nafni fyrir um það bil 190 árum. En síðan hefði þessi skekkja haldizt. Á Heklu hefði fyrir 90 árum verið siglt kring um hnöttinn með einn vísindamann um borð, er rannsakaði hafið. Síðan hefðu hafrannsóknir alltaf verið á dag skrá. Á skipi því, er nú væri í fyrsta sinn utan heimahafnar (skipið er aðeins þriggja mán- aða gamallt) væri aðstaða fyrir ÞORSTEINN ÞORSKABÍTUR MAÐUR að nafni Sigurður Finnsson loftskeytamaður, sem telur sér heimili í Grímsey, hef- ur keypt Þorstein þorskabít, sem er nálega 500 lesta skip, upphaflega smíðað fyrir Guð- mund Jörundsson útgerðar- mann. Skipið á að gera út á síldveiðar næsta sumar. □ Akureyrarkirkja. (Ljosm.: E. D.) Þeir ðfhentu héraðslækninum sjúkrabíl 7 vísindamenn. Skipið væri í eigu flotans, sem nú hefði nógan tíma til rannsóknarstarfa og nægan mannafla. Sjóherinn gæti lagt allt til, til haírann- sóknarstarfa, nema vísinda- mennina. Um borð í Heklu eru 116 manns. Rannsakað verður haf- svæðið milli íslands og Sett- landseyja, sem er liður í alþjóð- legri fiskirannsókn. Hekla kom til Akureyrar á mánudagsmorgun en fór síð- degis á miðvikudag. □ Laugum 9. des. Hinn 4. desem- ber sl. afhenti Lionsklúbburinn Náttfari í S.-Þing. Þóroddi Jón- assyni héraðslækni á Breiðu- mýri f. h. Breiðumýrarlæknis- héraðs, nýjan snjóbíl til sjúkra flutninga og læknisvitjana að vetrarlagi í læknishéraðinu, en klúbburinn hafði aflað fjár til bílkaupanna og séð um þau að öllu leyti, svo og útbúnað bíls- ins. Náttfari var stofnaður í febr- úar sl. vetur og bar þetta á góma á síðustu fundum klúbbs- ins í vor og hafizt var þá þegar handa. M. a. var hreppsnefnd- um læknishéraðsins og fl. gefin kostur á að veita fjárstyrk er næmi 100 kr. fyrir hvern íbúa, til snjóbílskaupanna. Hlaut það mál yfirleitt góðar undirtektir. Klúbbfélagar unnu svo að fjáröflun í sumar með ýmsu móti, svo sem t. d. með kvik- myndasýningum og rann ágóði til snjóbílskaupanna. Tveir fé- Þeir aflientu héraðslækni Þ lagar unnu að jarðvinnslu í frí- tímum og gáfu svo vinnulaun sín til sömu kaupa. Öll kvenfé- lög læknishéraðsins lögðu enn- fremur fram fé, sum mjög rausnarlega. Þá lagði Lauga- skóli fram fé og aðstöðu til fjár- öflunar og ræktunarsambandið Smári gaf að miklu leyti efnið í hús á bílinn og aðstöðu á verk stæði sínu. Félagar í klúbbnum unnu síð an að yfirbyggingunni og lögðu bæði fram vinnu og efni. Bíllinn kom til landsins í septemberlok og er innflytjandi Glóbus í Reykjavík, en snjó- bíllinn er sænskur og virðist að ýmsu leyti tæknilega fullkom- inn. Ber þar einkum að nefna vandaðan stýrisútbúnað. Aflvél er Fólksvagnshreyfill og bíll- inn er léttur. Auk bílstjóra rúm ar hann 5 farþega eða 2 farþega og sjúkrakörfu. Reynsla bílsins við misjafnar aðstæður lofar góðu. G. G. ISLENDINGAR HREPPTU SKARÐSBÓK A ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var það tilkynnt, að fombók- salinn Hannaas, sem keypti Skarðsbók hina fornu á bóka uppboði í London á dögun-1 um, hefði gert það fyrir hönd íslenzkra banka, sem um það höfðu samið við fornbóksal- ann. Kaupverðið var 4,3 millj. ísl. króna. Undirbúningur þessa máls hafði ekki farið hátt og ekki flikað opinberlega. Fór vel á ! því, að þjóðin sjálf þ. e. opin | berir bankar hennar, keyptu hina merku bók. □ L'r Innbænum. (Ljosm.: E. D.) Komnar á markaðinn 2S0 nýjar bækur DAGLEGA eru auglýstar ný út komnar bækur og eru sagðar 280 bækur nýjar á bókamarkað- inum, sem jafnframt er jóla- markaður. Þetta bókaflóð er svipað að magni og í fyrra. Að þessu sinni eru þýddar sögur fyrirferðamestar eða 65, mest ástarsögur, en barnabæk- ur og unglinga eru yfir 70 og 21 innlend skáldsaga er komin í búðargluggana. Ljóðabækur eru jafn margar, þar af nær helmingur endurprentun ljóða. Þá eru 24 fræði- og kennslubæk ur, 6 um dulræn efni og 7 bæk- ur um guðfræðileg efni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.