Dagur


Dagur - 23.03.1966, Qupperneq 8

Dagur - 23.03.1966, Qupperneq 8
* OFLUG DRATIARBRAUT - SKIPASMÍÐAHUS I HAFNARNEFND Akureyr- 1 arkaupslaðar heíur undan- | íarið haít til umræðu að I byggja dráttarbraut, sem 1 sagt hefur verið frá í frélt- I um. Nú hefur máí þetta þró- = azt á þann veg, að ráðgert 1 er að hér verði kosnið upp 1 dráttarbraut, sem tekið geli I - 1500 tonna skip, byggð á I undirstöðum gömlu dráttar- i brautarinnar, sem eru taldar i mjög traustar en þarf að i lengja og umbyggja sleða • MtllllMltMIIIIIMMMIIIIIMIMtMMUIIIMMIItMIIIMMIIIMMMI slippsins til að þjóna stærra hlutverki. Hliðarfærslur eiga að vera fyrir allt að 500 tonna skip. Með þessu yrði unnt að taka hér upp togara af þeim stærðum, sem nú eru hér á landi og smærri flutn- ingaskip. Má það Ijóst vera, að slíkt væri mikils um vert, enda væri hér þá stærsta dráttarbraut utan höfuð- bcrgarinnar. Hafnarnefnd bæjarins hef- ur fyrir sitt leyíi samþykkt þessa áætlun og beðið er nú eítir samþykki viðkomandi yfirvalda, þ. e. vitamála- stjórnar. Þá hyggst Slipp- stöðin h.f. byggja skipa- smíðastöð í suinar, stálgrinda hús, 20x80 metra að flatar- máli og 20 metra undir lofí, sem staðseít yrði 60 metrum norðar en núverandi dráttar braut. Úr síöð þeirri yriÚ nýsmíðuðum skipum rennt beint í sjó fram, er þau hlaupa af stokkunum. □ Olafsfjarðarkirkja 50 ára Ólafsfirði 21. marz. Á föstudags- kvöldið var hér kirkjukvöld- vaka og minnst 50 ára afmælis VANTRAUST Á RÍKISSTJÓRNINA LÖGÐ var fram á Alþingi í íyrradag tillaga um vantraust á ríkisstjómina. Flutningsmenn eiu Eysteinn Jónsson, Lúðvík Jósefsson, Ólafur Jóhannesson og Hannibal Valdimarsson. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á nú- verandi ríkisstjórn." Eins og þingsköp mæla fyrir, imunu fara fram tveggja daga útvarpsumræður á Alþingi um yaptrauststillöguna. Ekki var ákveðið, er blaðið síðast frétti hvenær tillagan yrði tekin á dagskrá. En búast má við, að það verði um næstu helgi. Q Ólafsfjarðarkirkju. Formaður sóknarnefndar, Haraldur Þórð- arson flutti ávarp, kirkjukórinn söng undir stjórn Magnúsar Magnússonar kirkjuorganista, einsöng söng Sigurlína Axels- dóttir. Lárus Jónsson bæjar- gjaldkeri rakti sögu kirkjunnar frá fyrstu tíð og systir Unnur Halldórsdóttir lýsti starfi safn- aðarsystra. Kvöldvökunni lauk með helgi stund. Sunginn var sálmurinn: í fomöld á jörðu, lesnar ritn- ingargreinar og að síðustu var sungið: Son guðs ertu með sanni. Hvert sæti kirkjunnar var skipað, og þetta kirkjukvöld var öllum til hins mesta sóma, er að því stóðu. B. S. ÞVÍ MIÐUR bíður enn mikið efni vegna þrengsla í blaðinu. AFLI6LÆÐIST Á HÚSAYÍK Húsavík 21. marz. Afli hefur glæðst verulega bæði á línu, handfæri og í net. Hins vegar eru gæftir stopular um þessar mundir. Grásleppuveiðin er haf in en óstillt veðrátta hamlar þar einnig verulegum árangri, enn sem komið er því ekki er friður með netin í sjó. Útlit er fyrir, að sæmilega horfi hér ef veðr- átta breytist til batnaðar svo unnt verði að stunda sjóinn af kappi. Sjö þilfarsbátar eru hér gerð- ir út og mjög margir trillubát- ar. Ekki fer það leynt um þess- ar mundir hvaða grein sjó- mennskunnar á mest ítök i hug- um manna, en það er grásleppu veiðin. Þ. J. Listi Framsóknarfl. Svavar Ottesen. Gísli Konráðsson. Ingvi Rafn Jóhannsson. Ármann Dalmannsson. Páll Magnússon. Þorsteinn