Dagur - 16.03.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 16.03.1966, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FRÁ BÚNADARÞINGI ERINDI Ólafs E. Stefánssonar um kjötmat og verðlagningu á úrvalskjöti og kálfum af holda- nautablendingu og erindi Bún. samb. Suðurlands um gæðamat á kjöti. ÁLYKTUN: Búnaðarþing ályktar að skora á landbúnaðarráðherra að láta endurskoða, í samráði við Fram leiðsluráð landbúnaðarins og Bún. ísl. ákvæði reglugerðar um kjötmat o. fl. nr. 155 frá 8. sept. 1949 með breytingum frá 8. febrúar 1951. Búnaðarþing telur sérstak- lega nauðsynlegt að breytt verði ákvæðum um flokkun nauta- kjöts, þannig að sérstakir flokk- ar verði fyrir kjöt af holdanauta blendingum, og af kálfum, sem hafa verið aldir á mjólk ein- göngu. Þá kemur líka til álita að hafa sérstakan flokk fyrir úrvals dilkakjöt. Búnaðarþing leggur áherzlu á að fundin verði leið til að merkja kjötið þannig, að neyt- endur geti séð á kjötinu sjálfu í hvaða gæðaflokki það er. r r - Arás Islendings á Tryggva Helgason (Framhald af blaðsíðu 8.) álit, erlendra ráðunauta raforku málastjórnarinnar, að Dettifoss virkjun væri álitleg til fram- leiðslu á raforku til stóriðju. Þar kom það fram, sem máli skiptir, að ekki hefur verið leit- að ódýrra aðferða til að virkja Dettifoss, en hins vegar mikil vinna í það lögð að leita slikra aðferða við virkjun Þjórsár, og þar sennilega teflt á tæpasta vað. Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á nýjum búgreinum frá Gunnari Bjarnasyni. ÁLYKTUN: Þar sem komið hefir í ljós hin síðari ár, að framleiðsla landbúnaðarins er ekki nógu fjölbreytt beinir Búnaðarþing því til búnaðarnefndarinnar, sem enn er að störfum að rann- saka möguleika á nýjum hag- nýtum búgreinum. Æskilegt er að nefndin skili áliti fyrir næsta Búnaðarþing. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lögum um bú- reikningaskrifstofu. Lagt fram af stjórn Bún. fsl. ÁLYKTUN: Búnaðarþing ályktar að skipa þriggja manna nefnd, til að end- urskoða lögin um búreikninga- skrifstofu ríkisns. Skal nefndin skipuð þannig, ag landbúnaðar- ráðherra tilnefnir einn mann- inn og skal hann vera formað- ur nefndarinnar, en Búnaðar- þing kýs tvo menn, að fengnum tillögum Búnaðarfélags íslands. Skal nefndin hafa lokið störf- um og lagt tillögur sínar fyrir næsta reglulegt Alþingi. Erindi Gísla Magnússonar varðandi héraðsskóla. ÁLYKTUN: Búnaðarþing ítrekar álykt- un sína frá fyrra ári um að hraðað verði alhliða endur- skoðun skólamálalöggjafar þjóð arinnar. Þingið leggur sérstaka áherzlu á að allir landsmenn geti átt jafna aðstöðu til skóla- vistar hvar sem þeir búa. Því beri að leggja áherzlu á bygg- ingu skólahúsa og þá sérstak- lega til unglinga og miðskóla- náms í þeim héruðum, sem slíka skóla vantar. Þingið skor- ar á menntamálaráðherra að taka forystu um skipulegar úr- Frá Hjálpræðisliernum SAMKOMUR verða í sal Hjálp ræðishersins sunnudaginn 20. marz kl. 8.30 e. h. fagnaðarsam- koma mánudaginn 21. marz kl. 4 e. h. Heimilissamband. Allar konur velkomnar, og kl. 8.30 e. h. æskulýðssamkoma. Á þriðjudaginn kl. 8.30 e. h. kvöld vaka. Miðvikudaginn kl. 8.30 e. h. vakningasamkoma. Briga- der Driveklepp stjórnar þess- um samkomum. Allir hjartan- lega veikomnir. Hjálpræðisherinn. - „SNJÓKÖTTURINN“ (Framhald af blaðsíðu 1.) vatnssveit, sem söfnuðu fé til snjóbílskaupa af miklum dugn- aði, komst nú bíll þessi í eigu Mývetninga, sem