Dagur - 26.03.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 26.03.1966, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 engisnotkun er ógœ a usunuanna HELGI VALTYSSON : SAGAN UM HÚSNESS-ÁTÖKIN - Alúminíumverksmiðjan á Húsnesi - Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hinn almenni bindindisdagur BISKUP ÍSLANDS hefur falið prest um sínum að helga „hinum almenna bindindisdegi“ stólræður sínar á morgun. En þá verður um land allt unnið gegn áfengisböli þjóðarinnar af ýmsum félagásamtökum, sem láta sig menningarmál og framtíðarheill þjóðarinnar varða. Boðað liefur ver- ið, að dagblöð höfúðborgarinnar taki þann dag höndum saman í þessu efni, fræðslusamkomur verða haldn- ar víðsvegar, þar sem bindindismál verða á dagskrá o. s. frv. En í öllu þessu felst sú viðurkenn- ing, að áfengismál séu meðal vanda- mála þjóðarinnar. Því til staðfestu skal minnt á, að þeir sem um mál þessi vilja hugsa af alvöru, hafa orðið þess vottar hin síðustu ár, hve áfeng- istízkan hefur nú sterk ítök meðal yngra fólks. Svo sterk eru þessi ítök orðin, að Bakkus hefur stundum leitt börnin að sínu altari áður en þau játast guði sínum í þjóðkirkjum landsins á fermingardaginn. En þeg- ar svo er komið þarf engan að undra þótt mörgum mannslífum sé árlega bæði beint og óbeint fómað. Stað- reynd er, að ofnotkun áfengis þjáir hundruð heimila og þúsundir manna í þessu landi. Ef svo heldur sem liorfir í þessum málum, mun áfengisbölið smám saman brjóta nið- ur siðferðisþrek þjóðarinnar á öllum sviðum. Ljóst er af framanskráðu, að öll sú viðleitni og vinna einstaklinga og félaga, og hins opinbera, sem beinist gegn böli þessu, er lrreint björgunar- starf. Almenningur lilýtur fyrr eða síðar að gera þá ófrávíkjanlegu kröfu til dómsvalds og löggæzlu, að áfengis löggjöfinni sé framfylgt á annan og sómasamlegri hátt en nú er og leggja fram sinn hlut. í þessu efni er tví- þætt hlutverk framundan. í fyrsta lagi þurfa áhugamenn að vinna hik- laust að breyttu og kröfuharðara al- menningsáliti og í öðru lagi að vinna hjálpar- og björgunarstarf og koma fjölda ógæfumanna á réttan kjöl. Hin ýmsu félagasamtiik og vinnu- veitendur þurfa að meta bindindis- sinnaða menn að verðleikum, hið opinhera verður að taka tillit til þess í embættaveitingum, hvað sæmilegt er í þessu efni, og sem allra flestir borgarar ættu að sjá sóma sinn í því, að hafna áfengisneyzlu algerlega, málefnisins vegna. Dauðsföll af völdum áfengis eru svo mörg hér á landi á ári hverju, að ef álíka mannskæður sjúkdómur bærist til landsins undir öðru nafni, myndi, án ágreinings, milljónum króna varið til vamaðar, því skelfing myndi grípa þjóðina. Því fyn-, sem þjóðin rís upp til baráttu við eigið böl, því betra. □ í TILEFNI af „hinum almenna bindindisdegi“ á morgun, sneri blaðið sér til tveggja ungra manna í ábyrgðarstöðum, Sigurðar Óla Brynjólfssonar kennara og Hauks Árnasonar byggingafræðings og bað þá að svara nokkrum spurningum um áfengismál. Spurningar og svör fara hér á eftir. Fvrst ræðir blaðið við Sigurð: Búum við við áfengisvanda- mál? Engum vafa er það undir orp- ið og mun vera ævagamall fylgi fiskur vestrænnar menningar. En drykkjuskapur og afleiðing- ar hans birtast