Dagur - 10.05.1966, Blaðsíða 6
6
Ver,ð vandöt VelJi6
vex
EFNAVERKSMIÐJAN
fsiöfrT)
' Leiðrétting í ljóði
BÓNDI EINN úr nágrenninu
auglýsti blásara í Degi og kom
auglýsingin ekki rétt í blaðinu.
Bóndi sendi eftirfarandi leiðrétt-
ingu:
Herra minn, er ritstjórn ræður.
■Réttlæti við „minnstu bræður“
yðar tel, um annað spyr.
Segi ég yður sorgir stórar,
því sumir auglýsingastjórar
eru máski misjafnir.
Auglýsingu eg þeim sendi,
eftir símans þráðum renndi.
Viðtakandann veit ég ei.
En hann las mér allt til baka
og hann virtist rétt við taka.
Sýndist málið svo „ó key“.
Til sölu, ég þar sagði bara,
súgþurrkunarloftblásara,
„Steðja“ frá — af stærri gerð.
Ódýrt selst og undirritað.
Aldrei hefur maður vitað
sanngjarnara söluverð.
Er mér blaðið barst í hendur
brengluð hún á síðu stendur.
Fjandakornið, fussum svei.
Staðgreitt, er í stað hins rétta,
stærri gerð. Ei líkar þetta
mér, prentvillupúkagrey.
Þarna er á meginmunur
að mönnum gæti læðst sá grunur
að ég væri „idíót“,
viðsjáll mjög af versta tagi,
sem vitanlega er fjarri lagi.,
Svona er nú sagan ljót.
Vænti ég þess að vaxa megi
vizka ritaðs orðs í „Degi“,
auglýsing sem annað þing.
En fyrir þessa fjandans villu
og fréttamenn á rangri hillu,
trauðla gef ég túskilding.
Leiðréttingu mála minna
megi ég í „Degi“ finna,
harla dapurt hýrgast geð.
Með virðingu og vinsemd enda
vil ég bréfið, yður senda
bílstjóranum mætum með.
ORLOFSVIKA A LÖNGUMÝRI
VETURINN 1962, í febrúar, var
ég, ásamt tveimur konum öðr-
um héðan úr firðinum í rúm-
lega viku orlofi á Löngumýri í
Skagafirði. Þarna var ágætt að
vera og var þetta verulega
yndislegur tími. Var allt reynt
fyrir okkur að gera, sem verða
mátti til yndis og ánægju. Bóka
kostur er þarna ágætur og mátt
um við nota okkur hann og nut-
um við þess ríkulega.
? Einn daginn, sem við vorum
þarna, var háð þar æskulýðs-
mót á vegum þjóðkirkjunnar.
Þangað komu börn og ungling-
ar víðsvegar að úr héraðinu,
ásamt kennurum sínum. Einnig
mættu þarna nokkrir prestar.
Þarna voru flutt ágæt erindi,
einnig var söngur, leiksýning og
upplestrar og skuggamyndasýn-
ing. Sum atriðin önnuðust böm
in sjálf, eins og upplesturinn og
leiksýninguna. Fór þetta allt
ágætlega fram og var þeim til
sóma, sem að því stóðu. Að lok-
um sátu allir veizlu hjá húsráð-
endum.
i Húsmæðraskólinn var að sjálf
sögðu starfandi og töldum við
það ávinning fyrir okkur að fá
að vera þar samtímis honum, fá
að kynnast starfinu og að sjá og
skoða alla fallegu munina. sem
þarna voru og vera með hinum
fallega, glaða og prúða ung-
meyjahópi, sem þarna naut
námsdvalar. Það lá við að okk-
ur fyndist við vera orðnar ung-
ar á ný og setztar á skólabekk.
Á kvöldin skemmtu námsmeyj-
ar oft með söng og gítarundir-
leik. Höfðu þær æft saman nokk
uð margar og var þetta einskon-
ar skólakór. Milli kennara og
nemenda ríkti góður og ánægju
legur andi, fullur skilnings og
góðvildar. Það var sannarlega
ánægjulegt og fróðlegt að dvelja
þarna.
Vorið eftir var mér svo boðið
að vera á skemmtikvöldi með
orlofskonum frá Akureyri.
Stjórnandi þeirra var frú Lauf-
ey Sigurðardóttir á Akureyri.
Var það orlof einnig á Löngu-
mýri. Var þetta verulega
skemmtilegt kvöld. Það var les-
ið upp, spilað og sungið og ýmis
legt annað sér til gamans gert.
Að endingu voru kaffiveitingar,
mjög myndarlega og ríkulega
fram bornar. Er mér óhætt að
segja það, að þarna voru allir
ánægðir.
í vor sem, leið var mér svo
enn boðið að véra á skemmti-
kvöldi með órlofskonum á
Löngumýri. Þá voru konurnar
yfir 30, sumar af Akureyri,
Sauðárkróki og víðar að. Stjórn
andi var einnig nú frú Laufey
Sigúrðardóttir. Var stjórn henn
ar öll með ágætum og mjög
vinsæl meðal þátttakenda.
Við Margrét á Hjaltastöðum
vorum þarna þetta kvöld og
skemmtum okkur ágætlega.
Lesið var upp og sýndar skugga
myndir frá ýmsum fallegum
stöðum á landinu. Að lokum
voru ríkulegar kaffiveitingar.
Um þetta allt á ég yndislegar
endurminningar, sem ég vildi
ekki missa úr minningarsafni
mínu.
Löngumýri tel ég vera, —
undir stjórn þeirra Ingibjargar
og Bjargar og með frú Laufeyju
fyrir orlofsstjórnanda, — alveg
sérstaklega gott orlofsheimili.
Þar er vel fyrir öllu séð og allt
reynt að gera fyrir konurnar.
Það má segja, að þar sé fegurð
bæði úti og inni. Garðurinn og
trjálundurinn hennar Ingibjarg-
ar svo yndislega fallegur og út-
sýn yfir héraðið dýrleg. Á þeim
tíma árs, sem orlofin standa yf-
ir, (júní), má njóta þess alls í
ríkum mæli. Ég veit líka, að kon
urnar hafa verið sérstaklega
ánægðar og farið hressar og
endurnærðar til síns heima.
Að endingu þakka ég ykkur
öllum, sem fyrir þessu hafa stað
ið, Ingibjörgu,- Björgu og Lauf-
eyju þakka ég allar yndislegu
stundirnar, sem ég hefi dvalið
á Löngumýri með orlofskonum.
Einnig þakka ég frú Helgu
Kristjánsdóttur á Silfrastöðum
að ég fór fyrst að Löngumýri.
Konunum öllum, sem þarna
hafa verið með mér, þakka ég.
Guð blessi ykkur allar og störf
ykkar. i
Gunnhildur Bjömsdóttir,
Grænumýri, Skagafirði.
AÐVÖRUN
um stöðvun at-vinnurekstrar vegna
vanskila á söluskatti
Samkvæmt heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960,
verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í úmdæm-
inu, sem skulda söluskatt fyrsta ársfjórðungs þ. á., svo
og söluskatt fyrra árs, stöðvaður, verði greiðslu eigi
lokið fyrir 15. þ. m.
Verður lokun framkvæmd mánudaginn 16. maí hjá
þeim fyrirtækjum, er þá hafa ekki gert full sk.il.
Bæjarfógetinn á Akureyri, sýslumaðurinn í Eyja-
fjarðarsýslu, 4. maí 1966.
GOÐ AUGLÝSING, GEFUR GÓÐAN ARÐ