Dagur - 26.03.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 26.03.1966, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT 8 1> Úr íþróltasal skólanna á Húsavík. Hluti af salnum og áhorfendastúkan. fþróttafélagið Völs- $ ungur nýtur ókeypis aðstöðu í salnum. ÝMSAR FRÉTTIR FRÁ BÚNAÐARÞINGI E'iR.INDI Gísla Magnússonar varðandi ■ Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. ÁLYKTUN: Búnaðarþing skorar hér með ó stjórn Bún. ísl. að vinna að því eftir mætti við ríkisstjóm og Alþingi að framlög úr ríkis- sjóði til rannsókna í þágu ís- lenzks landbúnaðar verði það rífleg að í náinni framtíð, verði unnt fyrir bændur landsins að byggja á haldgóðum niðurstöð- um rannsókna til hagræðingar í búskap sínum. Tillaga til þingsályktunar um hækkun á ævifélagagjaldi. Frá fjárhagsnefnd. Búnaðarþing ályktar, að ævi- félagagjald Búnaðarfél. ísl. skuli hækka úr kr. 200.00 eins og það nú er, í kr. 500.00. Erindi stjórnar Bún. fsl. um ábúð prestsetursjarða í sveitum: ÁLYKTUN: Búnaðarþing ályktar að beina því til ríkisstjórnar og Aiþingis að láta fara fram rækilega at- hugun á ráðstöfun prestseturs- jarða í því augnamiði að nýting landgæða þeirra og að búskap- ur á þeim geti haldizt í hendur við ríkjandi umbóta- og fram- faraþróun í landbúnaði vorum. Er það hvort tveggja í senn fjárhags- og menningaratriði að komið sé í veg fyrir að úrelt og óraunsætt skipulag sé látið standa í vegi fyrir eðlilegri og hagkvæmri þróun á þessu sviði. Nú leiðir athugun þessi það í ljós, eins og hér er að vikið, að breytinga sé þörf, mundi í xnörgum tilfellum sú leiðin ravmsæust til úrbóta að selja bændum prestsetursjarðirnar, nema þar sem jarðir þyrfti að nota í almenningsþarfir, t. d. sem skólasetur. Þá yrði jafn- Enn snjóar á Skaga SAMKVÆMT fréttum af Skaga strönd í gær, er þar komið mik- ið stórfenni og meira en oftast áður Til marks um það mætti riefna, að símalínur hefur fennt í kaf á tveim stöðum úti á Skaga vestanverðum. Bílvegi milli Skagastrandar og Blönduóss er reynt að halda opnum og tekst oftast. □ framt búið í haginn fyrir búsetu presta, þar sem þeir, miðað við nútíma hætti, hefðu sem bezt starfsskilyrði, t. d. við skóla eða í þéttbýliskjörnum sveit- anna. Erindi Gísla Magnússonar varðandi raforkumál: ÁLYKTUN: Búnaðarþing ítrekar enn á ný fyrri ályktanir sínar um nauðsyn þess að lokið verði raf- væðingu alls landsins. Búnaðar- þing skorar á raforkuráð að Ijúka áætlunargerð um fram- kvæmdir, sem miði að því að þessu marki verði náð árið 1970. Jafnframt skorar þingið á raforkumálaráðherra að beita sér fyrir hækkuðum fjárveit- ingum til þessa verks, svo fram angreindu marki verði náð. Egilsstöðum 24. marz. Hér kom enn hörkuveður á mánudags- kvöldið og stóð á þriðjudag. Allir vegir urðu þá ófærir, en sökum hvassviðrisins festi snjó- inn lítið á harðfenni því, sem fyrir var. Álitið er þó, að ekki sé mjög mikið verk að opna slóðir á ný, því snjógöngin liggja flest með vindátt og því fyllti þau ekki. Lítill timburskúr á Eiðum, 3x3 m., svonefnt loftnetshús brann til ösku. Varð því að grípa til þess ráðs að senda út á stuttbylgjum