Dagur - 11.12.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 11.12.1965, Blaðsíða 8
SMATT OG STORT Tilfinnanlegur vafnsskortur i Saurbæjarhreppi Saurbæ 7. des. Hvað verður um rjúpuna? er spurning, sem marg ir velta fyrir sér. í göngum í haust sást hér sumstaðar mjög mikið af rjúpu á afréttum og fjöllum uppi. Rjúpnaskyttur sjá nú mjög lítið magn og stundum ekkert, auk þess eru þær stygg- ar svo lítið er um veiði. Nokkuð hefur verið um bygg- ingaframkvæmdir á þessu ári. Byggð hafa verið fjós á fjórum bæjum fyrir um 150 gripi með tilheyrandi mjólkur- fóðurbætis og áburðargeymslum. Fjárhús á einum bæ fyrir 400 fjár með áburðarkjallara. Hlöður á tveim ur bæjum um 1000 rúmmetrar. Eitt ibúðarhús var tekið í notk- un og annað er langt á veg kom ið. Auk þess eitthvað af smærri byggingum. Betur má ef duga skal. Víða vantar tilfinnanlega byggingar, en erfitt er að koma þeim upp, bæði vegna kostnað- ar og einnig vegna skorts á vinnuafli. Sumir hafa gripið til þess ráðs að fá lagaða steypu frá Akureyri með þar tilgerð- um bílum til að flýta fyrir byggingum, en dýrt mun það vera að aka steypu 30—40 km. veg. - Vatnsskortur er nú tilfinnan- stórvandræða horfir, ef ekki bregður til hláku. Erfitt getur orðið í vondum veðrum og færi að flytja vatn, jafnvel langar leiðir, eins og surtiir bændur legur á s'umum bæjum, svo til verða nú að gera. D. S. Illur boii var skotinn í snjóskafli Laugum 9. des. Vegna sífelldrar snjókomu undanfamar vikur er bílfæri í Reykjadal mjög þungt. Um sl. helgi var hafizt handa um að ryðja snjó á Húsavík- urleið og áleiðis til Mývatns- sveitar. En óséð er hvert gagn er að snjómokstrinum, þar sem renningur fyllir slóðir og göng. Félagslíf er fremur lítið, helzt að spilamenn sveitarinnar háðu þriggja kvölda tvímennings- keppni í bridge í sl. mánuði. Nú er nýbyrjað hálfs mánað- ár saumanámskeið á Breiðu- mýri, sem kvenfélagið heldur. Kértnári er'Laufey Sigurðardótt ir -frá Ingj&ldsstöðum. Davíðs-bækurnar seljast mest BLAÐIÐ hringdi í gær til nokk urra bóksala á Akureyri í gær og spurði um það, hvaða bækur seldust mest. Stöðin stækkuð um f. 500 númer NÚ ER verið að Ijúka við að stækka sjálfvirku landssímastöð ina á Akureyri um 500 númer, og verða þau þá alls 2500. Mun Stækkunin nægja 3 ár, sagði símastjórinn blaðinu á miðviku- daginn. En þá var verið að tengja 200 númer. Eru því 300 símanúmer til úthlutunar næstu árin. í»á er semi lokið tengingu 600 símanúmera í sjálfvirkri sím- stöð á Siglufirði. Olafsfjörður er síðasti bærinn hér fyrir norðan, sem eftir er með gamla lagið á símanum, en sjálfvirku símakerfi verður þar einnig upp komið, væntan- lega næsta sumar. □ Bókabús Jóhanns Valdimars- sonar: Skáldið frá Fagraskógi selst mest og er í sérflokki í söluv Næst. kemur Sólmánaðar- dagar Guðílinar frá Lundi og í þriðja sæti Myndir daganna eft- ir Svein Víking. Bókabúðin Huld: Barnabæk- umar renna út og þýddar ástar sögur tveggja höfunda. Af veiga meiri bókum, sem mest seljast eru t. d. Skáldið frá Fagraskógi, Vísnabók Káins, Illgresi, Rit- safn Bólu-Hjálmars og María Markan. Bókaverzlunin Edda: Salan í Ritsafni Davíðs Stefánssonar, 6 bindi, slær öll met hjá okkur, bæði fyrr og síðar. Bókabúð Jónasar Jóhannsson- ar: í efsta sæti er Skáldið frá Fagraskógi. 1 öðru og þriðja sæti eru þýddar sögur, sem samanlagt eru keyptar álíka mikið og bókin um Davíð. Síð- an kemur bók Guðrúnar frá Lundi og Myndir daganna eftir séra Svein Víking. Sá atburður varð á Hólum í Reykjadal í gær, að nasahringur brotnaði úr nauti, sem út var leyst. Varð boli frelsinu feginn og brá á leik um túnið. Á jafn fjölförnum stað var slíkt óæski- legt, enda boli til alls vís. Bol- inn festist í skafli og áður en hann gat brotizt þar yfir, féll hann fyrir byssuskoti eiganda síns. G. G. Verzlun með snyrtivör- ur og ljósmyndatæki Jón Eðvarð rakari í hinni nýju sérverz’un sinni, þar sem seldar eru snyrtivörur og ljósmynda- tæki. Verzlunin og rakarastof- an í Strandgötu 6 eru á sama stað, en lauslega