síðan fengu nýja vél í snjóbílinn og komu nú á honum til Akureyrar, og var það eiginlega fyrsta reynslu ferðin. Farin var beinasta leið yfir Vaðlaheiði og vestan í heið Þetta mun T. H. vera ljóst en ritstjóra íslendings ekki. í skýrslu dagsettri 14. nóv. 1964, nú prentaðri, sagði stór- iðjunefnd að verðmunur er hún taldi þá vera á orku frá Detti- fossi og Búrfelli, þyrfti „út af fyrir sig ekki að þýða að Detti- fossvirkjun hentaði ekki fyrir aluminiumvinnslu11. Hitt mundi þó skera úr í þessu máli, að byggja ætti 30 þús. tonna verksmiðju og vant- aði þá markað fyrir Dettifoss- rafmagn, en nægur markaður væri á Suðurlandi. Nú er ákveð ið að byggja helmingi stærri verksmiðju. Þetta hefur íslend- ingsritstjóra alveg sézt yfir en Tryggva Helgasyni ekki. □ Vordragtir með skinni NÝKOMNAR. TIL FERMINGARGJAFA: Greiðslusloppar Töskur o. fl. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61 bætur og framkvæmdir á þessu sviði., Erindi Gísla Magnússonar varðandi Veðdeild Búnaðar- banka íslands. ÁLYKTUN: Búnaðarþing ályktar að skora á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir hækkuðum lánum úr veðdeild Búnaðarbanka íslands til jarðakaupa, þannig að heim- ilað verði að lána allt að kr. 250.000.00 í hverju tilfelli til 40 ára. Jafnframt. verði deildinni séð fyrir nægu fé í þessu skyni. K. G. arbrúninni ekið snarbratta brekku báðar leiðir. Þegar upp var farið á heimleið, voru á þessum stað tveir kraftmestu gírar bílsins þó ónotaðir! Lengra átti þó sveit Norð- Mýlinga ,acS sækja^ og. var . það ferðalag''hiÖ sogufegastál Hest- ar, snjóbílar og flugvélar voru farartæki fólksins að austan. — Um úrslit keppninnar má blað- ið auðvitað ekkert segja, til þess að rýra ekki þátt útvarps- ins. □ NÝKOMIÐ: Ódýrt! Ódýrt! TILBÚIN SÆNGURVER á kr. 183.00 SÆNGURVERALÉREFT misl. frá kr. 39.00 GLUGGATJALDLAPLAST á kr. 33.00 NYLONSLOPPAR á aðeins kr. 295.00 BARNABLEYJUR á kr. 16.00 NYLONSKJÖRT á kr. 8100 KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA 08 Vefnaðctrvörudeild ALMANNATRYGGINGAÞÆTTIR - 15 - RÉTTUR TIL FLEIRI TEGUNDAR SU spurning rís, hvort sá eða sú, sem nýtur einhverrar teg- undar tryggingabóta frá al- mannatryggingum geti átt rétt til annarrar bótategundar sam- tímis. Þessari spurningu verður hér svarað með því að birta ákvæði 56. gr. almannatrygg- ingalaganna um þetta efni, en þar segir svo: „Bætur samkvæmt lögum þessum teljast bæði bætur greiddar í peningum og Iijálp til sjúkra og slasaðra, sem veitt er á annan hátt. Fjölskyldubæt- ur skulu greiddar án tillits til annarra bóta. Að öðru leyti get- ur enginn samtímis notið nema einnar tegundar bóta, sam- kvæmt lögum þessum og lögum um atvinnuleysistryggingar. Saman mega þó fara: a. Bætur til ekkju eða ekkils samkvæmt a-Iið 37. gr. (þ. e. kr. 3091.26 á mánuði í 8 ár) og all- ar bætur aðrar en ekkjubætur EN EINNAR BÓTA- SAMTÍMIS samkvæmt 19. gr. b (frá lífeyris tryggingunni). b. Barnalífeyrir, ekkjubætur samkvæmt 19. gr. og dagpen- ingar. c. Barnalífeyrir, mæðralaun, ekkjubætur samkvæmt 19. gr. og dagpeningar vegna brottfalls tekna af vinnu utan heimilis. d. Slysadagpeningar og elli- eða ekkjulífeyrir. e. Aðrar bætur, ef svo er fyr- ir mælt í lögum. Ef maður á rétt á fleiri teg- undum bóta en einni, sem ekki geta farið saman, má hann taka hærri eða hæstu bæturnar. Nú nýtur umsækjandi um dagpen- inga annarra lægri bóta, sem veittar eru til langs tíma, og