Dagur - 16.03.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 16.03.1966, Blaðsíða 1
Dagur SI.Vi'AR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) annast ferðalagið. Ekkert aukagjald. Ferðaskrifstofan SAGA Sími 1-29-50 EYSTEINK JONSSON endurkjör- inn form. Framsóknarflokksins Jóhannes Elíasson vararitari og Kristján Benediktsson vara- gjaldkeri. í framkvæmdastjórn flokks- ins eru þessir menn: Eystein Jónsson formaður. Helgi Bergs ritari. Sigurjón Guðmundsson gjaldk. Olafur Jóhannesson varaform. Jóhannes Elíasson vararitari. Einar Ágústsson. Erlendur Einarsson. Hermánn Jónasson . Sverrir Tryggvason. Tómas Árnason. Þórarinn Þórarinsson. Orlygur Hálfdanarson. Til vara: Steingrímur Her- mannsson og Sigríður Thorla- cius. í blaðstjórn Tímans voru kjörnir: Erlendur Einarsson, Helgi , Þorsteinsson, Jóhannes Elíasson, Jón Kjartansson, Óð- inn Rögnvaldsson, Ólafur Jó- hannesson, Sigríður Thorlacíus og Sigurjón Guðmundsson. Til vara: Jón Skaftason og Stein- grímur Hermannsson. Hannes Pálsson og Jón R. Guðmundsson voru kosnir end- urskoðendur reikninga flokks- ins. En endurskoðendur reikn- inga Tímans voru kjörnir, Björn Kristjánsson og Jón Abraham Ólafsson. Að kosningum loknum hófust fjörugar umræður um tillögur nefnda og afgreiðslu mála. Um- ræður urðu miklar og áhugi ríkti um þjóðmálin. Einnig komu fram einróma óskir um að efla blöð flokksins og allt félagsstarf. Síðasta fundardaginn, sunnu- dag, fóru enn fram miklar um- ræður m. a. um stjórnmála- ályktun, sem samþykkt var ein- róma. Fundarstjóri þann dag var Jóhannes Elíasson, en Daníel Ágústínusson stjórnaði fundi á laugardag. □ „Snjóköttur“ þeirra Mývetninga og mennimir taldir frá vinstri: Guðmundur Gunnarsson, Þráinn Þórisson, Jón Ármann Pétursson bílstjóri, Oskar Ágústsson, Þóroddur Jónasson, Stefán Kristjánss. Á „Snjókellinum" lil keppninnar „sýslurnar svara' Helgi Bergs. UM SÍÐUSTU helgi fór fram hér á Akurgyri upptaka á þætt- inum „sýslurnar svara“. En þar leiddu saman hesta sína Norð- Mýlingar og Þingeyingar og létu engar torfærur aftra sér í erfiðum ferðalögum. Þingeyingar komu á hinu undarlegasta farartæki, snjóbíl, „Snjókettinum“, sem þekktur er af frásögnum af Suðurheim- skautsleiðangrum. — En saga þessa farartækis er sú, að það kom fyrir einhverjum missir- um vestan um haf og var um sinn á Heiðarfjalli á Langanesi á vegum þeirra, sem þar eiga sér bækistöðvar. Ekki var bíllinn þó notaður þar, enda vél hans úr honum tekin og send til Grænlands. Þetta vélarlausa Að ofan f. v.: Frú Ingibjörg Jónsdóttir Vaðbrekku, Skjöldur Eiríks- farartæki var síðan selt ódýrt. son Skjöldólfsstöðum og Matthías Eggertsson Skriðuklaustri. Að Fyrir forgöngu kvenna í Mý- neðan keppendur Þingeyinga f. v.: Þóroddur Jónasson, Þráinn (Framhald á blaðsíðu 2.) Þórisson og Guðmundur Gunnarsson. (Ljósmyndir Har. Sig.) Á MTÐST J ÓRN ARFUNDI Framsóknarflokksins, sem frá var sagt í síðasta blaði, var Ey- steinn Jónsson endurkjörinn íormaður Framsóknarflokksins, ennfremur voru þeir endur- kjörnir, Helgi Bergs ritari og Sigurjón Guðmundsson gjald- keri flokksins. Ólafur Jóhannes son var kosinn varaformaður, Eysteinn Jónsson. FRAMSÓKN