Dagur - 16.04.1966, Síða 5

Dagur - 16.04.1966, Síða 5
4 S Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. OF LÍTIÐ - OF SEINT SAMA DAG og ríkisstjómin lagði fram frumvarp sitt um samning við útlendinga um aluminíumverk- smiðju í Straumsvík syðra, birtist frá hennar hendi annað plagg, frumvarp um svonefndan atvinnujöfnunar- sjóð. Hér mun vera á ferðinni lána- stofnun sú, er stjórnin tók að boða í fyrravetur og kallaði þá „fram- kvæmdasjóð dreifbýlisins“. Enginn vafi er á því, að þessi áformaða sjóðstofnun stendur í beinu sambandi við fyrirhugaðan stóriðnað á höfuðborgarsvæðinu, og að „At- vinnujöfnunarsjóðurinn" er m. a. til þess ætlaður að draga úr gvemju manna út um land út af samningun- um við Swiss Aluminíum og hinni fráleitu staðsetningu, sem ákveðin er, og enn mun stórum auka jafnvæg islevsið milli landslilutanna. Svo áber andi eru tengsl þessara tveggja stjóm arfrumvarpa, að iagt er til, að skatt- ar af aluminíumverksmiðjunni, sem raunar eru í óvissu enn, renni í At- vinnujöfnunarsjóð í stað þess að inn- heimta þá í ríkissjóðinn og ætla At- vinnujöínunarsjóðnum síðan lög- ákveðið ríkisframlag. Þetta fyrir- komulag ber raunar ekki vitni um mikla stjórnvizku, því að hætt er við, að þeim, sem andstæðastir eru alum- iníumsamningunum, þyk i þessi tekjustofn ógeðfeíldur. Hafi stjórnin gert sér í hugarlund, að Iiægt yrði að knýja einhverja til Ifylgis við Straumsvíkurverksmiðjuna með því að gefa kost á skatti þess- um í „strjálbýlissjóð“ en engan ella, þekkir hún illa skaplyndi þeirra, sem traustastir eru á yerðinum um byggð í þessu landi. Það bqr þó að viðurkenna, sem rétt er, að frumvarpið um Atvinnujöfn- unarsjóð, hvernig sem það er til kom ið í raun og veru, ber vott um tals- verða stefnubrcytingu í byggðajafn- vægismálinu af hálfu stjórnarinnar. Og von ætti að verða meiri fjármuna til framkvæmda umfram þá „hung- urlús“, sem hinn svonefndi Atvinnu- bótasjóður hefur ráðið yfir, en hann hefur, sem kunnugt er, fengið 10 millj. kr. ríkisframlag á ári af nálega 4000 millj. kr. ríkistekjum. Nýi sjóð- urinn á að fá 15 millj. kr. eftir að búið er að leggja Atvinnubótasjóð niður og auk þess ríkishlutann af aluminíumskattinum, hver sem hann verður (hinn hlutann fær Hafnar- fjarðarbær og Iðnlánasjóður). Enn fremur á að yfirfæra til Atvinnu- jöfnunarsjóðs nokkuð af mótvirðis- fé, um leið og Framkvæmdabankinn verður lagður niður, en sú stofnun | hefur raunar veitt talsvert af lánum i víðsvegar iim landið, og því vandséð 1 hve mikill ávinningurinn verður, en | hinsvegar mun hann einhver verða. A &> Firam efstu menn á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Akureyrarkaupstað 22. maí 1966 Jakob Frímannsson. Stefán Reykjalín. Sigurður Óli Brynjólfsson. Arnþór Þorsteinsson. Haukur Árnason. Kosnmgaávarp Framsóknar- fél aganna a Ak ureyri HÖFUÐSTAÐUR NORDURLANDS 5 FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri lýsa ánægju sinni yfir vaxandi samvinnu Norðlendinga um sameiginleg hagsmunamál og vilja efla slíka samvinnu á breiðum grundvelli. Gerð er sú krafa til Akureyrarkaupstaðar, að hann sé lilutverki sínu vaxinn, sem höfuðstaður þessa landshluta og sé miðstöð þeirrar baráttu, sem fólk í norðlenzkum byggðum og bæjum lilýtur að sameinast um á komandi tímum til að tryggja framtíð sína, fá framgengt réttlátum