Dagur - 16.03.1966, Síða 4

Dagur - 16.03.1966, Síða 4
4 5 Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Hitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentvcrk Odds Björnssonar h.f. FJÓRIR sjávarútvcgsnefndarmenn Framsóknarí'lokksins á Alþingi flytja, ásamt formanni fiokksins, til- ]<)gu til þingsályktunar um. að kosin verði 7 manna nefnd á þinginu til að vinna að því ásaint ríkisstjórninni að afla viðurkenningar á rétti Is- lands tii landgrunnsins, svo sem stefnt var að með lögunum um vís- indalega vemdun fiskimiða land- grunnsins frá 1948, samanber álykt- un Alþingis frá 4. maí 1959 og yfir- lvsingu ríkisstjórnarinnar í auglýs- ingu nr. 4 frá 1961. Ólafur Jóhann- esson er framsögumaður þessa tnáls. í ályktuninni frá 1959 lýsti Al- þingi yfir því, að afla beri viður- kenningar á rétti íslantls til land- grunnsins. En í samningúm við Breta, samanber fyrrnefnda auglýs- ingu nr. 4 1961, segir m. a. svo: „Rík- isstjórn íslands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Al- Jtingis frá 5. maí 1959 varðandi út- færslu fiskveiðilögsögunnar við fs- land, en mun tilkynna ríkisstjórn Bretlands slíka útfærslu með sex rnánaða fyrirvara, og rísi ágreining- ur tim slíka útfærslu. skal honum, ef annar hvor aðili óskar, skolið til Al- þjóðadómstólsins“. Þessi yfirlýsing urn afsal einhliða réttar og málskot til Alþjóðadóm- stólsins sætti á sínum tíma harðri gagnrýni hér á landi, sem kunnugt er. Ekki er kunnugt um, að síðan hafi verið neitt aðhafzt í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar, og er nú nálega hálfur áratugur lið- inn. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur með flutningi tillögunnar I gerzt frumkvöðull þess að hafizt verði handa í landgrunnsmálinu og ! höfð verði um það samvinna allra ' þingflokka. Flutningsmenn tillögunnar segja, að með skírslcotun til ylirlýsingarinn ar frá 1961 liggi það ljóst fyrir, að möguleikar íslendinga til frekari tit- færslu landhelginnar séu kornnir undir því, hver þróun þjóðréttar- reglna verði á þessu sviði. Beri því að fylgjast sem bezt með réttarþróun- inni í þessum efnum og reyna með öllum tiltækum ráðum að sluðla að hagstæðri réttarþróun. Þeir segja, að á undanförnum ánim hafi þróun þjóðréttarreglna um landhelgi verið íslendingum hagstæð, enda hafi ís- lendingar með baráttu sinni í land- helgismálinu á sínum tíma átt drjúg- an þátt í þeirri þróun. Nú þurfi að setja kunnáttumenn lil að kynna sér öll þessi mál, og til að kynna öðrum þjóðum málstað íslands, sérstöðu og rök, hvort sem þau cru siðferðilegs, sögulegs, efnahagslegs eða lagalegs (Framhald á blaðsíðu 7.) Árni Jónsson bókavörður svarar spurningum blaðsins um sögu safnsins, rekstur þess og framtíðarhorfur Ef Amtsbókasafnið bráðum íveggja alda gamalt? Nei, nei. Safnið er gamalt en ekki svo gamalt. Stefán amt- maður Þórarinsson beitti sér fyrir stofnun lestrarfélags Vaðla-, Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslna árið 1792. Síðan eru að sönnu 174 ár. En hvort við megum teygja sögu Amtsbóka- safnsins svo langt aftur í tím- ann 'er mjög vafasamt. Grímur amtmaður Jónsson var einnig með einhvers konar „leseforen- ing“ á sínum vegum á þriðja tug 19. aldarinnar. Hver tengsl hafa verið rnilli þessara félaga (ef þau hafa þá ekki verið eitt og sama félagið) og þess bóka- safns norður- og austuramtsins, sem við vitum, að komið er á laggirnar um 1830, veit ég lítið sem ekkert um. Saga Amtsbóka safnsins hefur aldrei verið rann sökuð og flest á huldu um upp- haf þess og þróun fyrstu ára- tugina. Persónulega þykir mér alls ekki ólíklegt, að frumstofn- inn í bókakosti Amtsbókasafns- ins hafi verið bækur lestrarfé- laga þessara tveggja ágætu amtmanna, sem' ég nefndi. Þær hafa sennilega brunnið með amtmannssetrinu á Möðruvöll- um í febrúar 1826. Bókagjöf sú, sem Stiftsbókasafnið í Reykja- vík sendi norður 1828 hefur lík lega átt að bæta það brunatjón að einhverju leyti. En þetta eru mest getgátur. Öruggar heim- ildir um þetta eru ekki tiltæk- ar. Safnið hefur þá í fyrstu ver- ið á Möðruvöllum? Já, það held ég megi full- yrða. Grímur Jónsson iætur svo flytja það inn til Akureyrar 1846. Hann virðist þá hvorki hafa fengið nokkurn mann til bókvörzlunnar né húsrými fyrir safnið, svo að því er komið fyr- ir í kössum í pakkhúsi hjá Gud- man kaupmanni. Grímui' bar safnið mjög fyrir brjósti. Árið 1848 og 49 er hann að reyna að koma á fót styrktarfélagi fyrir safnið. Úr því varð þó ekki. Ey firðingar höfðu öðrum hnöpp- um að hneppa, og Grímur dó sumarið 1849. Sú hin ágæta og fágæta bókaskrá, eða Registur, safnsins, sem prentuð var í Kaupmannahöfn 1851, hefur vafalaust verið samin að tilhlut un Gríms, þó að það væri Vil- hjálmur Finsen, síðar hæsta- réttardómari, sem bjó hana und ir prentun og sá um útgáfuna í Höfn. Safnið hefur þá verið um 1000 bindi. Eru þær bækur enn til? Talsvert af þeim. En ekki virðist bókakosturinn hafa auk izt mikið á næstu tveim áratug- unum, því að þegar Friðbjörn Steinsson tekur við bókvörzl- unni fyrir réttum hundrað ár- um er bindatalan svipuð. Árið 1875 verða nokkur þáttaskil í sögu safnsins, þegar það flytur í sérstök húsakynni í hinu nýja Þing- og varðhaldshúsi (gamla tugthúsinu) inni í Gilinu. Þar er safnið svo til húsa, unz það er flutt í kjallara Samkomuhúss ins árið 1906. Þar var það svo til 1930, er það flyzt í gamla barnaskólann í Hafnarstræti 53. Árið 1948 er safnið loks flutt í eigið húsnæði í Hafnarstræti 81, þar sem það er enn. Bókaverðir hafa verið margir á þessum langa tíma? Þó nokkuð margir. Ég kann víst ekki að nefna þá alla. Skömmu eftir 1850 tekur Andreas Mohr, kaupmaður, að sér bókavörzluna, síðan Ari Sæ- mundsen. Friðbjörn Steinsson nefndi ég áðan. Þegar safnið var í þinghúsinu, eða ráðhúsinu, skapaðist sú venja, að amtsski'if arinn sæi um safnið. Þess vegna var t. d. Júlíus heitinn Sigurðs- son, síðai' bankastjóri, bókavörð ur um tíu ára skeið. Hjónin Jóhann og Guðrún Ragúels önn uðust safnið í 12 ár. Brynleifur Tobíasson annaðist bókavörzl- una í eitt ár. Eftir hann kom Jónas Sveinsson, sem hafði starfann á hendi, unz Davíð Stefánsson tók við bókvörzlunni 1925. Hann gegndi því starfi hátt á þriðja áratug. Siglaugur Brynleifsson tók svo við af hon- um. Hvað viltu svo segja mér um safnið, eins og það er í dag? Hvað er það stórt? Þótt skömrn sé frá