sundurskilin með nýrri smekklegri innrétt- ingu. (Ljósm.: E. D.) LOKUNARTÍMI SÖLUBUÐA Á sama túna og leitast hefur verið við að síytta svonefnda dagvinnu hinna ýmsu síarfs- stétta, hefur það af ýmsum ver- ið sótt fast að Iengja afgreiðslu- tíma sölubúða. Sækja sjoppu- eigendur það einna harðast að mega selja sínar vörur fram eft- ir öllu kveldi. Með lengingu opnunartíma sölubúða er verið að ganga aft- urábak í verzlunarháttum og er það óæskilegt, með fóum und- antekningum. Slagorð um aukna þjónustu við fólkið, með því að hafa verzlanir lengi opnar, eru að mestu leyti út í lcftið. BÚÐARRAP OG STAUPA- SALA . Með kvöldsölu í verzlunum er verið að endurvekja búðarráp og staupasölu, sem fyrrum var illa þokkuð. Nú fer staupasalan írani á „Iöggiltum“ stöðum, en hins vegar ríkir mikill áhugi fyrir því meðal sumra verzlun- armanna, að ná til sín vasapen- ingum bama og unglinga og sjá ekki eftir sér að leggja nóít við dag við þá iðju. REIÐUR HÚSEIGANDI Reiður húseigandi kvartaði und an því, að bærinn lokaði fyrir sér vel mokaðri tröð að húsi hans, er skafnar væru götumar með veghefli og snjó væri hlaðið í háar rastir upp á gangstéttim- ar. Þetta vill hann ekki þola og spyr, hvort bænum sé ekki skylt að opna á ný gangvegi að íbúðarhúsum manna. Þessari spumingu er hér beint til réttra aðiia. OG HVAÐ NÚ EF HAFISINN KEMUR Hafísinn í fyrra var mörgum kærkomið umtalsefni. Menn fóru stimdum langar leiðir til þess að sjá hafísjaka. Hafísiim vakti ekki þá ógn hjá fólki, sem hann fyrmm gerði. Áratuga hlé á harðindum af völdum hins forna fjanda hefur fjarlægt þessa ógn, enda ný kynslóð upp vaxin í landinu, sem ekki Iiefur (lifað annað hafísár. ÍSLAND ER Á SAMA STAÐ En samkvæmt sögunni liefur liafís lagzt að landi nokkur ár í röð — rnjög oft —. Kaldi sjór- hm norðan við ísland, sagan sjálf og hafísinn sl. vetur ætti að vera þeim til umhugsunar, sem sjá fólki fyrir nauðsynja- vömm um norðanvert landið. ísland er enn á þeim stað, er það fyrrum var, þegar heljargreipar liafíssins læstu sig um það — og geta gert það aftur —. Allar verzlanir virðast fullar af svo- kölluðum jólavömm, en um þær verður ekki spurt ef langar sigl- ingateppur yrðu og hörkur á landi einnig. Hér eru engar hrakspár fram settar, en aðeins mhmt á að noía fyrirhyggju. ÍIÆGRI — VINSTRI Einhverjir fundu upp á því, að nauðsynlegt væri hér á landi að skipta frá vinstri handar akstri til hægri, og tókst að gera þetta að stórmáli, sem nú er flutt á Alþingi. Vegna legu landsins, sem er ægi girt á alla vegu, fyrirfinnast engin sterk rök fyrir þessari breytingu, sem kostar hins vegar margar millj- ónaíugi og eykur mjög slysa- hæítuna fyrst í stað. Sénnilega er hér verið að apa eftir Svíum, sem hyggiast taka upp hægri handar akstur innan skamms og eiga land bæði að Noregi og Finnlandi. En í þeim löndum er hægri handar alistur. Hér er engu slíku til að dreyfa. Fyrirhuguð breyting virðist ekki styðjast við nauðsyn af neinu tagi hér á íslandi. Yfirfærslugjald á seldan gjaldeyri UPPREISN virðist hafa brotizt út í stjórnarliðinu gegn hinum fyrirhugaða farmiðaskatti Magn úsar Jónssonar. Einn af þing- mönnum stjómarflokkanna gaf það ótvíræít í skyn á þingfundi nýlega, að hann væri mótfall- inn þessum skatti, og í einu stjórnarblaði a. m. k. var skýrt frá þvi, að skatturinn myndi ekki verða lögleiddur. Er nú komið í Ijós að svo er. Hins vegar var nú um miðja vikuna lagt fram frumvarp mn nýjan skatt, en það er Vi% gjald eyrisskattur á allan seldan gjald eyri — einskonar 'gengislækk- un í smáum stíl —. Eins og kunnugt er, var búið að gera ráð fyrir fanniðaskatti í fjárlagafrumvarpinu og hann þar nefndur því nafni. Verður nú að sírika skattinn út við lokaumræður fjárlaganna. Nú hefur komið í ljós, að sam göngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, er búirui að skipa sér- staka skattleitarnefnd vegna samgöngumála. Leitaniefnd þessi mun taka til starfa nú á næstunni. q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.