Dagur - 02.02.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 02.02.1966, Blaðsíða 2
2 Mikil þátttaka í Handknattleiks- móti Akureyrar Búast raá við spennandi keppni í öllum flokkum N.K. LAUGARÐAG, 5. febr., hefst Handknattleiksmót Akur- eyrar í Rafveituskemmunni á Akureyri. Þátttakendur verða frá K.A., Þór og Í.M.A. Alls taka 19 flokkar þátt í mótinu. Handknattleiksíþróttin á nú miklu fylgi að fagna liér í bæ og hefur aldrei svo mikill fjöldi tekið þátt í Akureyrarmóti fyrr. Þór sendir nú lið til keppni í meistarafl. kvenna og 2 lið í mfl. karla, og er það mjög á- nægjuleg þróun, því áður sendu þeir aðeins 1 lið í karlaflokk og ekkert í meisíaraflokk kvenna. Dagskrá mótsins verður sem hér segir: Laugardagur 5. febr. kl. 2 e. h. 2. fl. kvenna KA-b—Þór-a 2. fl. karla KA—Þór Meistarafl. karla ÍMA—Þór-b Sunnudagur 6. febr. kl. 2 e. h. 2. fl. kvenna KA-a—Þór-b 4. fl. karla KA-b—Þór 3. fl. karla Þór—KA-b Mfl. karla ÍMA—Þór-a Laugardagur 12. febr. kl. 2 e. li. 2. fl. kvenna KA-a—KA-b 3. fl. karla KA-a—KA-b Mfl. karla KA—Þór-b ÞRIR STORLEIKIR I HANDKNATTLEIK í REYKJAVÍK ÞRÍR/ STÓRLEIKIR í hand- knattleik fara fram í íþrótta- höllinni í Laugardal hver á fæt ur öðrum. Fyrst leika F. H. og tékknesku meistararnir Dukla Prag, og er sá leikur liður í Evrópukeppni meistaraliða. Þá leika Valsstúlkur við austur-þýzku meistarana og er sá leikur einnig liður í Evrópu- keppninni. Þriðji leikurinn er svo lands leikur Ísland-Pólland, og er hann liður í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, en í riðli með ís Iendingum eru Pólverjar og Danir, en Danir leika í Reykja- vík sennilega í apríl. íslendingar sigruðu Skota í tveimur körfu- boltalandsleikjum ♦ UM SL. HELGI léku íslending- ar tvo landsleikj í körfuknatt- leik við Skota, og fóru leikar svo, að íslendingar sigruðu með talsverðum yfirburðum í báð- um leikjunum. Þeir sigruðu í fyrri leiknum með 65:46 og í síðari leiknum með 66:43. Leik- imir fóru fram í íþróttahöllinni í Laugardal. O Sunnudagur 13. febr. kl. 2 e. h. 2. fl. kvenna KA-b—Þór-b 3. fl. karla.' i KA-a—Þór Mfl. kvenna KA—Þór Mfl. karTa KA—Þór-a Laugardagúr 19. febr. kl. 2 e. h. 2. fl. kvenna Þór-a—Þór-b 2. fl. karla KA—ÍMA 4. fl. karla KA-a—KA-b Mfl. karla Þór-a—Þór-b Sunnudagur 20. febr. kl. 2 e. h. 2. fl. karla ÍMA-—Þór 2. fl.kvenna KA-a—Þór-a 4. fl. karla KA-a—Þór Mfl. karla KA—ÍMA Þátttakendur: Meistarafl. karla KA — Þór-a Þór-b — ÍMA. 2. fl. karla KA — Þór — ÍMA. 3. fl. karla KA-a — KA-b — Þór. 4. fl. karla KA-a — KA-b — Þór. Meistarafl. kvenna KA — Þór. 2. fl. kvenna KA-a — KA-b — Þór-a — Þór-b. Frá Búnaðarbankanum Á FUNDI bankaráðs Búnaðar- banka íslands sl. föstudag lögðu bankastjórar fram reikn- inga bankans og allra útibúa hans fyrir árið 1965. Starfsemi allra deilda bank- ans jókst mjög mikið á árinu og varð heildarveltan 34.8 milljarð ar króna, eða 23% meiri en ár- ið áður, en þá jókst hún um 18.5%. Vöxtur sparisjóðsdeilda bank ans varð meiri en nokkurt ár annað. Samtals varð aukning innstæðufjár í bankanum tæp- ar, 286 milljónir króna eða um 30%, en ef frá er dregið inn- stæðufé eins sparisjóðs, sem bankinn -yfixtók á árinu, eins og það var viþ iyfirtökuna, varð hréiii innstæðú aukning um 271.6 milljónir króna. Á árinu 1964 varð heildar- aukningin 229 milljónir króna, en þá yfirtók bankinn þrjá sparisjóði með um 60 milljón- um kr. innstæðufé. Heildaraukning sparifjár varð 264 milljónir eða um 34%, en veltiinnlána tæpar 22 