kröfum sínum um lífvænlega og menningarlega aðstöðu í þjóðfélaginu. Framsóknarfélögin vara við þeirri háskastefnu ríkis- stjórnarinnar, sem rýrir eðlilega þróunarmöguleika á Norðurlandi. Vilja þau með öllum tiltækum ráðum beita sér fyrir fjölbreyttari atvinnuháttum, aukinni nýtingu náttúruauðlinda og þeirra verðmæta lands og sjávar, sem landið hefur að bjóða, svo og viðunandi aðstöðu til menningarlífs og menntunar. Kröfum Norðlendinga til fjármagns og framkvæmda vilja þau fylgja fast eftir með óbilandi trú á framtíð hinna norðlenzku byggða og bæja, þar sem skilyrði eru fyrir vaxandi fólksfjölda og batnandi lífskjörum. MJÖG VAXANDIMÖGULEIKAR Vegna þeirra menningar- og athafnaskilyrða, sem sköp- uð hafa verið af þróttmiklu fólki hér á Akureyri, hefur bærinn mikla möguleika til að sinna forystuhlutverki sínu, enn meira og betur í framtíðinni. Einnig liefur bær- inn möguleika til þess að taka á móti eðlilegri fólksfjölg- un og aðflutningi fólks, sem að öðrum kosti flytur á Faxa- flóasvæðið. Framsóknarfélögin harma það, að fólksfjölg- un í höfuðstað Norðurlands, hefur, vegna brottflutnings, ekki náð meðalfólksfjölgun í landinu um árabil og telur aðkallandi að koma í veg fyrir, að slíkir brottflutningar haldi áfram. En til þess að þetta megi verða er nauðsyn- legt: 1. Að ríkisvaldið gjörbreyti stefnu sinni í dreifbýlismál- um og miði hana m. a. við aðkallandi framkvæmdaþörf á Akureyri og Norðurlandi öllu. 2. Að efla svo atvinnuvegi bæjarins, að þeir geti veitt ört vaxandi fólksfjölda eins góð lífskjör eða betri, en völ er á annarsstaðar. 3. Að efla starfsemi skóla og annarra uppeldisstofnana og sjá ungu fólki fyrir aðstöðu til vaxandi íþrótta-, félags- og tómstundastarfa í hollu umhverfi. 4. Að hraða skipulags- og byggingarframkvæmdum bæj- arins með það fyrir augum, að húsnæðisskortur hamli ekki búsetu manna, enda verði kapp á það lagt, að gera fólki kleift að eignast þak yfir liöfuðið. Ennfremur, að haldið verði áfram á þeirri braut, sem bygging elli- heimilisins markaði, með því m. a. að byggja smáíbúð- ir fyrir aldrað fólk, sem kýs að lialda heimili meðan heilsan endist. Sjá þarf fyrir sjúkum og hrumuin og vangefnum fyrir fræðslu við þeirra hæfi og dvalarstað, sem nú er að unnið. Að þessum verkefnum vilja Framsóknarfélögin vinna með bæjarstjórn þeirri, er kjörin verður, öðrum opinber- um aðilum, félögum og einstaklingum hér í bæ og annars staðar, sem unnt er að liafa samstarf við um framgang þeirra. Framsóknarfélögin heita samvinnustefnunni stuðningi sínum og treysta á úrræði hennar til lausnar margþætt- um vandamálum og til giftudrjúgra framkvæmda í al- mannaþágu, bæði liér á Akureyri og í öðrum byggðum og bæjum. En um samtakamátt fólksins er norðlenzk saga nærtækur vegvísir í þeim efnum. Á sama hátt verði sam- starfs leitað við marga aðila um lausn þeirra verkefna, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni og annarra, er verða mega til framfara og uppbyggingar þróttmiklu athafna-, félags- og menningarlífi, sem bæjarstjórnin á Akureyri fyrr eða síðar fjallar um. Framsóknarfélögin styðja verkalýðsfélögin í baráttunni fyrir réttlátum hluta þjóðarteknanna. Framsóknarfélögin á Akureyri fela væntanlegum full- trúum sínum í bæjarstjórn, að beita sér fyrir gerð fram- kvæmdaáætlunar bæjarins eins fljótt og við verður