sennilega á ann- an hátt en áður fyrr. Hvernig þá helzt? Til dæmis hefir áfengisneyzla kvenþjóðarinnar aukizt mjög á síðari árum og ennfremur ungl- inga. Að vísu heyrum við sögur sumra eldri manna um það að þeir hafi barnungir drukkið sig fulla, en það voru einstök til- felli og gáfu sem slík ekki til- efni til endurtekninga. En eins og málin standa nú, virðist unglingur, sem drekkur sig fullan á almannafæri t. d. dansleik (til að öðlast kjark eins og sumir segja) sífellt fá nýtt tilefni til endurtekningar, þar sem algengt er að þeir sæki dansleiki hálfsmánaðarlega, vikulega eða jafnvel oftar. Virð ist mér því auðsætt mál, að þetta leiði til þess að margir verði ofdrykkjumenn þegar á unga aldri, enda mun svo vera. Að vísu er mörgu ungmenn- inu bjargað aftur með því að setja það undir læknishendur, en árangur slíkrar meðferðar verður oft lítill eða jafnvel eng- inn. Hvaða ráð eru til úrbóta? Þú hefðir ekki komið erindis- Ieysu, ef ég gæti svarað því. Á lausn þessa vandamáls hafa spreytt sig margir ágætir og gáf aðir menn og er ástandið þó eins og það er. Að vísu hefir umbótaviðleitni þeirra oft borið mikinn árangur, en jafnan hefir sótt í sama farið undra fljótt, nema þar sem vökunni er haldið. Af þeim tilraunum, er gerðar hafa verið til úrbóta, sézt að breyting á almenningsálitinu hefir verið sá grunnur, sem um- bæturnar hafa byggzt á. Svo þarf einnig að vera nú. Er auðvelt að breyta almenn- ingsálitinu? Það mun ekki vera auðvelt. Auðveldara mun þo að breyta almenningsálitinu gagnvart drykkjuskap unga fólksins, en þess fullorðna, enda hefir það aldrei viðurkennt hann til fulls eíns og viðbrögðin við Hreða- vatns- og Þórsmerkurævintýr- unum sýndu. Það er hið hóf- lausa frelsi unglinga til ráðstöf- unar peninga og útivera án eft- irlits, sem veldur þessum og álíka atburðum. Sjálfsagt er að hafa reyndan bifreiðastjóra við hlið þess, er í fyrsta sinn ekur bifreið, þar til hann hefir sýnt hæfni sína til akstur, jafn sjálfsagt er að leiðbeina og hafa strangt taum- hald á unglingum, bæði um með ferð fjár og í skemmtanalífinu. Margar og einmitt hættuleg- ustu freistingarnar verða á vegi þeirra á þsssum vettvangi. Það eru að vísu sumir, sem halda því fram, að barnið eða unglingurinn verði að læra að fara með peninga og standa á eigin fótum og veita því börn- um sínum þetta frelsi. Miklu fleiri foreldrar eru þessu þó andvígir, en leiðast til undanlátssemi vegna samtaka- ið heldur vörð um, er okkur vantar. En það er bezti vörður- inn, þegar til alls kemur. Þetta á ekki aðeins við um vínneyzlu heldur og margt ann að svo sem reykingar og laus- læti ýmiskonar. Er ekki unnt að stofna slík félög strax? Það má sjálfsagt reyna, en efalaust verður erfitt að fá for- eldra til samstarfs í byrjun og börn eða unglingar, sem lokið hafa barnaprófi þyldu þetta illa fyrst í stað. Þess vegna er lík- legra til árangurs að hefja starf með foreldrum yngstu nemenda barnaskólanna og láta það síð- an færast með þeim upp í efri bekkina og framhaldsskólana, þar sem því verður við komið. Hvað um fullorðna fólkið t. d. kennara sem fyrirmynd ungl- inga? Vissulega hefir það gildi í sjálfu sér og fyrir unglinginn að við lifum grandvöru og heið- arlegu