að segja, veit ég alls ekki bindatölu safns ins. Ég hef stundum áætlað hana 40—50 þúsund bindi. Það er varla of há tala. Annars má auðvitað deila um það, hvað telja skal og hvað ekki. í kjall- aranum hjá okkur eru bílhlöss af gömlum ritlingum, tímarit- um og blöðum, mikið af því er- lent og mest óbundið og óheilt. Ég veit ekki, hvort rétt er að telja það til „binda“, þegar bóka kosturinn er talinn, En þarna er þó margt dýr- mætra og fágætra bóka? Já, blessaður vertu, það er okkur alveg óhætt að segja, þó að ég hugsi nú eins oft um þann grúa góðra íslenzkra rita, sem okkur vantar. Safnið getur ekki talizt „sterkt“ í gömlum íslenzk um bókum, segjum eldri en 1844. Að sönnu er dálítið til af slíku, en margt af því er lélegt, óheilt og óhreint. Verðmætasti hluti safnsins er áreiðanlega blöð þess og tímarit frá sl. 150 árum. Á því sviði er Amts- bókasafnið talsvert merkilegt. Því miður hefur safnið búið við svo mikla fátækt lengst af ævi sinnar, að það hefur neyðzt til að lána út allar bækur sínar, einnig eintak það, sem safnið fær samkvæmt lögum um af- hendingu skyldueintaka. Þetta veldur því að okkur vantar fjöldann allan af bókum frá 20. öldinni. Bók, sem lánuð er hundruðum lánþega, hlýtur að eyðileggjast fyrr eða síð'ar. Svo er áreiðanlega um fjölda bóka, sem hafa verið til í safninu. Þær hafa einfaldlega verið lesnar upp til agna. Eruð þið ekki nú að reyna að ráða bót á þessu? Jú, með því að skipta safninu í aðskildar deildii', útlánadeild og geymsludeild. Til útlána- deildarinnar kaupum við 2—5 eintök af flestum nýjum bókum og það af eldri bókum, sem geta okkar og tækifærin leyfa. í þess um bókum má fólk gramsa að vild og fá þær lánaðar heim, 3 bækur í senn til hálfs mánaðar pr. lánþega. í geymsludeildina látum við öll prentskylduein- tökin og kaupum til hennar allt, sem þar er ekki fyrir og við náum í á viðráðanlegu verði. Þær bækur er svo ætlunin að varðveita sem bezt. Við lánum þær inn á lesstofuna, en helzt ekki heim til manna, nema þá til þeirra, sem þurfa á þeim að halda í fræðilegum eða öðrum mjög nauðsynlegum tilgangi. Á þennan hátt einan hygg ég, að hægt sé að byggja upp safnið til þess að þjóna því tvíþætta hlut- verki, að vera almenr.ingsbóka- safn og jafnframt tiltækt tæki og starfsvettvangur norðlenzkra fræðimanna. Svo hafið þiö lestrarsal? Við höfum lesstofu, sem er talsvert notuð, þótt hún sé lítil. Við erum að reyna að koma þar upp dálitlu handbókasafni, þar sem ganga megi að fáeinum handbókum og undirstöðurit- um í sem flestum greinum. Enn þá er þetta fremur fátæklegt, en ég vona að það aukist jafnt og þétt á komandi árum. Svo liggja þarna frammi ein 60—70 blöð og tímarit, innlend og er- lend. Er safnið ekki mikið notað? Jú, það held ég mér sé óhætt að segja. Því miður hef ég ekki enn gengið frá starfsskýrslunni fyrir sl. ár, en 1964 námu útlán- in í'úmum 53 þús. bindum og hafa áreiðanlega farið yfir 60 þús. sl. ár. Skráðir lánþegar frá 1. jan. 1965 að telja eru rétt um 2400. Miðað við notkun bóka- safna á Norðurlöndum, hygg ég þetta mundi talið mjög sæmi- legt í 10 þús. manna bæ. Börn- in nota safnið mikið. Er safnið lítið notað af öðrum en