kom- ið, þar sem höfuðáherzla er lögð á meiri vinnuhagræð- ingu í verklegum framkvæmdum og nýrri skipan fjár- mála er þær varða. Framsóknarfélögin vilja benda á ýmsa þá þætti bæjar- málanna, sem hér er átt við, og eru nokkrir þeirra raktir hér á eftir: IÐNAÐUR 1. Haldið verði áfram þeirri þróun, sem gert hefur Akur- eyri að hlutfallslega mesta iðnaðarbæ landsins og skap- að hefur hér traustara og stöðugra athafnalíf en á flest- um stöðum öðrum. I því sambandi ber fyrst að nefna iðnað samvinnumanna, sem tryggir mörgum hundruð- um heimila góða lífsafkomu og atvinnuöryggi. En þau minna jafnframt á, að þrátt fyrir mikið starf á þessu sviði er þó meira eftir og óunnin hráefni flutt úr lapdi í stórurn stíl. En iðnað einstaklinga og félaga ber einnig að styðja af alefli. Fagna ber því, að iðnvörur frá Akur eyri eru nú góðar söluvörur á fleiri mörkuðum en áður var, bæði innlendum og erlendum. Framleiðslu þeirra vara ber sérstaklega að styðja og afla þeim markaða. 2. Fagna ber framkvæmdum í stálskipasmíði, sem hér eru hafnar og stuðla verður að því, að sú grein geti vaxið ört í samræmi við þarfir landsmanna, og síðan með útflutning íslenzkra skipa fyrir augum. 3. Áherzlu verður að leggja á byggingu dráttarbrautar- innar, samkvæmt því, sem nú er talið hagkvæmast og miða hana við stærstu fiskiskip og minni flutningaskip og hina öru stækkun fiskiskipanna. 4. Niðursuðuiðnaður verði aukinn og gerður fjölbreyttari í bænum en hann er nú. 5. Raforkuþörf Norðurlands verður að mæta með því að hraða undirbúningi nýrrar Laxárvirkjunar. 6. Áfram verði haldið jarðhitaleit fyrir Akureyri með liitaveitu bæjarins að markmiði og hraðað framkvæmd- um nýrrar vatnsveitu. SJÁVARÚTVEGUR 1. Unnið verði að því við stjórnarvöld landsins, að togara- útgerðin fái meiri fyrirgreiðslu, en nú er. Leggja ber áherzlu á endurnýjun togaraflotans á Akureyri á næstu árum og tryggja á annan hátt þá útgerð, sem skapað geti fiskvinnslustöðvum við Eyjafjörð næg verkefni svo vinna í þeim verði óslitin árið um kring. Bæta þarf aðstöðu þeirra manna, sem útgerð vilja stunda á heirna- slóðum, svo að þeir hafi viðhlítandi aðstöðu og er þar átt við útgerð þilfarsbáta og opinna báta. Auka þarf Ijósavitakerfi á hafnarmannvirkjum bæjarins. 2. Að gerð verði hið fyrsta áætlun um framtíðarhöfn á Akureyri, framfylgt kröfum um auknar, beinar skipa- ferðir til kaupstaðarins, jafnframt því sem fagnað er væntanlegri birgðastöð samvinnumanna í bænum. 3. Unnið verði að því að koma upp kornbirgða- og dreif- ingarstöð á Akureyri fyrir Norðurland — miðað við innflutning á ómöluðum og ósekkjuðum kornvörum. 4. Krossanesverksmiðjan verði, með nauðsynlegum endur bóturn, sem bezt búin til að gegna því tvíþætta hlut- verki, að nýta hráefni frá fiskvinnslustöðvum og taka á móti síld til bræðslu og söltunar. LANDBUNAÐUR Framsóknarfélögin fagna liinum miklu framförum í byggðum Eyjafjarðar og vilja fyrir sitt leyti stuðla að sem mestuni framförum á sviði landbúnaðar, einnig inn- an þeirra marka, sem skilja bæ og hérað. Þau benda á, að á því svæði má einnig stórlega auka gróður jarðar og fegurð landsins, bæía sumarhaga búpenings með dreif- ingu tilbúins áburðar úr lofti og landþurrkun. Stefnt verði að því að gera bæjarbúum kleift að stunda búskap og ræktunarstört í hjáverkum, m. a. með skipulegri