milljónir. Heildarinnstæður í Búnaðar- bankanum námu í árslok tæp- um 1200 milljónum króna, en voru í árslok 1964 912 milljón- ir, og í árslok 1963 um 682 milljónir. Rekstrarhagnaður sparisjóðs- deildar varð 5.141.201.98 á móti 3.2 milljónum 1964 og 1.2 millj- ónum 1963. Eignaaukning bank ans varð 38.5 milljónir króna þar af eignaaukning Stofnlána- deildar landbúnaðarins 34.7 milljónir króna. Hrein eign Stofnlánadeildar er því um ára mót kr. 92.4 milljónir króna. Búnaðarbankinn setti á stofn tvö útibú á árinu, eitt í Reykja- vík í Bændahöllinni við Hagatorg og annað í Búðardal, og yfirtók um leið starfsemi Sparisjóðs Dafasýslu. Bankinn starfrækir nú fjögur útibú í Reykjavík og sjö úti á landi. Vöxtur útibúanna hefur verið mikill og ör og rekstrarafkoma góð. Lokið var á árinu smíði íbúð- arhúss .útibússtjóra á Hellu á RangárvölSim óg byrjað var á smíði nýri'a bygginga fyrir starf semi útibúanna á Sauðárkróki og Stýkkishólmi. Þá keypti bankinn á árinu hús á Blöndu- ósi fyrir starfsemi útibúsins þar. Aukning innstæðufjár í ein- stökum útibúum bankans nam frá 22.6% allt upp í 128%, þar sem mest varð. Veðdeild Búnaðarbankans lán aði á árinu 6.5 milljónir króna eða 83 lán á móti 5.6 milljónum króna og 83 lánum 1964. Öll lán veðdeildar voru veitt til jarðakaupa. Stofnlánadeild landbúnaðar- ins afgreiddi á árinu samt 1503 lán að fjárhæð 127.8 milljónir króna eða 25.3 milljónum meira, en nokkurt annað ár. Eftir var að afgreiða um ára- mót lán, er námu ca. 2 millj. króna, sem bankastjórnin hafði samþykkt að veita, en annað hvort hafði ekki verið vitjað fyr ir áramót, eða einstök lánsskjöl vantaði. Staða bankans gagnvart Seðla bankanum var mjög góð allt órið. Innstæða á bundnum reikn- ingi var í árslok 203.6 millj. króna og hafði hækkað um 45 milljónir króna á árinu. (Framhald á blaðsíðu 7.) A L M ANNATRYGGINGAÞÆTTIR - 3 - Stjórn og skipulag KOSTNAÐI við lífeyristrygg- inguna er jafnað niður fyrirfram samkvæmt áætlun ár hvert á þá aðila, sem þann kostnað bera að lögum. Af þessum kostnaði greiðir ríkissjóður'í fyrsta lagi allan kostnað vegna fjölskyldu- bóta og í öðru lagi 36% af öðr- um kostnaði, en hinir tryggðu 32%, svéitarsjóðir 18% og at- vinnurekendur 14%. Kostnaðar hluti hinna tryggðu (iðgjöld) er á árinu 1966 þannig: Fyrir hjón kr. 3850. Fyrir einhleypa karlm. kr. 3500. Fyrir einhleypar konur kr. 2625. Atvinnurekendum her að greiða 28 kr. fyrir hverja unna vinnuviku á árinu. Iðgjöld greiða allir landsmenn 16—67 ára. Undanþegnir iðgjalds- greiðslu eru þó þeir, sem ekki Iiöfðu útsvarsskyldar tekjur, og notað hafa tiltekinna hóta, eða dvalið hafa a. m. k. 2 mánuði á sjúkrahúsi eða hæli á kostnað ríkisins eða trygginganna á skattárinu. Iðgjald má og ekki vera hærra en nemi helmingi útsvarsskyldra tekna og aldrei skal leggja iðgjald á þann, sem hefur ekki haft aðrar tekjur en hætur. Meistarar greiða iðgjöld iðnnema án frádráttar frá kaupi en sveitarfélög fyrir þurfamenn og efnalítið fólk, samkvæmt nánari ákvæðum laga. Atvinnu rekendur lialda iðgjaldi eftir af kaupi, ef innheimtuaðili óskar, og hera áhyrgð á greiðslu þess. Bæturnar, sem lífeyristrygg- ingunni ber að greiða, eru þessar: Ellilífeyrir, Ororkulífeyrir, Fjölskyldubætur, Bamalífeyrir, Mæðralaun, Fæðingarstyrkur, j Ekkjubætur, Ekkjulífeyrir. Auk þess greiða þær sjúkra- samlagsiðgjöld fyrir þá, sem njóta elli- og örorkulífeyris, og hafa heimild til að greiða svo- neíndan örorkustyrk og maka- bætur. Bætur