Akureyringuni? Fremur lítið — og þó — fólk úr nágrannasveitum Akureyr- ar sækir safnið dálítið, en mér finnst sú notkun gæti verið mun meiri. Ég hef líka verið að stinga upp á samvinnu Amts- bókasafnsins og lestrarfélag- anna í hreppunum, hvort. sem úr því verður nú eða ekki. Hvað vinnið þið þarna marg- ir? Bara tveir. Lárus Zophonías- son sér um útlánadeildina að mestu leyti. Það er rnikið starf. Meðalútlánin eru yfir 200 bæk- ur á dag, 300—400 er algeng tala yfir vetrarmánuðina. Hæsti útlánadagur mun hafa verið um 680 bækur. Það var safninu og mér persónulega góð gæfa, þeg- ar Lárus réðst til safnsins. En þetta er nú hvorki staður né stund til að ræða það. Sjálfur dútla ég við skráningu og hvað- eina, sem hendi er næst. Þegar við flytjum í nýja húsið þurfum við auðvitað aukna starfskrafta. Já, hvað segirðu um nýja hús- ið? Farið þið ekki senn áð flytja? Húsið er í byggingu. Víst mið ar því áfram, að sönnu undur- hægt og rólega, en vonandi örugglega. Ég þori ekkert að segja um það, hvenær við flytj- um, kannske haustið 1967, eða a. m. k. vorið 1968. Þá verða mikil umskipti hjá ykkur? Ég vona það. Þetta verður áreiðanlega mikil og fögur bygg ing, já, bæð'i meiri og betri en ég hefði leyft mér að láta mig dreyrna um. Húsbyggingarmál Amtsbókasafnsins hafa líka ver- io lengi á döfinni, sennilega um 60 ár. Þao mun hafa verið 1905 og 1906, sem fyrst var ákveðið að reisa hús yfir safnið. Fram- kvæmdir urðu þó engar. Tíu ár- um seinna var málið aftur á dag skrá. Á árunum um og eftir 1930 tók málið mikinn fjörkipp, aðal- lega fyrir atbeina Stúdentafé- lagsins. Þá vantaði áreiðanlega ekki nema herzlumuninn, að ráðizt yrði í framkvæmdir. Vor ið 1960 samþykkti bæjarstjórn, að húsið skyldi reist, og tveim- ur árum síðar var verkið hafið. Gætirðu gefið okkur örstutta lýsingu á húsinu? Húsið er 30 m. langt og 16 m. breitt. Framhluti þess, safnsal- irnir, eru tvær hæðir, en aftari hlutinn, bókageymslurnar, þrjár hæðir. Útlánadeildin verður í salnum á neðri hæðinni, barna- bókasafnið syðst, en aðalsalur- inn fyrir miðju. Nyrzt er óráð- stafað rými, sem ég þó vona, að verði síðar notað fyrir tónlistar- deild. Á efri hæðinni verður stór og fallegur lessalur með handbókasafni og tímaritadeild. Eins og ég nefndi áðan, verða bókageymslurnar í vesturhluta hússins, en þar verður einnig bókbandsstofa, flokkunar- og skráningarstofa, skrifstofa og héraðsskjalasafn. Allt verður þetta mjög rúmgott — svona fyrst í stað, því að ég vona, að húsið verði orðið allt of lítið löngu fyrir aldamót, þrengslin stórum verri en þau, sem við búum nú við. Ég er bjartsýnn maður. Þú nefndir tónlistardeild? Já, ég nefndi hana, eða þetta, sem þsir kalla í útlandinu audeo-visueldeild, hvað sem það verður nú kallað á íslenzku. Ég hefði kannske ekki átt að gera það, því að hún er ekki enn á dagskrá hjá okkur. Fyrst verðum við að koma bókasafn- inu í sæmilegt horf. En deild þessi kemur. Því máttu treysta. Eigum við að segja eftir 10—15 ár? Þar verða tónbókmenntir, hljómplötur og segulbönd af öll um tegundum. í þessari deild yrði sennilega einnig haft safn fræðslukvikmynda. Þessi grein bókasafnanna er í mjög örri þró un