Dagur - 02.02.1966, Blaðsíða 4
4
5
f------------------ N
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
ÞJÓÐFÉLAGID verður alltaf fjöl-
þættara og flóknara með hverju ári
sem líður. Borgurum verður það að
sama skapi torskiltlara. Þeir eru
meira og minna háðir kerfi þjóðfé-
lagsins en eiga hágt með að greina
þar samhengi hlutanna og mun góðs
og ills, ef svo má að orði komast.
Skólastarfsemin er aukin til að veita
hagnýta þekkingu á öllum öðrum
sviðum en í þjóðfélagsfræði. Uelzta
kennsla í þjóðfélagsfræði á íslandi,
eins og sakir standa er veitt af hinum
pólitísku flokkum, sem eru jafnframt
á sálnaveiðum. Sú fræðsla verður því
ekki hlutlaus. Flokksfræðsla getur að
vísu verið góð og holl, ef flokkurinn
er á réttri leið, en það þjóðfélag er
illa á vegi statt, er lætur flokksfræðsl-
una sjá um þessa hlið menntunar
æskulýðsins.
Til flokksfræðslu þarf fjármagn.
í þeim efnum, sem öðrum fram-
kvæmdum, er auðurinn afl þeirra
hluta, sem gera skal. Hins vegar er
síður en svo, að vald auðsins í flokks-
líki sé heppilegt til að móta skoðanir
í mannlegu samfélagi.
Rétt er og nauðsynlegt fyrir ís-
lendinga að gera sér þess skarpa
grein og það tafarlaust, að efnahags-
legt misvægi er orðið svo mikið í
landinu, að einn stjórnmálaflokkur,
Sjálfstæðisflokkurinn, hefur núorðið
langmest bolmagn til að ná með
áróðri sínum til uppvaxanili fólks.
Hann hefur mestan blaðakost og
gerir út flesta „fræðara“ til að kenna
æskunni að hún eigi að fylgja hon-
um. Hér skal ekki um það rætt,
hvers vegna honum fellur í skaut
mikið fjármagn. Allir vita, að
hremmsigróðamennirnir telja liann
skjól sitt og skjökl og fræðslu þá,
sem hann veitir, sköpun lífsskilyrða
fyrir sig. Þeir telja því ávinning fyr-
ir sig, að leggja fram til þeirrar
„f ræðslustofnunar“.
Fyrir stuttu glumdi margendut tek
ið fundarhoð frá Sjálfstæðisflokkn-
um til æskufólks um kvöldfund í
Reykjavík, þar sem tilgreindir menn
áttu að flytja ræður um efnið: „Æsk-
an og Sjálfstæðisflokkurinn“. Ekki
hefur Dagur séð ræður þessar birtar.
En ekki er að efa, að J>ar hefur Jiví
af alefli verið haldið að fólki með
læriföðurlegum tilburðum, að æskan
eigi að skipa sér undir merki Sjálf-
stæðisflokksins og styðja hann. □
öðrum landshlutum, aS ríkið
beiti sér fyrir lántöku í þessu
skyni, enda verði vextir og af-
borganir- greitt úr vegasjóði,
þegar uppbyggingunni er lokið,
, en að öðru leyti á sama hátt og
af almennum ríkisskuidum. Þeg
ar Múlavegi er lokið, verður að
telja rélt, að sérstök ánerzla
verði lögð á uppbyggingu Þing-
eyjarsýslubrautar fyrir 'lánsfé,
en af henni eru 140 km. eða
meira en helmingur aðeins rudd
ur vegur eða í því ástandi að
uppbyggingarþörfiii er brýn.
Fulltrúar á kjördæniisþingi Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var á Laugum 4. og 5. september 1965.
KJÖRÐÆMISÞINGS FRA
KJÖRDÆMISÞING Framsókn-
armanna í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, er haldið var á
Laugum í Reykjadal á sl. hausti
samþykkti ýtarlegar ályktanir
um þjóðmál og héraðsmál. Nú,
áður en Alþingi kemur saman
að nýju, þykir Degi rétt að
birta þær, sem mestu máli
skipta nú um sinn og fara þær
hér á eftir (fyrirsagnir settar af
Degi):
Vaxandi dýrtíð.
