Dagur - 10.05.1966, Blaðsíða 7
7
- Endurreisn dre
f (Framhald af blaðsíðu 8)
hverju ári og veikja fjárhags-
grundvöll stéttarinnar. Hin hlið
in er fámennið sjálft. Allir vita
að maður er manns gaman. Um
aldaraðir hafa verið fjölmenn
heimili hér á íslandi. Börnin
voru fram á fullorðinsár með
foreldrum sínum. Þá voru jafn-
vel lítil sveitaheimili fjörug og
Jífvænleg. Fólkið náði saman til
mannfunda og þannig var unn-
ið móti fámenninu. Um síðustu
aldamót héldu bændur víða um
land búnaðamámskeið. Þar
voru fræðandi fyrirlestrar og
fjörugar umræður um búnaðar-
mál og margháttaðar félagsmála
úrlausnir. Unga fólkið hélt dans
skemmtanir og hestar voru á
hverjum bæ. Þeir glöddu fólk
ekki síður en bílarnir nú á dög-
um. Giftar konur í landinu gátu
víðast hvar fengið aðstoð við
vinnu, bæði vetur og sumar.
Landauðnin segir til sín. Of
lágt afurðaverð og of mikið fá-
menni á heimilum víðast hvar
um land eru þung á metum þeg-
ar meta skal ástæður til yfir-
vofandi hættu íslenzkra byggða.
Hættan er bæði fjárhagsleg og
andleg. Verður síðar að þeim
vikíð.
Nú hafa einstakir áhugamenn
í bændastétt um land allt leitað
að hugsanlegum úrlausnum til
að ráða fram úr þessu vanda-
máli. Ég hefi leitað eftir tillög-
um og bendingum manna, sem
vilja leggja sinn litla skerf á
metaskálina. Á frumstigi er tæp
lega að búast við úrlausnum,
sem allir fagna og vilja styðja.
Miklu frekar er ástæða til að
óttast andróður og skilnings-
leysi á yfirstandandi hættutíma.
Sá maður sem ég hef haft mest
gagn að ræða við þetta mál, er
Jón Jónsson á Fremsta-Felli í
Þingeyjarsýslu. Hann er á miðj-
urri, aldri og hefur eins og marg-
ir dugandi bændur, tvöfaldan
búskap, gott sauðabú og álitleg-
an ikúastofn, en þau hjón eru
einyrkjar, börnin mest uppkom-
jn og hafa myndað heimili ann-
ars staðar. En hér er aðili sem
þekkir aðsteðjandi vanda af eig
in raun. Þessi þingeyski bóndi
telur framkvæmanlegt fyrir
bændur, sem eiga bæði sauðabú
og kúabú, að skipta þessum
eignum í tvennt, með nauðsyn-
legum undirbúningi. Hann álít-
ur að nokkrir bændur, sjö til
tíu geti stofnað sameignar kúabú
á góðum stað í sveitinni fyrir
allar kýrnar. Eftir útlendum,
ekki sízt amerískum fyrirmynd
um, hygg ég að tveir vaskir fóð
urmeistarar ættu fremur auð-
velt með að stýra þessu búi.
Félagið mundi reisa nýtízku
fjós og bændurnir létu meta
kýrnar til verðs í félaginu til að
forðast meting milli manna um
ágæti einstakra gripa við sjálfa
mjólkurframleiðsluna. Hver af
þeásum félagsmönnum ætti sitt
eigið bú, sitt tún og sauðfé eftir
því sem við ætti, tvo þrjá hesta
og nauðsynleg tæki eins og nú
er á flestum bæjum til heyöfl-
unar. Nokkuð af töðunni yrði
flutt með bifreiðum strax um
suttiarið í félagsbúið, en sumt
geýmt til vetrarins, því að í
flestum byggðum er akfært á
öllum tímum árs. Við félagsbú-
ið ýrði í upphafi að reisa íbúðir
hattda starfsmönnum þess og
kaupgjald færi eftir almennum
taxta í landinu. Gera verður ráð
fyrir. að félagsnrenn í þessu sam
eignarbúi dvefdu til skiptis viku
eða hálfan mánuð í búinu til
eftirlits með fóðurmeisturunum
við dagleg störf og til hjálpar
þegar. arinarhvor fóðurmeistar-
inn, þyrfti að bregða sér frá. Við
hvert félagsbú af þessu tagi
■11 'la
myndi fljótlega myndast gróð-
urlendi, það væri líka mjög
nauðsynlegt vegna sumarbeitar.
