Dagur - 02.02.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 02.02.1966, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Fimm brezkir togarar lágu í Akureyrarhöfn í cfvíðrinu um helgina. Sá, er síðast kom, lagðist þrisvar á hliðina í mynni Eyjafjarðar. Skipstjórinn' hét á Akureyrarkirkju og komst í liöín. Hann heitir W. Boden og skip hans Northem Eagle. Á öðrum togara, Lord Tedder, brotnuðu báðir björgunarbátarnir áður en hann náði til hafnar. (Ljósm.: E. D.) ALLIR VEGIR URÐU ÓFÆRIR Nú er unnið að því að opna þá, en óvíst hvenær Öxnadalsheiði verður bílfær f GÆK og fyrradag var unnið að því með öllum fáanlegum tækjum, að ryðja snjó af vegum í hcraðinu, af götum Akureyrar og af flugvellinum. Þegar blaðið spurði Guðmund Benediktsson vegaverkstjóra um þessi mál í gær, fékk það þessar upplýsingar: Vegurinn Reykjavík—Akur- eyri er opinn að Silfrastöðum í Skagafirði. Óvíst er hvenær Öxnadalsheiði verður fær bif- reiðum. Þar hefur enginn farið síðustu daga því tæki vegagerð- r Oska eftir að rannsókn á byggingarkostnaði fari fram STJÓRN Meistarafélags bygg- ingamanna í Reykjavík hefur sent iðnaðarmálaráðherra álykt un þess efnis, að fram verði lát- in fara rannsókn á byggingar- kostnaði húsa. Ástæðan, segja byggingamenn, er sú, að marg- oft hafi það verið fullyrt opin- berlega, að byggingakostnaður sé óhóflega mikill hér á landi og mun hærri en í nágranna- löndunum. Byggingameistarar krefjast þess, að niðurstöður rannsókn- anna verði birtar opinberlega. Án efa verður kröfu bygginga- meistara vel tekið, enda nauð- syn á að leiða í Ijós hina mörgu samverkandi þætti mikils hús- næðiskostnaðar á íslandi. □ AFMÆLISRIT K.E.A. KEMUR ÚT Á ÁRINU KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, sem er 80 ára á þessu ári, hyggst gefa út vandað afmaelis- rit af því tilefni. Ámi Kristjáns- son menntaskólakennari hefur verið ráðinn til að taka saman efni í rit þetta. □ arinnar hafa verið alveg föst í öðrum verkefnum, þ. e. að gera vegi héraðsins trukkfæra. í nótt fór ýta til Dalvíkur og á að hjálpa mjólkurbílum til baka. Svalbarðseyrarvegur var opnað ur í gær, út að Garðsvík. Yta með sleða er á leiðinni yfir Vaðlaheiði. Vaðlaheiði er snjólaus að austan en snjódyngj ur vestan í heiðinni. Öxndæl- ingar eru á leiðinni með mjólk á ýtusleða. Unnið er að snjó- mokstri í Hörgárdal. Arnarnes- hreppur er nokkuð greiðfær og um hreppana framan Akureyr- ar er fært. Allar vegahreinsanir miðast við öflugustu bíla, svona í fyrstu lotu. 1 dag verða snjóa- lög athuguð í framanverðum Öxnadal, svo og á Öxnadals- heiði og vegurinn opnaður þeg- ar hægt er, sagði vegaverkstjór- inn að lokum. □ Bátur sökk á Skagasfrönd Fárviðri var á Skagaströnd í nær þrjá sólarhringa og man enginn þar eftir svo langstæðu ofsaveðri. Veðurhæðin var tal- in hafa komizt upp í 14—15 vindstig. Skemmdir urðu mjög miklar. M. b. Stígandi 22. tonna bátur sökk í höfninni