Kjördæmisþing Framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra, haldið að Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu 4. og 5.
september 1965, vekur athygli
á því, að ástand efnahagsmála
og stjórnmála landsins gerist
nú uggvænlegra með ári hverju.
Hinar áhættusömu ráostafanir,
sem á sínum tíma voru kenndar
við „viðreisn“ hafa rýrt verð-
gildi íslenzkrar krónu svo stór-
kostlega að neyzluvörur og
þjó.nusta hafa samkv. útreikn-
ingum Hagstofunnar hækkað í
verði um 94% (á sex árum) og
dýrtíðin fer stöðugt vaxandi.
Ófriður magnast á vinnumark-
aðinum og stjórn ríkisins hefir
orðið að kaupa sér stundarfrið
við stéttarfélög með breyting-
um á ýmsum atriðum „viðreisn-
arlöggjafarinnar“, þótt áður
væri þverneitað um slíkar breyt
ingar á Alþingi. Aða.leinkenni
stjórnarfarsins er nú vanmátt-
ur og stefnuleysi stjórnarvalda,
sem ekki hafa lengur tök á að
fara með forystu um þróun
þjóðmála. Svo báglega hefir til
tekizt um meðferð ríkissjóðs,
að greiðsluhalli varð á ríkisbú-
skapnum s.I. ár, þrátt fyrir ein-
dæma mikinn sjávarafla, hag-
stætt verðlag í markaðslöndum
og rífiega skattlagningu á þjóð-
félagsþegnana.
(Athugasemd Dags: Síðan
ályktunin var gerð hefir vísital-
an enn hækkað til mikilla
muna.)
Kjördæmisþingið telur það
nú augljóst orðið að núverandi
ríkisstjórn skortir bæði vilja og
mátt til að spyrna gegn þeirri
öfugbróun, að þjóðin í vaxandi
mæli safnist saman í höfuðborg
inni og nágrenni hennar. Laga-
frumvarp Framsóknarmanna —
sem s.niðið er eftir fordæmi
Norðmanna — um jafnvægis-
stofnun ríkisins og sérstakt
fjármagn, sem um munar, til
eflingar byggðar og atvinnulífs .
í einstökum landshlutum, hefir
þing eftir þing verið svæft eða
vísað frá umræðu með þeim
falsrökum, að ekki sé þörf frek-
ari aðgerða í þessum málum.
Staðreyndirnar tala þó öðru
máli samkvæmt manntali 1.
des. 1964 heíur þannig í þessu
kjördæmj verið um hlutfalls-
lega fólksfækkun að ræða á
því ári, þar sem fjölgunin er
tæplega 1% borið saman við
2% fjölgun þjcðarinnar í heild.
(Ibúatala NA kjördæmis 1.
des. 1963 18993, 1. des. 1964
19171).
í 14 af samtals 34 sveitarfé-
lögum kjördæmisins (kaupst.
meðtaldir) var bein fólksfækk-
un á árinu. í öllum hreppunum
14 að einum undanskildum er
mestmegnis sveitabyggð.
Það verður að teljast eðlileg
þróun að nokkur tilfærsla eigi
sér stað á byggð í sveitum, þann
ig að í stað byggðar á afskekkt-
um og erfiðum jörðum komi ný
býli við betri skilyrði nærri al-
faraleiðum. En sú fækkun býla,
sem orðið hefur og sýnist yfir-
vofandi, er mjög ískyggileg og
getur á næstunni riðið sumum
sveitarfélögum að fullu ef ekki
er að gert. Þá er hitt ekki síður
áhyggjuefni hve atvinnu- og
efnahagslíf kauptúna og kaup-
staða í þessum landshluta
stendur ótraustum fótum og
vöxtur þeirra að sama skapi
hægur svo sem hagskýrsjur
sýna.
Stóriðjan í Straumsvík.
