Dagur - 02.03.1966, Page 1

Dagur - 02.03.1966, Page 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) ,Verííðarþorskur' í Eyjafjarðará! BÁTAR frá Dalvík, Árskógs- strönd og Hrísey, sem lagt hafa þorskanet, hafa undanfarna daga fengið allgóðan afla, stór- an „vertíðarþorsk“ í EyjafjarS- arál. Auðunn frá Hrísey fékk í vikunni 17 tonn eftir 7 daga legu, í fyrradag 12 tonn og dag- inn áður 6 tonn. Er þar um að ræða 1—3 nátta fisk nema sá aflinn, sem fyrst var nefndur. í fyrradag fékk bátur frá Dal- vík 12 tonn í 4 trossur, sem hann lagði um helgina 'og er það stór fiskur. Bátar af Ár- skógsströnd fengu upp í 5 tonn. Mjólkin llulf á ýlusleðum Saurbæ 20. febr. Laugardaginn 19. febrúar hélt kvenfélagið Hjálpin sína árshátíð, eða góu- fagnað að Sólgarði. Mikill og góður matur var á borðum og mikið sungið og dansað eins og venja er á slíkum samkomum. VERKFALL VERZL- UNARFÓLKS? FÉLAG verzlunar- og skrifstofu fólks á Akureyri hélt fund á mánudaginn til a'ð ræða lun yfir standandi kjarasamninga. Sam- þykkt var, að veita stjóm og trúnaðarmannaráði heimild til að boða til vinnustöðvunar með venjulegum viku fyrirvara, til að flýta fyrir nýjum samning- um. Næstu þrjá daga verður mat- vöru- og kjötverzlunum í Reykjavík lokað vegna verk- falls starfsfólks þar. □ Allir vegir höfðu verið opnað ir eftir stórhríð þá er gekk yfir um mánaðamótin sl. Færi og veður var því gott en um nótt- ina tók að hriða en allir komust þó slysalaust heim. Síðan hefur verið sífeld hríð og skafrenn- ingur þar til í dag, að upp birti. Mjólkurbílum hefur gengið mjög seint og erfiðlega að kom- ast leiðar sinnar og stundum orðið að vera á ferðinni nótt og dag til að koma mjólkinni til Akureyrar. Mjólk hefur verið sótt á ýtusleða fram í fjörð og flutt að Saurbæ og tók fyrsta ferðin 17 klst. 17 km. vegalengd. Sumir vegir eru alveg lokaðir bílum og engin mjólk komizt t. d. úr Sölvadal. Barnaskólinn að Sólgarði hef- ur fallið niður og er það vitan- lega mjög slæmt og sýnir áþreif anlega hve heimanakstursfyrir- komulagið er hæpið þegar mikl ir snjóavetrar skellá yfir. Q Ölvað barn handtekið f FYRRADAG tók lögreglan í sína vörzlu nokkur ungmenni á bamaskólaaldrinum á fjölfar- inni götu á Akureyri. Reyndist eitt þeirra ölvað og hefur þetta að vonum vakið hávært rnntal. Þeir, sem eldri eru virðast ekki lengur hafa einkarétt á því að drekka sig fulla og láta eins og fávitar, og því blöskrar þeim nú, að sjá börn í sömu villu. Þetta alvarlega mál er nú í rannsókn hjá lögreglunni. En al menningur, jafnt sem yfirvöld, ætti nú að fara að hugleiða hvar við eram á vegi stödd í áfengismálunum, hafandi fyrir augunum þá staðreynd, að áfengistízkan er farin að gripa um sig meðal barnanna. Q Snjóbíll og snjómokstur. — Sjá bls. 4. (Ljósm.: E. D.) Geiur hagfelldari kornflufningur lil landsins spar- að þjóðinni tugmilljónir króna í gjaldeyri árlega? GÍSLI KRISTJÁNSSON rit- stjóri sýndi fram á það í athygl- isverðu erindi á Búnaðarþingi er nú situr, að unnt væri að spara marga milljónatugi árlega á hagfelldari flutningi á korn- vöru til landsins. En ritstjórinn hefur um langt árabil kynnt sér flutninga og dreifingu kornvara í nágranna- löndum okkar og dvaldist á síð- asta sumri á Norðurlöndum til að kynna sér málið sérstaklega. Hann taldi, að tími væri til þess kominn fyrir íslendinga, að breyta til, nota þá