á laugardaginn og fleiri bátar voru í hættu, en eigendum þeirra tókst að bjarga þeim. Þök fuku af húsum í heilu lagi og járnplötur fuku af húsa- þökum í stórum stíl. Gluggar brotnuðu í mörgum húsum, enda fauk brak á þá. M. a. höfn uðu þakplötur inni í skrifstofu hjá hreppstjóranum og víðar og Síldarverksmiojuhús rikisins lít ur út eins og eftir loftárás, flest ar rúður brotnar og hurðir rifn ar burt. Mikið af heyjum fauk. Af íbúðarhúsum, sem mest skemmdust má t. d. nefna Skál- holt Þar tók allt þakið af, en fólkið komst í kjallara og hafð- ist þar við. Á Laékjarbakka hrundi reykháfur og braut þak- ið. Gamla íbúðarhúsið Sólheim- ar skemmdist mikið og fauk skúr, er stóð norðan við húsið. Mikið fauk af þakplötum íbúð- arhússins Þórshamars. Margir skúrar fuku, símalínur slitnuðu og rafmagnslaust hefur verið í miklum hluta kauptúnsins síð- an á föstudag. Nú í dag, mánu- dag, er viðgerðarflokkur á leið frá Blönduósi til Skagastrand- ar og hafa þeir jarðýtu á und- an sér, því snjóskaflar eru stór- ir. Menn, sem voru að fara nið- ur að höfn á sunnudaginn, fuku. Lenti einn í fjörunni, annar í snjóskafli og sakaði hvorugan. Maður, sem fór á beitarhús, villtist en fannst fljótlega. Fátt eitt er hér talið af því, sem til tjóna telst, enda eru þau ekki rannsökuð að fullu. H. HIÐ UNGA ÍSLAND f framhaldi af því, sem sagt er í leiðara blaðsins í dag,. .á bls. 4, má staðhæfa, að æskan vill duga landi sínu. Hún vill jafn- rétti og hagsæld. Og liún vill .Iíka fræðast um landsmál. En Sjálfstæðisflokkurinn er útgerð hremmsigróðamanna til að tryggja þeim sérréttmdi. Hlut- lausa fræðslu á hann því erfitt að yeita æskunni — liinu imga fsiandi. HUGUR OG DUGUR Heilbrigða æsku skoríir ekki hug til þjóðrækni. En Sjálf- stæðisflokkinn vantaði liug til að halda á landhelgismálinu gagnvart Bretum og sanmings- batt þjóðina um alla framtíð — en útfærsla er nú aðkallandi ÞJÓRSÁRVIEKJUN Sjálfsíæðisflokkurinn hefur ekki þor til að Iáta ráðast í Búr- fellsvirkjun, nema undirgang- así óhugnanlegan samning við erlendan auðhring. Flokkurinn hafði ekki einu sinni kjark til að setja á oddinn, að athafnir þessa auðhrings yrðu réttu meg in á landinu, til atvinnujafn- vægis. .i HUGLEYSIÐ BIRTIST VÍÐAR Seinasta opinbera hugleysis- stefna Sjálfstæðisflokksins var í því fólgin að koma í veg fyrir, að ung skáld, sem deilt hafa á ríkisstjómina, fengju lista- mannalaun. Slíkur flokkur má ekki fá aðstöðu til að móta skoð anir æskunnar og blekkja hana til fylgis við sig. Ríkið verður að taka upp hlutlausa þjóðfé- lagsfræðslu í skólum sínum. AF VINDI SKEKNIR Flestir hérlendir bústaðir voru af vindi skeknir og margir harkalega um síðustu helgi. Auk eignatjóns, sem raunar varð minna en búast mátti við, varð hið mikla fárviðri mörgum manninum andleg áraun, og ótt inn við slíkar náttúruhamfarir Hjálparbeiðni FÁTT er jafn hörmulegt og þegar fólk missir heimili sitt og aleigu