með varasend- - inum. Búið er að ganga frá hluta- félagi um stofnun og rekstur niðurlagningarverksmiðju, þar sem síld og sjólax verður aðal hráefnið. Niðurlagningarverk- smiðja þessi verður á Egilsstöð- um. Þegar hafa safnazt um tveggja millj. kr. hlutafjárloforð og heldur sú söfnun áfram. Stofnendur hlutafélagsins eru 97 talsins og eru það bæði ein- staklingar, félög og opinberir aðilar. Stjómarformaður er Jón Helgason rafveitustjóri á Egils- Þá undirstrikar þingið rétt- mæti þess að raforkuverð verði það sama um allt land. Erindi Búnaðarsambands S,- Þing. um hjálparfólk í sveitum: ÁLYKTUN: Búnaðarþing telur nauðsyn á að skipulega sé unnið að því að tryggja aðstoð við heimili í sveitum, þar sem húsbúendur eða starfslið forfallast vegna veikinda eða slysa. Æskilegt er að slíkri starfsemi sé sett fast form með löggjöf. Þingið felur því stjórn Bún. fsl. að taka til athugunar hvort ekki sé hægt að fella þetta inn í lög nr. 10 frá 25. jan. 1952 um heimilishjálp í viðlögum og semja frumvarp til breytinga á þeim lögum, er feli í sér, ef fært (Framhald á blaðsíðu 2.) stöðum og með honum í stjórn eru: Sveinn Jónsson Egilsstöð- um, Gísli Helgason Helgafelli, Gunnar Gunnarsson Egilsstöð- um og Vilhjálmur Sigurbjörns- son Egilsstöðum. Þegar er farið að undirbúa framkvæmdir. V.S. ÍSLENDINGAR áttu um síð- ustu áramót 910 vélknúin fiski- skip stór og smá og rúmlesta- talan var 158.053. Meðalstærð skipa er því nálega 174 rúm- lestir. Þessi 910 skip skiptast þannig eftir skipategundum, samkvæmt skipaskrá, sem mið- að er við 1. janúar 1966: Fiskibátar með þilfari 792 Togarar 38 Hvalveiðiskip 7 Vöruflutninga- og farþegas. 40 Varðskip 5 Björgunarskip 4 Olíuskip 7 Olíubátar 4 Dráttarskip 3 Dýpkunar- og sanddæluskip 2 Hafnsögu- og tollbátar 7 NÝTT ÍÞRÓTTAHÚS Akureyrarkaupstað vantar til- finnanlega nýtt íþróttahús og hefur svo lengi verið. íþrótta- félögin Þór og KA hafa fundið sárt hvar skórinn kreppir í þessu efni og hugleitt að leysa málið hvort fyrir sig, en vantar fé. Nú er útlit fyrir að bæjar- stjóm hefji undirbúning að íþróttahúsbyggingu ef málinu er fylgt fast eftir. Það er mjög æskilegt, að íþróttafélög, skólar o. fl. aðilar sameini átak sitt und ir forystu bæjarins um fyrstu og brýnustu Iausn á þessum vanda: Byggingu nýs íþrótta- húss. BÆKURNAR VORU SKÓLI Upp er að rísa á Akureyri ný bókhlaða — bygging fyrir Amts bókasafnið, mikið hús og veg- legt, og við hæfi hinu mikla safni bóka, sem lengi hefur bú- ið við þröngan húsakost. Bygg- ingaframkvæmdum miöar áleið is, liægt en örugglega. Amts- bókavörðurinn, Árni Jónsson, sagði frá safninu hér í blaðinu nýlega, sögu þess, daglegum störfum, bókaútlánum og síðast en ekki sízt ýmsum mjög athygl isverðum hugmyndum sínum um framtíð safnsins, sem vakið hafa eftirtekt og umræður með- al bókaunnenda og ýmissa menntaðra manna. Bækurnar voru lengi vel hinn eini al- menni skóli fslendinga og hlut- verk þeirra er enn mikið. ÓDÝRAR BÆKUR Bókamarkaður var opinn í Lista mannaskálanum í Reykjavík um vikutíma eða rúmlega það um síðustu mánðamót. Mann- margt var þar og mikið keypt. Gömlu