lífi, en vil þó benda á að strákarnir í skólanum hefðu ekki tekið það upp eftir mér, að láta sér vaxa hár niður á herðar, þótt ég fyrstur manna hefði orðið til þess segir Sigurð- ur að síðustu og þakkar blaðið svör hans. Sigurður Óli Brynjólfsson. leysis. Sem dæmi má nefna úti- vist barna á kvöldin. Flestir vilja halda börnum sínum inni á kvöldin en þó eru nógu marg- ir, sem gefa eftir, til þess að verulegur hópur barna sézt úti. Síðan geta þau börnin, sem ekki hafa fengið að fara út vitnað í útivist hinna, og af ótta við að barnið finni til sérstöðu leyfa foreldrarnir því að fara út eitt og eitt kvöld og svona gengur þetta á víxl þar til börnin telja þetta sjálfsagt og foreldrarnir láta undan gegn vilja sínum. Slík víxlþróun er á mörgum sviðum. Geta skólarnir orðið hjálpleg- ir til að eflá samtök foreldra er miða að samræmi í uppeldi? Aðstaða skólastjóra og kenn- ara hérlendis er yfirleitt erfið og slíkt samstarf við foreldra hlýtur að kalla á mjög aukið starf þeirra, en þrátt fyrir það er ég sannfæi'ður um að þeir muni fúsir til samstarfs við foreldrana og óska eftir því að það megi takast. Þekkir þú til slíkra samtaka af reynslu? Nei, en mér er sagt að víða erlendis taki foreldrar mikinn þátt í skólastarfinu og þá eink- um í félagslífinu. En einnig séu haldnir foreldrafundir, þar sem vandamál, er koma fyrir í upp- eldisstarfinu, séu rædd og þannig myndist samræmi og fastari venjur — þ. e. gagnlegt almenningsálit um rétt og rangt. Það eru einmitt hinar ýmsu siðareglur, sem almenningsálit- í hverri viku sjá þó bæjar- fógeti og lögregluþjónar tugi ölvaðra ungmenna án þess að hreyfa hönd eða fót, þó þeir viti að í öllum tilfellum hefur verið framið lögbrot. Fyrir Iíaukur Árnason. slíka vanrækslu ætti að vera bú ið að víkja öllum þessum mönn um úr starfi, en almenningsá- litið hefur ekki krafizt þess af nægri festu. Lengi hefur því verið haldið fram, að margir unglingar byrji drykkju vegna feimni á dansstöðum. Hvers vegna er danskennsla þá ekki tekin upp sem skyldunámsgrein í barna- og gagnfræðaskólum? Auðvelt myndi þá að starf- rækja vandaða skemmtistaði fyrir unglinga og fullorðna án þess að sala áfengis þyrfti að standa undir rekstrarkostnað- inum. Auka þarf ábyrgðartil- finningu barna, unglinga og fullorðinna fyrir sjálfum sér, vegna sjálfs sín og þjóðfélags- ins. Glæða þarf fegurðar og listskyn og vekja áhrifamátt lífsgleðinnar og lífsfegurðar- innar. Finnst þér, að stofna þyrftu ný samtök? Stofna þarf félagasamtök allra þeirra er líta á áfengisdrykkju sem vandamál er ráða þarf bót á. Kraftar þeirra verða bezt nýttir í einu stóru félagi sem megnar að reisa við almennings álitið og veitir m. a. bæjarfógeta og lögreglu það aðhald og stuðn ing sem þarf til að framfylgja lögum um notkun áfengis. Krefjast ber þess að opinber- ir embættismenn ríkis og bæja neyti ekki áfengis eða veiti í op- inberum veizlum og á fagnaðai'- stundum almennings, og að sjálf sögðu ekki í vinnutíma. Slíkt félag mundi geta haft þau áhrif að kennarar og aðrir leiðtogar ungs fólks teldu sér skylt að vera bindindismenn. Hvað viltu segja um bruggun og sölu áfengs bjórs í landinu? Með sölu á áfengum bjór opn- um við síðasta varnarmúrinn