Áburður mundi flýta fyrir þess-
ari ræktun og þannig skapast
ár frá ári meira og betra beitar-
land. En heima á búum félags-
manna væri komið allt annað
viðhorf. Hin foma þúsund ára
byggð á íslandi yrði endur-
fædd. Hún hefði komizt í kynni
við vélaöldina og öðlazt við
margháttuð aðstöðuhagræði,
bæði léttari vinnu og stórlega
aukna framleiðslu. Ef félags-
búið væri rekið með samskonar
elju og útsjón eins og nú tíðkast
á einstökum sveitaheimilum,
þá mundi hver fjölskylda hafa
tekjur frá tvíþættri stai-frækslu.
Heima á gamla býlinu væri sauð
fjárstofninn trygg undirstaða,
eins og hún hefur reynzt um
aldaraðir. Og frá sameignarbú-
inu kæmu líka fastar tekjur,
enda þar leitazt við að ná sem
beztum órangri með búvísind-
um og fullkominni vélanotkun
við starfsræksluna. Með þess-
um hætti yrði tryggð framtíð
íslenzk landbúnaðar með hyggi
legri skiptingu milli vélabúskap
ar við stórgripaiðjuna og eðli-
legrar tækni við góð sauðabú.
Enginn getur skilið réttilega
gildi íslenzkrar sveitamenning-
ar, nema fyrst sé tekið tillit til
menntandi og þroskandi áhrifa
hinna dreifðu býla. Þau hafa
verið og eiga að vera lítið ríki,
þar sem foreldrarnir eru kóng-
ur og drottning í sínu litla en
farsæla ríki. Börnin gætu enn
sem fyrr komizt í náin kynni
við fegurð og breytileik náttúr-
unnar og hin fjölbreyttu störf,
sem fylgja búrekstri.
Undir þesum kringumstæðum
myndu mörg sveitaheimili geta
tekið fleiri börn til sumardvalar
úr þéttbýlinu, en nú er. Þegar
eðlileg kyrrð hefði færzt yfir
sveitaheimilin yrði eins og áður
fyrr tækifæri til ýmiskonar bók
lestra, eftir því sem hentaði
hverjum aldri. í stuttu máli
gæti hin forna dreifbýlismenn-
ing aftur dafnað í tvíbýli við
vélaiðju nútímans.
' Síð^ý'vélaiðjan lagði sveitirn'
ár undlr veldi sitt hafa menn og
konur lítið gert að því að léggja
lóð á vogarskál stéttabaráttunn
ar, þó að öll framleiðsla til lands
og sjávar hafi skipt á milli sín
ríkistekjunum með átökum á
vegum Alþingis og ríkisstjórna.
Þar hafa leiðtogar útvegsins,
sem búa í þéttbýli sýnt miklu
meiri orku og lagni við að
halda fram bótakröfum fyrir
atvinnuveg sinn en bændur. Ef
til vill stafar tómlæti bændaleið
toganna að nokkru leyti af sí-
felldu annríki við dagleg störf.
En þetta er hættulegur leikur.
Málstað bænda verður sífelld-
lega að styðja með glöggum
skýrslum og tölulegum rökum
um réttmæta aðstoð af almanna
fé til bændastéttarinnar.
Bændur hafa marga lærdóms
menn í sinni þjónustu og þeir
ættu að geta safnað heim-
ildum um stöðu bændanna í
þjóðfélaginu á Norðurlöndum,
Englandi og í Þýzkalandi til
birtingar, svo allui' almenning-
ur hér á landi viti hverju þessar
menningarþjóðir verja til að
halda uppi jafnvægi milli stór-
iðjunnar og þeirra samlanda,
sem leggja daglega á borð þétt-
býlismanna helminginn af
neyzluvörum þeirra.
Ég vil ljúka þessum þætti
með einfaldri frásögn af þess-
um ójafna leik atvinnugrein-
anna hér á landi með því að
rifja upp sögu úr íslenzkri at-
vinnusögu. Kauphækkunar-
býlgja ’hafði fallið yfir landið.
Stjórnin hlaut að leggja á þjóð-
ina nýja skatta um leið og allt
kaup hækkaði. Þá héldu fésýslu
leiðtogar bæjanna skyndifund
um málið og samþykktu, að
þeir myndu ekki láta svomikið
sem smábát leita út á hafið til
að afla fisks ef ríkissjóður
veitti ekki útvegsmönnum 300
millj. kr. af ríkisfé, sem óaftur-
kræft framlag þjóðfélagsins til
starfrækslu útvegsins. Valda-
menn sáu enga aðra leið færa
nema að játa þessum kostum.
f þessu jafnréttistafli mundi
hafa verið hóflegt, að leiðtogar
bændanna hefðu lagt fram sína
tekjuhallareikninga og krafizt
samkvæmt þeim, sennilega um
200 millj. kr. En fulltrúar bænda
héldu engan kröfufund. íhalds-
stjórnin hlaut að líta svo á, að
þrátt fyrir gífurlega uppbótar-
þörf allra bæjarbúa, væri allt í
lagi hjá sveitafólkinu.