erlendis nú á tímum, og við þurfum auðvitað að fylgjast með í þessum efnum. Þá mætti einnig nefna, að þáttur hins tal- aða orðs eykst nú með risaskref um í starfi bókasafna um allan heim. Hver veit nema börn okk ar og barnabörn fjölmenni í bókasafnið okkar við Brekku- götu eftir 20 ár eða svo, til að fá lánuð kvæði Davíðs Stefáns- sonar á hljómplötu eða Brekku kotsannál á segulbandi. Mér finnst það fjarska sennilegt. Svo nefndir þú líka héraðs- skjalasafn? Við erum ákveðnir í að reyna að koma því á laggirnar strax og við höfum komið okkur fyr- ir í nýja húsinu. Skjalásafnið yrði fyrir Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað. Þangað yrði fluttur mestur hlutinn af skjalasafni kaupstaðarins, sem bæjarstjóri varðveitii' nú. Þjóð- skjalasafn mundi afhenda okk- ur allt, sem lög leyfa, að héraðs skjalasöfnin megi fá, af plögg- um þeim úr Eyjafirði og frá Akureyri, sem það varðveitir. Svo væri ákaflega aðkallandi að safna nú saman öllum gömlum plöggum, sem enn eru til í hér- aðinu, eða a. m. k. vitneskju um þau. Mig minnir, að ég væri einhvern tíma að nefna það við þig, að Dagur birti greinarstúf, þar sem skorað væri á Eyfirð- inga að hugleiða þessi mál, hvort ekki væri tímabært, að safnað yi'ði saman öllu gömlu skrifuðu dóti, og það afhent Amtsbókasafninu til varðveizlu. Hér kæmi margt til greina, t. d. handrit ýmis konar, sögur, kvæði, ritgerðir, ættartölubæk- ur, dagbækur, staðalýsingar, örnefnasöfn o. s. frv., o. s. frv. Margt af þessu kann að vera lítils virði, en um heimildagildi slíkra hluta verður aldrei dæmt fyrir fram. Þess vegna þarf að bjarga öllu, sem bjargað verður, til varðveizlu. Það er svo kom- andi kynslóða að rannsaka þetta og meta. Ég veit, að feiknamik- ið af þessu hefur þegar farið forgörðum. Þegar gamla fólkið deyr, er svona „rusli“ fleygt eða því brennt. Þegar flutt var Ungir og gamlir fá daglega hundruð bóka að láni í Amtsbókasafninu á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Nýja Amtsbókasafnshúsið á Akureyri í sntíðum. (Ljósm.: E. D.) úr gömlu bæjunum í nýju hús- in, hefur sama sagan oft gerzt. En er ekki hægt að bjarga því, sem eftir er? Gaman hefði ver- ið að komast í samband við á- hugamenn um þessi mál sem víðast úr sýslunni. Mundi Dag- ur ekki leggja þessu máli lið? Mér dettur ekki í hug að skipa einum eða neinum að afhenda eitt eða neitt. Mig hefði bara langað til að vekja menn til um- hugsunar um knýjandi þörf þess, að þessi gömlu plögg séu varðveitt. Á Amtsbókasafnið engin hand rit nú þegar? Að undanskildu miklu magni gamalla verzlunarbóka héðan frá Akureyri, á safnið harla fátt af slíku i frumriti. Hins vegar eigum við nú þegar talsvert af filmum, t. d. flestar kirkjubæk- ur þjóðskjalasafns, manntöl, ættartölubækur, ævir lærðra manna, sýslulýsingar o. fl. Við þyrftum að bæta við þetta filmu safn jafnt cg þétt næstu áratug- ina. Það er brýn nauðsyn, að Amtsbókasafnið eignist á film- um eða myndum sem allra mest af eyfirzkum ritum og skjölum, sem eru á söfnunum syðra og við getum ekki fengið norður í frumriti. Þú nefndir útgáfu ársrits á stúdentafundinum um daginn. Mundi hún standa í sambandi við þetta héraðsskjalasafn? Ekki