Dagur - 02.02.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 02.02.1966, Blaðsíða 7
7 FLUGSLYS 18. JANÚAR 1966 Þjóðin grætur, þungu höggi slegin, í þrotlausri leit að tveimur hraustum mönnum, sem brutust móti dimmum hríðum hrönnum, hræddust ekkert, sóttu áfram veginn. Sjúkum vilja sumir reyna að bjarga og setja eigin heilsu og líf að veði, þó frá heljarstormsins sterka beði stálhönd dauðans slegið hafi marga. Skarðið er stórt, þá strengurinn er brostinn, því stærra, sem meiri hetjur falla í valinn. Þeir flugu áður yfir fjalla salinn sem frelsandi englar. Við sitjum harmi Iostin og biðjum um vægð þann æðsta mátt af öllum, svo endurheimt við fáum okkar bræður. Við biðjum hann, sem aleinn öllu ræður, auðmjúk í heitri bæn á kné við föllum. Bænir okkar berast hratt um geiminn, en brostnar vonir hjúpa naktar sálir. Því víða eru vegir nokkuð hálir, og vegleysur á leið okkar um heiminn. Við vitum ekki hverjum á að kemia né liver það er, sem sporin okkur marka, cn finnst það vera furðu mikil harka að finna lífið út í sandinn renna. Máttlaus hönd á móti æðri völdum, megnar ekki að hrinda skapadómi. Þessir menn, sem voru þjóðar sómi og þeystu himins vegi á lofísins öldum, voru burtu dæmdir til að deyja, þá dagurinn reis hæst í þeirra lífi. Þó hinn sterki ekki okkur hlífi, við áfram skulum saman stríðið heyja. Einhvem tíma kemur þýður þerrir og þurrkar burtu tárin, sem við grétum. Við hetju starfið alltaf mikils metum og minnumst ykkar, Höskuldur og Sverrir. Karlmennsku og kjark fær ckkert bundið, kannske fer að rofa af nýjum degi. Nú fljúgið þið um fagra ljóssins vegi. Við flytjum ykkur kveðju yfir sundið. GUÐM. ÁRNI VALGEIRSSON frá Auðbrekku. Jarðarför mannsins míns, ÓLAFS THORARENSEN, fyrrv. bankastjóra, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugardag- inn 5. febrúar n.k. kl. 10.30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. María Thorarensen, Bollagötu 14, Reykjavík. Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐNÝ LOFTSDÓTTIR, lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 29. fyrra mánaðar. Bragi Svanlaugsson. Stefán Bragason, Steinuim Bragadóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNATAN MAGNÚSSON, andaðist 26. janúar sl. — Jarðarförin fer fram frá Ak- ureyrarkirkju miðvikudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Bergþóra Lárusdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. GJALDEYRISTEKJUR (Framhald af blaðsíðu 1). garði og mun svo verða, ef verð bólgunni verður ekki haldið í skefjum. Ferðamálaráð fór í sumar kynnisferð um landið. Var kom ið í 30 veitinga- og gististaði, og húsakynni skoðuð, svo og að- staða öll og þjónusta. Heildar- niðurstaða varð sú, að hrein- læti snyrtimennsku væri mjög áfátt. Oft er vankunnáttu um að kenna, segir ráðið, en einnig sóðaskap og hirðuleysi. Ferða- málaráð telur rétt að ráða far- andkennara til að leiðbeina um gestamóttöku og þjónustustörf á gisti- og greiðastöðum. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). látið að því liggja, að með cr.:i aukinni kjólastyttingu niuni margur maðninn losna við viss ar tegundir af sálarflækjum. — Það virðist því margt mæla með því, að taka beri upp stutta kjóla. □ Frá Búnaðarbankanum I.O.O.F. — 147248V2. MESSAÐ verður - í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 5 e. h. — Sálmar: 579 — 153 — 141 — 304 — 241. B. Si SUNNUDAGASKÓLI Akureyr arkirkju verður næsta sunnu- dag kl. 10.30 f. h.' Öll börn vel komin. Sóknarprestar. SUNNUDAGASKÓLI Akureyr arkirkju: Myndasýning mið- vikudag kl. 5 fyrir börn í bekkjum 11—20 að norðan- verðu í kirkjunni. I AÐALDEILD. Fund- /ur verður haldinn n. k. \ / fimmtudag, 3. febrúar, kl. 8,30 e. h. í Kapell- unni. Fjölbreytt fundastörf. Veitingar. Aukum félagsstarf- ið. Fjölmennum. — Stjórnin. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. — Messað að Bakka 6. febrúar kl. 2 e. h. — Settur sóknarprestur. FRA GUÐSPEKISTÚKUNNI. Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 3. febr. kl. 8.30 s.d. á venjulegum fundarstað. AKUREYRINGAR! Áður aug- lýstur fjáröflunardagur Slysa varnadeildar kvenna verður á sunnudaginn kemur. Styðj- ið gott málefni! — Fjáröflun- arnefndimar. SLYSAVARNAKONUR Á AK- UREYRI! Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu kl. 8,30 n. k. mánudagskvöld. Einnig skal minnt á messuna á sunnudag- inn kl. 5 e. h. — Stjórnin. LEIÐRÉTTING: Númerin í happdræti Styrktarfélags Van gefinna voru ekki rétt í síð- asta miðvikudagsblaði. Eiga að vera G-3459 og 20443. I.O.G.T. stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 8.30 e. h. að Bjargi. Fundarefni: Vígsla nýliða, innsetning embættis- manna. Eftir fund: Skugga- myndir og kaffi. Æ. T. Fárviðri á Norðurlandi (Framhald af blaðsíðu 1.) tilbúnir, að fara með þá úr höfn inni. Til þess kom ekki og varð (Framhald af blaðsíðu 2). Innstæða á viðskiptareikningi var í árslok 73.2 millj. króna og hafði hækkað um 10 milljónir króna. Heildarinnstæða Búnaðar- bankans í Seðlabankanum var því í árslok 276.8 milljónir króna. Endurseldir afurðalánavíxlar námu í árslok 76 millj. kr. og höfðu hækkað um 16 milljónir króna á árinu. Yfirdráttarskuld við Seðla- bankann varð aldrei á árinu. Á árinu 1965 var unnið að gagngerðum breytingum á húsi aðalbankans í Reykjavík með það fyrir augum að bæta af- greiðsluþjónustu við viðskipta- menn bankans. Skrifstofur bankastjómar og bankaráðs hafa verið fluttar á 4. hæð húss ■'* ins en verið er að breyta 2. hæð ' í einn stóran afgreiðslusal, þaf ,-,sem ,'víxladeild og stofnlána- deild landbúnaðarins verða til húsa, sitt í hvorri álmu. (Úr fréttatilkynningu) - ÁLYKTANIR (Framhald af blaðsíðu 5). syn, að skipt verði um stjórn og stefnu. Skorar þingið á alla þjóðholla menn, hvar í flokki og atvinnustétt sem þeir standa, að fylkja sér um eina aðal- stefnuskrá fyrir næstu alþingis- kosningar og vinna fyrst og fremst að því, að fella núver- andi ríkisstjórn og vinna síðan að lausn þeirra mála, er að framan getur, á samvinnugrund velli. spjj-. FRA SJÁLFSBJÖRG. 'M, Næsta félagsvist verð- fvl .il ur að Bjargi laugard. 7cöi4\ 5. þ. m. og hefst kl. ú-:—8,30 e. h. Skemmtiat- riði. Félagar, takið með ykk- ur gesti. — Nefndin. NIÐUR féll nafn eins leikand- ans í greininni „Klerkar í klípu“ hér í blaðinu og var það Lárus Ingólfsson, sem leik ur prest. FRÁ Kvenfélaginu HLÍF. Af- mælisfundur verður að Hótel KEA föstudaginn 4. febrúar kl. 8.30 e. h. Félagskonur fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Stjómin. Bjggingar á Akureyri .v>.» » *(Framhald af blaðsíðu 1.) Hafin var bygging Iðnskóla, Mjólkurstöðvar KEA, Vöru- skemmu SÍS, Plasteinangrunar- verksmiðju og hokkurra íbúð- arhúsa. □ - Gera ber endurbæt- ur á sjókortum (Framhald af blaðsíðu 5). þeim er ljóst að skipstjórar þeirra eiga þess ekki kost að framkvæma rækilegar rannsókn ir, er kominn tími til að sér- fræðingar á skipum, sem stunda hafrannsóknir láti að sér J kveða, segir í niðurstöðum fundarins. □ SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS HAFNARSTRÆTI 95 SÍMI 2-11-80 Fyrst um sinn opin alla virka daga, nema laugardaga kl. 2-6 síðdegis. ekkert að. Snjór er geysimikill og hafa sveitamenn ekki komið frá sér mjólk síðan á fimmtudag. En mjólk sú, er nú er á mjólkur- bílunum, verður send í dag með Drang til Akureyrar. HRÍSEY. Austanrokið var óvenjulega mikið og setti niður slíkan snjó, að það er lygilegt. Ekkert veru- legt tjón varð, nema að nokkr- ar þakplötur fuku af einu húsi, truflanir urðu á rafmagni. SAUÐÁRKRÓKI. Veðurhæðin varð minni á Sauðárkróki en víða annarsstað ar, komst ekki nema í 10 vind- stig. Óveðrið olli ekki tjóni þar í kaupstaðnum, en vegir allir í héraði urðu ófærir vegna snjóa. í Blönduhlíð fauk þak af hlöðu í Sólheimagerði og liey fauk á Sólheimum. Víðar urðu skaðar á bæjum á þessum slóð- um, enda fárviðri, einkum á svæðinu frá Silfrastöðum út að Dalsá. BLÖNDUÓSI. Á Blönduósi var mikill snjór kominn þegar óveðrinu um helgina slotaði. Á sunnudaginn tókst að flytja mjólk úr Vatns- dal og Þingi. í Langadal er allt á kafi í snjó og einnig á Skaga. Á Blönduósi muna menn ekki eftir slíku ofsaveðri síðan 1935 eða jafnvel 1925. Óveðrið náði hámarki eftir hádegi á laugar- dag. SIGLUFIRÐI. Ógurlegt rok var á Siglufirði. Dr. Páls-verksmiðjan skemmd- ist mjög, en sú verksmiðja er ein af Síldarverksmiðjum ríkis- ins. Þakhlutar fuku af húsum, svo og þakjárn mjög víða, meira og minna, m. a. bæði jár-n og pappi á nýju húsi tveggja ungra manna. Mikill snjór er á Siglufirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.