með sviplegum hæíti. — Svo sem kunnugt er, brann íbúðarhús á Gleráreyrum s.I. sunnudagsmorgun. Þar áttu tvær fjöiskyldur heima, eða 14 manns. Annar heimilisfað- irinn hefir verið sjúklingur að undanfömu. Ilér þarf ekki að lýsa því tjóni, seni fólkið hefir orðið fyrir. Viljum við hvetja bæjarbúa að koma til hjálpar. Með góðum vilja og samtökum getum við liðsinnt þessum fjölskyldum til að eignast afíur heimili sín. Gjöfum í hjálparsjóðinn munum við, ásamt blöðunum, fúslega veita viðtöku. BIRGIR SNÆBJÖRNSSON, sóknarprestur. BJÖRN GUÐMUNDSSON, framfærslu og heilbrigðisfulltrúi. JÓN INGIMARSSON, formaður Iðju. PÉTUR SIGURGEIRSSON, sóknarprestur. SIGURÐUR M. HELGASON, bæjarfógetafulltrúl mun Iengi leynast í hugum manna. MYRKUR í GLERÁRHVERFI íbúar Glerárhverfis þurfa oftar að sitja í myrkri og kulda en aðrir bæjarbúar. Stafar þetta af truflunum á loftlínu rafmagns þangað, og eru hverfisbuar ekki sem ánægðastir með þetta, og benda á siðasía dæmið nú um helgina. „Rafmagnstruílanir eru einnig í Glerárhverfi í minnstu veðrum“, segja þeir. ÞAKJÁRNIÐ Mörgum er það áhyggjuefni hve oft það kemur fyrir, að þakjárn fýkur af liúsum — jafnvel ný- byggðum húsum. Hvemig má slíkt verða? i fyrra fauk jám af þaki nýs fjölbýlishúss, nú um helgina af nýbyggðum hluta Gagnfræðaskólans. Eru smið- imir ekki verki sínu vaxnir að festa þakplöíur? Svo virðist naumast vera. Talað er um það manna í milli, að nggla þá„ er þakjámið sé fest með, megi ekki hnykkja, af því þá sé brunaliðið Iengur að rjúfa þak ef til kemur. Þetta er vitleysa og engin afsökun fvrir sh'kan frágang á þökum, að þau þoli ekki hörð veður. KURTEISI KOSTAR EKKERT Kvartað hefur verið um, að stundum sé svarað ónotum hjá Rafveitu Akureyrar, þegar spurt er um rafmagnstruflanir. Ekki hefur blaðið þá reynslu, en vill minna á, áð þótt ergilegt sé að gefa endurtekið svar í síma Rafveiíunnar eiga neyt- endur að fá hið saniig að vita hverju sinni — að sjálfsögðu í stuttu máli. LISTAMANNALAUN Uthluíun listamannalauna er jafnan umtalsefni. Nú hafa tölufróðir menn frá því sagt, að þeir lánsömu listamenn, sem hljóía hin sérstöku heiðurslaun ríkisins, og eru hærri en önnur lisfamannalaun, séu þó ekki mikils metnir. Það kemur sem sé í ljós, að 14 ára drengir á skellinöðru hafi hærri sendils- laun. KJÓLFALDAR HÆKKA Kjólar eru allfaf að styttast, seg a tízkudömury og munu kjól faldar senn 15 cm fyrir ofan liné. Jafnhliða Iyftist brúnin á karlmönnum. Sálíræðingar hafa (Framhald á blaðsíðu 7.) LEIKFÖNG EÐA FARARTÆKI Á SUNNUDAGINN, þegar veð- ur var enn hið versta á Akur- eyri, brunaði snjóbíll um bæ- inn og kom í góðar þarfir, einn- ig komust jeppar sumar leiðir, þótt aðrar væru alveg lokaðar öllum bílum. Sparibílar borgar- anna stóðu upp úr snjónum, ósköp umkomulausir, eins og leikföng, sem ekki er lengur gaman að. En þeirra tími kem- ur síðar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.