enn þá, en ég vona, að svo verði í framtíðinni, bæði beint og óbeint. Það er rétt, að í undirbúningi er, að Amtsbóka safnið standi að útgáfu ársrits. Við erum að láta okkur detta í hug, að 1. heftið geti komið út í haust. Þetta Eyfirðingarit, eða hvað sem það verður kallað, yrði lítið og yfirlætislaust 100 bls. hefti. Um framhald ritsins fer auðvitað alveg eftir undir- tektum almennings. En ef við gætum selt ca. 600 eintök, væri málinu sennilega borgið. Þá gætum við haldið þessu áfram árlega. Efnið er óþrjótandi. Erf- iðast verður að fá hæfa menn til að vinna að þessu. Hugmynd- in er, að í ritinu birtist sagn- fræðilegar ritgerðir og alls kon- ar heimildir, helzt samtímaheim ildir, t. d. bréf, dagbækur o. fl., sem varða sögu Eyjafjarðar og Akureyrarkaupstaðar, Öll norð- lenzku héruðin hafa sinnt sögu sinni talsvert, sum mikið, nema Eyfirðingar. Þeir hafa verið tómlátir í þeim efnum. Okkur langar til, að á því verði nú nokkur breyting. Við treystum því, að Eyfirðingar styðji þessa útgáfu, bæði með ýmsu merki- legu efni, sem þeir sjálfsagt eiga í fórum sínum, og eins hinu, að kaupa þetta litla rit, svo að fram tíð þess verði tryggð. Við skulum vona það. En við höfuni ekkert minnzt á fjármál- in. Kostar þetta ekki allt mikið fé? Hver borgar brúsann? Rekstrarkostnaður góðs bóka safns hlýtur alltaf að verða tals- verðui’. Og húsið verður dýrt. Fullbúið með húsgögnum þætti mér ekki ólíklegt, að það færi í 11 milljónir. Eiginlega er það Akureyrarbær einn, sem stend- ur undir byggingu hússins, þó að fengizt hafi til hennar dálítill peningur úr ríkissjóði. Rekstr- arkostnaðurinn verður einnig furðu drjúgui', Bækur eru dýrar nú á tímum, bæði innlendar og erlendar. Þú þarft víst sjaldnast að kaupa bíl undii' 1000 kr. bóka böggul. Svo eru það laun, ljós, hiti og ræsting og fjölmargt annað. Akureyrarbær greiðir hart nær % af kostnaðinum, en. ríkissjóður um 14 hluta. Sýslu- sjóður Eyjafjarðarsýslu hefur einnig ætíð styrkt okkur svo- lítið. Annars er það eitt af nauð synjamálum safnsins og bæjar- sjóðs að fá breytt ákvæðum (Framhald á blaðsíðu 7.) Rauðhausafélagið j Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 8 ítalska. Hún er innsæ, og nú er ég á höttunum eftir innsæi. Komum þá. Við förum í neðanjarðarlestinni til Aldersgate. Þaðan er ekki steinsnar yfir á Kóburg-torgið, en þar var að nokkru sögusvið þeirrar furðulegu frásagnar, sem við höfðum hlust- að á fyrr um daginn. Torgið var umlukt af sambyggðum skítugum tveggja hæða steinhúsum, sem gnæfðu yfir lítinn afgirtan blett, gróinn súrum, snarrót og fíflum og fáeinum hálfvisnuðum blómrunnum, sem undu greinilega illa reyk- mettuðu loftinu. Nú blöstu þrjár gylltar kúlur við augum og brúnt spjald með orðunum „Jabez Wilson“ á einu horn- luisanna.' Hvítmálaðir stafirnir gáfu okkur til kynna, að hér mundi hinn rauðhærði vinur okkar hafa viðskipti sín. Sherlock.Holmes stanzaði framan við húsið og starði á það stundarkorn arnhvössum augum, sem blikuðu milli kipr- aðra hvarina. Síðan gekk hann hægum skrefum upp götuna ogáftur riiður á hornið, þar sem hann staldraði enn við og virti húsin vandlega fyrir sér. Loks sneri