Dagur - 10.05.1966, Blaðsíða 1
Y -----
Dagur
SÍMAR:
11166 (ritstjóri)
11167 (afgreiðsla)
XLIX. árg.
Akureyri, þriðjudaginn 10. maí 1966
35. tbl.
FERÐASKRIFSTOFAN
TÚNGÖTU 1
Símaf 1-14-75 og
1-16-50
Frá vinstri: Stefan H. Einarsson, Geir H. Zoega, Lárus Ottesen og Birgir Þorgilsson. (Ljósm.: E. D.)
SlLD FYRIR AUSTAN
f FYRRINÓTT íann Hafþór góð
ar síldartorfur 240 mílur rétt-
vísandi austur frá Kambanesi.
Síldin kom upp á 10—20 faðma
dýpi en dýpkaði á sér er birta
tók, niður á 80—100 faðma.
Jón Kjartansson Eskifirði var
í gær að búa sig til veiða og
mun halda á miðin í dag og
freista gæfunnar. En vera má,
að hér sé um svipaða síld að
ræða og Færeyingar veiddu fyr-
ir skömmu 80 mílur NNA af
Færeyjum. Sú síld hafði aðeins
4% fitu. □
VAXANDI DÝRTlÐ EYÐILE6GUR
árum hefur orðið rúmlega 500%
aukning erlendra ferðamanna.
Og gjaldeyristekjur af þeim 80
millj. kr. sL ár, þ. e. eyðsla þeirra
hér á landi, utan flugfargjaida.
Ferðamálasjóðinn voru menn
yfirleitt ánægðir með. Með hon-
um er stuðlað að byggingu
nýrra gistihúsa, svo sem á Seyð-
isfirði, Hornafirði og á Húsavík
og með tilstyrk sjóðsins gerðar
endurbætur á eldri gististöðum.
En ferðamálasjóður hefur þegar
ráðstafað 11 millj. kr. á rúmum
tveimur árum, af þeim 20 millj.
kr. sem honum voru á þessum
tíma ætlaðar. En Alþingi sam-
þykkti í vetur að auka framlag
til sjóðsins um helming og var
þeirrar ákvörðunar þakksam-
lega getið á ráðstefnunni. Verð-
ur þá sjóðurinn orðinn 40 millj.
kr. ef hið opinbera stendur við
sinn hlut.
Fulltrúar á Ferðamálaráð-
stefnunni létu vel af aðbúnaði
á Hótel KEA og fyrirgreiðslu
heimamanna.
Vorleiðangur Ægis
HINN árlegi vorleiðangur Ægis
hófst laugardaginn 7. maí. Til-
gangur leiðangursins er eins og
að undanförnu, að kanna göng-
ur síldarinnar inn á miðin norð-
anlands og austan. Auk þess
verða í leiðangrinum gerðar víð
tækar sjórannsóknir svo og at-
huganir á plöntu og dýrasvifi.
í fyrsta áfanga leiðangursins
verður kannað svæðið vestur og
norður af landinu svo langt sem
ís leyfir, en síðan haldið á djúp-
mið norðaustan og austan lands.
Þátttakendur leiðangursins af
hálfu Hafrannsóknarstofnunar-
innar verða: Hjálmar Vilhjálms
son leiðangursstjóri, Dr. Svend
Aage Malmberg haffræðingur,
Egill Jónsson, Birgir Halldórs-
son, Geir Magnússon og Vilborg
ísleifsdóttir. Skipstjóri á Ægi er
Sigurður Árnason. □
FERÐAMÁLIN
r
Island eitt dýrasta ferðamannaland álfunnar
A FERÐAMÁLARÁÐSTEFN-
UNNI á Akureyri, sem lauk sl.
laugardag, flutti erindi Tryggvi
Þorfinnsson skólastjóri mat-
sveina og veitingaþjónaskólans,
þar sem hann m. a. benti á þörf
nýs skólahúss, því ófullnægj-
andi húsnæði er í Sjómanna-
skólanum og skóli þessi orðinn
hornreka.
Þórhallur Halldórsson full-
trúi flutti síðasta erindið. En að
framsöguerindum loknum hóf-
ust umræður um hvert þeirra
og kom þá niargt fram. Fyrr
var getið erinda þeirra Ragnars
Ragnarss. og Birgis Þorgilss.