stað- setningu útihúsaliverfa og sjálfsagðri fyrirgreiðslu við að koma þeim upp á þann veg, að báðum aðilum sé sómi og ánægja að. Framsóknarfélögin á Akureyri líta svo á, að almenn hagsæld sveita, þorpa og bæja á Norðurlandi, hljóti á hverjum tíma að fara saman að verulegu leyti og vilja fyrir sitt leyti efla þá góðu samvinnu, sem um lang- an aldur hefur orðið báðum gæfa. BYGGINGA- OG SKIPULAGSMÁL Framsóknarfélögin á Akureyri vilja beita sér fyrir gerð framkvæmdaáætlunar, þar sem megináherzla verði lögð á eftirfarandi: 1. Skipulagi og nýlagningu gatna bæjarins verði liraðað þannig, að ætíð verði nægar lóðir undir íbúðarhús við fullbúnar götur til úthlutunar. 2. Miðbærinn verði skipulagður að fullu og miðað við þróttmikið atliafnalíf vaxandi bæjar. Teknar verði til athugunar skipulagstillögur þær, sem frarn komu í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. 3. Akureyrarbær geri það, sem í hans valdi stendur, til þess að létta fjölskyldum byggingu eigin íbúða m.a. með því að efla Byggingalánasjóð bæjarins verulega. Ilald- ið verði áfram á þeirri braut, að bærinn láti byggja íbúðir til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði, og nýtt- ir allir möguleikar á byggingum verkamannabústaða. 4. Stofnaður verði Framfarasjóður Akureyrarkaupstaðar með framlögum og sérstökum lántökum. Verkefni Iians verði þau, að Iána fé til byggingarframkvæmda, gatnagerðar bæjarins o. fl. Með sjóðsstofnun þessari gæti framkvæmdahraði hinna einstöku verkefna ákvarðast á hagkvæmasta liátt, bæði tæknilega og fjár- hagslega, í stað þess að takmarkast við fjárveitingar liverju sinni. Ennfremur myndu opnast meiri mögu- leikar til útboðs bæjarframkvæmda. SKÓLAMÁL Þörf er nýrra stórátaka í skólamálum bæjarins. Fram- sóknarfélögin vekja athygli á þeirri nauðsyn, að hraða undirbúningi og framkvæmdum við barna- og unglinga- skólann í Glerárhverfi, stuðla að nýbyggingum og endur- bótum, sem Menntaskólinn á Akureyri þarfnast nú, koma á fót tækniskóla, hliðstæðum þeim, sem starfar í Reykja- vík, stofna garðyrkjuskóla á Akureyri eða í nágrenni liennar og hraða byggingu iðnskólahúss. Jafnframt telja þau nauðsynlegt að kennsla í verzlunarfræðum verði upp tekin í einum eða fleiri skólum og námsflokkar bæjarins efldir. Þá telja félögin æskilegt að komið verði á fót list- iðnaðarskóla í bænum. Tónlistarskólanum verði séð fyrir stórbættri aðstöðu og bærinn reyni á einhvern hátt, að tryggja sér starfskrafta ungra menntamanna í sem flest- um greinum, e. t. v. með námsstyrkjum, í húsnæðismál- um eða á annan hátt. Unnið verði að því af dugnaði, að ríkisvaldið styðji eðlilegar kröfur um almenna mennt- unaraðstöðu bæjarbúa og annarra Norðlendinga. Athug- aðir verði möguleikar á að koma upp sjálfstæðri kenn- aradeild við Menntaskólann er útskrifi stúdenta með kennararéttindum. Þá verði athugað, hvort heppilegt þyki, að bær og hérað vinni saman að því- að byggja upp lieimavistarskóla utan Akureyrar og að bærinn ráði nú þegar fræðslufulltrúa til eflingar og samræmingar skóla- starfinu á Akureyri. ÍÞRÓTTAMÁL Framsóknarfélögin á Akureyri lýsa ánægju sinni yfir. því, að Akureyri er nú viðurkennd miðstöð vetraríþrótta í landinu og vilja vinna að því, að sem bezt verði notaðir þeir miklu möguleikar, sem Hlíðarfjall hefur að bjóða og vilja bæta þá aðstöðu til