IMagnússon. SMÁTT OG STÓRT ERFIÐLEIKAR TOGARA- ÚTGERÐAR Erfiðleikar togaraútgerðar hér á landi hafa ekki farið hjá garði hér á Akureyri, þar sem bæjar- félagið gerir út 4 gamla togara og rekur hraðfrystihús og hef- ur fiskverkun. En finnnti tog- arinn hefur lengi legið við bryggju. Vonleysi manna um íramtíð togaraútgerðar er mjög áberandi. Togarar syðra eru nú seldir úr landi hver af öðrum, fyrir lítið verð. í Reykjavíkur- borg hefur öll útgerð drcgizt mjög saman hin síðustu ár. UPPGJÖF EÐA ENDUR- NÝJUN Akureyringar hljóta innan skamms að taka ákvörðun um framtíð Ú. A. Spurningunni um, að hætta togaraútgerð liér í bæ eða að endurnýja skipa- stólinn, verður að svara. Al- mennar umræður um bæjar- mál næstu vikumar, munu ef- laust snerta þetta mál, sem önn ur stórmál í atvinnulífi bæjar- félagsins. Æskilegt sýnist, með ■ tilliti til atvinnuhátta í bænum, að hefja sókn með endurnýjun togaraflotans og áframhaldandi togaraútgerð að leiðarljósi. ÞAR ER LEITAÐ Fyrir þrem árum var það yfir- lýst álit erlendra ráðunauta raf- orkumálastjómarinnar, að Detti fossvirkjun væri álitleg til fram leiðslu á raforku til stóriðju. Þar kom það fram, sem máli skiptir. Síðan hefur ekki verið leitað ódýrari aðferða til að virkja Dettifoss en hins vegar mikil vinna í það Iögð, að leita slikra aðferða í virkjun Þjórsár, svo sem kunnugt er, og þar teflt á tæpasta vað, að því er mörgum virðist. ELSKA SKALTU NAUNGANN í Mjölni segir svo: „Akureyring ar munu bera hlýrri hug til bæjaryfirvalda á Sauðárkróki en annarra slíkra staða, einkum og sér í lagi fyrir náðhús það, sem Sauðárkróksbær hefur kom ið upp í Akureyrarhöfn og rek- ið um nokkurra ára skeið. SIipp stöðin á Akureyri hefur eftirlit með þessu fyrirtæki fyrir hönd Sauðárkróksbæjar og sendir reikning árlega fyrir viðhald og umsjón. Raunar er móðgandi að minnast á þann tittlingaskít, sem rekstur slíks þarfafyrirtæk is kostar en það mun vera um 140 þúsund krónur á ári og stofnkostnaður liátt í 2 milljón- ir. Hitt er aftur á móti það sem máli skiptir hve geysileg þæg- indi þetta eru fyrir Akureyr- inga sjálfa svo og bæjargesti“. Rækjan skapar vinnu Á SKAGASTRÖND er ekkert róið um þessar mundir, en menn búa sig undir hrognkelsaveið- ina, sem væntanlega fer senn í hönd. Og þá á að ausa með stóru ausunni. Einn bátur, Guðjón Árnason stundar rækjuveiði í Hrútafirði og hefur aflað sæmilega. Til Skagastrandar er rækjan flutt á bifreiðum frá Hvammstanga, til vinnslu. Þetta skapar tölu- vei’t mikla atvinnu meðal kvenna og veitir ekki af. Q UngEinpmeistaramóf íslands skíðum haldið í HIMialli UM NÆSTU HELGI verður háð hér á Akureyri Skíða- mót Islands fyrir unglinga, sem er hið fyrsta í röðinni. Verða þátttakendur 49 frá 7 héraðssamböndum, þar af 21 frá Akureyri. Keppt verður í svigi, stórsvigi, göngu og stökki. Keppni í Alpagreinum fer fram við Strompinn og sunn- an hans, í stökki við Ásgarð en gangan fer fram við r Skíðahótelið. Hefst mótið kl. 2 á laugardag með keppni í stórsvigi stúlkna, síðan verð ur stórsvig drengja, þá ganga en á sunnudag verður keppt í svigi og stökki. Verðlaunaafhending fer fram á mótsstað að lokinni hverri grein. Veitingasala verður við Strompinn. — Skíðaráð Akureyrar sér um mótið, en mótsstjóri er Guð- mundur Tuliníus. Erlingur Davíðsson. Sigurður O. Bjömsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.