KREFST ÞINGROFS OG NÝRRA KOSNINGA Sigurjón Guðmundsson. Þorsteinn Eiríksson LOFTLEID AV ÉLIN Bjarni Herjólfsson kom til landsins sl. sunnudag, var í sinni fyrstu íerð eftir að bolur vélarinnar var lengdur í Kanada um 4,63 metra. Og vélin ber nú nýtt nafn og heitir Þorsteinn Eiríks- son. Flugvélin tekur nú 200 manns, að meðtalinni 11 manna áhöín og er stærsta flugvél, sem á næstunni verða í föstum ferð- um milli meginlands Evrópu og Bandaríkjanna. STJÓRNMÁLAÁLYKTUN MIÐSTJÓRNAR FRAMSÓKNARFLOKKSINS STJÓRNMÁLAÁLYKTUN SÚ, sem einróma var samþykkt á mið- stjómarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi, fer hér á eftir: Á síðustu árum hafa íslend- ingar búið við sérstakt og óvana legt góðæri frá náttúrunnar hendi þegar á heildina er litið, m. a. metafla ár eftir ár, hækk- andi verðlag á útflutningsafurð um og vaxandi þjóðartekjum. Samt hefur stjórn ríkisins stefnt málefnum þjóðarinnar í óefni. Dýrtíðin hefur magnast ár frá ári, kaupmáttur tírna- kaups er minni en liann var fyr- ir nokkrum árum og framleiðslu atvinnuvegimir eiga við sívax- andi erfiðleika að etja vegna óðaverðbólgunnar, og óstjórn í efnahagsmálum, aukning fram- leiðslukostnaðar hefur sprengt verðlagskerfi landbúnaðarins með því að eta upp þær úíflutn ingsbætur, sem sagt var, að all- an vanda ætti að leysa. Útgerðin verður ekki lengur rekin án uppbóta ef frá eru tal- in nokkur stærstu skipin, sem búið hafa við áður óþekkt afla- brögð á síldveiðum. Samkeppn- ishæfni imilends iðnaðar hefur raskast svo til stöðvunar horf- ir í mörgum iðngreinum. Dýr- tíðarþenslan hefur þannig eyði- lagt rekstursgrundvöll atvinnu- greinanna, hverrar af annarri og nú hyggst ríkissíjórnin bæta gráu ofan á svart með því að leyfa byggingu erlendrar alum- inbræðslu á því landsvæði, þar sem þenslan er mest og vinnu- aflsskorturinn tilfinnanlegastur. Hefur þó jafnvægisleysið í byggð landsins farið ört vax- andi. Óðaverðbólgan speglast einnig í fjármálum ríkisins, þrátt fyrir samdrátt opinberra framkvæmda og þyngstu skatta byrðar, sem hér hefur þekkzt, hefur meira að segja orðið greiðsluhalli á ríkissjóði. Afleiðingar þessarar óheilla- stefnu blasa við í öllum áttum, m. a. í skólamálum, samgöngu- málurn, raforkumálum og sjúkrahúsmálum. í þéítbýlinu eru skólamir þannig tví og þrí- setnir, og í dreifbýlinu er alltof víða skortur á skólahúsnæði. í vegamálum drögumst við þeim mun lengra aftur úr, sem umferðarþörfin vex. Strand- ferðamáíin eru beinlínis van- rækt af ríkisvaldinu, engin áætl un liggur fyrir um áframhald- andi rafvæðingu dreifbýlisins. Ríkisstjórnin Iiefur gefizt upp við eðlilegar og sjálfsagðar virkjunarframkvæmdir, án þess þær séu tengdar erlendum at- (Framhald á blaðsíðu 2.) LOÐNAN ER KOMIN í FYRRADAG varð vart við loðnu á Pollinum innanverðum, og sama dag fékkst þar góður afli á handfæri. Venjulega kemur loðnan hing að nokkru seinna og naumast fyrr en 25. marz og stundum mun síðar. Oftast koma þrjár loðnugöngur með nokkru milli- bili. Komið var fram í júní er hér kom síðasta gangan í fyrra. Oft fylgir þorskurinnn loðnunni eftir, enda er hún uppáhalds- fæða hans. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.