gegn áfengisbölinu. Þá mundi drykkjuskapur á vinnustöðum stóraukast. En nú er öldrykkja eitt alvarlegasta vandamál bygg ingariðnaðarins á Norðúrlönd- um. Þó gert sé ráð fyrir að sala á bjór verði á sama hátt og á áfengi, þá mun það aðeins vera talin bráðabirgðaráðstöðun ef verða mætti til að sala þessa drykkjar fengist leyfð í land- inu, segir Haukur Árnason að lokum og þakkar Dagur svörin. Sóslðlisíar og íhaldsmenn auka lylgi sill Jafnaðarmenn tapa fylgi Búum við við áfengisvanda- mál Haukur? Þegar hundruð bæjarbúa eða þúsundir landsmanna drekka sig ofurölvi í hverri viku, tugir manna geta ekki sinnt vinnu sinni vegna ofdrykkju, bæjar- fulltrúar verða sér til athlægis í opinberum móttökum vegna drykkj ufýsnar, íþróttafrömuðir eru með drykkjulæti á íþrótta- leikum, kennari mætir í kennslustund með áberandi „timburmenn" og nemendur skemmta sér við að hressa hann við á áfengum bjór, og hver fimm manna fjölskylda eyðir tugum þúsunda í áfengiskaup að meðaltali á ári, þá tel ég að við búum við áfengisvandamál. Hverjar telur þú helztu ástæð ur drykkjuskapar? Megin orsakir drykkjuskap- ar tel ég vera minnimáttar- kennd, lífsleiða, tilraun til flótta frá raunveruleikanum, taugaspennu og drykkjutízkuna. Hvaða ráð eru tiltæk til að minnka áfengisnotkun? Mikilvægasta vopnið gegn of- notkun afengis er án efa sterkt almenningsálit, sem fordæmir alla notkun áfengis. En nú er almennt hlegið að drykkjulát- um og ofdrykkjumönnum vor- kennt eða þeir lítilsvirtir fyrir að koma óorði á áfengið. Allur drykkjuskapur þarf að verða jafn óhugsandi og ölvuð kona á almannafæri fyrir 30 ár- um. Áfengislöggjöf okkar gerir ráð fyrir að óheimilt sé hvei-ju ungmenni að neyta áfengis og refsivert ef fullorðnir stuðla að því að ungmenni neyti þess. Jótlandi 10. marz. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Danmörku þann 8. þ. m. Þátttaka í kosningunum var meiri en áður, að nálgast það, sem er í þingkosningum. Niðurstaða kosninganna er sú að Socialistisk Folkeparti (flokk ur Axels Larsens) og íhalds- flokkurinn hafa unnið á. Stjórn arflokkurinn — Jafnaðarmenn — hafa tapað. Aðrar breyting- ar hafa orðið litlar. Talið er, að stjórnin hafi tapað á frumvarpi því, sem hún hefur lagt fram í þinginu með Vinstri flokknum og Radikalaflokknum um íbúð- ai'byggingar. Það hafi þótt ná of skammt. Jens Otta Krag, forsætisráð- herra, segir eftir kosningarnar, að þær gefi lítið til kynna um næstu þingkosningar. Á þessu kjörtímabili verði afgreidd ný lög um sveitarstjórnarmál, sem gangi í þá átt, að gefa bæjar- og sveitarfélögum meiri sjálfs- ákvörðunarrétt en áður. Paul Hartling, form. Vinstri flokksins, lýsir ánægju sinni yfir kosningunum, einkum að því leyti, að flokkurinn hafi aukið fylgi sitt í bæjunum. Paul Sörensen, form. þing- flokks fhaldsflokksins, er mjög ánægður yfir sigri flokksins og telur að hann stafi af tillögum flokksins um meiri sjálfstjórn sveitarfélaga. Axel Larsen, form. Sósíalista- LEIÐRÉTTING við fermingar- lista: Sveinbjörn Þorvarður Guðmundsson heitir dreigur- inn í Eyrarveg 17, en ekki Sigurbjörn, eins og stóð í síð- asta blaði. flokksins, telur sinn flokk eina sigurherrann í þessum kosning- um, einkum í Kaupmannahöfn. Hann