skulu þá dagpeningar nema mismuninum. ' Sjúkrakostnað slysadagpeninga vegna manns, sem einnig er tryggður í sjúkra samlagi, greiðir sjúkrasamlagið gegn endurgreiðslu frá slysa- tryggingunni. UM BÓTARÉTT SAMBÚÐARFÓLKS I 57. gr. laganna segir svo: „Sama rétt til bóta og hjón hafa samkvæmt lögum þessum einn- ig karl og kona, sem búa saman og eru bæði ógift, ef þau hafa átt saman bam eða konan er þunguð af hans völdum, eða sambúðin hefur varað samfleytt í tvö ár. Sama gildir um bóta- rétt þess, sem eftir lifir, þegar hitt deyr. — Slíkt sambúðar- fólk öðlast aldrei meiri rétt en þau hefðu haft, ef þau væru hjón. Þó er heimilt að greiða sambúðarkonu slysabætur“. Meðan eiginkonur voru ekki slysatryggðar, hafði þetta ákvæði talsverða þýðingu, og enn skiptir nokkru, að sam- kvæmt þessu má líta á sambýl- iskonu sem launþega í þessu sambandi. G. G. Framh. - FRAMSÓKN KREFST ÞINGROFS (Framhald af blaðsíðu 1.) vinnurekstri. Sjúkrahús standa árum saman liálfbyggð og sjúkrahússkorturinn verður til- finnanlegri með árí hverju. í góðærinu hafa mörg mikil- væg tækifæri til myndarlegra átaka í framkvæmdamálum þjóðarinnar verið látin fara hjá garði, en framkvænulaaflið not- að lun of í þágu liandahófs- kenndra verðbólgufranv- kvæmda. Ráðstafanir í peningamálum hafa orðið til þess að draga úr, eða jafnvel hindrað framkvæmd ir einstaklinga og fyrirtækja, sem þarfasta atvinnureksturinn hafa með höndum. Er enn ráð- gert að herða á þessum höftum til að rýma fyrir erlendum stór- framkvæmdum, sem ríkisstjóm in beitir sér fyrir í stað þess að styðja skipulega innlent fram- tak og atvinnurekstur. Ber þetta vitni um háskalega van- trú valdhafanna á höfuðatvinnu vegum þjóðarinnar. Á sviði þjóðemis og menn- ingarmála er sama forystuleys- ið og í efnahagsmálum. Afleið- ingin er upplausn og rótleysi á æ fleiri sviðum þjóðlífsins, ístöðuleysi gagnvart erlendum öflum, veldur vaxandi áhyggj- um. Samskipti við aðrar þjóð- ir, sem cðlilega verða æ meiri og mikilvægari, þurfa að mót- ast af einurð og festu og réttu mati á þjóðlegum verðmætum. Öllum má ljóst vera* eins og nú er komið, að ríkisstjórnin ræður alls ekki við verkefni sín, en lætur reka á reiðanum, grípur til ósamstáeðra skyndi- ráða, sem gera vont verra strax er frá líður. Miðstjórn Framsóknarflokks- ins vill brýna fyrir þjóðinni, nauðsyn þess, að hér verði gagngerð breyting á. Ábyrg öfl verða að taka höndum saman til að knýja fram breytta stefnu' og víðtæka samstöðu um nýja forystu. Baráttuna gegn óða- verðbólgunni verður að hefja af. fullri einurð, Beita verður fram kvæmdaaflinu skipulega, m. a. með því að raöa verkefnunum eftir gildi þeirra og nauðsyn og taka upp á ný öflugan stuðning við atvinnulíf þjóðarinnar og framtak landsmanna. Stjórnarvöldin verða að til- einka sér kerfisbundin og sam- ræmd vinnubrögð og marka skýra stefnu í atvinnu- og merni ingarmálum. Samkvæmt framansögðu hef- ur ríkisstjórnin ekki haldið heit sín frá síðustu kosningum og hyggst nú fara langt út fyrir það umboð, sem telja má, að flokkum hennar hafi verið gef- ið og veita erlendum, aðiium heimild til stóriðju í landinu á háskalegum ofþenslutímum, og það með samningi, sem út af fyrir sig er efnislega mikill ágreiningur um. Ekki má Icngur dragast, að leggja málin í dóm þjóðarinnar. Krefst því miðstjómin þess, að -Alþingi verði' tofið og efnt fil nýrra kosninga. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.