Nú virðist það, þar á ofan,
vaka fyrir ríkisstjórninni og
nánustu samstarfsmönnum henn
ar að auka enn j afnvægisleysið
með stórvirkjun syðra, með
alúmíníumvinnslu fyrir augum
og staðsetningu stóriðjuvera á
höfuðborgarsvæðinu, þar sem
næg verkefni eru fyrir og skort
ur á vinnuafli. Slíkar fram-
kvæmdir hljóta — ef úr verð-
ur —enn að auka til muna fólks
strauminn í suður. Vegna and-
úðar víða um land á þessu til-
tæki, er nú síðustu mánuðina
látið í það skína, að gjald af
aluminíumframleiðslu syðra
kunni að verða lagt í fram-
kvæmdasjóð fyrir strjálbýlið í
landinu, eins og það er orðað —
en hætt er við að þeir fjármun-
ir hrökkvi skammt til að vega
á móti aðdráttarafli stóriðju-
vers á Reykjavíkursvæðinu og
afleiðingum þess fyrir aðra
landshluta.
Kjördæmisþingið lítur svo á
að stefna beri að því, að virkj-
unarskilyrði hinna mestu fall-
vatna hér á landi verði hagnýtt,
og að möguleika til stóriðju í
því sambandi eigi meðal annars
að nota til að stuðla að atvinnu
jafnvægi milli landshluta. Með
tilliti til þessa endurtekur það
fyrri yfirlýsingu sína um, að
fyrsta stórvirkjun hérlendis
með iðjuver fyrir augum beri
að staðsetja á Norðurlandi.
Þingið lítur svo á, að ríkisstjórn
in og ráðunautar hennar hafi
frá öndverðu farið rangt að í
meginatriðum við undirbúning
þessa máls.
Eðlilegt hefði verið að kanna
fyrst til hlítar möguleika íslend
inga sjálfra til að koma upp
virkjunar- og iðjumannvirkjum
með erlendu lánsfé. Ef til greina
kæmi að því loknu að semja við
erlenda aðila um beina fjárfest-
ingu, eiga íslendingar sjálfir,
eins og Norðmenn, að taka
ákvörðun um staðsetningu
mannvirkja og leita samninga
á þeim grundvelli í stað þess að
gera viðsemjendur sína áð ráðu
nautum sínum um það efni.
En með tilliti til þeirra mis-
taka, sem orðið hafa við undir-
(Ljósm.: E. D.)
búning, og ekki virðist auðvelt
að bæta úr nú um sinn, virðist
kjördæmisþinginu rétt, að samn
ingum við hina erlendu aðila í
stóriðjumálinu verði hætt, og
iðjumálin tekin upp síðar á nýj-
um grundvelli, en hins vegar
bót ráðin á yfirvofandi raforku
í einstökum landshlutum án sér
staks tillits til hugsanlegrar
stóriðju, enda atvinnuástand
ekki þannig eins og sakir
standa, að slík stóriðja gs'ti tal-
izt aðkallandi. Væri það, að
dómi þingsins, mjög svo óvið-
eigandi af núverandi ríkisstjórn,
svo veik sem hún er og vart til
frambúðar, að fiækja þjóðina í
öriagaríkar ákvarðanir um þessi
efni og efla þannig öfugþróun
í jafnvægismáium landshlut-
anr.a.
Rafvæ'ðing strjálbýlisins.
í framhaldi af ályktunum í
kafla II. vill kjördæmisþingið
benda á þá sérstöku hættu, sem
vofir yfir þeim byggðum, sem
eru svo strjálbýlar,að samveitu
rafmagns verður ekki við kom-
ið samkvæmt þeim reglum, sem
um þær gilda nú.
Telur þingið, að þar sem svo
síendur á hér í sveitum, verði
að leggja áherzlu á, að fá sam-
veituregiur rýmkaðar og að
unnið verði að því með atbeina
Landnáms ríkisins að þétta
byggðina með fjölgun býla,
jafnframt þvi sem sérstaklega
verði hlynnt að þeim jörðum,
þar sem búseta stendur völtum
fótum, en eru þó vel í sveit
settar eða álitlegar til búskap-
ar. Áríðandi er, að búum bænda
sé tryggður viðunandi rekstrar-
grundvöllur, svo að lífskjör
sveitafólks dragist ekki aftur
úr því, sem almennt er með
öðrum atvinnustéttum.
Þjóðvegir — Þingeyjarsýslu-
braut.