tæknikunn- áttu og hagræðingu er nágranna þjóðir okkar hefðu lengi not- fært sér. Aðrar þjóðir flyttu kornvör- ur til landa sinna með stórum flutningaskipum, laust í lestum, korninu síðan dælt í korngeyma, þar sem það biði mölunar, blönd unar og dreifingar til neytenda. Ræðumaður sagði, að innflutn ingur kornvara hefði á síðasta ári numið: Til manneldis 13163 tonn að verðgildi 74579 þús. kr. Til fóðurs sama ár 35007 tonn að verðgildi 157345 þús. kr. Er því um mikil verðmæti að ræða, eða yfir 230 millj. kr. innflutn- ingur á ári. Um verðmismun á kornvörur, eftir flutningaháttum sagði Gísli Kristjánsson m. a.: „Þegar vara, sem keypt er á sömu stöðv úm kostar um 5000 kr. lestin komin í hús á íslandi, en tæpar 3000 kr. í húsi á Norðurlöndun- um, þá er auðvitað auðvelt að reikna ef við förum á sama hátt með þær 50 þús. lestir af mat- vöru og fóðurvöru, sem við flytjum'inn, eins og aðrar þjóð- ir, munum spara um það bil 100 millj. kr. á ári — eða eitthvað minna, ef allt verður dýrara hjá okkur en hjá þeim“. (Framhald á blaðsiðu 2.) Fulltrúi FDB ræðir við sfarfsfólk sanwinnumanna annað kvöld SUNNUDAGINN 20. febrúar sl. kom hingað til lands fulltrúi í fræðsludeild danska Samvinnu- sambandsins F.D.B. að nafni Axel Schou. Hefur hann dvalizt hér á landi síðan á vegum BKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKKHKBKHKHKBKBKBKHKHKBKHKKHKHg Fræðsludeildar SÍS og mætt á fundum hjá starfsmönnum sam- vinnufélaga í Reykjavík, Hafn- arfirði, Borgarnesi, Keflavík og Seifossi. ÞORSKSIOFNINN I HÆITU VEGNA OFVEIÐI ALÞJÓÐLEG rannsóknar- nefnd fiskifræðinga, undir forsæti Jóns Jónssonar fiski- fræðings, liefur komizt að þeirri niðurstöðu, að þorsk- stofninn við ísland sé í liættu vegna ofveiði og á hann hafi gengið hin síðustu ár. 1 heildaraflanum á Islands miðum séu 19% aflans undir 70 sm þorskur af veiði ís- Iendmga, en þorskur undir 70 sm sé 82% í veiði útlend- inga, einkum Breta. Þá segir í skýrslu fiski- fræðinganna, að heildar- þorskveiði hafi náð hámarki 1954. Sóknin á íslenzka þorskstofninn hafi aukizt úr 116 einingum 1946 upp í 824 ciningar 1964. Aðalveiðisvæði Breta eru út af Norðvesturlandi og Norðausturlandi, þar sem þorskurinn er að alast upp. En fiskurinn þar er nokkuð staðbundinn, þar til hann verður kynþroska og leitar til hrygningarstöðvanna og er þá uppistaðan í þorskveið um íslendinga á vetrarver- tíð. Jón fiskifræðingur telur nauðsyn að auka möskva- stærðina í botnvörpum. Frek ari friðun sé einnig nauðsyn, annað' hvort með tímabund- inni lokun vissra veiðisvæða eða með takmörkun hámarks afla. Skýrsla fræðimannanna vitnar um, að brezku togar- arnir veiða mest af smáfisk- inum. Er hin mesta nauðsyn að íslendingar hefji nú nýja sókn í landlielgismálinu á grandvelli vísindalegrar frið unar þorskstofnsins. Q rtKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKe Þar hefur hann fíutt erindi um vettvang samvimfustarfs- manna á Norðurlöndúm og möguleika á auknum kynnum og samstarfi. Fundir þessir hafa verið mjög vel sóttir og mikill áhugi ríkt fyrir þessum málum. í dag kemur Axel Schou til Akureyrar, ásamt forstöðu- manni Fræðsludeildar SÍS, Páli H. Jónssyni og mæta þeir á fundi hjá Starfsmannafélagi KEA annað kvöld kl. 8.30 að Hótel KEA. Formaður Starfs- mannafélags KEA er Sigurður Jóhannesson. , Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.