muna, svo sem með skíðalyft- um, vegagerð o. fl. Þá lýsa þau eindregnum stuðningi sín- um við framkomnar tillögur um nýtt íþróttaliús og alhliða aðstoð við eflingu annarra íþróttamannvirkja, fyrir æsku bæjarins. En nýtt íþróttahús verður að telja mest aðkall- andi mannvirkið, sem úrlausnar bíður á sviði íþróttamála, ÝMIS MENNINGARMÁL Framsóknarfélögin Iíta á það sem nauðsyn, að Ijúka byggingu nýju bókhlöðunnar fyrir Aintsbókasafnið, auka til muna bókakost þess og aðstöðu til sjálfstæðra fræði- iðkana. Þau telja og mikilvægt, að efla Náttúrugripa- safnið og Minjasafnið, og að haldið verði í heiðri minn- ingu þjóðskáldanna, m. a. með því að koma á árlegri ská.lda- og listamannaviku á Akureyri. Þau vilja minna á hálfrar aldar afmæli Leikfélagsins á næsta ári og vilja, að nú þegar verði athugaðar allar færar leiðir til að minn- ast þess afmælis á verðugan hátt. Vilja þau í því sam- bandi láta það álit í ljósi, að kominn sé tími til, að byggja nýja, norðlenzka leik- og tónlistarhöll, sem jafnframt geti þjónað þörfum leiklistarskóla, tónlistarskóla og fullnægt liúsnæðiskröfum við flutning söng- og tónleikahalds á veglegan hátt. Stuðlað verði að nýrri og betri aðstöðu til tómstunda- iðju og skenuntistarfsemi fyrir æsku bæjarins, og jafn- framt gerðar ráðstafanir til að auka unglingavinnu í bæn- um á sumrin, í framhaldi af þvi, sem nú er. Framsóknarfélögin styðja eindregið fyrirhugaða stækk- un Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Og stuðlað verði að því, að fleiri sérfróðir læknar hefji hér störf. Framsóknarfélögin styðja eindregið þá stefnu, sem Dagur hefur fylgt, að vinna beri gegn áfengisbölinu og styðja þurfi með ráð og dáð aðra þá, sem að sama marki vinna. Þau telja, að bæjarstjórn eigi ekki að veita \4n í veizlum sínum eða bæjarstofnana. Þau lýsa yfir stuðningi sínum við störf Fegrunarfélagsins og telja fegrun bæjarins mikilsverða. Framsóknarfélögin styðja hugmynd hinna ýmsu félaga- samtaka bæjarins í því, að koma sér upp félagsheimilum fyrir menningarlega starfsemi. Eru verkalýðsfélögin þaij sérstaklega höfð í huga, svo og íþróttafélög. Framsóknarfélögin á Akureyri gera sér ljóst, að kjöm- ir fulltrúar þeirra í bæjarstjórn hljóta að vinna að fram- faramálum bæjarins með fulltrúum annarra flokka, sem ætla má, að einnig vilji hag bæjarins sem mestan. Um samstarf verða málefnin að ráða. Þótt Framsóknarmenu lýsi sig fúsa til þessa samstarfs, er þeim vel ljóst, að framtíð fólksins á Akureyri og Norðurlandi öllu, verður að verulegu leyti undir því 'komin, hverjir fgra með völd í ríkisstjórn hverju sinni, og Framsóknar- félögin líta á núverandi stjómarstefnu, sem óheillastefnu í mörgum helztu stórmálum þjóðarinnar. Sú stefna þarf að hljóta sinn dóm, í bæjarstjórnarkosningunum í vor og síðan í alþingiskosningunum á næsta ári. Og ungu fólki er bent á, að það tryggir bezt framtíð sína með því að skipa sér undir merki Framsóknarflokksins, þess flokks, sem bezt hefur fyrir það unnið. Kjósendur á Akureyri: Kynnið yður störf og stefnu Frantsóknarflokksins. Framsóknarfélögin heita á kjós- endur bæjarins, að styðja stærsta stjórnmálaflokk Norð- urlands, Framsóknarflokkinn, svo að hann megi rnarka bæjarmálastefnuna í höfuðstað Norðurlands, setn forystu* flokkur. i

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.