lífeyristryggingarinn- ar eru áætláðar rúmlega 935 millj. kr. á árinu 1966 og út- gjöld (með varasjóðstillagi) alls tæpum 974 millj. kr. Ellilífeyrir er áætlaður 466 millj., fjöl- skyldubætur 228 millj. en ör- orkulífeyrir og örprkustyrkir 120 millj. kr. Flest, sein talið er til bóta og greint verður frá í þáttum þess um, er tryggingunum skylt að greiða en sumt þó aðeins heimilt að greiða en ekki skylt. Á þessu tvennu er munur, sem hafa þarf í huga. Hins vegar munu greiðsluheimildir trygginganna, sem þeim era veittar í Iögum, flestar eða allar vera notaðar að meira eða minna leyti. Bótaupphæðir breytast nú all oft til einhverrar hækkunar vegna lagabreytinga og dýrtíð- aruppbótar, og tölur, sem til- greindar eru í lögunum frá 1963, gilda ekki lengur nema sem grunntölur. Við mánaðargreiðsl ur heldur Tryggingastofnunin sig við sléttar tölur (hundruð, tugi) og gerir upp mismuninn í árslok. Framhald " G. G. FILIPUS PRINS og drottn- ingarmaður kemur til ís- iands í vor og gistir, og Tína litla, sem rænt var í Kaup mannahöfn í vetur og fannst aftur er búin að heimsækja kónginn og hlæja framan í hefð arfólk. HOLDANAUT hafa verið flutt til Bessastaða og eiga þar að safna á kroppinn hátíðamat. Reykvíkingar sitja í gæruúlpum sínum í stof- unum á hitaveitusvæðinu, svo slælega kyndir sá gamli undir. Og á Akureyri verður bráðum að nota sama vatnið tvisvar, því að kaldir lækir geta Hka brygð- izt. BENZÍNSÖLUR á Akureyri auglýstu nýlega, að þær seldu fólki ekki benzín eft- ir kl. 7 á kvöldin, „vegna að- gerða bæjarstjórnarinnar“, segja eigendur þeirra. Þeir geta verið skrýtnir eins og annað fólk. „ALLTAF eru einhverjir að láta blekkja sig“, segir Bjarni Benediktsson á sunnudaginn í Mogga sínum og er leiður yfir hve margir Sjálfstæð- ismenn, bæði útgerðarmenn, sjómenn og iðnrekendur séu andsnúnir aluminiumverk- smiðju, ásamt fólki fyrir norð- an, austan og vestan. FÁRVIÐRI, ofsaveður og haf- rót voru tíðnefnd orð hjá Veð- urstofunni um helgina í veður- spám og veðurlýsingum. Hafa sjaldan heyrzt óhugnanlegri veðurspár — og brugðust ekki. HAFÍSINN var, sem fyrr, um- ræðuefni Páls veðurfræðings í útvarpj á laugardaginn. Taldi hann norðan harðviðri í hafi norður ógna Iandinu okkar með ís, og ráðlagði að flytja þunga- vörur til Norðurlands áður en til íslokunar kynni að koma. GULLNA HLIÐIÐ er nú sýnt i Miklagarði í Vopnafirði. Skóla- fólk í M. A. sýnir sinn sjónleik um þessar mundir, og í sveit- um og kauptúnum austur og vestur eru æfðir og sýndir sjón leikir. KARLAKÓR REYKJAVÍK- UR, sem er fertugur, vill sigla á 9 þúsund tonna skipi um mörg höf og syngja fyrir alla þá, sem á hann vilja hlusta. En hann hefur oft farið slíkra er- inda til útlandá, en þá látið sér nægja minni farkost. FYRIR SUNNAN var saltrok og moldrok, en hér fyrir norð- án mikil snjókoma í því ofsa- veðri, sem yfji- landið gekk. En á báðum stöðum svifu járnplöt- ur af húsaþökum og annað brak. HRYSSUR hafa tekið upp þann óvana, að kasta á þorra, svo sem frétt á öðrum stað ber með sér. Er því nauðsynlegt, að hrossaeigendur fylgist með hryssum þeim, er enn ganga úti, og hjúkrj þeim eftir þörf- um. i OG MEÐAN á öllum þessum og öðrum ósköpum gengur, velta menn því fyrir sér hver eigi að greiða skaðann af því, ef annarra manna eigur fjúka á bílinn minn og beygla hann. En það vefst fyrir mönnum að gefa skýringar á því, enda geta máls atvik verið margskonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.