Dagur - 26.03.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 26.03.1966, Blaðsíða 1
— - - ----------=- Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) 1.......-... .......... '■ - --... Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 Nýjar vélar í síldarbræðsluna á Raufarhöfn fyrir sumarverfíðina HAFÍSINN NÁLGAST NÚ NORDURLAND Gífurlegt ísmagn, sem fyllt getur flóa.og firði ef vindur verður óhagstæður Raufarhöfn 24. marz. Unnið er að því um þessar mundir að , setja upp nýjar vélar og vinnslu . tæki í síldarverksmiðjuna og er þess vænzt, að því verði lokið fyrir næstu síldarvertíð. En verksmiðjan er nú 20 ára gömul og hefur malað hvert sumar, án þess stórkostlega hafi verið til Ók á Ijósasfaur BÍLAÁREKSTRAR, umferðar- hi’ot og ölvun eru dagleg við- fangsefni lögreglunnar. Fremur var þó rólegt í bænum síðustu daga. Á þriðjudaginn ók 13 ára drengur á hjóli aftan á kyrr- stæðan vörubíl og slasaðist all- xnikið og var fluttur í sjúkra- hús. í fyrradag ók maður einn bíl sínum á ljósastaur. Staurinn brotnaði, bíllinn stórskemmdist en ökumann sakaði ekki. Að áliðnum einum kuldadegi var hvarf kolapoka kært til lög- reglunnar. En sá „seki“ gaf sig Tíka fram. Hafði bilað hjá hon- um olíukynding, búið að loka kolaafgreiðslu, og tveir kolapok ar teknir traustataki! SJÓMANNAFÉLAG AKUR- EYRAR hélt 38. aðalfund 20. marz sl. Félagsstjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Trvggvi Helgason formaður. Jón Helgason varaformaður. Ólafur Daníelsson ritari. Hörður Frímannsson gjaldkeri. Ragnar Árnason meðstjórnandi. Afkoma félagsins var góð á síðasta ári. Eignaaukning í sjóð- um félagsins nam 281.000.00 þúsund krónum. Félagsgjaldið var ákveðið óbreytt kr. 700.00. hennar kostað, enda skilaði hún ekki fullum afköstum síðustu árin. Hér er snjór og stórhríð síðan um helgi. Allar leiðir á landi eru því lokaðar og hefur verið ófært til Kópaskers á þriðja mánuð, en það er óvenjulegt. Sjóferðir hafa einnig stundum brugðizt vegna óveðurs. Komið hefur því fyrir, að mjólk hefur vantað nokkra daga í senn. 1 fyrradag kom Esja færandi hendi, var með mjólkurvörur og hey, hvorttveggja vel þegið. Hún hafði tveggja tíma viðdvöl. Þcgar hún fór voru komin 8 vindstig og koldimm hríð. Skip hafa öðru hverju komið til að taka síldarmjöl. Síldin er öll farin en allt lýsið er hér enn og fer ekki fyrr en í næsta mánuði. Hér er olía senn á þrotúm, en á leiðinni mun skip til að bæta þann skort. Sökum ógæfta hefur sjórinn lítt verið stundaður og enginn friður hefur verið með grá- sleppunet í sjó. Hingað eru komnir menn með trillubát til grásleppuveiða og bíða þess nú að veður skáni. H. H. I félaginu eru nú 183 félags- menn. Samþykkt var að stofna byggingasjóð fyrir félagið með 150.000.00 þúsund króna stofn- framlagi. Rætt var um að félagið sæki um inngöngu í Sjómannasam- band íslands og var samþykkt samhljóða tillaga um að það verði látin fram fara ailsherjar atkvæðagreiðsla um málið, sem félagsstjórnin láti framkvæma fyrir vorið. FYRIR síðasta norðanáhlaupið var ís talinn 94 sjómílur út af Grímsey, en er nú aðeins 30 sjó- mílur frá eynni. Dagur ræddi í gær við Pál Bergþórsson veðurfræðing um ísinn, og sagðist honum efnis- lega frá á þessa leið: Flugvél frá Landhelgisgæzl- unni flaug ískönnunarflug með ísröndinni og lengra norður í gær. Samkvæmt upplýsingum frá þeirri ferð, fóru þeir 150 sjó- mílur norður í haf. Til að átta sig á þeirri breytingu, sem ísinn hefur tekið síðan 17. marz má benda á, að þá var ísröndin 64 sjómílur norðvestur af Straum- nesi, 94 sjómílur norðvestur af Grímsey, og lá ísröndin þaðan til norðausturs. í gær hafði