bækurnar, sem horfnar eru úr bókabúðum voru þarna td sölu á mjög lágu verði, miðað við það, sem nú tíðkast, því bókaverð er nú ört hækkandi eins og allt annað. TÆKIFÆRI, SEM VERT ER AÐ NOTA Svona bókamarkaður er opinn ár hvert nú orðið. Hin minni bókasöfn og lestrarfélög, víðs- vegar um land, sem lítil fjárráð Annað 1 Auk þess eru á skipaskrá rúmlega 1300 opnir vélbátar. Margir þeirra eru notaðir til fiskiveiða meiri eða minni hluta úr árinu, aðrir ekki. Þau sjást ei oftar á sjó. Á árinu 1965 voru 54 skip strikuð út af skipaskrá, þau er áður höfðu verið skráð þar, sam tals 5090 rúmlestir. Fróðlegt er að athuga hvað orðið hefur þeim 54 skipum að aldurtila. Af þeim voru 32 strik- uð út með þeim eftirmælum, að þau voru „talin ónýt“, þar af 6 „vegna fúa“ og 1 „vegna þurra- fúa“. Þrjú skip voru „brennd" á árinu og var eitt þeirra 60 rúm- hafa, ættu að gefa þessu gaum og hafa þar umboðsmenn. Einn- ig gætu þau sennilega fengið bókaskrá hjá Bóksalafélaginu eða útgefendum til liægðarauka. Ekki má gleyma því, að hér á Akureyri er talsvert gefið út af bókum, og sumar þeirra seldar á lága verðinu. Og bók, sem kom út fyrir tíu eða tuttugu ár- um gétur verið eins góð eða betri en ný bók, þótt hún kosti minna. KONUR f HRfSEY Konur í Hrísey hafa á fundi kvenfélagsins mótmælt harðlega fram komnu bjórfrumvarpi. Sendu þær Alþingi mótmæli sín, ásamt áskorun um að fella það. Konur í Hrísey skilja það réttilega, að vandi áfengisnotk- unar á fslandi verður ekki Ieyst ur með því að bæta bjórdrykkj- unni við. Við slíkt skapast að- eins annað og nýtt vandamál, sem að sumu leyti er verra böl hinu fyrra. HÁSKALEIKUR Daglega horfa vegfarendur á þann háskaleik barna og ungl- inga, að hanga aftan í bílum. Mest ber á þessu í nágrenni skólanna og er furðulegt, að slíkt skuli ekki upprætt þar. SÆLUVIKU FRESTAÐ Sauðárkróki 24. marz. Engin mjólk barst til samlagsins í fyrradag. Þá var enn allt lokað vegna snjóa og hörku stórhríð, ein hin mesta, sem hér hefur komið. Fannkoman var geysi- leg og hvassviðrið svo, að kaila mátti aftakaveður. Víða er fannfergi, einkum að austanverðu í Skagafirði. Snjó- léttara er inn til héraðsins. Far- ið mun að sneyðast um beitiland fyrir útigönguhrossin, en þau munu þó enn í sæmilegum hold- um. Ekkert er farið á sjó að heita má. Maður fær naumast rauð- maga í soðið. Sæluvikunni varð að fresta vegna illviðranna. S. V. lesta bátur í Reykjavík, notaður í áramótabrennu. Fjórir bátar brunnu á sjó og sukku, 6, 12, 13 og 33 rúmlestir. Tvo rak á land, tveir togarar og eitt vöruflutn- ingaskip voru seld til Grikk- lands. Einn bátur sökk á sjó eftir ásiglingu (27 rúml.), tveir strönduðu (43 og 45 rúml.). Strákur (59 rúml.) fórst við Hópsnes. Sex bátar sukku á mið um úti eða á leið af miðum og voru þeir þessir: Björn Jónsson Reykjavík 105 rúml. Sökk 29. júlí við Hrollaugseyjar. Hilmir frá Keflavík, 18 rúml. Sökk í róðri 17. ágúst. Rifsnes frá Reykjavík, 158 rúml. Sökk út af Bjarnarey 12. september. Haf (Framhald á blaðsíðu 7.) L0FTNET5HÚS BRANN A EIÐUM SKIPASTÓLL ÍSLENDING A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.