Bændastétt landsins getur
tryggt framtíð sína og islenzkr-
ar bændamenningar með tví-
þættri skapandi sókn. Annars
vegar með skynsamlegri að-
greiningu fjárbúskapar og
mjólkuriðju í landinu og með
ýtarlegum og rökstuddum kröf-
um á hendur ríkisvaldsins, gegn
því að bændastéttin tryggi nægi
lega og vandaða búvöru handa
öllum landsmönnum.
Jónas Jónsson
frá Hriflu.
- TIL HAMINGJU
(Framhald af blaðsíðu 5.)
þótt enginn þeirra bæri hið
minnsta skynbragð á fram-
leiðslu tilbúins áburðar og gerð
slíkra verksmiðja.
Af þessu hafa nú bændur sop-
ið seyðið í 12 ár og munu enn
gera um stund unz úr rætist. En
nú er von til þess. Fregnin um
að Norsk Hydro eigi að leggja
á ráðin um það hvernig Áburð-
arverksmiðjan í Gufunesi verð-
ur stækkuð að framleiðslugetu,
og gerð að nothæfri verksmiðju,
má vera öllum íslenzkum bænd-
um mikil gleðitíðindi. Það er
sannarlega góð sumargjöf.
Gleðilegt sumar!
Árni G. Eylands.
EINSTÆÐUR FERILL
(Framhald af blaðsíðu 4)
Ríkisstjórnin hefur nú
misst trúna á íslenzkt at-
hafnalíf og innlenda atvinnu
vegi, enda eiga þeir við
mikla erfiðleika að stríða af
völdum pólitískrar óstjórn-
ar. í stað þess að efla atvinnu
vegina og íslenzkt framtak
með stuðningi allra almanna
samtaka, hefur ríkisstjórnin
kallað inn í landið erlent
fjánnagn til erlends atvinnu-
reksturs í Straumsvík og
heitið honum raforku um
langa framtíð, við lægra
verði en annars staðar þekk-
ist. Lög um þetta voru end-
anlega samþykkt með eins at-
kvæðis meirihluta á Alþingi.
- Ferðamálaráðstefnan
(Framhald af blaðsíðu 1.)
Ritarar ráðstefnunnar voru
Örlygur Hálfdánarson og Sigur-
laugur Þorkelsson.
Akureyri hefur mikilla hags-
muna að gæta í sambandi við
ferðamál og vonandi hafa opn-
ast augu margra fyrir mögu-
leikum bæjarins í því efni.
Forseti Ferðamálaráðs er Lúð
vík Hjálmtýsson. □
- Þungaflulningar í snié
(Framhald af blaðsíðu 8).
sem ganga á beltum, eru ýmist
svo veigalítil, að þau ráða eng-
an veginn við þungaflutninga,
eða þau eru svo hæggeng, að ó-
gerlegt er að notast við þau á
lengri leiðum.
Stórvirk tæki til að ryðja
snjó af vegum eru til og víðast
fyrir hendi, en þau stoða lítið í
óstöðugri veðráttu, þegar jafn-
vel lítils háttar stormur getur
á nokkrum klukkustundum
gert að engu magra daga verk
öflugustu vinnuvéla.
Af þessum sökum skapast oft
þvílíkt öngþveiti í samgöngu-
málum heilla landshluta, að
neyðarástand má kalla, sem
veldur einstaklingum lítt yfir-
stíganlegum erfiðleikum og
sveitarfélögum og ríki feikileg-
um útgjöldum. Það er því að
vonum, að menn velti þessu
vandamáli fyrir sér og leiti
svars við spurningum svo sem
þessum: Hvaða tæki koma
helzt til greina, sem komizt
geta leiðar sinnar með viðun-
andi burðar- eða dráttargetu og
viðunandi hraða þrátt fyrir fann
fergi og erfitt tíðarfar? Hvern-
ig ber helzt að beita þeim tækj-
um gamalkunnum eða nýjum,
sem við kunnum að hafa yfir að
ráða, í viðureigninni við snjó
og storm, þannig, að árangur-
inn verði beztur? Ýmislegt hef-
ur verið reynt í þessu sambandi
af einstökum mönnum víða á
landinu og sitthvað athyglis-
vert komið í Ijós. En öll slík
„tilraunastarfsemi“ hefur verið
óskipulögð og af vanefnum gerð,
og víst er það, að meginvanda-
málið er enn óleyst, þ. e. hvern-
ig unnt er að flytja þungavöru
um kaffennta vegi með þolan-,
legum hraða og með hóflegum
kostnaði.
í öllum löndum kringum Norð .
ur-íshafið er glímt við þetta
sama vandamál og varið til
miklu fé. Einkum mun það þó
gert á vegum þeirra stofnana,
sem vinna að varnarmálum þess
ara landa, fyrst og fremst á veg
um landhersins.