sú breyting á orð- ið, að ísinn er aðeins 35 sjómíl- ur út af Horni, 45 sjómílur norð- ur af Skaga, 30 sjómílur norður af Grímsey og tæplega 30 sjó- mílur norðvestur af Rauðunúp- um. Hefur ísinn því rekið hratt í áttina til lands í norðanveðr- inu. fsröndin liggur nokkurn veg- in frá vestri til austurs norðan við land, en þegar komiö er austur .hjá Rauðunúpum beygir hún mjög til norðausturs. Aðalbreytingin er því sú, að ísinn hefur færzt nokkru nær út af Vestfjörðum, en þó miklu meira norður af Slétíu. í gær, þegar flogið var yfir ísinn, sáu flugmenn, að ísinn hafði færzt suðvestur á meðan á ísfluginu stóð. Norðanátlin er nú að verða búin í bili, en scnni lega gengur aftur í norðanátt. ísmagnið mun vart hafa aukizt í samræmi við tilfærslu ísrand- arinnar, því hann mun eitthvað gisnari. Magn hans er þó nægi- legt til að fylla firði og flóa á Norðurlandi, ef vindar og straumar leggjast á eitt, en um það skal þó engu spáð. Hins vegar væri kærkomin norðaust anátt á svæðinu milli Græn- lands og Vestfjarða, til að flýta fyrir ísreki þá leið suður. LEÍÐIR LOKAÐAR ■í GÆR varð fært frá Akureyri að Bægisá, ögn út í Möðruvalla .sókn, út fyrir Veigastaði og um hreppana framan Akureyrar. Allt þó miðað við trausta bíla. Aðrar leiðir voru lokaðar. Q Nú er s átími framundan þeg ar ís er mestur hér við land að öllum jafnaði, sagði Páll Berg- þórsson að lokum. □ b<$><§><§><&<§><§><§><§><§><§>$><$><$><&§><^ Í HÖRÐ MÓTMÆLI I SEND ALÞINGI % í GÆR mun skrifstofu Al- X þingis hafa borizt hörð mót- % mæli gegn atvinnurekstri er ¥ lendra auðhringa hér á S> landi, og byggingu alumin- bræðslu syðra á þessum tím X um x Mótmæli þessi, sem eru X rökstudd með greinargerð, <*, eru úr Norðurlandskjör- dæmi eystra, frá sveitar- stjórnum og forystumönnum T hinna ýmsu félagssamtaka. T Mun þar vera um að ræða T nálega 500 nöfn. Yfir 80% 1 sveitastjórna í þessum lands X hluta óskuðu að láta álit sitt 3> í ljósi með undirskrifit og |> yfir 90% stjórna verkalýðs- félaga. □ TVEIR SNJÓBÍLAR NÝLEGA voru tveir snjóbílar sendir með strandferðaskipi til Norður- og Norðausturlands. Annan bílinn áttu Fnjóskdælir og hafði hreppsnefndin pantað hann fyrr í vetur. Hefur bíll þessi stöðugt verið í förum síð- an. Hinn bílinn hafði Gísli R. Péíursson kaupfélagsstjóri á Þórshöfn pántað, og munu sveit arfélög verða eigendur bílsins. Stutt er síðan hann kom austur og flutti hann skólabörn í sinni fyrstu ferð. Lagabálkur, sem eykur glundroða í hagkerli landsins ;! RfKlSSTJÓRNIN hefur nú nýlega lagt fyrir Alþingi Ibálk mikinn um Fram- kvæmdasjóð fslands, Efna- hagsstofnun og Hagráð. J; Samkvæmt lagafrumvarpi •| þessu á Framkvæmdabank- X >nn að skipta um nafn og kallast Framkvæmdasjóður. I: Yfir honum á að vera 7 I; manna ráð eins og Fram- kvæmdabankanum og ræður L það lánveitingum, en Seðla- bankinn á að sjá um rekst- urinn að öðru leyti. Núverandi Efnahagsmála- stofnun á að lögfesta og skulu Seðlabankinn og Fram kvæmdasjóðurinn semja sín í milli um stjórn hennar og bera kostnaðinn, sem auðvit- að er greiddur af almannafé. Ennfremur á að stofna 23 manna hagráð, sem er ráð- gjafasamkoma. Ríkisstjórnin stefnir með þessu að því, að draga vald úr höndum þjóð- kjörinna fulltrúa á Alþingi og láta embættismannaráð í Reykjavík móta stefnuna, enda rikisstjórnin sjálf orð- in steínulaust rekald og vill skjóta sér bak við hag- fræðinga og embættismenn, og með þessu er glundroði í hagkerfi landsins aukinn, fjárfestingarhömlur auknar og fjölgun lánasjóða, nafna- breyting ein án úrbóta á lána markaðinum. □ Stjórn Sjómannafél. endurkjörin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.