segir, að flokkur sinn sé fús til samvinnú við Jafnaðar- menn í bæjarstjórnum og hreppsnefndum. Vegaskemmdir. Miklar vegaskemmdir hafa orð- ið á malbikuðum vegum á Jót- landi í vetur. Ovenjulega mikil frost hafa sprengt malbikið. Víða eru umferðatruflanir vegna viðgerða, og er umferð- inni þar stjórnað með ljósum. Allir aðalvegir hér á Jótlandi eru enn malbíkaðir. Talið er að þessar vegaskemmdir muni nema 30 millj. kr. tjóni. Einsíæður banki. Fyrir rúmum 10 árum var stofnaður JAK-bankinn í Midd- elfart. Þessi skammstöfun þýð- ir „Jord-Arbejde-Kapital“. — Bankinn er reistur á þeirri skoðun, að peningar séu. ekki verðmæti, en aðeins milliliður. Verðmætin séu árangur af vinnu, t. d. byggingar, ræktað land og bækur. Þess vegna sé ekki réttlátt að taka vexti af peningum. Bankinn er reistur á þessari skoðun. Hann tekur ekki vexti, aðeins rekstrarfé handa bankanum, sem nemur la/2—2%. Öll útlán byggjast á því að hafa átt eitthvert fé í bankanum að 'minnsta kosti 2% ár. Útlánin eru svo í hlutfalli við inneignina. Starfsemi bankans gengur ágætlega og vex stöðugt. Hann hefur nú útibú í öllum stærri bæj um, Peningar þeir, sem lagð ir eru inn í bankann eru skatt- frjálsir, þar sem þeir gefa enga vexti. Þessi banki hefur lánað mikið til íbúðarhúsbygginga. Bankastjórinn Hálfdán Krist- iansen ferðast mikið og flytur fyrirlestra um þær grundvallar skoðanir, sem bankinn er reist- ur á. Hann hefur flutt erindi í Englandi, Frakklandi og Sví- þjóð um þessa starfsemi. E. Sig. III. Ummæli og athugasemdir Norsk blöð tóku ekki með þegjandi þögninni óvæntum úr- slitum hlutabréfasölunnar og af leiðingum þeirra. Var mikið um þetta rætt eftirá um all-langa hríð. Skal hér aðeins drepið á hrafl úr ummælum tveggja Björgvinjarblaða: — 30. sept. 1963: — Á þennan hátt falla yfirráð þessa mikla iðnfyr- irtækis raunverulega og algei'- lega í erlendar hendur... .“ Og annað blað segir m. a. í löngum ritstjórnarpistli 1./10. 1963: „. ... Annaðhvort hafa norsk ir fjármálamenn ekki haft hand bært fé og lítinn eða engan áhuga haft á málinu, eða hins vegar talið auðvelt að verja fé sínu betur á öðrum vett- vangi. .. .“ „Húsness-verksmiðjan verður nú algerlega í höndum harðsvír aðs erlends auðvalds og öllum þeim háska háð, sem þetta get- ur valdið starfseminni allri og sveitinni einnig yfirleitt. . . . Svisslendingar hafa nú hönd í bagga með öllum rekstri þessa fyrirtækis sem stofnsetja á hér á Húsnesi. Þeir verðleggja hrá- efnið (bræðslumálminn) og sölu verð þess og geta þannig ráð- stafað tekjuafgangi, eins og þeim hentar bezt. . . . Hér hefði verið brýn nauðsyn á traustri andstæðu norskri, frjálsra og óháðra stjórnenda, en ekki gervimanna eða leppa, og nauð- syn á eftirliti með öllu stárfinu, að þar gengi allt með röð og reglu....“ xxxx í grein sinni í DEGI 13. tbl. 19. febrúar sl. tilfærir G. G. nokkur ummæli iðnmálaráð- herra Noregs úr þingræðu hans 17. júní 1964. Mun ummælum þessum ætlað að lýsa áhuga rík isstjórnarinnar á því að bjarga dreifbýlum og afskekktum byggðarlögum frá mannauðn og margvíslegum vanda. En þessi eru m. a. orð Hollers ráðherra, sem G. G. birtir: „Á Húsnesi er nú unnið að því jafnvægisverkefni að skapa atvinnu í landshluta, sem hefir átt við efnahagslega örðugleika að stríða og búið við það ástand, áð margt, ungt fólk hefir flutt þaðan af því það vantaðl vei-k- efni. Bygging alúmínverksmiðj- unnar er raunverulega þáttur í viðleitni stjórnarvaldanna til að stuðla að því, að vandamál af- skekktra byggðarlaga verði leyst. . ..