Þingið 'oer.dir á, að gera þarf
áæt'un um viðunandi uppbygg-
ingu allra þjóðvega í kjördæm-
inu á fyrirfram ákveðnu tíma-
bili, t. d. 10 árum, þannig, að
þjóobrautir verði með tvöfaldri
akbraut og malarlagi eins cg
gert er ráð fyrir í vegalögum
og landsbrautir að staðaldri ak-
færar, þegar almannaþörf kref-
ur. — Ef vegasjóð skortir fjár-
magn til að hrinda slíkri áætl-
un í framkvæmd, telur þingið
það eðlilega lausn og styðjast
við nýleg fordæmi úr sumum
Hækkun ríkisframlags til hafna.
í kjördæminu eru 15 fiski-
hafnir og eru matgar þeirra
jafnframt mikilsverðar fiutn-
ingahafnir viðskiptamiðstöðva
fyrir stór og fjölmenn land-
svæði. í flestum þessara hafna
er miklum eðá mikilsverð-
um verkefnum enn ólokið, svo
sem 10 ára áætlun um hafnar-
gerð á íslandi og síðari áætlan-
ir fyrir suma einstaka staði bera
vott um. Á meðan uppbygging-
in er ekki lengra á veg komin
og fullur árangur því enn langt
undan, verður það flestum hlut-
aðeigandi hafnarsjóðum alger-
lega ofviða að standa straum af
60% framkvæmdakostnaðar.
Verður að telja eðlilegt og nauð
synlegt, að hafnalögum verði
breytt á þá leið, að ríkissjóður
greiði á hverjum stað þann hluta
kostnaðar, sem fyrirsjáanlegt
er, að hafnarsjóður getur ekki
staðið undir fyrst um sinn, enda
séu þá hafnargjöld samræmd af
hafnarmálastjórninni. Þyrfti þá
jafnframt að efla svo lánssjóð
sveitarfélaga eða hafnarbóta-
sjóð, að hafnarsjóðir gætu feng
ið þar lán til greiðslu á sínum
hluta kostnaðarins að því leyti
sem þeir geta ekki fengið fé til
þass á annan hátt. Því mundi
þykja eðlilegt, að Ríkisábyrgða-
sjóður félli frá innheimtu þeirra
skuldabréia, sem sveitafélög
hafa verið látin gefa út vegna
vanskilaskulda, sem hafnasjóð-
ir hafa lent í vegna. getuleysis
þeirra og sveitafélaganna.
Kísilgúr — uppbyggingar-
áætlun.
Þingið fagnar þeim fram-
kvæmdum, sem haínar eru til
að koma upp vinnslu á kísilgúr
úr Mývatni við jarðhita, það tel-
ur mikilsvert, að haldið verði
Stjóin kjördæmissambandsins. Frá vinstri: Jóhann Helgason, Jónas Halldórsson, Magnús J. Kristins-
son, Hjörtur E. Þórarinsson, Hlöðver Hlöðversson, Óli Halldórsson og Sigurður Jóhannesson. — Á
myndina vantar Aðalstem Karlsson. (Ljósm.: E. D.)
áfram rannsókn á jarðhita þar
sem hans hefir orðið vart og þá
með ákveðna hagnýtingu fyrir
augum.
Telja verður æskilegt, að
gerð verði fyrir kjördæmið upp
byggingaráætlun, er miðuð sé
við eðlilega fólksfjölgun í kjör-
dæminu og væntanlegt fram-
farastig þjóðarinnar á komandi
árum. Við gerð slíkra áætlana
ber að taka tillit til þeirra lífs-
skilyrða, sem koma enn e. t. v.
í Ijós, koma á hverjum stað, á
landi og sjó, m. a. orkulinda
þeirra, sem eru til staðar í rík-
um mæli hér á Norðurlandi.
Togaraúigerð í vanda — stál-
skipasmíði cg annar iðnaður.