Það er skoðun flutningsmanns
þessarar þingályktunartillögu,
að nauðsynlegt sé og aðkallandi,
að íslenzka ríkið beiti sér einnig •
fyrir leit að lausn þessa vanda-
máls.
Eðlilegt virðist, að Vegagerð
ríkisins verði falið þetta verk-
efni hér. Gera má ráð fyrir, að:
- NÝJAR BÆKUR
(Framhald af blaðsíðu 5.)
ann sé fjallað í bókaflokki um,
þau efni.
Bókin Mannshugurinn kann-
ar og skýrir flóknasta líffærið:
hug mannsins. Heilinn er mið-
stöð skilnings og skynsemi, en
hvernig er starfsemi hans hátt-
að? Hvað er vitað um orsakir
eðlishvatanna, starfsemi heila-
frumanna, stjórn heilans yfir
líkamanum eða eðli minnisins
og getunnar til að læra. Þessum
spurningum og ótalmörgum öðr
um er leitazt við að svara í bók
inni.
Bókina hefur Jóhann S. Hann
esson, skólameistari á Laugar-
vatni, íslenzkað. Er bókin 200
bls. að stærð með 110 mynöa-
síðum. Atriðisorðaskrá fylgir.
Bókin var sett í Prentsmiðjunni
Odda h.f., filmur af texta gerðar
í .Litbrá h.f., en bókin prentuð
og bundin hjá. Smeetsoffset,
Weel't í Hollandi. Q
nokkru fé þurfi að eyða í þessu
skyni. í það má þó ekki horfa,
þar sem hér er um meiri háttar
vandamál að ræða, sem árlega
gleypir gífurlegar fjárhæðir ein-
staklinga og opinberra aðila.
Má telja mjög líklegt, að
skipulagðar rannsóknir óg til-
raunir í þessu efni geti fljótlega
gefið niðurstöður, sem komið
geti í veg fyrir margs konar
mistök, misbeitingu tækja og
ótímabæran snjómokstur á veg-
um og sparað með því þjóðinni
stórfé. Q
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
LÝÐRÆÐISREGLA ÓVIRT
Ingvar Gíslason sagði að svo
virtist seni stöðvun verðbólgu
væri ekki lengur á stefnuskrá
ríkisstjórnarinnar, sem hefði
áður verið talin aðalviðfangs-
efni hennar. Hann kvað framtíð
ýmissa landsliluta í mikilli
óvissu og sagði Atvinnubóta-
sjóð hrökkva skammt til úrbóta
eins og nú væri komið með
stofnun stóriðju í Stór-Reykja-
vík. Hann ræddi um iðnaðinn
hér á Akureyri og útflutning
iðnvara liéðan, sem kominn
hefði verið vel á veg. Nú væri
iðnaðurinn í hættu vegna inn-
flustnings og verðbólgu. Hann
sagði, að þótt góður afli hefði
verið í landinu í heild, yrði að
minnast þess, að verulegur afla-
brestur hefði verið við Norður-
land undanfarin ár og of lítið
gert að því að ráða bót þar á,
t. d. með síldarflutningi o. fl.
Núverandi ríkisstjórn virtist
ekki þekkja þá lýðræðisreglu,
sem víðast væri í heiðri höfð, að
stjórn segði af sér, ef henni tæk-
ist ekki að ráða við þau megin-
verkefni, sem hún tæki að sér
að leysa. Þjóðina skorti nú for-
ystu stjórnarvalda.
NÝSTÁRLEG SKOÐUN Á
DÝRTÍÐ
Helgi Bergs ræddi m. a. um
niðurslturð ríkisframlaga til
opinberra framkvæmda, en síð-
ar um strandferðir og vegagerð
og las meðmæli vegamálastjóra
með frumvarpi Framsóknar-
manna um að láta leyfisgjald af
bifreiðum renna í vegasjóð.
Hann kvað framkvæmdir í
sjúkrahúsmálum þannig, að
miklir hússkokkar stæðu hálf-
byggðir og engum til nota árum
saman. Hann kvað nýstárlegar
skoðanir á dýrtíð á uppsiglingu
í stjórnarherbúðunum. Byrjað
væri að halda því að fólki, að
dýrtíðin væri ekki eins slæm og
ætlað heföi verið! I samræmi
við þetta hefði fiskverð til neyt-
enda verið stórhækkað. En dýr-
tíð gæti ekki skapað nýja fjár-
muni. Ilins vegar flytti liún fjár
muni og væri Iöngum rót órétt-
lætis og spillingar í fjármálum.
Nú væri stofnað til verðbólgu-
aukandi stórframkvæmda í
Straumsvík og í Hvalfirði, á því
svæði, sem eftirspurn íslendinga
sjálfra eftir vinnuafli væri mest,
cg álverksmiðjan ætti að fá þá
orku, sem talin væri ódýrust á
íslandi.