hann aftur að húsi veðlánarans. Þar barði hann staf sínum af afli nokkrum sinnum í stéttina. Síðan gekk liann að dyrum veðlánarans og barði. Dyrnar opnuðust undir eins. Ungur rnaður, gáfu- legur, nauðrakaður náungi, bað hann gera svo vel og ganga inn. — Þakka yður fyrir ,sagði Holmes, en mig langaði aðeins til að spyrja um, hver væri stytzta leiðin héðan og niður á Strönd. — Þriðja stræti til vinstri, síðan fjórða á hægri hönd, svar- aði skrifstofuþjónninn hiklaust, hneigði sig og lok’aði dyr- unum. — Þetta er liprasti náungi og áreiðanlega skratti slung- inn, sagði Holmes um leið og við héldum leiðar okkar. Hann er að mínum dómi fjórði slungnasti maðurinn í Lundúnaborg. Og um dirfsku mundi ég telja hann þann þriðja. Ég kannast við hann frá fyrri tíð. — Það er augljóst mál, sagði ég, að aðstöðarmaður Wil- sons skiptir miklu í þessum leyndardómi Rauðhausafélags- ins. Ég þykist vita, að þú hafir spurt til vegar í þeim tilgangi að fá að sjá hann. — Ekki hann. — Heldur hvað? — Hnén á buxunum hans. — Og hvað sástu? — Það, sem ég bjóst við að sjá. j — Hvers vegna varstu að berja þetta í stéttina? — Kæri vinur, þetta er stund athugana, en ekki umræðna. Við erum hér á njósn í landi óvinarins. Nú kunnum við nokkur skil á Kóburg-torginu. En lítum néi á göturnar, sem eru hérna fyrir handan. Við gengum frá Kóburg-torginu og fyrir hornið yfir í strætið-hinurn megin. Andstæðurnar voru svo miklar, að það var líkast því að stíga frá bakhlið myndarinnar að fram- hlið hennar. Við vorum hér á einni af aðalgötum borgar- innar, mitt í umferðaræðinni miklu frá Miðborginni norð- ur og vestur á bóginn. Akbrautirnar voru ein óslitin röð ýrnis konar flutningatækja, eins og tveir hliðstæðir straum- ar aðfalls og útfalls, en gangstéttarnar voru svartar af fólki, sem hraðaði sér áleiðis sitt á hvað. Ég átti dálítið bágt með að gena mér fulla grein fyrir því, þegar ég renndi augum eftir röðinni af glæsilegum verzlunum og tígulegum skrif- stofubyggingum, að rétt hinum megin við þær væri þetta litla og óþrifalega torg, sem við höfðum gengið frá fyrir andartaki síðan. — Látum okkur nú sjá, sagði Holmes, þar sem við stóð- um á götuhorninu og horfðum upp eftir strætinu. Mér þætti gaman að rifja upp húsaröðina hérna. Nákvæm stað- fræðileg þekking Lundúnaborgar hefur löngum verið tóm- stundagaman rnitt. Þarna er Tóbaksverzlun Mortimers, Blaðsölubúðin, Kóburg-útibuið frá Borgarbankanum, Gildaskáli Náttúrulækningafélagsins og vörugeymsla Mc- Farlaine-verksmiðjanna. Og þá er ekki meira í þessari sam- byggingu. Nú höfum við lokið störf;um, Watson, svo að nú gætum við brugðið svolítið á leik. Við fáum okkur brauð- sneið og kaffibolla og síðan til draumalands fiðlunnar, þar sem allt er yndi og samstillt sæla, en engir rauðhausar, sem angra okkur með furðugátum. Vinur minn var alltaf ákafur tónlistarunnandi. Sjálfur var liann ekki aðeins sæmilegur hljóðfæraleikari, heldur einnig tónskáld af betra tæinu. Nú sat hann þarna í hljóm- leikasalnum langa stund og geislaði af hamingju. Langir og grannir fingur hans léku til og frá í takti við tónlistinav Framhald. ,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.