Rétt þykir að vekja athygli á
því að tvær af styrkustu stoð-
um atvinnulífsins í höfuðstað
Norðurlands, togaraútgerðin og
iðnaourinn, standa nú eigi svo
traustum fótum sem æskilegt
væri. Togaraútgerðin hefir í
seinni tíð áit við mjög mikla
rekstursörðugleika að stríða,
skip hennar tekin mjög að eld-
ast og framtíð hennar af þess-
um sökum í óvissu. Sumar grein
ar iðnaðarins hafa orðið fyrir
þungum búsifjum vegna skipu-
lagsins í innflutningsmálum og
hjá handhöfum iðnaðarfjár-
magns verður í vaxandi mæli
' vart þeirrar skoðunar, að heppi
legast sé að staðsetja það þar á
landinu, sem neytendafjöldinn
er mestur, þ. e. í höfuðborginni.
Með sérstöku tilliti til þessa
telur þingið áríðandi og aðkall-
andi, að leitað sé nýrra úrræða
á sviði iðnaðar á Akureyri, og
fagnar í því sambandi því ný-
mæli, að þar er nú hafin smíði
stálskipa, en það mál hefir oftar
en einu sinni verið reifað í
blaði Framsóknarmanna hér í
kjördæminu og á kjördæmis-
þingum.
Eyjabyggð.
Þingið telur að hafa beri á
því góða gát, að takast megi að'
varðveita eyjabyggðina, Gríms-
ey, Flatey á Skjálfanda og Hrís
ey, sem nú er hin fjölmennasta
hér við land, að undanteknum
Vestmannaeyjum. En hrömun
hinnar blómlegu byggðar í
Breiðafjarðareyjum sýnir, að
gefa þarf í tíma gætur að þeim
atvikum eða ástandi, sem leitt
geti til eyðingar eyjabyggða.
Samband norðlenzkra sveitar-
félaga.
Kjördæmisþingið lítur svo á,
að kaupstaða- og kauptúnaráð-
stefnan á Akureyri í vor sé álit
legur vísir að samvinnu Norð-
lendinga um sérmál sín og legg
ur til, að stofnað verði sam-
band norðlenzkra sveitarfélaga
nú á næstunni.
Skipta þarf um stjóm og
stjórnarstefnu .
Kj ördæmisþing Framscknar-
manna á Laugum 1965 telur, að
stefna ríkisstjórnarinnar í ýms-
um þjóðmálum, svo sem fjár-
málum, utanríkismálum, at-
vinnu-, skatta-, tolla- og lög
gæzlumálum sé í aðalatriðum
röng, og telur því þjóðarnauð-
(Framhald á blaðsíðu 7.)
r
Félagasambands Framsóknarmamia í Norður-
landskjördæmi eystra á kjördæmisþingi þess á
Laugum 4.-5. sept. 1965, sem var 6. ársþing þess
Aðalsteinn Karlsson Húsavík..
Angantýr Jóharmsson Hauga-
nesi E.
Árni Njálsson Jódísarstöðum
SÞ.
Áskell Einarsson Húsavík.
Baldur Halldórsson Akureyri.
Baldur Vagnsson Hriflu SÞ.
Baldur Baldvinsson Rangá SÞ.
Benedikt Baldvinsson Dálks-
stöðum SÞ.
Benedikt Björnsson Sandfells-
haga SÞ.
Bernharð Stefánsson Akureyri.
Bjarni Johannesson Akureyri.
Bjarni Pálmason Hofi E.
Björn Guðmundsson Akureyri.
Björn Jóhannsson Syðra- Lauga
landi E.
Eggert Ólafsson Laxárdal NÞ.
Einar Njálsson Húsavík.
Einar Sigfússon Staðartungu E.
Erlingur Davíðsson Akureyri.
Gísli Guðmundsson Hóli NÞ.
Guðmundur Blöndal Akureyri.
Guðmundur Hallgrímsson
Grímshúsum SÞ.
Gunnar Eiríksson Karlsstöð-
um Ó.
Halldór Ólason Gunnarsstöð-
um NÞ.
Haraldur Gíslason Húsavík.
Haraldur Sigurðsson Akureyri.
Helgi Símonarson Þverá E.
Hjörtur E. Þórarinsson Tjörn E.
Hlöðver Hlöðversson Björgum
SÞ.
Hólmsteinn Helgason Raufar-
höfn NÞ.