“ — En nú er Húsnes hvorki dreifbýlt né'afskekkt! — Þetta er eflaust fallega mælt og landsföðurlega. En hvers vegna var þessu fagnaðarerindi og forsjónarmildi ekki tekið opnum örmum af þeim, er þess- arar blessunar áttu að njóta? Því munu nú svara Hörða- landsbændur og aðrir aðilar á þessum slóðum. Og í svörum sumra þeirra felst geysimikill fróðleikur og Iífsreynsla, sem á erindi víðar en aðeins um Hús- nes og Hörðalands-fylki. IV. Hörðalands-bændur rísa til varnar Bændaíélög Hörðalands and- mæltu þegar staðarvali til stór- iðnaðar á Húsnesi. Bent var sér staklega á, hve víðlend og góð jarðræktarskilyrði þar sé um að ræða. Og einnig hve mikil hætta sé á að hið mikla tilraunasvæði barrskóga-ræktunar, sem er hið mesta á Hörðalandi, geti auð- veldlega hlotið tjón af bræðslu- reyknum (flúorreyk), eins og dæmin sanna víðsvegar um Noreg. Búnaðarmálastjóm fylkisins studdi rækilega undir andmæli bændafélaganna og rökstuddi mál sitt kröftuglega, ekki að- eins um staðarvalið á Húsnesi, heldur einnig um stóriðjurekst- ur í ágætum búnaðarsveitum. Bændafélögin bentu ennfrem ur á hin einstæðu og ágætu landbúnaðarskilyrði á Húsnesi, sem SNA nú hyggist leggja und ir sig með eignarnámi (hundruð hektara). Allt þetta svæði sé eitt stærsta og bezta ræktunar- svæði í Vestur-Noregi, bæir þar séu allir í fjölskyldu- og ættar- eign og Iiggi vel við aukinni ræktun. Og barrskógarnir verði í mikilli hættu. Bændafélögin átelja einnig mjög, hve áhugamenn landbún- aðarins séu hér „settir hjá“! Þannig sé það einnig, þegar um reyktjónið sé að ræða, sem reynst hefir allmikið við allar alúminverksmiðjurnai'. — En þá sé bara skroppið til Sviss- lands með nokkra velvalda framámenn héraðsins, „og þeim sýndur þar sannleikurinn, og sannfærðir snúa þeir síðan heim aftur á þeim vettvangi! — En hví ekki leita ummæla hlut- lausra sérfræðinga hérlendra?“ spyrja héraðsbændur. . . . Búnaðarmálastjórn Hörða- lands-fylkis andmælti kröftug- lega að stofnað væri til stóriðju á Húsnesi, þar sem þetta jarð- svæði fullnytjað til jarðræktar og skógræktar myndi sennilega verða mesta og bezta landbún- aðarhérað fylkisins með fjölda sjálfseignarb'ænda. Er betta rök stutt rækilega á margvíslegan hátt. Eignarnámskröfur umsækj enda hafi yfirleitt komið o£ seint til búnaðarmálastjórnar, eftir að allur undirbúningur um sækjenda var kominn langt áleiðis, og umsóknarskilyrði og upplýsingar allar mjög ófull- nægjandi og villandi. Og að lok- um segir Búnaðarmálastjórn á þessa lund: „Hvergi annarsstaðar í fylk- inu myndi slík starfsemi valda jafnmiklu tjóni á væntanlegum búnaðarframkvæmdum sem einmitt á Húsnesi. Auk þess telj um vér að rannsaka beri og meta eigi tjón það er verk- smiðj u-reykurinn muni valda, áður en málið er til lykta leitt....