Þótt margt megi betur fara í
móttöku ferðamanna hér á landi
og í því sambandi sýnist sitt
hverjum, kom öllum saman um
það, að dýrtíðin væri eðlilegri
þróun og æskilegri mestur fjöt-
ur um fót um þessar mundir og
ógnaði öllum ferðamálum. Full-
trúar sátu kvöldverðarboð bæj-
arstjórnar á Hótel KEA á föstu-
dag en í boði samgöngumálaráð-
herra í Sjálfstæðishúsinu á laug
ardaginn, en flestir þeirra
bjuggu á Hótel KEA og þar fór
ráðstefnan fram.
Það kom fram á Ferðamála-
ráðstefnunni, að á síðustu 15
PRESTKOSNING
Á SUNNUDAGINN fóru fram
erpstkosningar til Möðruvalla-
klaustursprestakalls í Eyjafirði.
Umsækjendur voru þeir séra
Ágúst Sigurðsson settur sóknar-
prestur á Möðruvöllum og séra
Bolli Gústafsson sóknarprestur
í Hrísey.
Talning atkvæða fer fram í
skrifstofu biskups á föstudaginn.
Á kjörskrá í fjórum kirkju-
sóknunum voru 418 manns
cg neyttu 341 atkvæðisréttar
síns, sem er óvenjulega há hlut-
fallstala, enda kosningabaráttan
hin líflegasta, □
Karlakór Akureyrar, sent æft hefur af kappi í vetur, hélt þrjá samsöngva um helgina, einn í
Nýja-bíói og tvo í Sjálfstæðishúsinu við hina ágætustu aðsókn og undirtektir. Stjórnandi var
Guðmundur Jóhannsson og undirleikari Kristinn Gestsson. Einsöngvarar 8 talsins. Fjórtán lög
voru á söngskránni en mörg laganna varð að endurtaka fyrir hrifna áheyrendur. Myndin var
tekin á æfingu kórsins nokkrum dögum áður. (Ljósm.: E. D.)
Bæjarsfjómarkosningamar 1962
NÚ, ÞEGAR bæjarstjómarkosn
ingarnar nálgast, þykir Degi
rétt að rifja upp kosningatölur
frá næstu bæjarstjómarkosn-
ingum á undan hér á Akureyri.
En tölurnar vorið 1962 voru
þessar:
Kjósendur á kjörs. 5016 (4701)
Greidd atkvæði 4212 (4012)
A-Iisti (Alþýðufl.) 505 ( 556)
B-Iisti (Frams.fi.) 1285 ( 980)
D-listi (Sjálfst.fl.) 1424 (1631)
G-listi (Alþýðub.) 932 ( 797)
Auðir seðlar voru 48 ( 50)
um. Atkvæðum Alþýðuflokks-
ins fækkaði um 51, en atkvæð-
um Alþýðubandalagsins fjölg-
aði um 135, en þess er þó að
geta, að þjóðvarnarmaður var í
3. sæti listans 1962 og taldi G-
listinn sig njóta stuðnings þjóð-
varnarflokksins. Þjóðvarnar-
menn buðu fram sérlista 1954
og hlaut hann þá 354 atkvæði.
Svigatölurnar eru frá næstu
bæjarstjórnarkosningum þar á
undan.
Aðalbreytingin 1962 var sú,
að atkvæðum Framsóknar-
flokksins fjölgaði um 305 en at-
kvæðum Sjálfstæðisflokksins
fækkaði um 207. Framsóknar-
menn unnu eitt sæti í bæjar-
stjórninni af Sjálfstæðismönn-
EFTIRMÆLI „VIÐREISNARINNAR"
Nokkur afrek stjórnarinnar
AFREK núverandi ríkissíjórnar í sjálfstæðis- og þjóðernis-
málum o. fl.:
Samið um það við Breta, að þeir gætu bannað fslendingum
að færa út lögsögu sína á Iandgrunninu nema til komi sam-
þykki alþjóðadómstóls.
Leyft að reka útlent hermannasjónvarp fyrir meirihluta
fslendinga, sem áður hafði verið samið um, að takmarkað
yrði við Keflavíkurflugvöll, þar sem hermenn hafast við.
Undirbúningur hafinn að stóratvinnurekstri útlendinga á
fslandi, og íslenzk mál í sambandi við þennan stóratvinnu-
rekstur lögð undir útlendan gerðardóm.
Byrjað á stórframkvæmdum erlendra aðila í Hvalfirði,
sem nokkur leynd hefur hvílt yfir til þessa, en taldar eru
þær hernaðárlegs eðlis.