Hrefna Guðmundsdóttir Akur-
eyri.
Höskuldur Þráinsson Skjól-
brekku SÞ.
Ingimundur Jónsson Húsavík.
Ingólfur Sverrisson Akureyri.
Ingvar Gíslason Akureyri.
Jóhann Helgason Leirhöfn NÞ.
Jóhann Ævar Jakobsson Akur-
ureyri.
Jónas Halldórsson Rifkelsstöð-
um E.
Jón Árnason Þverá SÞ.
Jón Aspar Akureyri.
Jón Friðriksson Hömrum SÞ.
Jón Jónsson Dalvík E.
Karl Kristjánsson Húsavík.
Ketill Guðjónsson Finnastcð-
um E.
Magnús Kristinsson Akureyri.
ÓIi Halldórsson Gunnarsstöð-
um NÞ.
Pétur Jónsson Reynihlíð SÞ.
Ragnar Helgason Kópaskeri NÞ.
Sigurður Jóhannesson Akur-
eyri.
Sigurður Jónsson Efralóni NÞ.
Stefán Jón Bjarnason Húsavík.
Stefán Reykjalín Akureyri.
Steingrímur Þoi'steinsson Hóli
NÞ.
Svavar Ottesen Akureyri.
Teitur Björnsson Brún SÞ.
Úlfur Indriðason Héðinshöfða
SÞ.
Valgeir Ásbjörnsson Ólafsfirði.
Valtýr Kristjánsson Nesi SÞ.
Þormóður Jónsson Húsavík.
Þórarinn Haraldsson Laufási
NÞ.
Þórólfur Jónsson Stórutungu
SÞ.
Þráinn Þórisson Skútustöðum
SÞ.
Þráinn Indriðason Aðalbóli SÞ.
:
E = Eyjafjarðarsýsla.
NÞ = Norður-Þingeyjarsýsla.
Ó = Ólafsfjörður.
SÞ = Suður-Þingeyjarsýsla.
Gera ber endnrbætiir
á sjókortum Iieimsins
BRÝNA nauðsyn ber til að gera
sjókort áreiðanlegri en þau eru
nú. „Draugagrynningar“ og
ímyndaðar neðansjávarklappir
verða að hverfa. Fjöldi skipa
sekkur árlega. í Norðursjónum
einum hafa súm árin sokkið
allt upp í tíu skip. Flök þeirra
stofna öðrum skipum í hættu,
og þess vegna er nauðsynlegt
að staðsetja þau af meiri ná-
kvæmni.
Á nýafstöðnum fundi sínum
í UNESCO-byggingunni í París
hvatti Alþjóðahafrannsóknaráð
ið 54 aðildarríki sín til að
leggja sig enn frekar fram um
að bæta sjókortin. Með sívax-
andi siglingum til áður óþekktra
svæða heimshafanna berast ár-
lega æ meiri upplýsingar frá
flutningaskipum um heim allan
til Alþjóðavatnafræðistofnunar-
innar í Monaco. Mikið af þeim
upplýsingum er óáreiðanlegt.
Skipstjórar hafa ekki tíma.
Upplýsingarnar eru sendar af
skipstjórum hlutaðeigandi
skipa, en þeir hafa einatt engan.
tíma til að gera nákvæmar rann,
sóknir. Dýptarmælirinn gefur til
kynna grynningar, og skipstjór-
inn skilgreinir þær með orðun-
um „vafasamur staður“. í reynd
inni er kannski aðeins um að
ræða gríðarmikla fiskitorfu eða
svif, sem orsakar viðbrögð
dýptarmælisins.
Á fundinum í París kom fram,
að milli tvö og þrjú hundruð
athuganir berast árlega frá
flutningaskipum, og sú tala fer
stöðugt hækkandi. Margar
þeirra eru lagðar til hliðar eftir
nánari rannsóknir. En um 50
skráningar. eru að jafnaði birt-
ar í öryggisskyni, þar sem þær
kynnu að vera ábending um.
raunverulega hættu.
Hætta á fiökum. 1
Enda þótt hafrannsóknamenn
irnir séu þakklátir framlagí
flutningaskipanna, og þar sem '
(Framhald á blaðsíðu 7.)