“ f næsta kafla verður sagt frá andmælum nokkurra merkra manna og víðkunnra í Hörða- lands-fylki. , Rauðhausafélagið Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 11 «$x$x$*s>3x3><$x5>3>3>3xSx$x$x$x$*3> '<$'^‘3>^’<^$XSX§X^^^«J>3x3x$xS>^ unum, og við fetuðum okkur niður sveigð steinþrep, sem einnig enduðu í öðru stórkostlegu stálgrindaverki. Merry- weather stanzaði til að kveikja á ljóskeri. Síðan fylgdi hann okkur niður lág og dimm göng, þar sem loftið var þrungið megnri moldarlykt. Loks lauk hann upp þriðju járnhurð- inni. \ ið stigum inn í stóra kjallarahvelfingu, þar sem járn- rimlakössum og gríðarstórum kistum var hlaðið allt um kring. — Það verður varfa sagt, að þið séuð auðsóttir að ofan, mælti Holmes, lyfti ljóskerinu og horfði í kringum sig. — Og þá ekki að neðan, svaraði Merryweather og sló staf sínum á hellurnar, sem huldu gólfið. Drottinn minn dýri! Er holt undir hellunum? spurði liann og leit upp alveg furðu lostinn. — Ég verð að biðja yður, Merryweather, að hafa hér ekki í frammi neinn gný eða gaurag’ang, sagði Holmes hvass í fasi. Þér hafið þegar telft góðum úrslitum erfiðis okkar í nokkra tvísýnu. Setjist í öllum bænum á eina af þessum kist- um og hafið hægt um yður. Hinn virðulegi bankastjóri tyllti sér upp á rimlakassa, særður á syip, en Holmes kraup á kné á gólfinu með ljós- kerið og stækkunargler í höndunum og tók að rannsaka sprungurnar milli steinhellnanna af mikilli nákvæmni. Andartaki; síðar virtist hann hafa svalað forvitni sinni, því að hann reis á fætur og stakk glerinu í vasann. — Ég held við hljótum að h'afa að minnsta kosti klukku- tíma til stefnu, mælti hann. Þeir fara varla á stúfana fyrr en vinur okkar veðlánarinn er háttaður og sofnaður. En þá bíða þeir ekki rnínútu lengur. Því fyrr sem þeir ljúka verki sínu þeirn mun lengri tími gefst þeim til undankomunnar. Þú skilur það nú, kæri Watson — eða hefur vafalaust þegar getið þess til — að við erum staddir í kjallara Borgardeildar eins af stærstu bönkurn Lundúnaborgar. Herra Merry- weather er aðalbankastjóri bankans, og hann rnundi kannske skýra fyrir þér, hvers vegna það er ofureðlilegt, að djörfustu glæpamenn Lundúna liafa talsverðan áhuga á þessari kjallarahvelfingu. —Það gerir franska gullið okkar, hvíslaði bankastjórinn. Við höfum þegar fengið aðvaranir um, að ef til vill mundi. reynt að klófesta það. — Franska gullið ykkar? — Já, einmitt franska gullið okkar. Fyrir nokkrum mán- uðum síðan gafzt okkur tækifæri til að styrkja aðstöðu okk- ar, og með það fyrir augum tókst okkur að fá lán hjá Frakklandsbanka, þrjátíu þúsund gulldali. Ég veit, að það hefur kvisazt, að okkur hefur ekki enn gefizt tækifæri til að setja fé þetta í umferð, heldur liggi það enn í geymslum okkar. í þessum kassa, sem ég sit á, eru tvö þúsund gull- dalir vafðir í blýþinnu. Gullbirgðir okkar eru í augnablik- inu stórum meiri en vant er að varðveita á einum stað, og bankastjórnin hefur þess vegna ekki verið alveg áhyggju- laus í þessu máli. — Og áreiðanlega ekki að ástæðulausu, mælti Holmes. En nú verðurn við að ráða ráðum okkar. Ég vænti þess, að innan klukkustundar muni sverfa hér til stáls. Þangað til verðum við að hafa lokuna á ljóskerinu, herra Merry- weather. j — Eigum við að sitja hér í myrkrinu? Framhald. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.